Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Blaðsíða 6
6
DV. FIMMTUDAGUR19. JULl 1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
AGÚRKUR OG TÓMATAR
Nokkuö óvenjuleg búð, Kjötbær við Laugaveg, sem nýlega var opnuð. Fyrir-
mynd verslunarinnar var sótt til Þýskalands og minna margar kjötvörurn-
ar á þær þýsku. DV-mynd: Arinbjörn.
Kjötbær:
Nýjar tegundir
af pylsum
og áleggi
Það er svo gáman að fara til
Þýskalands og fá sér stórar og
bragðmikiar grillaðar pylsur sem
heita brotwiirst-, frankfurther-,
sossiser- eða berlínarpylsur. Það
er þó enn skemmtilegra að nú þarf
ekki eins langt að sækja þessar
elskur. Þýsku pylsumar eru nú
framleiddar hér á landi í nýju
versluninni Kjötbæ við Laugaveg
34 a.
Þarna hefur verið opnuð sælkera-
verslun sem á uppruna sinn að
rekja til Þýskalands en þangað
voru sóttar ýmsar fyrirmyndir.
Þar ber að nefna 15 gerðir af pyls-
um og yfir 25 tegundir áleggs.
Þeirra á meðal er kjúklingaskinka
og kostar um 80 gramma bréf með
þessu nýja áleggi um 50 krónur,
kílóverð er 633 krónur. Kílóverð af
brotwiirstpylsum er 224 krónur og
er verðið nokkuð nálægt þessu á
öðrum pylsutegundum.
Rjúkandi rétti er hægt að fá í há-
deginu, einkum er það útivinnandi
fólk sem notfærir sér það. Alla
virka daga er hægt að fá 3 kjötrétti
og 2 fiskrétti, þeir eru á verðbilinu
frá kr. 70—190, dýrasti rétturinn er
hamborgarhryggur. Kjúkiinga er
hægt að fá heita allan daginn og
kostar hálfur fugl 100 krónur. Það
er áberandi mikið úrval af salöt-
um, ódýrast er kartöflusalat á 112
krónur kílóiö en þau dýrustu, laxa-
og kjúklingasalöt kosta 316 krónur.
Hægt er aö neyta matarins á staön-
um ef menn vilja. Eigendur Kjöt-
bæjar eru hjónin Hákon Sigurðsson
og Katrín Guðjónsdóttir. Gísli Hall-
dórssonerverslunarstjóri. -KR
agúrkum og tómötum er á bilinu 5—10°
C. Fullþroskaðir tómatar geymast í
um það bil viku við þetta hitastig.
Grænir tómatar hafa 15—16° C kjör-
hitastig og geymast í ca 2—3 vikur.
Agúrkur geymast við 5—10°C í 1—2
vikur.
Geymsluþol í frystihólfi í ísskáp er
mislangt eftir því hvort um er að ræða
gúrkur eöa tómata. Gúrkur geymast
skemur eða í um það bil 1 mánuð, en
tómatar geta geymst í 4—6 mánuði. 1
frysti með —18°C er geymsluþolið tölu-
vert meira, eða um 3 mánuðir fyrir
gúrkur og 1 ár fyrir tómata.
Almennt er betra að þíða flest græn-
meti hratt meö því að setja það í sjóö-
andi vatn. Frystir tómatar eru t.d.
.góðir í pottrétti eða sósur og best er að
setja þá beint út í. Tómata er best að
frysta í frystipoka og kreista loftið úr
pokanum eins og hægt er. Einnig má
sjóða þá hýöislausa í örfáar mínútur í
eigin vökva og frysta þá síðan.
Agúrkur er best að sneiöa niður fyrir
frystingu og þíöa síðan í edikslegi.
Gott er að dagsetja hverja pakkn-
ingu fyrir sig, því geymsluþolið er
takmarkað og of langur geymslutími
rýrir næringargildið.
Nýr drykkur f rá
Emmess-ísgerðinni
Gunnar Kristinsson matvælafræðingur skrifar
búðum árum saman. Hann er seldur í
stórum glösum sem eru 14 únsur, og
rúma tæplega hálfan lítra. Er sá
skammtur á verðbilinu frá 50—60 krón-
ur en kostar þó víðast hvar 53 krónur.
Emmess íshopp hefur þriggja mánaða
geymsluþol í frysti, en drykkurinn þol-
ir 5 daga geymslu í kæli. Hann er
bestur vel kældur eða nýþiðnaður.
Blaðamenn voru skipaðir í „smakk-
nefnd” og voru skiptar skoðanir
manna á hinum nýja drykk. Sumum
fannst hann of bragðmikill, öðrum of
bragðlítill, enda neyttu ekki allir sömu
bragðtegundar. Almennt fékk íshoppiö
góða dóma nema hvaö menn voru
einna helst óþolinmóðir að bíða eftir að
drykkurinn þiðnaði. Á umbúðum
stendur skrifaö að 20—30 mínútur taki
að láta drykkinn þiöna og voru margir
þeirrar skoðunar að það tæki lengri
tíma. Hinir óþolinmóðu borðuðu hluta
drykkjarins frosinn og þá með skeið
eins og um ís væri að ræða. Þeir
drukku síðan restina með sogröri og
fannst þeim íshoppið betra þiönað.
-RR
Hollráð á
þjóðveginum
Innan skamms veröa flestar rút-
ur landsins skreyttar límmerkjum
frá Umferðarráði. Límmerkin eru
fems konar: „Aögát fylgi framúr-
akstri”, „Ferðumst í friði”,
, Jíotum ljósin” og „Brosum — og
allt gengur betur” aftan á rútun-
um.
Með þessu framtaki vilja eigend-
ur vagnanna leggja fram dálítinn
skerf til aukins umferðaröryggis á
vegumlandsins.
Til að koma í veg fyrir mörg slys
á þjóðvegum landsins, þegar
margir eru á ferð, væri ágætt að
hafa þessi hollráð i huga. -ÞG.
vítamíns. Eftir neyslu breytist karótin-
efnið í líkamanum í A-vítamín. Tómat-
ar innihalda meira af þessu efni en
gúrkur. Jám finnst h'ka, en það nýtist
hins vegar líkamanum miklu verr en
járn úr dýraríkinu. Það sem gerir að
það nýtist þó eitthvað er aö tómatar og
gúrkur innihalda töluvert af C-víta-
míni (um 11 mg/100 g), en það stuðiar
að betri nýtingu jámsins í líkamanum.
Þess má geta að þetta magn af C-víta-
míni er taliö koma í veg f yrir skyrbjúg.
Tómatar og gúrkur innihalda kalk,
fosfór og magnesíum, að ógleymdum
trefjaefnunum, sem stuðla að betri
meltingu. Hitaeiningagildi þessa græn-
metis er mjög lágt, því mjög lítið er af
orkuefnum í þvi.
Tómatar og gúrkur eru, eins og allt
grænmeti yfirleitt, tilvalin fyrir fólk á
öllum aldri. Þeir sem em veikir í
maga, þjást t.d. af magasári, ættu að
fara varlega í neysiu þessara græn-
metistegunda vegna þess að það ertir
magann og viðkomandi fær verki.
Þetta er vegna þess að hýðið er trefja-
efnaríkt. 1 staö þess þó að foröast
þessar tegundir, ætti fólk að skera burt
hýðið áður en þeirra er neytt.
Geymsla
Besta hitastig til geymslu á
Á þessum árstíma er mikiö framboö
á gúrkum og tómötum. Verðið er
viðráðanlegt og full ástæða er til að
hvetja fólk til að kaupa þetta græn-
meti.
Næringargildi
Vitað er að bæði gúrkur og tómatar
eru aö mestu leyti vatn, eða um 95%.
Hins vegar er það mesti misskilningur
aö vegna hins mikla vatnsmagns séu
engin bætiefni til staðar. Bætiefnin eru
svo sannarlega fyrir hendi.
I gúrkum og tómötum er töluvert af
B-vítamíni og þá sérstaklega fólasín,
sem stuölar aö blóðmyndun. Það er
aftur ekkert B vítamin, en það
stuðlar einnig að blóðmyndun. Þeir
sem borða eingöngu grænmetisfæði
þurfa að gæta sín sérstaklega á þessu,
þvískorturá B vítamíni leiðir til
blóðleysis.
I báðum þessum grænmetistegund-
um er karótin-efni, sem er forveri A-
„Tómatar og gúrkur innihalda kalk, fosfór og magnesíum, að ógleymdum tref jaefnunum, sem stuðia að betri melt-
ingu.” Tómatarnir á myndinni kallast buf ftómatar og eru þessir ræktaðir að Sólbyrgi í Reykholtsdal.
ás.
Nýlega kom á markaðinn ísdrykkur
(shake) frá Emmessísgerðinni.
Mjólkurhristingurinn ber heitið ís-
hopp, og er framleiddur úr 6%
mjólkurís. Bragðtegundimar eru
þrjár, vanillu, jarðarberja og súkku-
laði. Isdrykkurinn er seldur í 290 ml
glösum, hvert glas rúmar tæplega 1/3
úr htra og kostar hver drykkur um 23
krónur. (Heildsöluverð er krónur
16.20.)
Mjólkurhristingur hefur fengist í ís-
íshopp nefnist mjólkurhristingurinn sem Emmess-isgerðin hefur sett á markað.
Glasið kostar um 23 krónur.
DV-mynd Arinbjöm.
Unglingar á
dráttarvélum
Nú er svo komið að bændur setja
það undantekningarlítið sem skii-
yrði fyrir sveitardvöl unghnga að
þeir hafi sótt dráttarvélanámskeið.
Shk námskeið eru jafnan haldin á
vorin fyrir unghnga á höfuðborgar-
svæðinu. Sl. vor voru þátttakendur
á dráttarvéianámskeiöi í höfuð-
borginni 91 og auk þeirra þreyttu 15
próf í dráttarvélaakstri.
Frá Umferðarráði hafa þær
fréttir borist að mikih áhugi sé á
því meöal aðstandenda námskeiðs-
ins að fræðsla af þessu tagi fari
fram víöar á landinu.
-ÞG
-MATUROG
HOLLUSTA-