Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Side 36
36
DV. MIÐVIKUDAGDR'18. ’JtJLl 1984.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Það er um að gera að miða
vandiega, annars er sýn-
ingaratriðið búið að vera.
Sé illa miðað er sýningar-
atriðið búið að vera
Þetta er kvenkyns nefapi eins og
sjá má.
APALEGGREIN
Nokkuö hefur borið á greinum um
hinar ýmsu apategundir á þessum
síöum og mun því verða haldiö á-
fram, enda sómir þetta efni sér vel
innan um greinarnar um fræga
fólkið.
Nú er komiö aö hinni svoköiluðu
proboscis apategund, sem á latinu
kallast Nasalis larvatus en á
íslensku nefapar. Þaö heiti skýrir sig
sjálft. Heimkynni þessara nasa er á
Bomeo. Apinn er brúnleitur á lit meö
gulgráan gump. Þegar mikiö liggur
við. Nefiö á kvenapanum er minna
en á karldýrinu og ekki er vitaö til
þess að hægt sé að blása þaö út
Aparnir eru stórvaxnir og halda
aðallega til í trjám og á fljótsbökkum
en þessir tveír eru búsettir í
Twycross dýragarðinum í Bretlandi.
Eins og sjá má býöur Sviðsljósiö
upp á slúöurmeö fróðlegu ívafi.
Íhuguii karlkyns nefapi athugar
stöðu máia áður en hann bleos út
nefið.
Hár má sjá skotið sem splundraði hellunni og einnig sams
konar skot með hleðslu.
Á meðfylgjandi myndum má sjá þá
bræður Ken og John Richmond vinna
fyrir kaupinu sínu. Vinnan er fólgin í
því aö John hleöur haglabyssu með
skotstærö 20 GA og stillir sér upp í
nokkurra metra fjarlægö frá bróöur
sinum, Ken. Sá síöarnefndi stendur
grafkyrr meö tvær steinsteypuhellur
sem hann heldur þétt að brjósti sér.
Ken miðar eftir bestu getu á hellurnar
og hleypir af einu skoti. Blýhlunkurinn
klýfur loftið meö 620 milna hraða á
klukkustund, splundrar hellunum
tveimur og slíkur er krafturinn að Ken
kastast til jarðar. Síöan taka við
nokkrar spennandi sekúndur meöan
beöiö er eftir hvort Ken standi upp.
Standi hann ekki upp má álykta sem
svo aö annaðhvort hafi skotið geigaö
eöa hellurnar hafi verið of þunnar.
Bræðurnir eru búsettir í Granger í
Indianariki í Bandaríkjunum og hug-
kvæmdist þetta sýningaratriði þegar
þeir voru beönir að taka þátt í fjár-
öflunarsýningu.
Skotið hæfir heilurnar og
splundrar þeim eins og
nen netiuisi unur i ynr stg,
jafnvel þótt hann reyni að
standa afsór höggið.
Atriðið heppnaðist og nú er bara að safna kjarki fyrir næstu
fm sýningu.
Eitthvað virðist hvutti tregur til. Liklega er verið að reyna að troða þvi
sama ihann og eigandann sem etur rótt hjá.
HUNDALÍF
Ef þú, lesandi góður, ert hundur og á
leiðinni á Frönsku rivíeruna áttu svo
sannarlega gott í vændum. Hótel-
haldarar á einu hótelinu veittu því
athygli fyrir löngu að margir matar-
gestir staöarins höfðu hunda sína
meö sér.
Náttúrlega var litlu hnoör-
unum sparkað út meöan eigendurnir
tróðu í sig og varð þaö til þess að
hóteleigendumir ákváöu að sameina
þetta tvennt á mannlegan hátt og
græöa peninga um leið.
Það varð úr aö settur var upp,
skammt frá matsölustaðnum, sér-
stakt hundaveitingahús. Nú geta
hundaeigendur farið með krílin út að
snæða, pantað fyrir þau þríréttaða
hundamáltið sem borin er fram af
matreiðslumanni sem sérhæfður er í
hundamat. Þar er þá einn kokkurinn
kominn sem getur látið það sem vind
um eyrun þjóta þó einhver gestanna
gelti.