Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Qupperneq 34
HEIMUR NEÐAN- SJÁVAR” —segja Einar Magnússon og Þórunn Jónsdóttir, sportkafarar ,,I undirdjúpunum kynnist maður alveg nýjum heimi sem ég held að fólk sem aldrei hefur kafað eigi erfitt með að ímynda sér.” Það er Einar Magnús- son, 17 ára gamali verslunarskóla- nemi og sportkafari, sem mælir þessi orð um áhugamál sitt, köfun, í spjalli viðDV. Köfun er aö þessu sinni á efnisskrá Dægradvalar og fékk dægradvali þau Einar og Þórunni Jónsdóttur, 18 vetra gamla fjölbrautaskólamey, til spjalls. — Hvernig fenguð þið delluna, krakkar? „Eg var níu ára gamall þegar ég fékkþessa bakteríu,”segirEinar. ,,Ég var á Ibiza með pabba og mömmu'og sá krakka sem voru að kafa þar með snorker (þ.e.a.s. bara grímu og loft- pípu) og varð ofsalega hrifinn. For- eldrarnir vildu nú fyrst ekki leyfa mér að prófa en ég fékk það í gegn og hef síðan verið með dellu. Eg byrjaði þó ekki að kafa á Islandi fyrr en ég var orðinn 14ára.” „Það er styttra síðan ég byrjaði á þessu,” segir Þórunn. „Eg fór á nám- skeið hjá Sportkafarafélaginu eftir ára- mót í fyrra og komst þar íyrst i snertingu viö þetta. Fyrst kafaöi ég í sundlaug en svo kom að þvi að maður reyndi sig í sjó í skítugri Nauthóls- víkinni. Eg kafaði fyrst í „alvöru” í Nauthólsvíkinni og ég verð að segja að það voru töluverð viöbrigði. Mér f annst þaö hreinlega ógeöslegt. Sjórinn þama er skítugur, allt fuilt af drullu og viðbjóði. Búningurinn var of stór á mig og mér varð ofsalega kalt. En ég lét þetta ekki á mig fá og hef haldið áfram og haft mjög gaman af. Enda er ólíkt meira spennandi aö kafa í t.d Peninga: gjánni heldur en í Nauthólsvík.” — En hvaö fáiði út úr því að kafa? Hversvegna? „Eins og ég sagði áðan er þetta alveg nýr heimur sem maður heim- sækir. Maður hefur á tilfinningunni aö maöur sé landkönnuöur að kanna nýjan heim. Heimsækir staöi sem kannski enginn lifandi maður hefur séð... Lífiö þarna niðri er alveg sér- SPORTKAFARAR VEITA LEIDSÖGN Köfunaríþróttin er þessleg að eng- inni. inn ætti að skunda út í verslun, festa Sportkafarafélagið tekur með kaup á búningi og kafa svo án nokk- ánægju á móti áhugafólki um köfun. urrarleiðsagnar. Engin nauösyn er á Stjórnarmeðlimir félagsins eru til- því, endaerstarfandiSportkafarafé- , búnir aö gefa því upplýsingar og lag Islands. Félagið heldur annað fylgja nö&i þeirra og simanúmer hér slagið námskeið fyrir byrjendur í á eftir. Formaður er Georg Birgisson köfun. Einatt er byrjað rólega, (s. 42323) en aðrir eru Vilhjálmur kennd undirstööuatriöi og verðandi Hallgrimsson (30657), Páll Guð- sportkafarar busla í sundlaugum bergsson (25213), Þórunn Jónsdóttir borgarinnar. Síðanerfariðnánarútí (42901) og Eyjólfur Eyjólfsson smáatriöin og oft fá byrjendur „eld- (79918). skírn” sína í sjóköfun í Nauthólsvík- ás Sigiö i undirdjúpin DV-myndir: Einar Magnússon og félagar. stakt. Fiskar synda alveg upp að manni til dæmis. Þetta er mjög sérstök tilfinning,” segir Einar. — Hvað dundið þið ykkur við þama niðri? „Það fer nú allt eftir tilgangi ferðar- innar. Stundum er synt til fiskjar og kokkaö á eftir. Höfum við þá með okkur upp rauðmaga, krabba, snigla, öðuskeljar, hörpudisk og fleira sem viö rekumst á. Þegar maður er að veiða fer mikill tími í að synda um og leita aö góðum miðum. Stundum fer maður gagngert til að taka myndir enda nóg af mótívum þarna niðri. Verst að ekki er hægt að skipta um filmu þarna niðri! Annars eru neðansjávarmynda- vélar býsna dýrar. Nú, en kannski er skemmtilegast að skoða bara neöan- sjávarlandslagið og hið fjölbreytta og framandi líf sem þama þrífst. Maður getur legið í vatninu, kannski ekki timunum saman en mjög lengi í það minnsta, og virt fyrir sér það sem fyrir ber,” segja þau Einar og Þórunn. — Hverjir em uppáhaldsköfunar- staðirykkar? „Það er mikið af skemmtilegum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.