Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Síða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR19. JDLl 1984. Útlönd Útlönd Japan: Heraflinn mið- ast við þarfir lýðraeðis- þjóðanna — einangrunarstefnunni vikið til hliðar Útlönd Útlönd Útlönd Japanir miöa nú herstyrk sinn i ríkari mæli við sameiginlegar þarfir lýðræðisþjóðanna i vestri. Binangrunarstefnan hefur verið látin víkja. Japanir hafa í 30 ár státaö af fullkomnasta her í Asíu. Þeim er þó illa við aö talað sé um her og vilja fremur nota oröiö vamarliö. Japanir hafa reynt aö geta sér orð sem friö- elskandi þjóð og herafli þeirra sé einungis ætiaður í vamarskyni. Her- gögn Japana báru þess vott aö allt kapp skyldi lagt á þessa ásjónu. Engan útbúnaö var aö finna sem ætlaður var til notkunar í öðrum löndum eins og til dæmis herþotur meömikiðflugþol. Hafa færst nær Bandaríkja- mönnum Nú virðist sem einhver breyting hafi orðiö á stefnu Japana i þessum efnum. Þeir hafa hallaö sér meira aö Bandarikjamönnum og öömm vestrænum ríkjum og svo virðist sem herafli þeirra taki nú meira miö af væntanlegum átökum við Sovét- menn. Japanir hafa nýlega fest kaup á F-15 herþotum frá Bandarikjunum Vínframieiðsla hefur verið eitt aðaldeilumáliö innan Efnahags- bandalags Evrópu á undanförnum árum. Hafa deiiur þessar oft verið harðvítugar og engin lausn hefur fundist. Neysla á vínum í ríkjum EBE hefur dregist saman á síðustu ára- tugum en á sama tíma hefur fram- leiöslan stóraukist. Reynt hefur verið að samhæfa framleiðslumagn aðildarríkjanna til að koma í veg fyrir offframleiðslu. Þessar tilraunir hafa gjörsamlega mistekist og er taliö aö í ár muni umframfram- leiðslan nema um þremur milljörð- Nægir það til að fylla 16.000 sundlaugar á stærð við þær sem notaðar eru til keppni á ólympíu- leikum. Þær þjóðir sem harðast hafa deilt um framleiðslumagnið eru Frakkar og Italir. Vonir bundnar við íra Nú telja Frakkar að lausn kunni að vera í s jónmáli í deilunni. Eru þær vonir byggðar á því að Irar hafa tekið við forystuhlutverkinu innan EBE af Frökkum. Francois Mitterrand Frakklandsforseti sat í forsæti síðustu sex mánuði og Irar munu sitja viði stjórnvölinn næsta hálfa áriö. Irar hafa lítilla hagsmuna aö gæta i víndeilunni og er því taliö mögulegt að finna lausn undir þeirra forsæti. Michel Rocard, landbúnaðarráð- herra Frakklands, sagði nýlega að offramleiðsla á léttum vínum væri stærsta vandamálið sem blasti við Efnahagsbandalaginu nú og jafn- framt að vínframleiðslan væri í hinum mesta ólestri. Talið er að Frakkar muni leggja til að settur verði framleiðslukvóti á ríki bandalagsins til að stemma stigu við offramleiðslunni. Þetta yrði hins vegar neyðarúrræði og aöeins til þess gripið ef núverandi kerfi reynist ómögulegt í framkvæmd. Nú er miklum fjármunum variö í út- flutningsbætur og aðra styrki til vín- ræktarbænda. Á fundi sínum í Fontainebleau í Frakklandi í síðasta mánuði sam- þykktu leiötogar EBE-ríkjanna tíu að reyna til þrautar að leita nýrra leiða til að stemma stigu við offram- leiðslu á léttum vínum. Munu land- sem eru taldar þær fullkomnustu sem framleiddar eru í heiminum nú. Þessar þotur eru með útbúnað sem gerir mögulegt að fylla þær af elds- neyti þótt þær séu á flugi. Fyrir nokkrum árum hefði ekki komið til mála aö Japanir festu kaup á slíkum herþotum því viðhorfiö var að her landsins hefði ekkert við slíkt að gera. Hans hlutverk væri aðeins að verja Japan ef á það yrði ráðist. Erjur annarra ríkja komu þeim ekkert við. Fyrir þessa stefnu sættu Japanir ámæli frá Bandaríkja- mönnum sem sögðu aö Japanir gætu ekki einangrað sig meö þessum hætti og að þeim bæri skylda til að taka þátt í sameiginlegum vömum lýð- ræðisþjóöa heimsins. Nú hafa þessar raddir í Bandaríkjunum aö mestu þagnaö enda hafa Japanir eins og áöur er getið færst nær Bandaríkja- mönnum. Mega ekki skerast úr leik Nakasone, forsætisráðherra Japans, hefur ekki verið feiminn við að lýsa þeirri skoðun sinni að Japanir eigi að sinna þessum kröfum Bandaríkjamanna. Þeir geti ekki skorist úr leik. Fyrir þessar skoðanir sínar hefur Nakasone sætt gagnrýni frá stjórnarandstööunni í Japan. Stjómarandstaðan segir að þessi breytta stefna sé þverbrot á þeim reglum sem ríkt hafa 1 landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá hafi verið ákveðið að Japan skyldi ekki taka þátt í neinum hernaöarbandalögum og markmiðiö skyldi aðeins vera það eitt að verja Japan fyrir utanaðkomandi árás. Gæði fremur en magn Nakasone hefur skellt skolla- eyrum við þessari gagnrýni og segir hana ábyrgðarlausa. Hann hefur gefið í skyn að her Japans eigi aö vera tilbúinn til að berjast við hlið Bandaríkjahers gegn sameigin- legum óvini. Ljóst er að Bandarík jamönnum er mikill styrkur að sh'ku bandalagi við Japan. Þrátt fyrir að her landsins ráði ekki yfir kjarnorkuvopnum verður hann að teljast mjög full- kominn, sé miðað við hefðbundin vopn. Áhersla hefur verið lögð á gæði fremur en magn. Aðeins sjö þjóðir í veröldinni eyða meira fjármagni til hermála en Japanir. Japansher er svipaður að stærð og sá breski og fá NATO ríki búa yfir meiri herstyrk. Það er því vitaskuld Vesturlöndum mikill styrkur að vita af þessum banda- manni í Asíu og sérstaklega þegar til þess er litið að kommúnisminn hefur breiðst þar hratt út á undanförnum árum. Umsjón: GunnlaugurSævar Gunnlaugsson * •> ^ Stærsta vandamálið, sem hvílir á Efnahagsbandalagi Evrópu nú, er offramleiðsla á léttum vinum. Offramleiðsla á víni sligar Efnahagsbandalagið — vonir bundnar við lausn undir f orsæti írlands búnaöarráöherrar landanna koma saman til fundar síðar í þessum mánuöi og verður þetta aðalumræðu- efniðáþeimfundi. Hörð mótmæli Erfitt getur reynst fyrir frönsku stjórnina að koma á framleiðslu- kvóta. Franskir vínframleiðendur sem eru 750.000 munu eiga erfitt með að fallast á slíkar tillögur. Þeir hafa hingað til mótmælt öllum siíkum hugmyndum og af þeim mótmælum má ráða að erfitt getur reynst fyrir frönsk stjómvöld að ganga gegn þeirra vilja. Mótmælin hafa nefni- lega ekki verið það sem kalia má friðsamleg. Bændurnir hafa oft gerst sekir um ofbeldi og þeir hafa ráðist að flutningabílum sem flytja ítölsk vín til Frakklands og hellt milljónum h'tra niöur sem aö sjálfsögöu hafa eyðilagst. Frönsku bændumir ásaka einmitt ItaU fyrir að hafa skapað þann vanda sem vínframleiðendur eiga við að etja. Þeir segja að ItaUr fram- leiði ódýr vín og sterk og séu frönsk borðvín því alls ekki samkeppnisfær hvaö þetta snertir. Hins vegar hafi frönsku vínin algjöra yfirburði yfir ítölsku vínin hvað gæði snertir. Italir hafna þessum ásökunum hins vegar og segja að þeir verðleggi vín sín meö eöUlegum hætti og aö aðeins sé um heilbrigða samkeppni aö ræða. Frakkar framleiða nú um fjóra miUjarða lítra af borðvínum á ári en framleiösla Itala er hins vegar rúm- lega sex miUjaröar Utra. Minni neysla Neysla á borðvínum hefur minnkaö mikið í Frakklandi og á ItaUu á undanförnum árum og hefur það aukið enn á vandann því fram- leiðslan hefur hins vegar aukist. Fyrir tíu árum neytti hver Itali 113 h'tra af léttum vínum á ári. Nú er ársneyslan hins vegar komin niöur í 801ítra. En það er fleira sem hvetur menn tU að leita lausna í víndeilunni. Arið 1986 munu Spánverjar að öUum líkindum ganga í Efnahagsbanda- lagið. Þeir eru miklu stærri vínfram- leiðendur en Frakkar og Italir. Tæpar tvær miUjónir hektara lands á Spáni eru notaöar undir vínekrur. Nemur þetta um 65 prósentum af því landsvæði sem ÖU ríki EBE leggja undir vínrækt. Það er því ljóst að ef Spánverjar faUa undir styrkjakerfi EBE mun vandi bandalagsins verða óbærilegur og hæpið aö ríki eins og Bretland muni faliast á að greiða háar fúlgur tU lausnar þeim vanda því þeir njóta alls ekki góðs af þvísjálfir. Miklar fórnir Spánverjar gera sér fulla grein fyrir því að þeir verða að minnka vínframleiðslu sína áöur en þeir ganga í Efnahagsbandalagið. Þeir hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni ekki einir gera sUkar ráð- stafanir sem kref jast munu mikUla fórna. Þeir krefjast þess að Frakkar og Italir geri einnig ráðstafanir tU að minnka sína framleiðslu. AUt stendur í jámum eins og er í þessum deilum. Hvort lausn mun finnast á næstunni er augljóslega undir því komið að aUir málsaðilar gefi nokkuð eftir af sínum kröfum. Hins vegar eru þessar Suður- Evrópuþjóðir ekki þekktar fyrir samningslipurð og þegar þeim hitnar í hamsi er ekki gott viö þær að eiga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.