Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Side 40
FRÉTTASKOTIÐ 6878- 8 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum t allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984. Belgaríhumarleit? Ólöglegt troll Er skipverjar á Ofeigi VE 324 voru á dögunum aö 'veiðum í Skeiöarárdýpi fengu þeir upp troll sem augsýnilega var ekki úr íslensku skipi. Vegna þyngsla tókst þeim ekki aö ná því inn, slepptu því og tilkynntu Landheigis- gæslunni um málið. Varðskipið Týr mætti á staðinn, slæddi trollið upp og kom þá í ljós að hér var á feröinni troll, liklega úr belgísku skipi, með ólöglega möskvastærö. Mældist hún í poka á bilinu frá 135—145 mm í stað 155 mm, eins og lög gera ráð fyrir. Var siglt með trollið til hafnar og því komiö fyrir hjá Hafrannsóknarsto&iuninni. „Þetta sannar það sem ég hef alltaf sagt, þessir útlendingar eru alltaf að plata okkur og þar eru Belgar og Norð- menn langverstir,” sagöi Sigurður Erlendsson, gamall sjóhundur að eigin sögn, og starfsmaður netaverkstæðis Hafrannsóknarstofnunarinnar. „Þetta er gamalt, handónýtt drasl, hálfgert „reservdót” en þó eru þarna gúmmí- bobbingar sem má nota. Það er augljóst aö möskvastærðin er allt of lítil, ég efast um að hún nái 120 mm,” sagöiSigurður. Grunur leikur á aö útlendingar sigli hér um sjó með of smáríðna vörpu í vonumauðveldanhumarfarm. -EIR. Hafís nálgast Hafís nálgast og er nú næstur landi aðeins 3—4 sjómílur undan Kálfshamars- vita. I ískönnunarflugi sem farið var í gær, í fyrsta skipti í viku, kom i ljós að ístunga teygir sig nú upp í siglinga- leiðina undan Húnaflóa og er þéttleiki hennar 1-3/10 og 4-6/10. Hafísinn getur auðveldlega tafið fyrir siglingum á Oðinsbogasvæðinu og í Reykjafjarðar- áli. -EIR. Kísilmálmvið- ræðum lýkur ídag Viðræðum stóriðjunefndar við full- trúa bandariska fyrirtækisins Dow- Coming Glass lýkur í dag. Dow-Com- ing fyrirtækið er einn stærsti notandi kísilmálms í veröldinni og hefur verið rætt um hugsanlega þátttöku þeirra í rekstri kísilmálmverksmiöju á Reyðarfirði. EA LOKI Dýr mundi sólbruninn aiiur! Vinnuskóli Akureyrar: FLOKKSSTJÓRAR HÓTA VERKFALLI Flokksstjórar hjá vinnuskóla Akur- hvíliráþeim, verðimetin. Bæjarstjórn Flokksstjórar, sem DV ræddi við, Flokksstjórar vinnuskólans em allir eyrar em mjög óánægðir með launa- var veittur frestur til föstudags til að sögðu að þegar þeir réðu sig í vor hefði komnir yfir tvítugt. Þeir bera ábyrgð á kjörsínogmætaekkitilvinnuámánu- svara. ekkert legið fyrir um launin þótt eftir flokki unglinga, hvemig verk er unnið dag nema úr rætist. Þeir hafa skrifað því hefði verið gengið. Það hefði ekki og eiga að kenna rétt vinnubrögð. Sú bæjarstjóra og vilja að tekið verði upp I vinnuskólanum em 400 nemendur komið í ljós fyrr en eftir fyrstu útborg- ábyrgð er ekki metin í launum segja starfsmat við launagreiðslur eins og og stöðugildi flokksstjóra fimmtán tals- un, 1. júli. Tölduþeirkjörinmun verri þeirogþvíblasirverkfallnúviö. tíðkast í Reykjavík og að ábyrgð, sem ins. Þeir hafa 74,50 krónur á tímann. en til dæmisí Reykjavik. JBH/Akureyri. GuðjónH. Jónsson (t.v.) afhendir HalldóriÓlafssynibókunarspjöldin semhann fanná sorphaugunum í Hafnarfirði síðastUðið mánudagskvöld. Afhendingin fór fram á ritstjóm DV. DV-mynd: Einar Ólason. SPJÖLDIN KOMIN í RÉTTAR HENDUR „FljóUega eftir að ég kom inn á haugana rak ég augun í stóran poka fullan af skjölum. Pokinn var rifinn og pappírarnir fuku út um aUt. Viö hliðina á pokanum lágu tvö búnt af gulum spjöldum meö teygjur utan um. Á þeim voru nö&i ýmissa manna og upplýsingar um bankainnstæður þeirra. Mér fannst ekki hægt aö láta þetta liggja þarna á glámbekk og fór þvi með sjöldin upp á DV.” Þetta sagöi Guðjón H. Jónsson verkamaöur þegar hann afhenti Halldóri Olafssyni, útibústjóra Búnaðarbankans i Garðabæ, rúm- lega 200 bókunarspjöld með upplýs- ingum um innstæður ýmissa við- skiptavina bankans.Spjöldin eiga rætur sínar að rekja til Reiknistofu bankanna í Kópavogi en Guðjón fann þau á sorphaugunum í Hafnarfirði siöastliöið mánudagskvöld, eins og skýrt var frá í DV í gær. BjarniG. Olafsson, forstöðumaður vinnshideildar Reiknistafunnar, sagði að enn hefði ekki komið í ljós hvere vegna spjöldin fóru á haugana. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig,” sagði Bjami. Hann sagöi að hlutlaus endurskoðunarekrifstofa yrði látin rannsaka málið. Hann sagðist enn ekki vita að hverju rannsóknin mundi beinast. Bókunarepjöld eru notuð til ýmissa hluta, til dæmis þegar lagt er inn á sparisjóðsbók án þess að bókin sé til staðar. Bankinn, sem tekur við peningunum, lætur Reiknistofuna vita. Reiknistofan skráir færsluna á bókunarspjald sem er síðan sent i viðkomandi banka til þess að starfs- menn geri leiðréttingu á sparisjóðs- bókinni. EA Fulltrúar Alcoa mættir Fulltrúar frá bandaríska ál- fyrirtækinu Alcoa lentu á Reykja- víkurflugvelli i morgun í einkaþotu fyrirtækisins. Hingað koma þeir til viöræðna við stóriðjunefnd um framboð á orku á fslandi á næstu áratugum, að sögn Hermanns Sveinbjömssonar, sem á sæti í ne&idinni. „Það verður ekki rætt um staðsetningu á verksmiðjum,” sagði Hermann ennfremur. Alcoa- menn staldra stutt við hér á landi og fara aftur til síns heima á morg- un. EA DV-mynd Einar Ölason Íþróttahátíð vinnuskólans Það var mikiö um að vera á Melavellinum í gær. Það var æsku- lýösráð sem stóö fýrir heljar íþróttahátíð fyrir nemendur vinnu- skólans í Reykjavík, sem yfirleitt gengur undir nafninu unglinga- vinnan. I unglingavinnunni í sumar eru um 1100 unglingar. Hermann Gunnarsson, hinn sívinsæli, stjómaði hátíðinni. Farið var í hinar ýmsu íþróttir. Meðal þess sem farið var í var minigolf en velli fyrir golfið hafa nemendur vinnuskólans útbúið sjálfir. Þá var einnig sýnt fallhlífarstökk. Keppt var í reiptogi, pokahlaupi og kerru- akstri svo eitthvað sé nefnt. Að lokinni keppni var svo farið í Háskólabíó þar sem sýnd var teiknimyndin „Rock and Roll”. APH r t t í i i i i I í i i I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.