Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JULI1984. Billinn var formlega afhentur i nýja Toyota-sýningarsalnum i Hafnarstræti en þar hafðihann einmitt verið til sýnis síðustu dagana. Hér er öll fjölskyldan saman komin, Sigurður og Ingibjörg með börnin þrjú: Eirik Gunnar, 11 ára, Rebekku, 9 ára, og Hafstein Þór, 3 ára. Bilinn afhentu Árni Jónsson, sölufulltrúi Toyota, og Sigurður Hreiðar, ritstjóri Vikunnar. -Ljósm. Einar Ólason. „Betra en draumur” — sögðu hjónin sem unnu Tercelinn í Af mæíisgetraun Vikunnar „Maöur fær nú bara taugaáfall,” sagöi Siguröur Hafsteinsson, Blöndu- bakka 18, þegar honum voru borin þau tíðindi aö hann hefði unniö Toyota Tercel 4WD, árgerö 1984, í Afmælisget- raun Vikunnar. Þetta var siöasti hluti afmælisget- raunarinnar, sem staöiö hefur síðan í nóvember. Þrisvar áður hefur verið dregið, fyrst um lúxussiglingu fyrir tvo um Karíbahaf, þá ferðir fyrir tvo til Mallorca og tvo til Ibiza, síðan fjöl- skylduferð og dvöl í sumarhúsi í Holl- andi og nú síöast um bílinn. Vinningshafinn, Sigurður Hafsteins- son, er tæplega þrítugur húsasmiöur. Kona hans, Ingibjörg Eiríksdóttir, er hjúkrunarnemi. Þau eiga þrjú börn. Fyrir eiga þau hjónin þriggja ára gamla Lödu. „Viö ætluöum að fara aö selja hana,” sögöu þau. „Við höfum undanfarið verið að skoöa á bílasölun- um til að sjá hvaö hentaði okkur í stað- Dregið í Afmælisgetraun Vikunnar. Frá vinstri: Páll Stefánsson, auglýs- inga- og sölustjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, Sigurður Hreiðar, ritstjóri Vikunn- ar, Magdalena Gestsdóttir, áskriftadeild Vikunnar, Bogi Pálsson, sölu- stjóri Toyota og Þorkell Gíslason borgarfógeti.-Ljósm. Bragi Guðmundsson. inn. Þetta, að fá svona bil upp í hend- betra, því svona dreymir mann umar, það er eins og draumur — og þó aldrei! ” Ólafsfjarðarvatn: Seiðin sluppu úr girðingunni Seiðin sem voru í eldi undir ísnum formanns Veiðifélags Olafsfjarðar, á Olafsfjaröarvatni í vetur sluppu út gekk eldið vel í fyrrahaust en í vetur úr kví sinni í vor. Tilraumn með virtist vera stöðnun hjá seiðunum. I þannig seiðaeldi mistókst því að VOr tóku þau hins vegar viö sér en þá nokkru í þetta skiptiö. ,gerðist það aö flothringurinn Seiðunum var komið fyrir í flot- brotnaði. Nótin sligaðist niður meö giröingunni í fyrrahaust og var það þeim afleiðingum að seiðin syntu liður í rannsóknum á möguleikum sína leiö. Af þessum sökum var Olafsfjarðarvatns til laxaræktar. aldrei hægt að telja hversu mörg Einkum er talað um aö nýta þau sér- uföu veturinn af þama undir ísnum. kenni vatnsins sem felast í lagskipt- f>rátt fyrir þetta óhapp er enginn ingu þess. Neðri hluti þess er saltur beygur í mönnum og verður haldið og þar frýs ekki. áfram eins og ekkert hafi ískorist. Að sögn Sveinbjamar Ámasonar, JBH/Akureyri Þórsmerkurfarar óánægðir: Þurftu að greiða sérstakt gjald — eðlilegstarfsemi, segir sýslumaður Rangæinga Oánægjuraddir hafa komið upp meöal margra Þórsmerkurfara vegna 50 króna gjalds sem rukkað er af hverjum ferðamanni er þangað kemur í hópferð. Spumingar vökn- uðu meöal þeirra hvort gjaldtakan væri leyfileg af hálfu dómsmála- ráðuneytisins. Að sögn Böðvars Bragasonar, sýslumanns Rangárvallasýslu, er hér um að ræða gjaldtöku sem ákveðin var síðastliðið vor af hrepps- nefndum Fljótshlíðarhrepps, Vestur- Eyjafjallahrepps, Ferðafélagi Is- lands, Utivist, Farfuglum og Austur- leið. „Gjaldið er hugsaö til að bæta aðbúnað ferðamanna, standa undir skógræktinni og til að auka gæslu á svæóinu. Allir sem greiöa gjaldið fá miða með þessum upplýsingum. Þórsmörkin er ekki þjóðgaröur eins og hálendið, heldur telja hrepps- félögin sig eiga landareignina. Ferðafélag Islands og Skógrækt rík- isrns, sem haft hefur Þórsmörk til uppgræöslu síöan 1930, eiga þarna mikilla hagsmuna að gæta. Undir- staða þessa gjalds er sú hugsun að Þórsmörk er eitt hættulegasta ferða- mannasvæði á landinu vegna Kross- ár. Slysavarnamenn frá Hvolsvelli hafa verið þar nokkrar helgar und- anfarin sumur og viðvera þeirra hef- ur bjargað mannslíf um. Þetta er því fullkomlega eölileg starfsemi. Hún er ekki á vegum sýslumannsembættisins og ég lít svo á að dómsmálaráöuneytið hafi ekk- ert með þetta mál að gera,” sagði BöðvarBragasonsýslumaður. -pá Það hefur verið mannmargt við Elliðaárnar síðustu dagana og margt verið rætt og útskýrt.,, Vá, þarna eru 10 laxar". „Aðeins neðar, aðeins neðar, já núna tekur hann, vá þetta er bara boltalax." Veiðimennirnir eru ýmsu vanir og kippa sór ekki upp við hvað sem er. DV-mynd G. Bender „Hann er þó ekki að bíta á aftur, við sem vorum að fá lax," gæti veiðimaðurinn á myndinni verið að hugsa. Nei, hann nartaði bara. DV-myndG. Bender Barðaströnd: 18 punda lax veiddist — Sjóbirtingur farinn að sjást á Vestfjörðum eftir 20 ára hvarf „Við fengum 19 laxa á þrem dög- um og var meðalþyngdin 10 pund, stærsti laxinn sem viö veiddum núna var 14 pund,” sagöi Dagur Garðars- son en hann veiddi í Hvolsá og Staðarhólsá nýlega. „Það hafa veiðst um 40 laxar og hefur veriö sleppt 105 löxum í ámar. Hann er 15 punda sá stærsti og eru nokkrir 14 punda. Laxinn hefur eingöngu veiðst í Staðarhólsá ennþá en bleikjan öll í Hvolsá, töluvert hef ur veiðst af henni og er hún 3 pund sú stærsta. 30—40 bleikjur hafa líklega veiöst í þaö heila, sem er sæmilegt. Sonur minn, 9 ára, veiddi maríulaxinn sinn og var laxinn 10 punda,” sagði Dagur að lokum. Við f réttum að veiðimenn hefðu ný- lega fengið 2 laxa í Geitabergsvatni og hafa víst verið að fá einn og einn lax á svæðinu, en svæðið er Eyrar- vatn, Þórisstaðavatn og Geitabergs- vatn. Silungurinn þykir víst i smærra lagi en laxinn bætir þetta upp. Fyrir helgina veiddist í Baugstaða- VEIÐIVOIM Gunnar Bender ósi 12 punda sjóbirtingur og hefur verið töluverð sjóbirtingsveiði í Osnum og algeng stærö 4—5 pund. Eitthvað hafa menn fengið af laxi en tölurliggjaekkifyrir. ,,Á sunnudaginn veiddist 18 punda lax í Móru og fékk Helgi Páll Pálmason hann neðarlega í ánni,” sagði Ulfar Thoroddsen, formaður Stangaveiöifélags Patreksfjarðar. „Ætli þaö séu ekki komnir 7 laxar en við veiðum aðra hverja viku í ánni. Lax hefur sést töluvert en veitt er á eina stöng. Fjarðarhornsá hefur gef- ið einn lax og hefur lítið sést af hon- um ennþá. Bleikjan er aö koma í ána í nokkru magni. En það ánægjuleg- asta er að bleikja og eitthvað af sjó- birtingi hefur sést meöfram fjörum hér fyrir vestan. Sjóbirtingur hefur ekki sést hérna síðan 1963, sjávar- hitinn er góður núna og mældist 10 gráöur úti á Látrum nýlega. Það er mikið gleðiefni ef sjóbirtingur er aö koma aftur og hægt að lifa gamla tíma aftur, veiða fisk í fjörum fram,” sagði Ulfar að lokum. Við verðum aö segja eins og er aö þaö eru ein ánægjulegustu tíðindi sumarsins, að fá sjóbirtinginn inn í firði á Vestfjörðum er toppurinn. En Vestfirðir voru á sínum tíma eitt besta sjóbirtingssvæði Iandsins og birtingar mjög vænir. Þetta verður vonandi töluvert magn og varanlegt. Þær fréttir berast úr Kálfá í Hreppum að lax sé farinn aö ganga í hana. „Við urðum aðeins varir við lax og sonur minn fékk einn 10 punda,” sagði Vilhelm Guðmunds- son en hann renndi í ána nýlega. „Við misstum vænan lax í löndun og hefur hann líklega verið 14—16 punda en við áttum ekkert frekar von á að fá lax þarna svo að við vor- um bara útbúnir með silungagræjur. Við urðum lítið varir við silung og þessi lax stráksins er fyrsti laxinn í Kálfáísumar.” G. Bender. Framlög úr Menningar- sjoði Sambandsins Stjórn Menningarsjóðs Sambands ísl. samvinnufélaga hefur veitt tólf aöilum framlög úr sjóðnum, samtals aö f járhæð 730 þús. krónur. Þessi f ram- lög voru afhent föstudaginn 6. júlí í Sambandshúsinu, að viðstöddum full- trúum allra þeirra aðila sem fjárstuðn- ing hlutu, að einum frátöldum. Fram- lög hlutu eftirtaldir aöilar: Minningar- sjóöur Jóns Júl. Þorsteinssonar kenn- ara til styrktar útgáfustarfsemi á vegum sjóösins. Olympíunefnd Iþróttasambands fatlaðra til styrktar vegna þátttöku Islands í Olympíuleik- um fatlaðra 1984. Alþjóðlegar sumar- búðir bama til styrktar vegna kostnað- ar við sumarbúðir. Umsjónarfélag ein- hverfra bama vegna kaupa á hentugri bifreiö fyrir heimilisfólkið að Trönu- hólum 1. Islenskir ungtemplarar — framlag í sjóð til kaupa á húsnæði. St. Georgs gildin á Islandi vegna skátaárs. Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði til byggingar húsnæðis fyrir spor- hunda. Listmunahúsið vegna gerðar video-myndar um listakonuna Louisu Matthíasdóttur. Foreldrasamtök barna með sérþarfir vegna byggingar sumarbústaðar. Leiðbeiningastöð um íslenska þjóðbúninga. Friðarhreyfing íslenskra kvenna til stofnunar sam- starfshópa um allt land. Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi vegna bygg- ingar líkamsræktarhúsnæðis viö Vist- heimiliðSóJbprg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.