Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Side 35
.i'8'íi uúi. ,8t nuoAGur-ii'.'aiM .va DV. MIÐVIKUDAGUR18. JULI1984. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Engir hvítir hákarlar Köfun hefur í flestra hugum um sig ein- hvern leyndardómsfullan hjúp. Flest okkar höfum vitneskju okkar úr ævintýrabókum og/eða fræðslumyndaflokkiun sjónvarpsins um ýmiss konar undrakvikindl sem lifa í undirdjúpunum. Voveiflegir atburðir ger- ast: hvítir hákarlar svamla um og éta allt sem fyrir verður og rússneskir njósnakaf- arar með leiserbyssur á hverju strái í undir- djúpunum! Að ógleymdum rómantískum kvikmyndum þar sem fagrar meyjar á evu- klæðum einum saman, auk gleraugna og loftpipu, heilla unga sveina í sumar og sól á Suðurhafseyjum. Raunveruleikinn er að vísu ekki svona rosalega spennandi, en hins vegar gerist margt heillandi hjá ungum islenskum áhugaköf urum i undird júpunum á eða kring- um Island. Dægradvöl sótti heim sportkaf- arana Einar Magnússon og Þórunni Jóns- dóttur og spjallaði við þau um þetta áhuga- verða sport. —en spennandi samt Árni Snævarr Einar Magnússon og Þórunn Jónsdóttir ti/ vinstri ásamt tveimur féiögum sinum, Georg og Viihjáimi, búast til köfunar. ekki síst Flekkuvík á Vatnsleysu- strönd. Þó landslagið þar ofansjávar þyki ekki mjög spennandi er aðra sögu að segja af því sem er neðansjávar, enda er Flekkuvík nefnd í erlendum tímaritum sem ákjósanlegur köfunar- staður. Þar hefur maöur mikið og gott skyggni yfir allan botninn. Mikill þönglaskógur er á þessu svæði og þaö er hreint dásamlegt aö leggjast þar niöur og virða hann fyrir sér. Það er mikill gróður þarna og fallegur, heilmikið líf, skelfiskur, krabbi, svampdýr. Ég (þ.e. Einar) hef ekki farið nema niður á 20 metra dýpi þarna en mér skilst að á ca 36 metra dýpi sé geysilega mikið af fiski sem er býsna óvenjulegt svona nálægt landi. Allt vaðandi í rauðmaga, ufsa og mar- hnút.” — Þið rekist ekki á eitthvað stærra, hvali, hvíta hákarla... Ekki hvítir hákarlar bara Axel „0, nei. Nema hvað selirnir eru allt í kringum mann, þeir eru það algengir að þeir ganga undir nafninu Axel meðal sportkafara. Hvitu mann- ætuhákarlamir eru svo fáir að það er lítil hætta á að hitta þá við Islands- strendur. Raunar væru þeir líkast til dauðir úr kulda áður en þeir kæmu hingað. Hákarlamir sem hér eru þykja ekki hættulegir. Við þekkjum kafara sem hefur sagt frá því að þegar hann var að störfum neðansjávar hafi risa- stór hákarl skyndilega siglt upp að honum. Var hann hinn vingjamlegasti og fór bara vel á með þeim.” — En er köfun ekki hættulegt sport? Það hafa orðið slys... „A vetuma veigra sumir sér við að kafa, a.m.k. í þynnri búningunum. Yfirleitt er það þó ekki. Samt sem áður asnaðist ég einu sinni um áramót til að kafa í einu af mínum fyrstu skiptum i blautbúningi. Mér varð svo hressilega kalt að mig kól á einum fingri og var tilfinningalaus í honum í hálft ár á eftir.” Undanfariö hefur sjórinn verið þaö heitur aö ég hef fariö vettlingalaus og ekki fundið fyrir óþægindum,” segirEinar.” Lofthræddur í Peningagjá — Hér í eina tíð heyrði ég að Peningagjá væri of köld til köfunar. Þiðkafiðþarnúsamt! „Jú,þaðerrétt, Peningagjá er með betri stöðum. Hún er mjög tær og djúp. Reyndar svo djúp að maður verður meira en lítið loft- hræddur á 30 metra dýpinu! Svo spillir ekki fyrir að botninn er fullur af pen- ingum. Það er hins vegar misskiln- ingur aö um gamla peninga sé þar að ræða. Mér skilst aö svo mikill straumur sé í gjánni og þar af leiðandi súrefni, að tæring verði hraðari en ella. Peningamir eru frá öllum heims- homum, ma. rússneskir, en margir orðnir svo tærðir að þeir em með öllu óþekkjanlegir. Aðeins örþunnar skífur. Það er rétt aö taka það fram að við skilum öllum peningunum aftur í gjána ef við tökum eitthvað með upp! ” — Hverju mælið þið með fyrir fólk sem vill byrja að kafa? „Tja, Sportkafarafélagið gengst annað slagið fyrir námskeiöum, en því miður hefur orðið að fella sum niður vegna dræmrar þátttöku. Þau fara yfirleitt fram í sundlaugunum. Siöan er ágætt aö byrja í Nauthólsvíkinni. Hún er drullug og andstyggileg en það er gott að lenda strax í slíkum að- stæðum því við þeim má alltaf búast. Við slíkar aðstæður fá margir inni- lokunarkennd, búningurinn er þröngur, lítið skyggni, sjónsvið þröngt. Það er gott að fatta strax hvemig það getur orðið.” — Einar og Þórunn stunda köfun af kappi í sumar. Að vetararlagi er minna um köfun enda bæði i námi. Þórunn er í fjölbrautaskóla en Einar var í Verslunarskólanum og hyggst halda til Austurríkis á vetri komanda sem skiptinemi. „Eg er þegar kominn í samband við sportkafarafélag þama úti. Austurríki er landlukt eins og allir vita en á þessum slóðum er mikið af skemmtilegum vötnum, ólíkum þeim sem maöur þekkir hérna heima. Eg hlakka til að komast í þaö,” segir Einar. — Ein spurning að lokum, Þómnn og Einar. Eigið þið ykkur draumastað í heiminum þar sem þiö vilduö kaf a? ,,Já, svara þau einum rómi. „Bahamaeyjar og svo em hellar á Bermúdasvæðinu sem heilla gífurlega — maður fer kannski þangað einhvem tímann ef maður vinnur 100 þúsund í happdrætti.” ás ígulker, krossfiskar, skel, kuðungur og krabbar sem Einar hefur haft á brott úr undirdjúpunum. Fullbúinn kafari erbýsna vígalegur. köfunarstöðum hér við land. Það má nefna Hraunavík sem er á milli Straumsvíkur og Sædýrasafnsins, Brautarholt á Kjalarnesi, Pen- ingagjá á Þingvöllum og síðast en Grima og pípa liggja ofan á fjársjóði sem numinn var i brott úr Peninga- gji. „Það er með köfun eins og svo margt annað að ef fólk kann ekki neitt er þetta hættulegt. Eg byði ekki í það ef próflaus maður færi að fljúga flugvél og sama máli gegnir um kafara. Það þarf vissa þekkingu og handleiðslu fróðra manna þegar byrjað er en fyrir vana menn er köfun ekki svo hættuleg þó vitaskuld geti alltaf orðið slys. Þau slys sem hafa orðið við köfun undan- farið hafa öll verið vegna reynslu- og þekkingarleysis.” Fáar kafarastelpur — Þórunn, eru ekki býsna fáar stelpur sem stunda köfun? „Jú, það eru ekki ýkja margar í Sportkafarafélaginu, líkast til ekki nema 4 — 5 af 90. Nei, ég veit ekki af hverju svo er, ég sé ekki skynsamlega skýringu á því. En hins vegar ríkja furðulegir fordómar i garð köfunar. Foreldrar eru ófúsir til að leyfa ung- lingum að prófa. Vitna gjama í slys og svoleiðis. Köfun þarf hins vegar ekki aö vera hættuleg af gætt er að öllum öryggisatriðum. En því miður hafa kafarar sem lítið sem ekkert kunna fyrir sér lent í slysum og komið óorði á köfun. Þetta gæti hindraö marga í aö by rja og kannski sérstaklega stelpur.” — Er sjórinn ekki býsna kaldur hér viðland? Ekkl um annað að ræða en henda poningunum til baka. 40-60þúsund í stofnkostnað Köfun verður líkast til aö teljast heldur dýr íþrótt. Stofnkostnaður er verulegur, þ.e. græjurnar, sem til þarf, eru býsna dýrar. Á móti kemur hins vegar að þær endast lengi, a.m.k.efvelerfariðmeð. Gunnar Asgeirsson hf. má telja eina fyrirtækið hérlendis sem versl- ar með köfunarútbúnað enda þótt Utilíf selji enn búninga. Ámi Gunnarsson hjá Gunnari As- geirssyni gaf DV þær upplýsingar að fullkominn kafarabúningur kostaði minnst 40 þúsund krónur. Er þá inni- falinn blautbúningur, gleraugu, hetta, fit, lunga, bakfestingar, kútur, belti, blý (6 kg), vettlingar. Dýrasta samstæðan kostar svo 60 þúsund krónur. Auk áðumefndra hluta (sumir hveijir þá öllu vandaöri) em dýptar- og súrefnismælar, björgun- arvesti og hnífur með í því dæmi. Einnig er hægt að sérpanta svokall- aða þurrbúninga, en þeir kosta ná- lægt 27 þúsund krónum. Kafarabúningurinn er þó ekki allt. Ymsu má bæta við til að gera köfun- ina enn skemmtilegri. Neðansjávar- myndavél mætti nefna, bátskænu ef til vill, nú og bifreið er næsta nauð- synleg til að komast á ákjósanlega köfunarstaði. En það er önnur saga. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.