Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Síða 30
DV. MIÐVIKUDAGUR18. JULI1984. Það tisti duglega i sumum þegar peningnum var komið áleiðis. Sumarbúðir að Núpi í Dýrafirði: „ÆTLARÐU AÐ GISTA ÞARNA, UUA ?” „Það er vond fýla af þessum klósett- pappír,” sagöi Elísabet eftir að hún hafði gegnt hlutverki múmíu á kvöld- vöku krakkanna sem dveljast í sumar- búðum að Núpi í Dýrafirði. Ekki vitum við hvaða tegund af klósettpappír var notuð í múmíuklæði Elísabetar en hann var a.m.k. alveg tandurhreinn. Kvöldvakan var rétt að hefjast þeg- ar við komum inn. Krakkamir sjá um öll skemmtiatriði sjálf og skemmti- nefndin þetta kvöldiö haföi undirbúið nokkra leiki. Kvöldvakan byrjaði ekki rétt vel því að enginn vildi taka þátt í fyrsta leiknum. Skiljanlega, — tvö pör áttu aö keppa í armlyftum, sem er svo sem saklaust að öðru leyti en því að stelpan átti aö liggja undir stráknum sem stundaði armlyftur af kappi. Það þótti ekki saklaust grín. Skemmti- nefndin lofaði aö hætta við þennan leik ef allir lofuöu því á móti að taka þátt í hinum leikjunum sem hún haföi undir- búið. Samningar tókust sem betur fer því næsti leikur var alveg stór- skemmtilegur. Nonni og Irma kepptu á móti Elísa- betu og Kristjáni í múmíuleik. Strák- amir áttu aö vefja klósettpappír utan um stelpumar og sá sem varð fyrstur að þekja þær klósettpappímum vann. Það blés ekki byrlega fyrir Kristjáni og Elísabetu því að á meðan Nonni náði undraverðum tökum á klósettrúll- unni og huldi Irmu hægt og bítandi átti Kristján í mestu erfiðleikum. Pappír- inn rifnaði og hann þurfti að byrja upp ánýtt. „Héma, bíttu í,” sagði hann við Elísabetu, sem stóð grafkyrr, en allt kom fyrir ekki, klósettpappírinn rifn- aöi aftur. Spenna tók nú aö færast í leikinn því aö Nonni var alveg að verða búinn. En Kristján gafst ekki upp. Hann reyndi að hlaupa í kringum Elísabetu með rúlluna en ekki jókst þanþol klósettpappírsins við það. Hann rifnaði. Nonni dundaði sér við að þekja Irmu því að ekkert mátti sjást í hana. Kristján kepptist viö og lét það ekki á sig fá þó aö svimi sækti að honum og smám saman fór að sjást minna og minna í Elísabetu. Nonni og Irma unnu, þó að ekki væri ýkja mikill mim- ur á múmíunum er leiknum lauk en þaö þurfti að styðja Kristján til sætis. Næsti leikur var kallaður fimmkalla- leikur. Við leyföum okkur aö spyrja skemmtistjórann í hverju leikurinn fælist en hann mátti ekkert vera aö því aö útskýra þaö sérstaklega. , ,Sérða,” sagði hann. Þessi leikur jaðraöi nú við aö vera jafnfeimnislegur og fyrsti leikurinn sem enginn vildi sinna en það var bannaö aö segja nei svo að krakkamir urðu bara að g jöra svo veL Það voru tvö lið, fimm stelpur og fimm strákar í hvoru, sem mynduðu röö. Sá fremsti fékk fimmkall í munn- inn og síðan átti hann aö hlaupa með hann að dalli, setja hann ofan í dallinn, fiska fimmkallinn upp aftur, án þess að nota hendurnar, og hlaupa síðan með peninginn í munninum að næsta liðsmanni (sem óhjákvæmilega var stelpa) og koma honum í munn hennar — án þess aö nota hendurnar. Það gekk greiölega að koma peningnum í munninn á næsta manni þó aö einum stráknum þætti það fullmikiö og neit- aði að láta vinkonu sína fá peninginn. Heldur verr gekk aö fiska peninginn upp úr dallinum. Þaö tók eina stelpuna heila umferð að ná honum og var vinur hennar sem beið orðinn óþolinmóður. „Ætlarðu að gista þarna, Lilja?” kall- aði hann en allt kom fyrir ekki, hitt lið- ið vann. Síðasta atriðið fyrir bingó og diskó var krýning kústadrottningarinnar. Sú sem varð hlutskörpust var hún Katrín. Hún hafði dansað af mestum þokka við kúst í kústdanskeppninni kvöldiö áöur. Við létum okkur hverfa þegar komið var að bingóinu og höfðum uppi á séra Torfa Stefánssyni, presti á Þingeyri, en hann var einn af þeim sem sjá um þessar sumarbúðir. „Við erum mjög ánægö með hvað þessar sumarbúðir eru vel sóttar og hafa gengið vel,” sagði Torfi. „Núna eru hjá okkur um 40 börn, flest f rá Súg- andafiröi, Isafirði og Bolungarvík. AUt eldhressir krakkar. ” Hann sagði aö ráðgert væri að halda þessu sumarstarfi áfram næstu sumur enda byði þetta samstarf kirkjunnar og æskulýðsfélaganna upp á mikla fjöl- breytni. „Við höfum héma fræðslustund um kirkjuleg efni og svo íþróttir og leiki. Eg tel að þetta starf í sumarbúðunum skili sér seinna í auknu starfi æsku- lýðsfélaganna og aúkinni þekkingu krakkanna á kirkjulegum málefnum,” sagði Torfi. -ÞJH Það er ekki auðvelt að ná fimmkallinum upp úr dallinum án þess að nota hendurnar. .og klósettpappirinn rifnaði aftur. Kristján kepptist við þrátt fyi svima og flughálan pappírinn gólfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.