Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR19, JOLI1984.
13
Þegar Sveinn Bjömsson, nýskipaö-
ur forstjóri SVR, rak Magnús
Skarphéðinsson vagnstjóra í mars sl.
gaf hann enga sérstaka skýringu á
embættisfærslu sinni. Uppsagnar-
bréfiö var örstutt og kvaö á um
einhverja óskilgreinda samstarfs-
öröugleika.
Sparkað eftir 8 ár
Forstjórinn var strax grunaður um
að hafa sagt vagnstjóranum upp af
annarlegum hvötum og þvi var þess
fariö á leit að hann gæfi honum
skriflegar skýringar á uppsögninni.
Undan þessu færðist Sveinn og ekki
nóg með það heldur virti hann
lögfræöing Magnúsar ekki viðlits.
Sveinn fékk stuöning í borgarstjórn
Reykjavíkur þar sem hrokagikkir
valdsins risu upp og sögðu: Það er
löglegt að segja upp án skýringa.
Krafan um skýringar sýnir
„málefnafátækt” vinstri manna.
Nú er það svo að Magnús hafði
starfað sem vagnstjóri í 8 ár þegar
Sveinn gaf honum sparkiö. A þessum
tíma höfðu samstarfsmenn hans sýnt
honum margvíslegan trúnað, kosið
hann í stjórn Starfsmannafélags
SVR, í umferðamefnd Reykjavíkur-
borgar og stjórn SVR. Síðast en ekki
síst var Magnús varatrúnaðarmaður
starfsfólks. Menn trúa því almennt
ekki að nauðsynlegt hafi verið að
reka Magnús fyrir vanhæfnissakir,
enda kyndugt að slíkt sé uppgötvað
eftir8ára þjónustu.
Afbrotaskrá Sveins
I nokkra mánuði hefur Sveinn
Björnsson færst undan þeirri
móröisku skyldu sinni að gefa
Magnúsi skriflegar skýringar á
uppsögninni. Á meðan hann þráast
við hljótum við að líta svo á að vagn-
stjórinn hafi eitthvað til síns máls
þegar hann segir að sér hafi verið
sagt upp vegna gagnrýni sinnar á
stjórn SVR.
Persónulega er undirritaður ekki í
vafa um að gagnrýni vagnstjórans
stuðlaöi mjög að óvild forstjórans í
hans garð. Mér er t.d kunnugt um að
Lúaleg aðför
á skrifstofu sinni varðveitti hann sér-
staklega blaðagreinar Magnúsar
mörg ár aftur í tímann, rétt eins og
um afbrotaskrá væri aö ræða. Þá má
þess geta að á sínum tíma fór Sveinn
þess á leit viö Magnús að hann hætti
að gagnrýna stjórn SVR í blöðum.
I þessu óþrifamáli hefur borgar-
stjórinn, Davíð Oddsson, neytt allra
bragöa til að verja forstjóra SVR.
Þeir félagar hafa báðir lagst gegn
því að Magnús fengi skriflegar
skýringar á ástæðum uppsagnarinn-
ar. Þótt þessir formsins menn hafi
borgarstjórn Reykjavíkur. En þrátt
fyrir þennan stuðning, þetta
siðferðisþrek, lét Davíö útbúa
skýrslu um meint afglöp Magnúsar í
starfi. Þessa skýrslu kynnti hann
sem trúnaðarmál á borgarráösfundi
þann 3. júlí sl. Skýrslan innihélt
ávirðingar sem borgarstjóri hafði
ekki burði til að sýna Magnúsi
sjálfum.
Útúrsnúningur Davíðs
Lögfræðingur Magnúsar, Skúli
GARÐAR
SVERRISSON,
STARFSMAÐUR ÞINGFLOKKS
BANDALAGS
JAFNAÐARMANNA.
• „Kjarni málsins er sá að Davíð hefur
skýrslu undir höndum sem inniheldur
alvarlegar ásakanir á hendur Magnúsi Skarp-
héðinssyni.”
Sveinn Björnsson, forstjóri SVR.
lögin með sér hafa þeir almenna
mannasiði á móti sér.
Smjattað á rógi
Á meðan Davíð hjálpar Sveini við
að breiða yfir málið hafa framtaks-
samir stuðningsmenn tekið að dreifa
rógi um hinn burtrekna vagnstjóra.
Greinilegt er að borgarfulltrúar hafa
fengið sinn skammt af þessum
rógburði og er nú svo komiö að
sjálfur borgarstjórinn liggur undir
ámæli fyrir að hafa smjattað á
honum. Nógu niðurlægjandi er að
vera rekinn úr starfi þótt menn þurfi
ekki líka að vinna gegn rógi, þessari
aðferð litla mannsins.
Flokksbræður þeirra Sveins og
Daviðs hafa hjálpaö þeim við aö
flækja þetta mál og gera persónu
Magnúsar tortryggilega. Hafa þeir
t.d. orðið berir að hreinum lygum í Davíð Oddsson borgarstjóri.
Thoroddsen, fór þess bréflega á leit
við borgarstjóra þann 4. júlí sl. að
hann afhenti skýrsluna sem hann
þuldi ofan í borgarráðsmenn
deginum áður. Davíð svaraði mála-
leitan Skúla með bréfi dagsettu 6.
júlí sl.Þarsegirhann m.a.:
„Að ósk tiltekins fulltrúa í borgar-
stjóm gerði ég borgarráði grein fyrir
málinu á fundi 3. þ.m. Gerði ég það
munnlega og sem trúnaðarmál. Er
það á misskilningi byggt í bréfl yðar,
að á fundinum hafi verið lögð fram
skýrsla um mállð. Með vísan til
framanritaðs verður ekki orðið viö
kröfu yðar um afhendingu skýrslu,
sem ekki var lögð fram.”
Þvílíkt hugrekki! Það er út af fyrir
sig rétt að skýrslan var ekki lögð
fram í þeim skilningi að henni væri
dreift meðal manna. Hins vegar veit
borgarstjóri mætavel hvað við er átt
og getur því eldd skýlt sér með svona
út'úrsnúningum. Kjarni málsins er sá
að Davíð hefur skýrslu undir
höndum sem inniheldur alvarlegar
ásakanir á hendur Magnúsi
Skarphéðinssyni. Þessa skýrslu las
borgarstjóri upp og kynnti borgar-
ráðsmönnum, svona rétt til fróðleiks
og upplýsingar um misgjöröir þessa
tiltekna borgarstarfsmanns sem
hefur engin tök á að bera hönd fyrir
höfuö sér.
Siðlaus vinnubrögð
Meö framangreind máisatvik í
huga ættu allir sanngjarnir menn að
leggjast á eitt og þröngva borgar-
stjóranum til aö afhenda Magnúsi
þessa skýrslu, skýrslu sem ætti að
vera sannleikanum samkvæm. Það
er alvarlegt mál ef okkar ungi og
reynslulitli borgarstjóri kemst upp
með að láta fólk úti í bæ semja leyni-
plögg með alvarlegum aðdróttunum
um einstaka borgarbúa. Enn
alvarlegra er ef hann kemst upp með
að lesa slíkar skýrslur í heyranda
hljóöi án þess að einstaklingarnir
s jálfir eigi kost á að kanna sannleiks-
gildið.
Viö búum í Reykjavik en ekki
Rússlandi. Það verður Davíð
Oddssyni aöskiljast.
Garðar Sverrisson.
J
■
ÁLVER VID EYJAFJÖRÐ
— skynsemin ræður ekki
Undanfarið hefur mikið verið rætt
um uppsetningu álvers við Eyja-
fjörð, eitt gjöfulasta ræktarland Is-
lands. Sú áhætta sem þar er tekin
hlýtur að leiða menn til umhugsunar
um ýmsa aðra vænlegri valkosti. Nú
höfum við reynslu af slíku álveri sem
viö hljótum að taka mið af. Dökku
hliðarnar, mengun, skattsvik og of
lágt orkuverö eru hlutir sem við
megum ekki horfa f ram hjá.
Mengun
Lítil hætta virðist stafa af mengun
álversins í Straumsvík eftir uppsetn-
ingu hreinsibúnaöar sem á að geta
hreinsað 97% af úrgangi álversins.
Þá vaknar spumingin hvort þessi 3%
valdi engum skaöa. Miðað við 130
þúsund tonna álver er hér um gífur-
legt magn að ræöa (nokkur þúsund
tonn árlega). Menn hljóta því að
krefjast ítarlegra og nákvæmra
rannsókna því geysilegir hagsmunir
eru í veði. Hafa ber í huga að mikil
óvissa ríkir um afleiðingar
mengunar frá álveri því oft á tíðum
er ekki unnt að rannsaka þær til hlít-
ar. I þessu sambandi má nefna
skaðabótamál sem var höfðað á
þeirri forsendu aö flúormengun frá
álverinu i Straumsvík hefði átt sök á
dauða hæna í hænsnabúi skammt þar
frá. Málið tapaðist í undirrétti á
þeirri forsendu að slfkt hefði ekki
áöur verið sannað.
Skattsvik ársins
Eg vil minna á að sú upphæð sem
um var talað á sínum tíma var um
150 milljónir. Erfiðlega gengur að
innheimta féð.
Orkumálin
Þróunin í orkumálum Islendinga
undanfarin ár hefur verið hinum al-
menna neytanda í óhag en hjá ál-
verinu hefur það svo til staðið í stað
-miðað við fast verðlag. Hvort þessi
óhagstæða þróun tengist hinu lága
orkuverði álversins eða er orsök
rangrar stefnu fyrri stjórnvalda skal
ég ekkifuliyrða.
Síðustu áratugi höfum við virkjað
alla skástu virkjanakostina. Tilkoma
nýs 130 þúsund tonna álvers þýddi
byggingu Fljótsdalsvirkjunar. Hún
yröi mun dýrari en Búrfellsvirkjun.
Kostnaðarverð raforkunnar yrði því
mun hærra. Erlenda samsteypan
Alcan hlýtur að miða sínar áætlanir
við núgildandi orkuverð. I dag er
orkuverðið 9,5 milis en gæti farið upp
í 12 mills ef hinir skilyrðisbundnu
samningar næðust. Áætlað
kostnaðarverð raforkunnar í dag er
20 mills svo mismunurinn er á biiinu
8—10,5 mills á hverja kílóvattstund.
Hvemig á að brúa þetta bil? Meö
erlendum lánum eða hærra orku-
verði á hvem íbúa? Þótt kostnaðar-
verð orkunnar sá álitið 20 mills í dag
þá getur sú talaö hækkaö mjög auð-
veldlega. Nýtt Kröfluævintýri?
Rangar fjárfestingar í orkumálum
þjóðarinnar eiga stóran þátt í
skuldasöfnun sem orðin er um 60% af
þjóöartekjum. Með Fljótsdalsvirkj-
un er óþörf áhætta tekin miöaö við þá
möguleika er bjóðast.
Auðvitað má ekki h'ta fram hjá
þeirri staðreynd að það er afskap-
lega þægileg lausn að planta niður
stóriðju hingað og þangað um landið.
Shkt veitir atvinnu, skapar þjónustu-
og skattatekjur. Eg tei gallana
kostunum yfirsterkari og vil fýlgja
þeirri stefnu að athuga alla aðra
möguleika gaumgæfilega áður en
það er orðið um seinan.
Fiskirækt
Sinnuleysi stjómvaida um fiski-
rækt er hreinasta smán. Engin
stefna mótuð, engin samvinna tekin
upp viö erlendar þjóðir eins og t.d.
Norðmenn, engin fyrirgreiðsla lána-
sjóöanna, ekkert. Það hefur sýnt sig
og sannaö að þetta er arðbær val-
kostur og markaður virðist vera
ótæmandi.
Stjórnvöld í Noregi tóku upp þá
stefnu að aflétta skilyrðum fyrir
leyfisveitingum á sviði fiskiræktar.
Sú stefna hefur borið glæsilegan
árangur. Tahð er að ársframleiösian
stökkvi úr 2500 lestum í dag upp í
100.000. lestir árið 1990 sem er 4000%
aukning á sex árum að söluverðmæti
20 miiljarðar íslenskra króna.
Eyjólfur Konráð alþingismaöur
sagði í viötali fyrir skömmu að við
gætum tvöfaldað þjóðartekjur okkar
á 10 árum ef rétt yrði að málum
staðið.
A síðustu dögum hafa verið ýmsar
hræringar í þessum málum sem
benda til aukins skilnings á þeim
miklu tækifærum sem gefast.
Utgerðarfélög, einstakhngar og
Sambandið hafa gefið fyrirheit um
shkan rekstur. Rannsóknastöö á
sviði fiskiræktar er því orðin brýn
nauðsyn. Shk stöð myndi vinna
ómetanlegt brautryðjendastarf.
Norðurland hefur upp á að bjóða
töluvert mikla möguieika i fiskirækt
vegna jarðhitans. Leggja ber því
áherslu á að athuga þá möguleika
gaumgæfilega.
Aðrir atvinnumöguleikar
Aðrir atvinnu- og tekjumöguleikar
eru einnig fyrir hendi, svo sem full-
vinnsla matvæla, lifefnaiðnaöur, raf-
einda- og tölvuiðnaður, ræktun nyt ja-
skóga, auknar tekjur af ferðamönn-
um.
Kjallarinn
MAGNÚS
ERLINGSSON,
NEMANDI VIÐ MENNTA-
SKÓLANN VIÐ HAMRAHLfÐ
Skógrækt hefur verið stunduð í
Eyjafirði í 15 ár og árangurinn sýnir
að nytjaskógrækt er raunhæfur
möguleiki. Ohkt er nú skemmtilegra
að rækta skóg heldur en deyða.
Tekjur Islendinga af ferða-
mönnum á síðasta ári voru um 1,5
milljarðar en aöeins brot upphæðar-
innar rennur til auglýsinga. Undan-
farið hefur Suðurland verið auglýst
sérstaklega á sviöi ferðamála og ég
sé ekkert því til fyrirstöðu að Norð-
lendingar fylgi í kjölfarið.
Viö eigum fallegt og ómengað land
sem verður ekki metið til fjár. Okkur
ber að vernda landið og ég veit að við
gerum það ef skynsemin ræður.
Magnús Erllngsson.
• „Rangar fjárfestingar í orkumálum
þjóðarinnar eiga stóran þátt í skuldasöfn-
un sem orðin er um 60% af þjóðartekjum.”