Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Page 13
DV. MIÐVIKUDAGUR18. JULI1984.
13
mótuð og byggð upp á und-
angengnum áratugum.
Bruðl og sóun á öðrum
sviðum
Á sama tíma og ríkisstjórnin
beinir skurðarhnífum sínum að hinu
félagslega kerfi eykst bruðlið og
sóunin á öörum sviðum. Fjárfesting í
verslun hefur aukist gígantískum
skrefum. I f járfestingar-og lánsfjár-
áætlun fyrir síðasta ár var hún
áætluð 1 milljarður. Skattur af
verslunar- og skrifstofuhúsnæði
hefur verið felldur niður. Veruleg
rýmkun hefur átt sér stað á
afskriftareglum fyrirtækja. Fjár-
festing bankanna nam hundruðum
milljóna á síöasta ári. Þó að land-
búnaöarframleiðsla dragist stöðugt
saman rísa upp vinnsluhallir og
milliliðirnir í landbúnaði halda
áfram að festa fé í þarflitlu húsnæði.
Þetta eru ekki einu dæmin um
„snilldarlega hagstjóm” (sic) ríkis-
stjórnarinnar. I ofanálag bætist
marggötótt fjárlög og stóraukin
skuldasöfnun erlendis. Nýjasta
„snilldarverkið” í hagstjóminni er
erlent lán til að fjármagna bams-
meðlög. Sb'k er þá „ómegðin” (!)
oröin á ísa köldu landi.
Allt þetta sýnir ljóslega að ríkis-
stjórnin er stéttarleg stjórn. Hún er
að gæta hagsmuna ákveðinna
stéttarlegra afia i þjóðfélaginu. Sú
stétt er eignastéttin í okkar þjóðfé-
lagi, braskaramir, kaupmennirnir
og eigendur fyrirtækjanna en allflest
fyrirtæki skila nú gróða upp á tugi og
hundmð milljóna. Þannig hefur
kjaraskerðingin ekki orðið til þess að
leysa nein efnahagsvandamál heldur
orðið fjármunatilfærsla til atvinnu-
rekenda, verslunar og þjónustu. Þeir
riku hafa orðið ríkari og þeir fátæku
fátækari.
Verkalýðshreyfingin verður
að snúast til varnar
Því var slegið föstu í upphafi þess-
arar greinar að ríkisstjórnin væri í
kreppu og áróðursstaðan væri smátt
og smátt að snúast henni í óhag. Sem
betur fer er launafólk og
almenningur í landinu farinn að átta
sig á þvi aö allt tal ráöherranna um
verðbólgulausnir var ekki annað en
innantóm blekking. Launafólk hefur
áttað sig á því að umfang kjara-
skerðingarinnar er slíkt að það þarf
að vinna kauplaust í þrjá mánuði á
ári fyrir ríkisstjórnina og atvinnu-
rekendur.
Launafólk er farið að átta sig á því
að kjaraskerðingin verður ekki bætt
með því að sitja meö hendur í skauti.
Kjaraskerðingin verður ekki sótt
nema með baráttu. Að þessu leyti er
áróðursstaðan að snúast verkalýðs-
hreyfinguuni i hag og þann jákvæða
snúning verður nú að nota til kjara-
legrar og félagslegrar f ramsóknar.
Það er verkalýðshreyfingin á
Islandi sem hefur átt hvað drýgstan
þáttinn í því að móta það velferðar-
kerfi sem hér hefur verið byggt upp á
liðnum áratugum.
Þaö er augljóst mál að velferðar-
kerfið er í hættu fái ríkisstjórnin
svigrúm til að framkvæma stefnu
sína en það er einungis verkalýðs-
hreyfingin sem getur stöðvað fyrir-
ætlanir hennar. Þetta getur verka-
lýðshreyfingin enn þrátt fyrir ára-
langt undanhald. Þegar öllu er á
botninn hvolft þá er þaö verkalýðs-
hreyfingin sem er hreyfiaflið á okkar
söguskeiði og getur haft úrshtaáhrif
á hina þjóðfélagslegu framvindu.
Ef verkalýðshreyfingin hefur
nægilegan faglegan og pólitískan
þroska getur hún stöðvað ríkis-
stjórnina á öllum sviðum.
Spurningin er bara þessi:
Ætlar verkalýðshreyfingin að láta
það viðgangast að 25—30% kjara-
skerðing verði staðfest til fram-
búðar?
Ætlar verkalýðshreyfingin að láta
það viögangast að hið félagslega
velferðarkerfi verði brotið niður?
Ætlar verkalýðshreyfingin að láta
það viðgangast að ávinningar
hennar af áratuga baráttu séu allt í
einu gerðir að engu af ósamstígri
íhaldsstjórn, pólitískra trúða? Ef svo
er þá er verkalýðshreyfingin virki-
lega illa á vegi stödd.
Reynslan frá því í vetur sýnir
okkur þvert á móti aö vel er hægt að
ná árangri ef vilji er fyrir hendi.
Barátta okkar verður að miða að því
að treysta samtökin þannig að þau
nýtist í baráttu fyrir auknum réttind-
um og raunverulegum þjóðfélags-
völdum launafólks í landinu.
Dagsbrún og verkafólk í Vest-
mannaeyjum sýndi það ljóslega að
með samstöðu og frjóum baráttuað-
gerðum er hægt aö berjast meö
árangri gegn stétt atvinnurekenda.
Þá samstöðu þarf að mynda og
treysta í baráttunni í haust.
Guðmundur J. Hallvarðsson.
• „ Jafnframt er þetta skýr vitnisburður um
að ómenguð íhaldsstefna er ófram-
kvæmanleg hér á landi nema að leggja í rúst þá
þjóðfélagsgerð sem hér hefur verið mótuð og
byggð upp á undangengnum áratugum.”
„Líkja má fiskveiðum á íslandsmiðum við það að nokkrum piltum sé fengin saman bjórtunna.”
brugðist, heldur ríkið — með því að
búa fiskimönnunum ekki skipulag,
þar sem þeir hafi hag af því að
breyta skynsamlega, og með því
beinlínis að hvetja þá til óhag-
kvæmni.
Óráð
Þrjú ráð eru til við vandanum. Eitt
er, að ríkið taki að sér að stjórna
flskveiðunum. En þetta er hið mesta
óráð. Víðtækt vald í höndum sjávar-
útvegsráðherra er hættulegt, og
litlar líkur eru á því, að hann eða ráð-
gjafar hans hafi nægilegar
upplýsingar til þess að nota það
skynsamlega. Það er rétt, sem Jón
Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar, benti á í ágætri grein í Ægi
1979, að fiskveiðar verða öðrum
greinum frekar að vera í höndum
kunnáttumanna, en ekki skriffinna.
Annað ráð er, að ríkið leggi skatt á
fiskveiðarnar, sem sé nægilega hár
til þess að ekki verði um ofveiði að
ræða. (Þetta er hugmyndin um „auð-
lindaskatt” eða „sölu veiðileyfa”.)
Eg held að þetta sé þó ekkert annað
en skrifborðsspeki. Hvemig fá menn
aö vita hversu hár skatturinn á að
vera? Og hvernig ætla þeir að ná um
hann samkomulagi? Og af hverju á
ríkið að hirða slíkan skatt (en það
jafngildir þjóðnýtingu fiskistofn-
anna)?
Séreignarréttur
skilgreindur
Þriðja ráðið er það, sem ég hallast
að, en hagfræðingar erlendis hafa
mjög rætt um. Það er að skilgreina
séreignarrétt á fiskistofnunum.
Þetta væri tiltölulega einfalt. Þeim
kvótum sem nú er úthlutað af s jávar-
útvegsráðherra, yrði úthlutaö til
fullrar eignar, en ekki aðeins til
tímabundinnar nýtingar. Með öðrum
orðum: Núverandi kvótakerfi yrði
breytt í séreignarkerfi. Þetta hefði
þrjá meginkosti. Fyrst er það að
menn gætu selt og keypt kvóta, svo
að þeir söfnuðust smám saman á
hendur þeirra, sem kynnu með þá að
fara. Aflaklærnar keyptu út fiski-
fælurnar. Síðan er það, að fiskimenn
hefðu hag af því sem eigendur fiski-
stofnanna að koma sér saman um
skynsamlega nýtingu þeirra. Hið
þriðja er, að fiskimenn eru líklegri til
að samþykkja þetta ráð en hin tvö.
Þeir kæra sig ekki um að vera hús-
menn eða leiguliðar sjávarútvegs-
ráðherra.
Leiðarljós þeirra, sem leggja til
þetta séreignaskipulag fiskveiða er,
að óbein stjóm sé að öllu jöfnu betri
en bein stjórn, að verðlagning sé
gjarnan heppilegri en skipulagning,
að útgerðarmenn og sjómenn séu
best komnir sem sjálfstæðir eigna-
menn.
Hannes H. Gissurarson.
„Enginn á fiskistofnana og enginn gætir
þeirra því fyrir öðrum.”
„Þar eru hagsmunir þessarar valdaklíku samofnir framleiðslu viðs járverð-
ustu vopna sem fyrirfinnast í veröldinni fyrr og síðar.”
Landsréttindi
tii sölu eða
fridarstefna
Niðurstaða könnunar þeirrar sem
fram fór á dögunum kom svo sannar-
lega á óvart. Þar var einkum höggv-
ið eftir viðhorfi íslensku þjóðarinnar
til erlends herafla sem verið hefir
hér í landinu flestar götur síðan Is-
land var undir danskri stjóm. Það
vekur svo sannarlega furðu, að ekki
sé meira sagt, hversu úrtak það sem
hér var leitað til vill greinilega leit-
ast við að selja landsréttindin fyrir
nokkra brauðmola sem kunna að
falla af borðum auðugasta og voldug-
asta herveldis veraldarinnar. Hér er
stórkostleg vá fyrir dyrum sem rétt
er aögefa ríkulegan gaum.
Það ógnarafl
sem stjórnar
allt of miklu
Otalmargir álíta sem svo að
heiminum sé stjómað af greindum
og lærðum stjómmálamönnum sem
beri ótakmarkaða ábyrgð á verkum
sínum og gjörðum. Það gleymist hins
vegar furðu mörgum hver þau öfl
em að baki þeim flestum sem
raunverulega ríkja og drottna,
skammta smátt úr hnefa og eiga til
að hrifsa allt aftur ef ekki þá meira,
sem áður hafði verið veitt. Þar er
týranninn sjálfur, harðstjórinn sem
engu eirir en lemur efnahagslíf þjóð-
anna áfram allt eftir því hvemig
hagsmunum hans verði best borgiö,
— stóriðjan með ríkuleg tengsl við
vopnaframleiðendur og útsendara
hernaðarhyggjunnar. Stjórnmála-
menn kunna að vera allir af vilja
gerðir að halda alþjóðlegar af-
vopnunarviðræður og friðarráðstefn-
ur en þeir fá furðu litlu ráðið í þá átt
vegna þess ógnarafls sem raunveru-
lega stjórnar allt of miklu í smáu
sem stóru. Handan járntjaldsins svo-
nefnda er samfélagsform sem stór-
iðju- og hernaðarrekendur stefna að
ekki síður en einhverjir giljagaurar
sem aðhyllast afkáralegan sósíal-
isma. Þar er ríkisvaldið í hendi
þröngrar valdaklíku sem er einráð
yfir ríkisvaldi, hervaldi og fram-
leiðslu í víðlendasta hemaðarveldi
gjörvallrar veraldarinnar. Þar eru
hagsmunir þessarar valdaklíku sam-
ofnir framleiðslu viðsjárverðustu
vopna sem fyrirfinnast í veröldinni
fyrr og síðar. Þessi vopnafram-
leiðsla er réttlætt með sífellt vaxandi
og yfirvofandi hernaðarárásarhættu
Kjallarinn
GUÐJON JENSSON
PÓSTAFGREIDSLUMAÐUR
á nákvæmlega sama hátt og við þekkj-
um frá hemaðarhyggjumönnum
hérna megin járntjalds. Hræðsla og
ótti eru þær hvatir sem virkjaðar eru
til hins ýtrasta, til að yfirvinna
hugsanlega tregðu aö láta af hendi
hagsmuni til handa hemaðaröflun-
um.
íslendingar eru friðsamir
I könnun þeirri sem vikið var að í
upphafi þessa máls var ennfremur
athuguð afstaða Islendinga til friðar-
mála. Athygli vekur að yfirgnæfandi
meirihluti er fylgjandi friðar-
hreyfingum þeim sem verða sífellt
ákveðnari. Það er gleðilegt en sú
gleði er miklum trega blandin því
ekki fer tvennt ólíkt saman: stríðs-
rekstur og friður. Islendingar era
yfirleitt ákaflega friðsamir að eðlis-
fari enda hafa þeir verið lausir við
hörmungar styrjalda að mestu og
landið hefir aldrei verið notaö sem
vettvangur stríðsátaka síðan á Sturl-
ungaöld. Það kemur því spánskt
fyrir sjónir ef íslendingar vilja fær-
ast í fang að selja land sitt fyrir
nokkra skildinga sem yfirgnæfandi
líkur eru á að leiði til þess aö litið
verði á þessa þjóð eins og hvert
annað prangarahyski sem selur allt,
jafnvel sálina sína og sannfæringu
fyrir silfur og gull. Já, þessir þrjátíu
silfurpeningar hans Júdasar hafa
stöðugt verið í umf erð en eru þeir nú
komnir tillslands?
Guðjón Jensson.
.i&tH
.IUÍÍÖR3 L4ÍUGJ ii.iaii tw; 3$»PBMJÍÍÍÍ