Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1984, Blaðsíða 2
2
DV. MIÐVKUDAGUR 25. JULI1984.
Á fæðingargangi, sem ekki er legudeild, höfðu tvö herbergi verið tekin undir sem leguher-
bergi. íþvíþriðja voru nýburarnir.
Bkki væstiþó um litlu kríiin og virtist þeim líða dável þrátt fyrir mikla örtröð á deildinni.
200 bamsfæðingar það sem af er júlf:
fleiri vöggur!” Því var þó bjargað, því
á birgöastöð spítalans reyndust nokkr-
arveratil.
„Konurnar sem hér liggja hafa verið
hér á annan sólarhring og það er engin
von til þess að þær komist niður á
sængurkvennaganginn í dag, þar er
allt fullt,” sagði Kristín. „Það má því
með sanni segja að hér er hvert rúm
skipað. Við höfum þurft að senda
konurnar heim fyrr en venja er til eða
á fjórða degi en venjulega fara þær
heimásjöttadegi.”
— Hvernig taka konumar því?
„Þær taka því mjög vel. Stundum
getur það auðvitað verið erfitt þegar
enginn er heima til að hjálpa. En þetta
hefur allt gengið vel. Þær skilja það
mjög vel að nýjar þurfa að komast í
rúmin þeirra.”
200 fæðingar það
sem af er júlí
— Nú er Fæðingarheimilið lokað.
Hvað bætist mikið á ykkur við þaö?
„Meðalfæðingar þar á mánuði eru
um 50, svo þaö má segja að það bætist
við okkur ein og hálf fæðing á sólar-
hring.”
— Hversu mörg böm hafa fæðst hér
það sem af er júlímánuði, á hádegi 24.
júlí?
„Það em 200. Það er mjög mikið.
Reyndar höfum við oft ferigið svona
toppa en aldrei eins mikið og lengi og
nú. I fyrradag fæddust 14 börn og svo
mörg börn hafa fæðst tvisvar áður á
einum degi í þessum mánuði. 16 böm
er þó metið, en það gerðist í fy rra.
— Þú segir að þið vinnið stanslaust,
er ekki hægt að bæta við fólki?
„Þetta er mjög erfiður tími. Sumar-
frí em í hámarki og á fæðingardeild
þýðir ekki að fá nema vant fólk. Þess
vegna er álagi bætt á það fólk sem
fy rir er og er að vinna.”
— Hvað þýðir þetta fyrir sængur-
konumar?
Nýbakaðar mæður. Margrát Skúladóttir tíl vinstri með dóttur sina og Svala Leifsdóttír tíl hægri með son
sinn. Þær sögðust báðar eiga að fara heim á fimmta degi eða degi áður en venja er tíl.
ist við óvenjumfldum fæðingum í júní,
júh' og ágúst. Hins vegar hefur
Fæðingarheimili Reykjavíkur verið
lokað frá því síðast í júní og opnar ekki
aftur fyrr en viku af ágúst. Er ástæðan
sparnaðarráðstafanir í heilbrigðis-
kerfinu.
DV-menn heimsóttu fæðingardeild-
ina undir hádegi í gær. Þann morgun
höfðu þegar fimm börn fæöst og búist
var viö fleirum. Sængurkvenna-
deildirnar tvær vom sneisafuilar. Á
fæðingargangi, þar sem konurnar
koma venjulega aðeins inn til að fæða
bömin og jafna sig tvo til þrjá tíma á
eftir áður en þær em sendar á sængur-
kvennaganginn, höfðu tvö herbergi
verið tekin undir leguherbergi. I öðm
herberginu lágu fimm konur, í hinu
fjórar. I því þriðja lágu níu nýfædd
böm. Atta þeirra voru i vöggum.
Hjúkrunarkona hélt á því níunda.sem
hafði verið að koma í heiminn á þessari
stundu.og sagði: „Nú eigum við ekki
„Við neitum engum, það er alveg
ljóst. Hingaö eru allir velkomnir. Hins
vegar er álagið mikið og okkur finnst
þjónustan ekki eins góö og við
vildum,” sagöiKristín Tómasdóttir.
Þær sængurkonur sem blaðið ræddi
við sögðust þó ekkert finna að þjónust-
unni. Hún væri mjög góð og ef allt væri
í l'\gi munaði engu að fara heim einum
eða tveimur dögum fyrr.
-KÞ
" Vögguiausa" barnið. Á meðan beðið var eftír vöggu úr birgðageymsiu
spitalans var barnið sett upp á borð og festur á það miði með nafni móður-
innar.
„ALLT Á HVOLFT
— á fæðingardeild Landspítalans—Fæðingarheimilið lokað í sparnaðarskyni
Mikil örtröð er á fæöingardeild
Landspítalans þessa daga eða ,,allt á
hvolfi” eins og ein hjúkrunarkonan á
spitalanum komst aö orði. I síðustu
viku sló deildin met en þá fæddust þar
hvorki meira né minna en 69 börn.
„Eg man ekki eftir svona mörgum
fæðingum á einni viku,” sagði Kristín
Tómasdóttir, yfirljósmóðir á
fæðingardeildinni. „Annars hefur
verið svona mikið að gera síðan síðari
hluta júnimánaðar. Við vinnum stans-
laust og hér fær enginn matar- eða
kaffitíma. Eg veit ekki hvaö mitt fólk
heldur lengi svona áfram. ”
„Nú eigum við ekki
fleiri vöggurl"
En hvaö veldur? Að sögn kunnugra
kemur tvennt til. Annars vegar var bú-
FiÖLDi FÆÐÍNGA
miv. man.
li i', » .
■ *- * 1
! *
»*V* t 't í * -
♦ * * ■> «*. } » ' > ' . »
* ' ý \ f * -T.'
í , * f *\ * * t ■
J.**: • ;,’K* •
f #
Á þessa töflu eru allar barnsfæðingar skráðar. Þær eru orðnar tvö hundruð
það sem af erjúlímánuði. (DV-myndir Kristján Ari)