Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Side 9
DV. FIMMTUDAGUR19. JULI1984.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
9
Utlönd
Útlönd
REAGAN BERST GEGN
AFENGISBÖLINU
— beitir þau fylki refsiaðgerðum sem ekki banna sölu áfengis til f ólks undir 21 árs aldri
Ronald Reagan hefur nú hafið
baráttu gegn áfengisbölinu.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
hefur undirritaö lög sem kveöa á um
lækkun á framlögum stjómarinnar
til vegamála til þeirra fylkja Banda-
rikjanna sem ekki banna sölu
áfengra drykkja til fólks undir 21 árs
aldri.
22 af 50 fylkjum Bandarikjanna
leggja nú bann viö sölu áfengis til
fólks sem er yngra en 21 árs. Sam-
kvæmt þessum nýju lögum munu
framlög ríkisstjómarinnar til fram-
kvæmda við hraðbrautir lækka um
15 prósent.
Upphaflega var Reagan á móti
slíkri lagasetningu. Hann sagöi þá aö
slík lög brytu í bága við reglur um
sjálfstæöi fylkjanna og alríkisstjóm-
in væri meö þessu að blanda sér í
málefni sem henni kæmu ekki við.
Fyrir skömmu breytti forsetinn af-
stööu sinni og segir nú aö tiö slys
vegna ölvunaraksturs í Banda-
ríkjunum hafi valdiö því að hann
skipti um skoöun. Reagan sagöi
þegar hann undirritaöi lögin aö hér
væri um áhrifaríka og ódýra leiö að
ræða til aö bjarga þúsundum
mannslífa og því ættu lögin fyllilega
rétt á sér.
Spánn:
Verkalýðsleið-
togi rekinn
úr starfi
hjá ríkis-
fyrirtæki
Forráðamenn spánska flugfélagsins
Iberia, sem er ríkisrekið, hafa sagt
leiötoga verkfallsmanna upp störfum.
Flugmenn hjá Ibería hafa veríö í
skæmverkföllum frá því 19. júní
síðastliðinn og hafa verkföllin leitt til
þess aö rúmlega 60 flugferðum á
vegum fýrirtækisins hefur veriö aflýst.
Flugmaðurinn sem rekinn var heitir
Martin Echeverria og er formaöur
stéttarfélags spánskra flugmanna
(SEPLA). Til athugunar er að reka 40
til 50 flugmenn til viöbótar.
Hjá Iberia starfa 853 flugmenn og
krefjast þeir styttri vinnutima og aö 34
nýir flugmenn veröi ráðnir til félagsins
til að minnka vinnuálagiö. Þessum
kröfum hafa forráðamenn flugfélags-
ins hafnaö og benda á að fyrirtækið sé
rekið meö gíf urlegum halla.
Verkfallsmenn segja að kjaradeilan
hafi breyst i pólitískt stríö við ríkis-
stjóm Spánar.
Kýpur:
Ferða-
frelsi
takmarkað
Stjórnin á Kýpur hefur skert mjög
ferðafrelsi á eyjunni. Blaöamenn
veröa aö fá sérstakt leyfi frá stjóm-
völdum til aö heimsækja hinn tyrk-
neska hluta eyjunnar en áður gátu þeir
farið þangað óhindraöir.
Talsmaður stjórnarinnar, Andreas
Christofides, sagði viö blaðamenn aö
einungis þeir sem heföu góðar og gild-
ar ástæður til að heimsækja þennan
hluta eyjarinnar fengju slíkt leyfi og að
stjórn landsins mundi meta það hverju
sinni hvort um frambærilegar ástæður
væri aö ræða.
Tveir blaöamenn voru stöðvaöir í
gær og þeim meinaöur aðgangur að
tyrkneska hlutanum þegar þeir ætiuöu
að taka viðtal við leiðtoga Kýpur-
Tyrkja, Rauf Denktash.
Blaðamönnum hefur ekki verið
bannaður aðgangur að norðurhluta
Kýpur frá því nóvember á síðasta ári.
Þá var lagt bann á ferðir blaðamanna í
tilefni af yfirlýsingu Denktash um að
norðurhlutinn væri sjálfstætt ríkL
Mótmælagöngur hafa verið
skipulagðar i tilefni af tiu ára afmæli
innrásar Tyrkja á Kýpur siðar I
þessum mánuði. Eins og áður segir er
Kýpur nú skipt í tvennt og ráða Tyrkir
í norðurhluta eyjarinnar um 37%
af landinu. Höfuðborg eyjarinnar,
Nicosia, er skipt í tvennt.
íf. vets^'1
csonat.
atSGuð^nSS
W®*®'«"p”
*****
ii