Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984. LEIÐSÖGN SF. Þrjú hjól undir bílnum? Námskeið fyrir almenning í viðhaldi bifreiða verður haldið að Þangbakka 10 (jarðhæð, vesturhlið íbúðarblokkarinnar í Mjóddinni, Breiðholti I). Námskeiðið hefst fimmtudaginn 29. nóvember og stendur í 3 vikur. Kennt verður á mánudags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 20.30 til 22.30. Námskeiðið er ætlað þeim konum og körlum sem vilja vita meira um bílinn sinn og miðar að því að gera fólk færara um að bjarga sér sjálft ef bilanir verða og koma í veg fyrir þær. Verkleg kennsla á bifreiðaverkstæði er hluti námskeiðsins. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Leiðbeinandi er Elías Arnlaugsson, kennari við Iönskólann í Reykjavík. Innritun að Þangbakka 10, virka daga og um helgar, kl. 15.30 tU 18.30. Upplj^ingar í síma 79233 á sama tíma. SÍÖumúla33 símar 81722 og 38125 Gott tilboð Leðurtöfflur með skinnfóðruðu innleggi. Litir: d. blár, rauður, hvítur og drapplitaður. Menning Menning Menning Ljósm. GBK. Valgerður Hafstað — áKjarvals- stöðum Valgerður Hafstað hefur opnað mál- verkasýningu aö Kjarvalsstöðum. Hún sýnir alls 60 verk sem öll flokkast undir að vera ljóðrænar abstraktionir. Sýn- ingin stendur fram til 25. nóvember. Franskt yfirbragð Valgerður Hafstað á að baki langan listferii. Hún er fædd árið 1930. Stund- aði nám í Kaupmannahöfn, Reykjavík og síðar í París þar sem hún var búsett fram til ársins 1974 er hún settist að í New York. Það er því ekki að undra að málverk listakonunnar hafi yfir sér franskt yfirbragð. Myndverk Valgerðar eiga rætur sinar að rekja til franska informel mál- verksins sem mjög var áberandi á 6. áratugnum. Ekki er þó um að ræða til- viljunarkennda pensilskrift því mál- verk hennar virðist umfram allt ná- Myndlist Gunnar B. Kvaran Gaukmánuöur eftír Valgerði Hafstað. kvæmlega uppbyggt og fyrirfram hugsað. Lýrísk rökhyggja Myndverk Valgerðar fjalla um lit og flæði, birtu og hrynjandi. Formin eru litir, settir fram í ákveðnum rytma eða hreyfingu sem gengur í gegnum verk- in, annaðhvort hæg og löng eða kvik og hröð. Og þó svo aö þetta samspil lita og forma virðist tjá djúpstæð sannindi í huga listamannsins (sem í raun öll listaverk gera) má glöggt sjá að sér- hver mynd er engin tilviljun, heldur rökhyggja — lýrísk rökhyggja — sem byggir upp verkið og sundurgreinir í sínar smæstu eindir. Myndir Valgerðar lýsa mikilli reynslu og djúpu innsæi í þessa tegund af myndmáli. Hvort sem hún strýkur löngum strokum yfir myndflötinn eða kvikum sundurgreinandi pensilförum þá er þaö gert af öryggi listamanns sem endurtekur í sérhverju listaverki sína listrænu sannfæringu. Valgerður hefur auösjáanlega tileinkaö sér alþjóðlegt myndmál og tekist aö gæða það persónulegum broddi. Myndir hennar eru gerðar af mikilli tilfinningu fyrir lit og efni sem miöla áhorfendum ákveðnu andrúmslofti sem getur í senn verið gegnsær, liturinn/birtan, eða dularkennt litaflæði. En þetta eru um- fram allt ljóörænar abstraktmyndir sem sýna að enn eru möguleikar á að finna nýtt sjónarhorn á gamla hug- mynd. GBK >1THUGASEMD VID GAGNRÝNI Undirritaöir, skipuleggjendur og ábyrgðarmenn fyrir tónleikum Leo Smith í september sl., viljum mót- mæla skrifum Eyjólfs Melsteðs í DV 24. okt. sL Hingað til hefur Eyjólfur Melsted ekki getað talist til alvarlegra gagn- rýnenda á tónlist því yfirlæti og hroki eins og birtist í grein hans 24. okt. dæmir hann úr leik, en vankunnátta og metnaðarleysi hans — daglegt brauð í uppmælingarskrifum hans — grefur undan tónlistargagnrýni og er tekið af fólki sem skrýtlur. Tökum nýlegt dæmi: I ágúst sl. var hér á ferðinni austurrískur píanóleikarí, maður sem í stærri heimslista- borgum hverfur algjörlega í gráan massann. Hér á landi tókst honum (ekki sagt til að lítillækka hann) aö blása sig út eins og Garöar Hólm, nema þetta var ekki skáldsaga og það sem verra var; — maðurinn lék nokkrum sinnum undir yfirskini spunaleiks sem hann viðurkenndi í blaðaviðtali að honum væri ekki létt því (haldiö ykkur) hann vissi ekki stundum — í miðjum spunanum, hvað leika skyldi næst og þyrfti því að byrja á upphafinu aftur! Nú, varla laug maðurinn í blöðum, enda var það aldrei ljósara en eftir kynni af tónleikum hans að honum var margt betur gefið en að improvisera. Það þótti því bráðfyndið þegar ljóst var að Eyjólfur yfirdómari kok- gleypti allar sögur um spuna Austur- ríkismannsins; lýsti yfir að hann væri fágætur snillingur. Oft hafa Eyjólfi verið mislagðar hendur í gagnrýni um samtíma tónlist (jass, ef fólk kýs að kalla svo), en honum til hróss má segja að vanþekking hans á viðfangsefninu hefur tryggt hlutlaus skrif — ekki of jákvæð né neikvæð —, en nú bregður svo við í grein hans þ. 24. okt. sl. að kastað er hlutleysis- grimunni, ráðist að Leo Smith, tón- leikahöldurum og tónlistarfólki, svo aðfurðusætir. Röksemdir Vitanlega má Eyjólfur hafa þá skoöun að tónlist Leo sé leiðinleg, en þegar menn alhæfa um „getuleysi”, „pólitíska hugaróra”, „ómúsík- alska þvælu” og gerviafríkanisma” þá verða þeir að geta fært fram rök, máli sínu til stuðnings. ings. Leo Smith er af mörgum skapandi gagnrýnendum stórblaða talinn einn fremsti höfundur nýrra hljóma í samtíma jasstónlist og einn af þremur bestu trompetleikurum þeirrar tónlistar sem fram kom eftir 1960. Hinir eru vafalífið Don Cherry og Lester Bowie. Hann tilheyrir annarri kynslóð avant-garde jass- tónlistarmanna og er einn af helstu áhrifamönnum AACM (Association for the Advancement of Creative Musicans) félagsins sem talið er eitt merkilegasta fýrirbærið í tón- listarsögu svartra í Bandaríkjunum. Kollegar Eyjólfs hjá San Francisco Cronicle, N.Y., Times og tímaritunum Coda og Rolling Stone, svo einhverjir séu nefndir, telja Leo með sterkustu trompetblásurum skapandi tónlistar en lengst hefur hann líklega náð 1980 þegar gagnrýn- endur Down Beat völdu hann í ár- legri kosningu númer 1 í kategóríunni „Talent Deserving Wider Recognition”. Tónlist Leo Smith á hljómplötum og tónleikum hefur hingað til fengið stórkostlega dóma og skipað honum ásamt jafnöldrum sínum, Anthony Braxton og Roscoe Mitchell, í fremstu röð þeirra tónskálda sem líklegastir eru að færa jasssögu Bandaríkjanna inn á nýjar brautir. Virðing Leo er víða mikil og hefur hann verið tilefni umfangsmikilla kafla í tveimur bókum um samtima jass, enda er hann ásamt George Russell eina tónskáld skapandi jass- tónlistar sem gefið hefur út sínar teoríur umtónlist (Rhythm 1977). Talar sá sem afit veit Eyjólfi er tíðrætt um „grautar- legan gerviafríkanisma” og „póli- tíska hugaróra” LeoSmith, en skilur eins og oft áður við lesendur í lausu lofti, veltandi vöngum yfir meiöandi fullyröingum hans. Talað hefur sá sem allt veit um Afríku, tónlist heimsálfunnar, trúarbrögð og leiðtoga og honum er sannarlega misboðið þegar einhver niggari að nafni Leo Smith kemur inn í Norræna húsið, tileinkar einn strengjakvartett svörtum leiötogum, sem hættu lífi sínu vegna hugsjóna sinna, og tileinkar svo tónleikana í heild mannréttindabaráttu i S- Afríku. Afríkusérfræðingurinn deilir hins vegar visku sinni með lýðnum, gefur nett í skyn að leiðtogamir hafi nú verið svona og svona og fullyrðir að allt tal um mannréttindabaráttu, harðstjóm og mannlega niðurlæg- ingu í S-Afríku séu pólitiskir hugar- órar. Hvernig hægt er að komast að þessum niðurstöðum er ómögulegt að skilja. Látum vera að Eyjólfur hafi ekki þekkt til tónlistar Leo Smith og látum vera að hann viti lítið sem ekkert um samtíma jass síðustu áratugi en hrokafullar fullyrðingar, rangfærslur og háð hans um lífs- skoðanir erlendra tónlistarmanna er ekki hægt aö þola. Það er lágmarks- krafa til gagnrýnenda að þeir séu lausir við hroka og sýni lítillæti og of- boðlitla virðingu fyrir viðfangsefni sínu því þegar öllu er á botninn hvolft þá lifa þeir á sköpun lista- mannsins en ekki öfugt. Leiöinlegt er að vita til þess að skapandi jassleikarar séu gagnrýnd- ir af hroka og vanþekkingu sér- fræöings sem skrifar um allar tegundir tónlistar — ekki skapandi skrif — því sköpun tengist ekki magnskrifum, þau em hins vegar tengd peningum. Glöggir lesendur hafa vafalaust tekið eftir því að Eyjólfur gagnrýnir á sömu síðu og Leo Smith kór Langholtskirkju. Stundum hefur legið við að Eyjólfur geti kallast kraftaverkamaður, svo mörgum stöðum hefur maðurinn mátt vera á, vopnaöur sannleiks- sverðinu mikla. Aldrei fyrr hefur þó Eyjólfur afhjúpað „súpermarkaðs- skrif” sín eins berlega og í umf jöllun sinni um Leo Smith. Ritstjóm DV og Eyjólfur verða að eiga við sig hvort meiningin er að halda áfram að krukka í allar tónlistarstefnur af vankunnáttu meö hroka og dóna- skap, eins og í títtnefndri grein Eyjólfs, eða hvort lyfta eigi skrifunum á hærra plan. Krafa okkar er að það verði gert. Eyjólfur kveður lesendur sína með því að segja aö Leo Smith hafi leikiö einum of oft fyrir okkur Islendinga. Glatt getum við marga aðdáendur Leo hér á landi með því aö hann mun leika hér á landi á næsta ári. Frá- bærar viötökur hans í september- mánuöi í Norræna húsinu (tvisvar), í framhaldsskólum landsins og fyrir kjaftfullu húsi á Hótel Borg tala sinu máli. Sem betur fer ráða smásálir úr gagnrýnendastétt ekki smekk lands- manna né djörfung tónleikahaldara. öm Þórisson Ásmundur Jónsson Nokkuð er liðið frá því umrædd gagnrýni kom fram og stafar töfin af því að upphafleg grein okkar taldist of löng og dróst að stytta hana.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.