Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Page 3
3 DV. FIMMTUDAGUR19. JULI1984. DV birti í fyrradag athyglisverðar tii- lögur stjórnskipaðrar nefndar í eiiefu iið- um um mörkun opinberrar stefnu í áfengismáium. Leit- að hefur verið álits nokkurra manna á efni þeirra, bæði al- mennt og á einstök- um atriðum. Guttormur Einarsson. Guttormur Einarsson íÁmunni: Rödd aftan úr forneskju „Þetta hljómar eins og rödd aftan úr grárri forneskju, í það minnsta margt af því sem kemur þama fram,” sagði Guttormur Einarsson, forstjóri Ámunnar, í samtali við DV. I tillögum nefndarinnar um opinbera stefnu í áfengismálum er lagt til að inn- flutningur á efnum og tækjum til öl- og víngerðar verði bannaður. ,,Eg efast ekki um að tilgangur nef ndarmanna og vilj i þeirra sé, að því er þeir telja sjálfir, í þjóðarþágu en mikill hluti af þessum tillögum er alger tímaskekkja og höfundar þeirra því líklega uppi á rangrí öld. Islendingar eru nú sem óðast að tileinka sér alþjóð- lega vín- og ölmenningu og þegar opnaðir hafa verið veitingastaðir um land allt, sem bjóða upp á áfengt öl, ásamt hefðbundnum vínföngum, mun slakna á þeirri spennu sem hinn for- boðni ávöxtur, ölið, hefur skapað hér. Hugmyndir um bann við innflutningi á efnum og áhöldum fyrir öl- og víngerð eru gamall brandari. Guttormur agði að enn væri í fersku minni tilraun nokkurra ofstækismanna til þess að koma bannlögum í gegnum Alþingi á síðustu starfsdögum þess 1979. „I því dæmalausa lagafrumvarpi voru ákvæði sem m.a. seldu toll- þjónustunni í hendur sjálfdæmi að ákvarða hvað teljast skyldi bruggefni, þar með talinn hvers konar ávaxtasafi til drykkjarvöruframleiðslu. Fyrirtæk- ið Hafplast hefur beitt sér fyrir því með hartnær tveggja ára rannsókna- starfi að finna gott bjórblendi fyrir veitingastaði sem bjóða styrktan bjór svo að hann bragöist sem líkast full- brugguðum erlendum bjór. Árangur- inn er framar öllum vonum og sá veitingastaður sem notað hefur okkar uppskrift er Pöbbinn. I dag eru f jórir aörir veitingastaöir einnig famir aö nota okkar uppskrift og margir á bið- lista. Nú hefur einnig verið dreift á aÞ mennan markað bjórblendi til nota i heimahúsum og það er því augljóst að héðan af veröur ekki aftur snúiö. Alþingi ber að taka tillit til þessa og leyfa hér áfengan bjór. Eg get þess til gamans að Áman eða Hafplast hafa engin umboö fyrir bjór, enda lit ég svo á að þegar bjórinn hefur verið leyfður sé starfi mínu á þessum vettvangi lokið,” sagðiGuttormurEinarsson. -pá Guðsteinn Þengilsson læknir: Aðflutningsbann ekki heppilegasta leiðin ,í:g tel rétt, í sambandi við bjórsöl- una á KeQavíkurflugvelli að þar verði fariö aö lögum. Þaö hefur komið fram álit um þetta og samkvæmt því er þessi sala ekki lögleg,” sagði Guð- steinn Þengilsson læknir í samtali við DV í gær. Lagt er til í tillögum nefndar- innar um opinbera stefnu í áfengis- málum að innflutningur á bjór verði stöðvaður og sölunni á KeQavíkurQug- velli hætt. „Hins vegar er ég alfarið á móti því að seldur verði hér sterkari bjór en nú er til sölu í hverri búð. Ég hef einhvem tíma hreyft því að það væm litlar líkur á að menn fengju þá bragðbetri bjór heldur er það víman sem sóst er eftir. Það má því segja að það séu vímuvinir sem em fylgjandi hinu. Eg tel að þetta yrði hættulegt því nú þegar hefur skapast neyðarástand vegna ásóknar fólks í sterkari vímu- efni. Það þarf að athuga hvaða úrræði eru til gegn neyslu á hassi og jafnvel heróíni, því þetta er barátta upp á líf og dauða. Eg h't svo á að ekki sé hægt að taka þessi mál úr samhengi, áfengis- og fíkniefnaneyslu, þau em í sambandi hvortviðannað.” — En nú er títtnefnt í tillögunum að banna og hefta. Em aukin bönn til annars en iUs? „Eg er ekkert andsnúinn frelsi, að svo miklu leyti að það leiði ekki til frek- ara ófrelsis. Bann við einhverju getur leitt til frelsis í æðri skilningi og ótak- markað frelsi getur leitt tU ófrelsis eða fjötra en þeir eru andstæða frelsis.” Guðsteinn kvaðst ekki hlynntur að- flutningsbanni á áfengi að svo stöddu. „Mér fyndist að láta ætti reyna á það að takmarka neysluna með öðru móti. Það mætti t.d. auka skatta á vínsölu- hús, en þau borga hlæghega lítið af þeim. Það virðist vera ein helsta gróðaUndin í dag að reka vínsöluhús. Þaö mætti sem sagt grípa tU óbeinna aðgerða og aöflutningsbann er ekki heppilegasta leiðin eins og er. En þaö mætti kannski gripa til þess ef aðrar takmarkandi aðgerðir, svo sem auknir skattar á vínverð og veitingahús, duga ekki. Þá legg ég tU að gerð verði fimm ára áætlun og eftir þaö efnt til þjóöar- atkvæðis,” sagöi Guðsteinn ÞengUs- son. -pá Guðsteinn Þengiísson. NiSSANPATR0l. í ALVÖRUFERÐALÖG m W NISSAN PATROL DIESEL VERÐI • MEÐ ÖFLUGRI 6 STROKKA DÍSILVEL. • MEÐ AFLSTÝRI, LÉTTU OG ÖRUGGU. • 5GÍRA. • MEÐ 24RA VOLTA RAFKERFI í STARTI. • MEÐ HÆKKUÐU ÞAKI. • 7MANNA. KR 760 000 TÖKUM FLESTA GAMLA BILA UPPI NYJA. HJA OKKUR ER: FJÖLBREYTNIN MEST OG KJÖRIN BEST. TT INGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.