Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Blaðsíða 18
18
DV. MIÐVIKUDAGUR18. JUU1984.
Ökuleiknin íKeflavík:
Sigurvegarinn í karlariðli, Kristófer Þorgrimsson, ekur hér gegnum brautina.
WM*
MILLI
STAFS OG
HURÐAR
hjá tískuhönnuðinum
Jean-Louis Scherrer
með tilheyrandi mynd-
um af handverkum
hans.
SUND-
FATATÍSKA
KARLA
bæði fyrir strand-
Ijónin og líka fyrir
venjulega karla!
FAIMIMHVÍT ÚTPRJÓIMUÐ PEYSA
í handavinnuþættinum.
ÉR ER MESTUR!
ÉG ER BESTUR!
KOMDU EF
ÞÚ ÞORIR,
AUMINGINN ÞINN!
Sveinbjörn Guðjohnsen, áhugamað-
ur um líkamsrækt, sem lesendum
Vikunnar er að góðu kunnur, lenti i
því ð dögunum að boxa við sjálfan
konunginn, Mohammad Ali. Hér seg-
ir Sveinbjörn frð þeirri viðureign.
FÁLKINN
Bíða íslenska fálkans sömu
örlög og geirfuglsins? Er hann
að deyja út?
Hvað er vitað um þennan
tignarlega ránfugl?
Við reynum að svara þessum
spurningum í Vikunni núna.
GÆÐAKÖNNUN Á
LITSKYGGNUFILMUM
Margir taka myndir sér til skemmtunar og þá er áríðandi að fá sem bestan
árangur. Vikan birtir nú niðurstöður könnunar á gæðum Ijósmyndafilma
sem getur gefið áhugamönnum nokkrar góðar ábendingar.
277 SÍÐUR Á MÁNUÐI.
ÁSKRIFTARSÍMINN ER (91) 27022.
'L5 WK4Vi
'L5IIMN'
Fjölmennasta
keppnin
ísumar
ökuleikni Bindindisfélags öku-
manna og DV var haldin í Keflavík
mánudaginn 9. júlí sl. Metþátttaka var
eða 20 keppendur og hefur aldrei verið
jafnfjölmennt í einni keppni í sumar.
Keppnin fór fram í mjög góöu veðri
og f jöldi fólks fylgdist með leikni kepp-
enda fyrir framan barnaskólann.
Keppendur voru fimm talsins í
kvennariðli og þar sigraði Mektín Is-
leifsdóttir á Mazda 323 meö aöeins 216
refsistig. Hún er því komin í þriðja
efsta sætið yfir landið í kvennariðli.
önnur varð Jónina Guðjónsdóttir á
Honda Civic með 342 refsistig. I þriðja
sæti varð Fanney M. Jósepsdóttir á
Fiat Uno með 364 refsistig.
I karlariðli sigraði Kristófer Þor-
grímsson á Datsun Cherry með 152
refsistig. Annar varð Ævar Ingólfsson
á BMW 323i með 155 refsistig. I þriðja
sæti varð Ömar 0. Borgþórsson á
Nissan Cherry með 161 refsistig. Það
voru því aöeins örfá refsistig sem
skildu efstu keppendur að.
Refsistigin fást með þeim hætti að
keppendur fá 10 refsistig yfir hverja
ranga spurningu í umferðarprófinu.
Einnig fá þeir 10 refsistig fyrir hverja
villu er þeir gera í brautinni. Þá giitUr
hver sekúnda sem þeir eru að aka
brautina sem eitt refsistig. Því má sjá
að þegar aöeins 3 refsistig skilja að
keppendur þá getur það verið t.d. sá
tími er tekur viðkomandi að ganga frá
bílnum í lokin.
Tímametið í brautinni var bætt um
eina sekúndu í Keflavík. Það var
Skjöldur V. Árnason á Daihatsu
Charade sem ók brautina á 70 sekúnd-
um sléttum. Eins og komið hefur fram
áður vill slíkur hraði koma niður á
aksturshæfni keppanda og þaö geröist
einnig hér. Skjöldur lenti því í 13. sæti í
karlariðli.
Gefandi verölauna í báöum riðlum í
Keflavík var Aðalstöðin í Keflavík.
EG
Ökuleiknin á Selfossi:
Sjöttí besti
árangur
yfir landið
ökuleikni Bindindisfélags öku-
manna og DV var haldin á Selfossi
miðvikudaginn 11. júií. Ekki viðraði
vel til keppni og kom það niður á f jölda
áhorfenda og þátttakenda. 9 keppend-
ur voru skráðir en ekki mættu nema 7
keppendur til leiks. Engin kona mætti
til keppni og er það miður. Sigurvegar-
inn náði mjög góðum árangri og er nú
kominn meðal 10 efstu keppenda yfir
landið, nánar tiltekið 6. sæti. Þetta er
Agnar Bent Brynjólfsson á Suzuki með
aöeins 125 refsistig. Hann hefur því
góða möguleika á aö sigra eða vinna
utanlandsferðina í karlariðli í úrslitun-
umíhaust.
Bjarki Hilmarsson á Peugeot 504
station varð annar með 195 refsistig.
Tveir keppendur voru jafnir í þriðja
sæti og urðu að keppa um þriðju verö-
launin aftur. Það voru þeir Rúnar
Guðjónsson á Mazda 626 og Kjartan
Arsælsson á Subaru. Það var Rúnar
sem stóð sig betur og hafnaði í þriðja
sæti. Verðlaunin á Selfossi gaf Blikk-
smiðjaSelfoss. EG
Systurnar Blesa (t.v.) og Bylgja. Mynd: SH.
Bylgja sigraöi í
bréfdúfnakeppni
Bréfdúfan Bylgja sigraði í kapp-
flugi milli Víkur í Mýrdal og Reykja-
víkur siðastliðinn sunnudag. Hún er i
eigu feðganna Teits Þorkelssonar og
Þorkels St. Ellertssonar í Reykjavík.
Bréfdúfan Bylgja er aðeins árs-
gömul. Þrátt fyrir ungan aldur hefur
hún sýnt að hún er ein af fremstu
bréfdúfum á Islandi. Aðeins nokk-
urra mánaöa gömul vann hún
keppni fró Hvolsvelli til Reykja-
víkur þarsemumðOdúfurtókuþátt.
A þessu ári hefur hún náð öðru sæti í
Hvolsvallarkeppni, þar sem tæplega
80 dúfur tóku þátt, auk sigursias nú
umhelgina.
Systir Bylgju er Blesa sem nýlega
vann keppni frá Selfossi til Reykja-
víkur og setti þá glæsilegt hraðamet.
-SH.