Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Page 5
fiRorí.nV or smrunrrrMwn'a' \m
DV. FIMMTUDAGUR19. JULl 1984.
Stefnumarkandi
dómur kveðinn
upp í Hæstarétti
Hæstiréttur kvaö í síöustu viku upp
dóm þar sem mörkuö er stefna i þvi
hvaöa vaxtafót beri að leggja til grund-
vallar við útreikning á bótum vegna
slysa. Um er aö ræöa tímamótadóm;
allir sjö dómarar Hæstaréttar dæmdu
en slíkt hefur ekki gerst áöur. Dómur-
inn mótar lagareglur um það aö reikna
eigi með 6% ársávöxtun slysabóta í
framtiöinni. Lengst af hafa slikir
vextir verið látnir fylgja þeim vöxtiun
sem gilt hafa almennt á hverjum tima,
en 13% var til skamms tima algengt i
málum sem þessu. Þetta er mikil bót
fyrir tjónþola frá því sem verið hefur,
því að hann fær þeim mun hærri bætur
sem prósentan er lægrí.
Forsaga máls þessa er sú að kona
varö fyrir bíl í Vestmannaeyjum árið
1978 og hlaut af því varanlega örorku.
Konunni voru dæmdar skaöabætur í
héraðsdómi en Hagtrygging hf. áfrýj-
aöi til Hæstaréttar 1981 og fór fram á
aö skaðabætumar yröu lækkaöar á
þeim forsendum aö konan ætti sjálf
nokkra sök á slysinu með vangá sinnL
Samkvæmt mati tryggingayfirlæknis
er konan 25% öryrki til frambúöar.
Hún vinnur nú hálfs dags starf í lægri
launaflokki en hún var í fyrir slysið.
En þaö nægir þó til þess að tekjutrygg-
ing á að falla niður og samkvæmt 2.
málsgrein 12. greinar laga um al-
mennar tryggingar og reglum
Tryggingastofnunar er einungis
heimild til aö greiöa henni hálfan
örorkulífeyri.
I dómi Hæstaréttar segir aö aöila
málsins greini ekki á um að höfuðstóls-
fjárhæö örorkutjóns konunnar skuli
miðuð viö slysadag, en dráttarvextir eigi
að greiðast af tjónbótum frá sama
degi. Hins vegar var ágreiningur milli
þeirra um meö hvaöa vaxtafæti eigi að
reikna og hvernig eigi að ööru leyti aö
fara með vaxtaþátt þegar fundin er
höfuðstólsfjárhæð hins áætlaöa tekju-
taps konunnar. Hagtrygging hf. áleit
aö reikna bæri meö 13% ársvöxtum og
vaxtavöxtum, byggt á f orsendum þeim
er tryggingastærðfræðingur gerði um
dánarlíkur og líkur á missi starfsorku.
Gagnáfrýjandi miðaði hins vegar við
að reikna bæri með 5% ársvöxtum.
I dómnum segir að mjög mikilli
óvissu sé bundið við hvaða vaxtafót sé
rétt að miða að þvi er varöi ókominn
tíma, enda þyki hvorki unnt að leggja
alfarið til grundvallar nafnvexti né
raunvexti, eins og ætla megi að þeir
séu nú. Þegar litiö sé til allra atvika
sem hér skipta máli þyki eðlilegt að
miöa við 6% vaxtafót. En því er bætt
við að ákvörðun tjóns vegna varan-
legrar örorku sé háð svo mörgum vafa-
atriðum að nákvæmum útreikningum
verði þar ekki við komið heldur verði
tjónsfjárhæð að verulegu leyti háð
mati sem á margan hátt sé óvisst.
Tjón konunnar vegna fyrrnefnds
slyss telst samkvæmt dómnum nema
233.698,54 krónum og af þvi ber aðal-
áfrýjendum að bæta henni 2/3 hluta
eða 155.799,02 krónur að frádegnum
2.000 krónum sem Hagtrygging hf.
greiddi henni árið 1979. Aðaláfrýj-
endur dæmast því til að greiða konunni
153.799,02 krónur með dómvöxtum svo
og máiskostnað í héraði og fyrir
Hæstarétti, samtals 60.000 krónur.
-pá.
5
Viö höfum selt meira en 500 notaða Örugg viöskipti viö traust og
bíla þaö sem af er árinu. Þaö sýnir áreiðanlegt fyrirtæki.
best hversu vinsæl þjónusta okkar er.
Hjá ACU eru eingöngu til sölu bílar
sem fyrirtækið á sjálft. Þú kemur
og semur um kjör og færö bílinn
afhentan strax, engin tilboö fram og
til baka, bara samningar á staönum
beint viö eiganda bílsins.
Leiöandi fyrirtæki í verslun meö
notaöa bíla.
MIKIÐ ÚRVAL BÍLA
í ÖLLUM VERÐFLOKKUM.
EGILL
VILHJÁLMSSON HF.
Smidjuvegi 4, Kópavogi.
FljlAlT
Símar 77200 - 77202.