Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Blaðsíða 1
Deildarstjóri hjá Samvinnutryggingum settur af:
Hagnaöist sjálfur
á sölu tjónbfla
„Deildarstjórinn var settur af en
ástæöan fyrir því er mál fyrirtækis-
ins og á ekkert erindi út fyrir það,”
sagði Hallgrímur Sigurösson, for-
stjóri Samvinnutrygginga, í samtali
við DV, en samkvæmt heimildum
blaðsins mun deildarstjóri bifreiða-
deildar hafa orðið uppvís að því að
hafa dregið sér töluvert fé úr fyrir-
tækinu án þess að vera látinn fara
frá þvl Sá sem hér um ræðir heldur
áfram starfi sínu sem deildarstjóri
skýrsludeildar Samvinnutrygginga.
Fjársvikin fóru þannig fram að
deildarstjórinn lét fyrirtækið borga
tjónþolum upp fremur lítið
skemmda nýja bíla. Hann lét síðan
gera við þá fyrir eigin reikning,
keypti þá af fyrirtækinu og seldi aft-
ur með stórf elldum hagnaöi.
Málið uppgötvaðist í apríl sl. er
fram kom við athugun starfsmanns.
Kolbeins Jóhannssonar, löggilts
endurskoöanda Samvinnutrygginga,
að eitthvað var athugavert við upp-
gjör útbörgunartjóna í bifreiðadeild
félagsins. Sá rannsakaði málið
gaumgæfilega og kannaði það hjá
flestöllum bifreiðaverkstæðum sem
Samvinnutryggingar eiga viðskipti
við. 1 lok maí gaf Kolbeinn forstjór-
anum skýrslu um málið. Enginn veit
með vissu um innihald hennar nema
höfundarnir og Hallgrímur Sig-
urðsson.
Svo virðist sem halda hafi átt mál-
inu leyndu fyrir stjóm Samvinnu-
trygginga því hvorki stjómarfor-
maðurinn, Erlendur Einarsson, né
Valur Arnþórsson, sem sæti á í
stjórninni, könnuöust við þetta mál
er DV bar það upp við þá.
-FRI/SlgA
Piltar handteknir í nótt:
Hentu
innum
Maöur slasaðist allmikið þegar pöru-
piltur henti honum inn um glugga á
verslun við Hverfisgötu.
Tildrög þessa vom þau að maður og
kona vom á gangi á Hverfisgötu á
ellefta tímanum í gærkvöldi. Komu
þau þar að, þar sem fjórir piltar gengu
út af öldurhúsi á Hverfisgötu. Sendu
piltarnir fólkinu tóninn og urðu einhver
orðaskipti þeirra á milli. Gengu
piltamir síðan að bíl sínum, sem þeir
höfðu lagt rétt hjá og settust inn. Mað-
urinn fór á eftir þeim til að setja ofan í
manni
glugga
við þá vegna framkomu þeirra. Skipti
þá engum togum, að einn piltanna vatt
sér út úr bílnum, tók manninn og henti
honum inn um glugga verslunar er
þarna er. Stungu piltarnir síðan af.
Maðurinn skarst allmikið og lagaði
blóðið úr honum, konan skarst einnig
nokkuð. Voru þau bæði flutt á slysa-
deild.
Piltamir fundust hins vegar úti á
Granda eftir um klukkustundar leit.
Viðurkenndu þeir verknaöinn strax.
-KÞ
Það var um miðnætti í nótt sem piltamir nóðust. Var bHi þeirra króaður
af úti ó Granda. Á minni myndinni kannar lögreglan kringumstæður,
þar sem ráðist var ó manninn við verslun ó horni Hverfisgötu og Vatns-
stigs. Ef grannt er skoðað mó sjá að ein rúða verslunarinnar er brotin en
inn um hana hrintu piltarnir manninum.
DV-myndir S
Ánægðar mæðgur. Margrót
Skúladóttir með nýfœdda dóttur
sina. Sú litla lót sig engu skipta
Ijósglampa myndavólarinnar eða
allt tal um örtröð á f æðingardeild-
inni. Ekkert fókk raskaö ró henn-
ar og svaf hún værum blundi i
fangi móður sinnar.
(DV-mynd Kristján Ari)
Örtröð á fæðingar-
deildinni:
69 börn
fæddust
áviku
„Man ekkieftirsvo
mörgum barns-
fæðingum á einni viku,”
segir yfirljósmóðir
ádeildinni
Mikil örtröð er á fæðingardeild
Landspítalans þessa daga eða „allt á
hvolfi” eins og hjúkrunarkona á
spítalanum komst að orði. I síðustu
viku sló deildin met, en þá fæddust
hvorki meira né minna en 69 böm.
Það sem af er júlímánuði hafa 200
böm fæðst þar og enn er vika eftir af
mánuðinum.
„Eg man ekki eftir svona mörgum
bamsfæðingum á einni viku,” sagði
Kristín Tómasdóttir, yfirljósmóðir á
fæðingardeildinnL í samtali við DV.
„Annars hefur verið svona mikið að
gera síðan síðari hluta júnímánað-
ar. Við vinnum stanslaust og hér fær
enginn matar- eða kaffitíma. Ég veit
ekki hvað mitt fólk heldur lengi
svonaáfram.”
Ástæða þessa mun vera sú að auk
þess sem fyrirsjáanlegt var að fæð-
ingum myndi fjölga mjög í júní, júlí
og ágúst, hefur Fæðingarheimili
Reykjavíkur einmitt lokað megnið af
þeim tíma. Er það vegna sparnaðar-
ráðstafana í heilbrigðiskerfinu.
„Þaðmá meö sanni seg ja að hér er
hvert rými skipað,” sagði Kristín.
„Víð höfum þurft að senda konumar
heim fyrr en venja er eða á fjórða
degi í stað sjötta. Þær taka því mjög
vel, enda skilja þær það að nýjar
þurfa að komast í rúmin þeirra, en
viö tökum auðvitað við öllum sem
hingaö koma,” sagði Kristín Tómas-
dóttir.Sjánánarbls.2. -KÞ
— sjá nánarábls. 2
MUNUJ SUMARMYNDAKEPPNIDV