Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 39
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984. Útvarp Fimmtudagur 22. nóvember 13.20 Barnagaman. Umsjón: Gunn- vörBraga. 13.30 Tónleikar. 14.00 A bókamarkaðinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 A Irívaktinnl. Þóra Marteins- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdeglstónleikar. 17.10 Síðdegisútvarp.Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Útvarp frá Alþingi. I fyrri um- ferð talar Steingrímur Hermanns- son allt að hálfri klukkustund. Fulltrúar annarra þingflokka hafa til umráða 20 mínútur hver. I síð- ari umferð hefur hver þingflokkur 10 minútna ræðutíma. 23.10 Músíkvaka. Umsjón: Oddur Björnsson. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Rás 2 14.00—15.00 Eftirtvö.Léttdægurlög. Stjómandi: Jón AxelOlafsson. 15.00—16.00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjóm- andi: GunnarSalvarsson. 16.00—17.00 Jóreykur að vestan. 17.00—18.00 Gullöldin - lög frá 7. áratugnum. Vinsæl lög frá árunum 1962 tU 1974=Bítlatímabilið. Stjórnandi: Þorgeir Ástvaldsson. Föstudagur 23. nóvember 10.00—12.00 Morgunþáttur. Fjörug danstónlist. Viðtal, gullaldarlög, ný lög og vinsældalisti. Stjómend- ur: Jón Ölafsson og Sigurður Sverrisson. 14.00-16.00 Pósthólfið. Lesin bréf frá hlustendum og spiluð óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjómandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16.00—17.00 Jazzþáttur. Þjóðleg lög og jazzsöngvar. Stjórnandi: Vem- harður Linnet. 17.00—18.00 í föstudagsskapl. Þægi- legur músíkþáttur í lok vikunnar Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 23.15-03.00 Næturvakt á RÁS 2. Stjórnandi: VignirSveinsson. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land.) Sjónvarp Fimmtudagur 22. nóvember 19.55 Sjónvarp frá Alþingi. Stefnu- ræða forsætisráðherra og umræð- ur um hana á eftir. Dagskrárlok umkl. 23.15. Föstudagur 23. nóvember 19.15 A döfinni. Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Veröld Bustcrs. Þriðji þáttur Danskur framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Ólafur Haukur Símonarson. (Nordvision — Danska s jónvarpíð). 19.50 Fréttaágrip á táknmáii. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 21.20 Skonrokk. Umsjónarmenn Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín Hjartardóttir. 21.50 Hláturinn lengir lífið. Fjórði 1 þáttur. Breskur myndaflokkur þrettán þáttum um gamansemi og gamanleikara í f jölmiðlum fyrr og síðar. ÞýðandlGuöniKolbeinsson. 22.20 Undir fjögur augu. Ný sovésk bíómynd. Leikstjóri Nikita Mihajl- kof. Leikendur: Irina Kúptsénko og Mihíl Uljanof. Hann og hún hafa verið skilin árum saman. Þótt maðurinn eigi nú aðra fjölskyldu er hann enn heimagangur hjá fyrri konu sinni og bregst hinn versti við þegar hún hyggst giftast aftur Þýðandi Hallveig Thorlacius. 23.50 Fréttir í dagskrárlo^ Útvarp Sjónvarp Veðrið Útvarp, rás 2, kl. 16.00—Jóreykur að vestan: Hafði hann séð kúreka norðursins? Okkur héma á útvarps- og sjón- varpssiöunni datt allt i einu í hug aö spyrja Einar Gunnar Einarsson, stjórnanda þáttarins Jóreyks að vest- an, hvort hann hefði séð myndina Kúreka norðursins í Regnboganum. „Mér var boöið á frumsýningu, Iivorki meira né minna, og það var afskaplega skemmtilegt að sitja þarna innan um alla menningarvitana. Reyndar var ég svo heppinn að fá sæti beint fyrir aftan sjálf goðin. Þeir voru mjög kurteisir og tóku ofan hattana rétt áöur en myndin byrjaði svo allir gætu séð. Mér þykir verst að ég var ekki með neinn hatt sjálfur því ég heföi tekið ofan fýrir þeim hetjunum að myndinni lokinni,” sagði Einar Gunnar. Hvemig gengur þér að fá hetjur vestursins til áð taka lagið? „Það er nú ekkert ofsalegt úrval af sveitatónlist hér á Fróni og þaö setur mér ákveðnar skorður. Til er töluvert af eldri plötum hjá gamla gufuradióinu en maöur reynir að vera vakandi fýrir ööru, fylgist með listum og fleira. Svo reyni ég að hafa upp á því sem slæöist hingað til lands af nýrri endanum. Þetta með að ég sé aðdáandi sveita- tónlistar, út af fyrir sig held ég alveg vöku minni heilan dag án hennar en mér finnst þetta ákaflega ljúf og skemmtileg tónlist,” sagði Einar að lokum og þeysti á brott á hestinum sinum. -EH. Útvarp og sjónvarp íkvöld: Stefnuræða Steingríms I kvöld átti að flytja Betlaraóperuna eftir John Grey í útvarpi, rás 1. En þetta ágæta verk verður nú að víkja af dagskránni fyrir öðru og meiru. Er það hvorki meira né minna en stefnuræða forsætisráðherra, Steingrims Her- mannssonar, sem hann upphaflega átti að flytja í síöustu viku. Ræðunni verður útvarpað svo og umræðunum á eftir. Hefst útsending úr Alþingishúsinu kl. 20.00. Einnig verður sjónvarpaö frá Alþingishúsinu í kvöld ræðunni og umræðunni um hana. Byrjar sjónvarpið að senda út þaöan kl. 19.55, eða 5 mínútum fyrr en út- varpið. -klp. Nýjung á íslandi: j— Veðurhlíf á vinnupallana LATT'EKKI REGNIÐ OG ROKIÐ BERJA ÞIG AÐ ÓÞÖRFU! Svissneska Tegunet veðurhlífin bætir aðstöðu á vinnupöllum og tryggir þér fleiri nothæfa vinnudaga. Tegunet veðurhlífin er fislétt en grimmsterk og auðveld í uppsetningu. Hún tekur u.þ.b. 70% af öllum vindi, hleypir litlu sem engu í gegn af úrkomu, heldur inni dýrmætum hita og veitir kærkomið skjól á vinnupöllunum. Tegunet veðurhlifin skapar þannig um leið stóraukin þægindi fyrir alla byggingariðnaðarmenn og fjölgar verulega þeim dögum sem hægt er að vinna viðkvæma útivinnu, s.s. einangrun utan frá, sprunguviðgerðir, málningarvinnu, múrhúðun o.fl. Tegunet veðurhlifin kemur einnig i veg fyrir að hvers konar smáhlutir falli fram af vinnupöllum. Tjón og slysahætta minnkar þannig til muna. Verðið er einstaklega hagstætt - og getur skilað sér margfaldlega til baka með fleiri vinnudögum, auknum þægindum og um leið frekari afköstum. Iðnaðarmennirnir í viðbyggingunni á Hótel Sögu hafa litlar áhyggjur af íslensku roki og rigningartíð. Hugmyndin að Tegunet veðurhlífinni er einföld — fínofið net úr hinu grimmsterka en fislétta Polyáthylen. Veðrið Vaxandi noröaustanátt á land-1 inu, víða rigning með suöaustur- ströndinni, él fyrir norðan, annars | skýjaö. Veðrið hér og þar tsland kl. 6 í morgun: Akureyri I alskýjaö 0, Egilsstaðir skýjað -1, Grímsey skýjað 1, Höfn skýjað 2. Keflavíkurflugvöllur skýjað 3, Kirkjubæjarklaustur skýjaö 1,1 Raufarhöfn alskýjað 1, Reykjavík I léttskýjað, 0, Sauðárkrókur létt-l skýjaö -2, Vestmannaeyjar létt-J skýjað 1. Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen | skýjað 7, Helsinki snjókoma -2, Kaupmannahöfn súld 5, Osló súld 2, Stokkhólmur þoka 1, Þórshöfn | rigning6. Útlönd kl. 18 í gær: Algarve hálf-1 skýjaö 16, Amsterdamléttskýjaö9, Aþena þrumur 16, Barcelona (Costa Brava) skýjað 14, Berlín rigning og súld 6, Chicagó alskýjað 2, Glasgow rigning á síöustu I klukkustund 7, Feneyjar (Rimini I og Lignano) léttskýjaö 6, Frank-| furt léttskýjað 6, Las Palmas (Kanaríeyjar) léttskýjað 21, London rigning 10, Lúxemborg létt- skýjað 7, Madrid alskýjað 12, Malaga (Costa Del Sol) léttskýjað 18, Mallorca (Ibiza) skýjað 16, [ Miami mistur 25, Montreal al-1 skýjað 0, Nuuk heiðríkt -6, París skýjað 9, Róm hálfskýjað 11, Vín rigning 3, Winnipeg skýjað -4, | Valencia (Benidorm) hálfskýjað 16. Gengið GENGISSKRÁNING NR. 225 - 22. NÚVENIBER 1984 KL 09.15 Einingki. 12.00 Kaup Sata Tolgengi 39.250 48,621 29,816 3,6367 4,5076 4,5706 6,2830 4,2824 0,6522 bolar Pund Kan. dolar Dðnsk kr. Norsk kr. Sænsk kr. R mark Fra. franki Belg. franki Sviss. franki 15.8202 Hol. gyNni 11,6400 VÞýskt mark, 13,1403 Itllra 0,02114 Austurr.sch. 1,8704 Port. escudo 0,2430 Spá. peseti 07342 Japanskt yen 0,16109 Irskt pund «,820 SDR (sérstök j 39,2891 drittarrétt.) 39,360 48,757 29,900 3,6469 4,5202 4,5834 6,3006 4,2944 0,6540 15,8646 11,6726 13,1771 0,02120 1,8756 07437 ' 07348 0,16154 40.934 139,3989 139,460 48340 ,29354 3,6313 43118 43783 67794 47761 0,6512 153921 11,6247 13,1153 0,02113 13662 07428 . 07345 i 0,16132 40,742 Slmsvari vegna gengisskréningar 2Í19Ö Úrval LESEFNi VIÐ ALLRA HÆFI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.