Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR18. JULl 1984. Spurningin Hverja telurðu möguleika íslenska handknattleikslands- liðsins á ólympíu’eikunum í «íf- Gisli Sigurösson, starfsmaður hjá ÍSAL: Eg fylgist ekkert meö íþróttum en vona aö liöinu gangi vel. Los Angeles? v Ari Þorsteinsson verkamaður: Þeir eru ekki miklir, ég held aö þaö geti ekkert. Haraldur Pétursson bryti: Ég fylgist ekkert meö handknattleik en maöur vonar þaö besta fyrir landann. Agnar Þorvaldsson bifreiöastjóri: Eg veit það ekki en ég vona aö Islending- unum gangi vel og ætla að fylgjast meö þeim. Jón Pálmason hönnuöur: Liöiö á möguleika á aö komast í átta liða úrslit en svo vonar maður bara það besta um framhaldið. Ólafur Björnsson prentari: Það er aldrei að vita. Austurblokkin er dottin út svo liðiö gæti hugsanlega komið á óvart og náð langt. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Besti vinur mannsins Vilhelmína R. Hansson hundaþjáif- ari skrifar: Þú gengur hægt og rólega niður götuna. Sólin hellir geislum sinum yfir glansandi pelsinn þinn. Þú ert hamingjusamur. Börn leika sér á gangstéttinni. Þau horfa á þig stutta stund þegar þú gengur fram hjá og halda síöan áfram leik sínum. Sjálfur lallar þú áfram í rólegum takti. Fuglarnir í trjánum syngja sinn glaða söng, þú heilsar þeim með gelti. Þá birtist allt í einu kona fyrir framan þig, veinandi af hræðslu. Fólk streymir að úr öllum áttum, jafnhrætt og konan. Einhver hringir í lögregluna. Kona hefur verið bitin af hundi við aðalgötuna, komið fljótt. Þú stendur rólegur á sama stað og spyrð sjálfan þig: Hvað hefur skeð? Af hverju eru allir hræddir? I fjarska heyrist sírenuvæl sem kemur nær og nær. Þú dregur saman tilfinninganæm eyru þín. Lögreglu- bíll stoppar snögglega fyrir framan þig og tveir einkennisklæddir menn koma á móti þér. Þeir eru ekki vina- iegir. Annar þeirra grípur hörðu taki um hnakkann á þér og snýr upp á. Þú reynir að komast úr greipunum en getur það ekki. I þinni miklu ör- vinglan reynir þú meö biðjandi aug- um aö fá manninn til aö skilja það að hann meiðir þig, þú ýlfrar af sárs- auka. Og sem síðustu undankomu- leið lætur þú tennurnar í þetta sem veldur þér þessum sársauka til að fá þaöíburtu. Þá kemur hinn maðurinn hlaup- andi með beisli og munnkörfu. Þeir leggjast á þig og þrýsta þér niöur í götuna, binda þig og kasta þér inn í bílinn. Seinna, þegar þú horfir á hvít- klæddan mann fyrir framan þig með einhverja sprautu, spyrðu siálfan þig: Hvað hef ég gert? Eg hreyfði ekki við konunni. Af hverju er ég hér þegar lífið bíöur eftir mér? Af hverju... ? Hundurinn er besti vinur mannsins en veit maðurinn það? Besti vinur mannsins blæs tyggjókúlu. Fjölskyldan hamingjusama í Fanny og Alexander. Hvaöa tegund sem þetta er þá hljóta þeir aö vera i miklu uppáhaldi hjá þessum. Vindlarnir góðu Jón skrifar: Uppáhaldsvindlarnir mínir heita Villinger-Kiel. Þetta eru langir vindlar með gulu munnstykki, alveg meiriháttar töff og góðir. Bróðir minn, sem er flugmaður, hefur alltaf keypt þessa vindla fyrir mig í Fríhöfninni því þeir hafa ekki fengist hér í verslunum fyrr en upp á síðkastið. En þaö eru ekki nærri allar tóbaks- verslanir sem selja þá. Þaö er ansi hvimleitt að geta ekki fengið þá í næstu verslun en þurfa að fara í næsta bæjar- hluta eftir þeim. Villinger í allar verslanir. Þakklæti f rá rokk- aðdáanda María Öskarsdóttir skrifar: Eg er ein af þeim lánsömu sem var ung á svonefndum rokkárum. Og lang- ar mig að koma þakklæti mínu fram við aðstandendur rokkhátíðar. Skemmtanirnar á Broadway ’83 og ’84 voru frábærar. Einnig vildi svo til að ég var stödd í Vestmannaeyjum helg- ina. 7.-8. júlí. Var þá stödd þar Rokk- hátíð ’84 og viti menn, þar var troðfullt hús og fólk á öllum aldri skemmti sér og öðrum af miklu fjöri langt fram á nótt. Vildi ég gjarnan koma þakklæti un og hvet alla að láta slíka skemmtun mínu til allra okkar bestu rokk- ekkiframhjásérfara. söngvara fyrir þessa frábæru skemmt- Góða skemmtun. Hvers vegna ekki Fanny og Alexander? Bíó-Geir hringdi: Ég verð að lýsa undrun minni yfir því að ekkert íslenskt kvikmynda- hús skuli hafa tekið til sýningar mynd Ingmars Bergmans Fanny og Alex- ander. Þar er ekki hið einasta á ferð ódauðlegt meistaraverk heldur og mynd sem á mun meira erindi við okkur Islendinga en margar aðrar vegna skyldleika okkar viö Svía. Raunar er Fanny og Alexander svo kynngimagnað verk að næsta ótrúlegt má teljast. Höfundur þessa bréfs var löngum hatursmaður Svía og Norðurlanda yfirleitt en eftir aö ég sá Fanny og Alexander tók ég þetta mál til endurskoðunar. Þjóð, sem getur af sér slíkt öndvegisverk, getur vart verið slæm. Kvikmynd Bergmans nær yfir allt litrófið. Hún er í senn fyndin og sorg- leg, raunsæisleg og ofurraunsæisleg. Hún er frábærlega leikin og svo vel tekin aö kalla má hana hreina veislu fyrir augaö. Samnefnari fyrir útvarp og sjónvarp J.B.K. skrifar: Einn er sá hlutur sem í mér stendur framar öörum. Það er útvarp. Eins og allir vita, eða flestir, er útvarp samnefnari fyrir hvers konar móttöku- hæfar bylgjusendingar og kemur þá fyrst í huga sjónvarp og hljóðvarp. En það vantar samnefnara yfir þetta tvennt því orðið hljóðvarp hefur aldrei náð að festast í fólki vegna þess að útvarpið hefur vinninginn. Því vil ég biðja um tillögur frá góðum konum (og körlum) um nýtt nafn til handa þessum miölum til samans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.