Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Page 12
12
Dv.HMikíÖDKdtititórjíffifiM.vn
Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjórar: HÁUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÓSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiösla.áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plótugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað28 kr.
Tvíhöfða óvinur útgerðar
Til lengdar getur ekki gengið að halda sjávarútvegin-
um í núverandi bóndabeygju. Útgerð og fiskvinnsla verða
að fá tækifæri til að halda áfram að vera hornsteinn at-
vinnulífs þjóðarinnar, því að annan hornstein höfum við
ekki, að minnsta kosti ekki í náinni framtíð.
Tvo óvini á sjávarútvegurinn. I fyrsta lagi stjórnvöld
margra síðustu ára, sem hafa með ýmsum fyrirgreiðsl-
um látið flotann vaxa of mikið. Og í öðru lagi riúverandi
stjórnvöld, sem halda niðri tekjum sjávarútvegsins til að
auðvelda sér baráttuna við verðbólgu.
Með ofsetningu skipa á fiskistofnana er verið að búa til
eins konar landbúnaðarvanda í sjávarútvegi. Skipunum
verður að fækka sem skjótast, svo að jafnvægi náist milli
sóknar og stofna og sjávarútvegurinn nái sínu eölilega
ástandi sem arðbær atvinnuvegur.
Kvótakerfinu hefur ekki tekizt að minnka flotann.
Þvert á móti virðist það stuðla að áframhaldandi útgerð
sem flestra skipa. Ekki bætir úr skák, að sala kvóta og
önnur tilfærsla þeirra hefur sætt skaðlegum hömlum og
óréttmætri gagnrýni sem eins konar spilling.
Ef kvótakaup fengju að ýta verstu taprekstrar-útgerð-
inni úr spilinu, mætti ætla, að róðurinn léttist hjá hinum.
Afkoma sjávarútvegsins yrði betri en hún er nú. Og alls
ekki má efla vitleysuna með uppbótum og millifærslum
eins og ríkisstjórnin hefur verið að gera.
Stuðningur við hinn vonlausa hluta sjávarútvegsins
hefur svo búið til hina sérkennilegu stöðu, að sumir full-
yrða, að lækkað gengi krónunnar hjálpi ekki útgerðinni.
Þessi kenning er dæmi um, hversu annarlegt ástandið
getur orðið, jafnvel í sjávarútvegi.
Útgerðin er sögð svo skuldug í erlendum gjaldeyri og
sögð nota svo mikla olíu í erlendum gjaldeyri, að gengis-
lækkun hjálpi henni ekki. Þetta gildir auðvitað ekki um
venjulega útgerð, heldur eingöngu um útgerð grínist-
anna, sem gera út á ríkisstjórn og opinbera sjóði.
Þar með er líka komið að hinum þættinum, sem heldur
sjávarútveginum niðri. Ríkisstjórnir, sem berjast við
verðbólgu, telja sig þurfa að halda gengi krónunnar
stöðugu. Það er skynsamlegt upp að vissu marki, en
getur líka orðið dýrkeypt, þegar það gengur út í öfgar.
í erfiðu varnarstríði gegn verðbólgu kemur oft að því,
að ríkisstjórnir neita að viðurkenna, að baráttan hefur
ekki borið árangur og atvinnulífið hefur skekkzt. Þá er
áfram haldið dauðahaldi í stöðugt gengi til að varðveita
þá ímyndun, að baráttan standi enn.
Þetta gerist alltaf á kostnað sjávarútvegsins. Atvinnu-
grein, sem í eðli sínu er hin arðbærasta, stendur andspæn-
is hraðvaxandi skuldasúpu. Ríkisstjórnir reyna af
veikum mætti að bjarga málum í horn með millifærslum
og uppbótum. Sú heimska er einmitt að gerast núna.
Ríkisstjórnir eru hinn tvíhöfða óvinur sjávarútvegsins.
Þær draga skóinn niður af útgerðinni með því að auð-
velda auralausum grínistum að kaupa óþörf og skaðleg
skip. Og þær láta sjávarútveginn greiða herkostnaðinn af
mistökunum í baráttunni við verðbólgu.
Ef sjávarútvegurinn fengi að njóta eðlilegrar stærðar,
ekki of mikillar, og ef hann fengi jafnan rétt gjaldeyris-
skil fyrir afurðir sínar, ekki of lág skil, — þá sæist fljót-
lega, að í eðli sínu er hann hagkvæmasti, arðbærasti og
öflugasti atvinnuvegur þjóðarinnar.
Jónas Kristjánsson
KLÓKINM EÐA
UPPGIÖF?
Forysta Alþýöusambandsins hefur
nú tekið um það ákvörðun að ekki
skuli haft samflot í þeim
samningaviðræðum sem við blasa i
septemberbyrjun. Þessi ákvörðun
þarf engum að koma á óvart.
Samstaða hefur í raun verið af
skornum skammti í undanfarandi
samningaviðræðum, enda þótt
samflot hafi oftast verið haft í oröi.
Engu að síður er fróðlegt að leita
nokkuð að orsökum þess að nú er
tekin ákvöröun um að ganga til leiks
í mörgum fylkingum.
Klókindi eða uppgjöf?
Flestum finnst eðlilegast aö
einhver meginástæða hljóti aö liggja
að baki þessarar ákvörðunar. Menn
greinir hins vegar á um hvort þar sé
heldur um að ræða klókindi eöa
uppgjöf. Þeir fyrrnefndu segja að
forystan telji auöveldara að höggva
skarð í varnarmúr ríkisvalds og at-
Kjallari
á fimmtudegi
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
„Þeir þora kannski ekki annað en rétta upp höndina á opinberum félagsfundi,
en þeir gera það með ólund og myndu nota tækifærið til að vera á móti ef at-
kvæðagreiðsla væri leynileg.”
vinnurekenda gegn kauphækkunum
með því að ráðast að honum úr
mörgum áttum heldur en ef rætt er
um málin í einum stórum hópi.
Aðrir telja að með þessu sé
verkalýðsforystan í raun að hlaupast
frá öiium stóru orðunum, því
auðveldar sé að dylja lítinn árangur
með mörgum ólíkum samningum
þar sem hver geti talað digurbarka-
lega um sinn hlut.
Mér finnst að báðir þessir aðilar
geti haft rétt fyrir sér að nokkru
leyti. En að auki kemur að sennilega
er ekkert óeðlilegt við það þótt þessi
leið sé reynd núna. Eins og ég gat um
áðan hefur samstaöa í raun verið af
skomum skammti i undanfarandi
samningum, og sívaxandi óánægju
hefur gætt hjá ýmsum hópum með
samflotiö. Menn þurfa ekki að vera
neitt hissa yfir því. Hagsmunir hinna
fjölmörgu félaga í Alþýðusambandi
lslands eru vissulega ólíkir og enda
þótt þeir geti sætt sig við það í
nokkurn tíma að ekki sé hróflað
mikið viö launahlutföllum að ööm
leyti en því að lægstu launum sé
þokað upp á við, þá þarf engan
að undra þótt þeir telji einhvem
tímann nauðsynlegt að hafa frjálsar
hendur til þess að semja um hlutina.
Vissulega er einnig á þennan hátt
unnt að ná fram einhverjum sér-
stökum ívilnunum fyrir tiltölulega
h'tinn hóp manna, sem vegna þess að
ekki er haft samflot, þarf ekki
endilega aö hafa örlagarík áhríf á
efnahagslífiö í landinu. Aö þessu
leyti kunna nokkur klókindi aö vera
að baki þessarar ákvörðunar.
En hvað vill svo
launþeginn?
Þannig má meö gildum rökum
halda því fram að ákvörðun
verkalýðsforystunnar sé fagleg og
eðlileg miðaö við núverandi
aðstæður og undanfama samninga.
Mig gmnar hins vegar að fleira
hafi haft áhrif á ákvarðanatökuna.
Verkalýðsforkólfar eru nefnilega
ekkert of vissir um það að launþegar
í landinu séu tilbúnir í harðar
aðgerðir, síst í heild. Skoðanakann-
anir hafa sýnt þetta og dæmi em
meira að segja um að félög hafi fellt í
allsherjaratkvæðagreiðslu að segja
samningum upp. Flestir verkalýðs-
f orkólfanna hafa samt forðast það aö
sleppa akvaröanatökunni út á meðal
hinna almennu launþega.
Þegar þannig er í pottinn búið aö
menn vita ekki gjörla hug hinna
almennu félagsmanna getur veríö
miklu skynsamlegra að semja i
smsrrí einingum. Þá er auöveldara
aö „spila eftir eyranu”, slá af eða
heröa róðurinn eftir því hvemig
tekst aö æsa fólk upp.
En af hverju er þetta hik á
launþegunum? Skýringamar eru
vafalaust margar. Eg held að
meginorsökin sé sú að fólk kann
nokkuð vel við hve verðbólgan hefur
hjaönað og það trúir þvi ekki að
kauphækkanir i krónutölum verði
varanlegar. Það er í of mörg ár búið
aö horfa upp á launahækkanir
brenna á örfáum vikum á
verðbólgubálinu. Hafi stjómarand-
staðan einhver ráð til þess að koma í
veg fyrir það, hefur henni algerlega
mistekist að koma fólki í skilning um
þaö. Hinn almenni launþegi sér
ekkert annaö en gamla skollaleikinn
framundan. Þetta hygg ég að sé
meginorsökin.
I öðm lagi koma svo sýndar-
mennskan og gervitaxtarnir í launa-
málunum hér til skjalanna. Þá á ég
við þann frumskóg sem allir kjara-
samningar í landinu em og einnig
það launaskrið sem verður án til-
hlutunar samningsaðila og hefur
meöal annars orðið nú á siðasta ári.
Mikill fjöldi hinna svonefndu
almennu launþega hefur í raun allt
aðrar tekjur en kjarasamningar
kveða á um. Eg fullyrði að dæmi séu
um það aö félagar í Verkamanna-
sambandinu hafi 15 þúsund króna
tekjur á viku — að vísu með mikilli
vinnu og bónusgreiðslum. Hvers
vegna í ósköpunum skyldu þessir
menn fara út í langvinnt verkfall til
þess að slást fyrir því aö hafa á
pappírnum rúmlega þetta í
mánaðarkaup? Þeir þora kannski
ekki annað en rétta upp höndina á
opinbemm félagsfundi, en þeir gera
þaö með ólund og myndu nota
tækifærið til að vera á móti ef
atkvæðagreiðsla væri leynileg.
Þegar svona er komið er vígstaðan
orðin slæm, jafnvel þótt flokks- og
félagsagi haldi opinberlega.
Áhrif á vinnubrögð
En hvaða áhrif hefur þetta allt á
vinnubrögðin í samningunum?
Enda þótt menn láti svo að þau séu
hverfandi þá vita þeir betur. Ef
raunvemlegt samflot verður ekki
haft munu samningar dragast
vemlega á langinn. Ýmsir telja að
margra mánaða samningaþóf blasi
við á næsta vetri. Að vísu getur verið
að einhver skynsamleg lausn í
upphafi samningaþófs höggvi á
ýmsa hnúta, en engu að síður er
líklegt að samningar verði langir og
strangir. Flestir munu vilja bíða í
lengstu lög til þess að sjá hvað hinum
verður ágengt. Allir verða hræddir
um að semja af sér. Á löngum
óróleikatíma á vinnumarkaði gefst
verkalýðsforkólfum tækifæri til
þess að herða sina menn upp og
fýlgjast með „púlsinum” í skoðana-
mynduninni. Hægt verður að halda
margar sýndarræðurnar í Alþingi
þar sem hagur verkalýðsins verður
borínn fyrir gáfumannabrjóstum
atvinnupólitíkusa stjórnarandstöð-
unnar.
Forystumenn verkalýðshreyfing-
arinnar hafa margoft bent á það und-
anfarið að boltinn sé ekki bara hjá
þeim og atvinnurekendum. Rikis-
stjórnin verði Uka að reka tána í
hann. Þetta er rétt. Ríkisstjómin
verður að geta lagt fram
sannfærandi heildarstefnu fyrir
næsta ár ef launþegar eiga að sætta
sig við átakalitla kjarasamninga. Sú
stefna verður að fela það í sér að
fórnum launþega sé að verða lokið,
aðrir axli byröar og unnt sé að
tryggja kaupmátt í raun.
Magnús Bjamfreðsson.