Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR Í9. JÚLl 1984.
35
Ættarmót á Reykjum á Skeiðum
Fólkiö í Brekku. Gamli bærinn á Reykjum sést í bakgrunni.
Á laugardag héldu afkomendur Ingigerðar Eiríksdóttur
og Þorsteins Þorsteinssonar ættarmót aö Reykjum á
Skeiöum. Mótið var haldið í tilefni þess að 150 ár eru nú liðin
frá fæðingu Þorsteins. A mótinu voru saman komin milli
fimm og sex hundruð manns, að sögn Villhjálms Sigtryggs-
sonar skógræktarfræðings sem er einn afkomendanna.
Fyrst hittust allir á Reykjum og þar voru gróðursett tvö
tré til minningar um hjónin og eirplata sett á stein með
nöfnum þeirra. Þá var farið í Árnes og þar var haldin
herleg veisla með söng, ræðum og alls konar uppákomum.
Afkomendur hjónanna búa flestir á Skeiðum, Biskups-
tungum og Reykjavík. Síðast hélt ættin mót 1924, fyrir sex-
tíu árum. SGV.
Lítið barn skoðar minningarstein sem var komið fyrir í
minningu hjónanna sem ættin er út frá.
DV-myndir Eiríkur Jónsson
Þórður Kristjánsson, starfsmaður Ljósmyndavara, afhendir Gunnari V. Andréssyni, ljósmyndara DV, Fuji-
filmumar sem blaðið mun nota á ólympíuleikunum.
1600 ASA filma á leiðinni:
HÆGT AÐ TAKA
MYNDIR í MYRKRI?
- DV tekur þátt íað prufukeyra á ólympíuleikunum
„Það má segja að draumur allra
ljósmyndara á þessari öld, að taka
myndir við kertaljós, sé að rætast. Og
gott betur. Með tilkomu 1600 ASA film-
unnar má nánast segja að hægt sé að
slökkva á kertunum,” sagði Gísli
Gestsson, framkvæmdastjóri Ljós-
myndavara, umboðs Fuji-color á Is-
landi.
Framkvæmdanefnd ólympíuleikanna
hefur valið Fuji-color til að sjá um ljós-
myndahlið keppninnar. Fram-
kvæmdanefndin lætur taka gríðarmik-
ið af ljós- og kvikmyndum. „Og eftir að
hafa kannað hver væri best í stakk bú-
inn til þess völdu þeir Fuji-color,” að
sögn Gísla Gestssonar.
Fuji-color ákvað að kynna 1600 ASA
filmuna við þetta tækifæri. Fyrirtækið
hefur valið blöö úr ýmsum heimshom-
um til að prufukeyra filmuna og varð
DV fyrir valinu, eitt íslenskra blaða.
Þórir Guðmundsson, fréttamaður DV
á ólympíuleikunum, verður því einn
fyrstu ljósmyndara í heiminum til að
smella af meö 1600 ASA filmu.
Fuji-color hefur jafnframt séð um að
skapa fréttaljósmyndurum á leikunum
frábæra aðstöðu á leikunum til mynd-
vinnslu og mun DV njóta góðs af.
„1600 ASA filman er sannkölluð bylt-
ing í ljósmyndun,” sagði Gísli Gests-
son. „Hún er 60% ljós næmari en 1000
ASA filman sem var hingað til sú ljós-
næmasta sem til var. Þrátt fyrir það
hefur hún siknu komastærð. Þetta er
sérstaklega mikil búbót fyrir íþrótta-
ljósmyndara sem þurfa að „frysta”
augnabhk sem gerast á gífurlegum
hraða. Og á Islandi kemur hún sér sér-
staklega vel, enda fáir sólardagar.”
Fuji-umboðið valdi DV til að vera
fulltrúi íslenska blaöa með Fuji-film-
ur á ólympíuleikunum. „Enda blaðiö
dugmikiö í íþróttaskrifum,” að sögn
Gísla.
Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari
DV, fékk vænan pakka af Fuji-filmum,
þ.á.m. 1600 ASA filmur, afhentan á
dögunum en jafnframt fékk íslenska
ólympíunefndin sams kyns glaðning.
ÚTRÚLEGT! ÚTRÚLEGT!
TILB0Ð SEM SLÆRIGEGN
22" KOLSTER LITSJÓNVÖRP Á
TOMBÓLU VERÐI, Á AÐEINS
TILBOÐIÐ STEIMDUR í 10 DAGA.
ER KOSTURINN
SJOIMVARPSMIDSTÖDIN
kr. 23.950,
staðgreiösluverð
■ ■
SIÐUMULA 2 - SIMI 39090