Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984. Ingibjörg Magnúsdóttir lést 14. nóvember sl. Hún var fædd á Bjarna- stööum í Saurbæjarhreppi, dóttir hjón- anna Ragnheiðar Kristjánsdóttur og Magnúsar Guölaugssonar. Eftirlifandi eiginmaöur hennar er Jón H. Gríms- son og eignuðust þau sex börn. Utför Ingibjargar veröur gerö frá Dómkirkj- unni föstudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Jóhannes Jónsson frá Asparvík, Fann- borg 1. andaðist í I>andakotsspítala 20. nóvember. Hörður Steingrímsson, Sogavegi 158, lést 16. nóvember. Per Wcndelbo lést í Osló 20. nóvember. Pálína Valgerður Oddsdóttir lést aö Hrafnistu þriöjudaginn 20. nóvember. Ragnheiður Olafsdóttir, Skjólbraut 4 Kópavogi, andaöist á Borgar- spítalanum 20. nóvember. Guömundur Jónsson, Grimsey, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. nóvember sl., veröur jarösunginn frá Miðgarðakirkju, Grímsey, sunnudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Hákon Jarl Hafliðason vélstjóri, Hátúni 6, er lést 16. nóvember, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 23. nóvemberkl. 10.30. Hóimgeir G. Jónsson, Grenimel 15, veröur jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Guöný Magnúsdóttir frá Ivarshúsum. Dvalarheimilinu Höföa Akranesi, sem andaöist i sjúkrahúsi Akraness 18. nóvember, veröur jarösungin frá Akraneskirkju laugardaginn 24. nóvember kl. 11.30. Tilkynningar Jólakveðja með vinningsvon Gigtarfélag Islands efnir nú til óvenjulegs hapixirættis. Hver hapixirættismiöi er um leið jólakort. Vinningar eru 8 feröavinningar eftir vali. Það er von félagsins að þessu korti veröi vel tekið. Öllum ágóða verður varið til að greiða kostnað við Gigtlækningastöðina sem nú er komin í fullan gang. Kortin fást hjá Gigtar- félagi Islands, Armúla 5, og hjá félags- mönnum viða um landið. Stjórnin. Vegurinn, kristi- legt skólablað er nýkomið út. Vegurinn er gefinn út í hvorki meir; né minna en 16 þús. eintökum og er dreift til allra unglinga 13 til 20 ára á höfuðborgarsvæðinu. Innihald blaðsins er kynning á Guði og kristinni trú og auk þess kynning á KSS. Otgefandi Vegarins er KSS (Kristileg skólasamtök). Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni heldur félagsfund á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12,2. hæð. VILHjAtMU* C. SrÚlASON S,\ KENNSLUBÓK UIKíO^ ÁVANA- OC FÍKNIEFNI Kennslubók um ávana- og fíkniefni I septembermánuði sl. kom út bók á vegum Hafnarfjaröarbæjar um ávana- og fíkniefni. Bókin ber nafnið „Kennslubók um ávana- og fíkniefni fyrir skóla ogalmenning”. Höfundur bókarinnar er Vilhjálmur G. Skúlason, dr. phil., en fjögurra manna starfshópur var honum til aðstoðar við gerð hennar auk lista- manns er annaöist myndskreytingu (sjá nánarformála). Árlegt símahappdrætti lamaðra og fatlaðra Styrktarfélag lamaöra og fatlaðra efnir nú til hins árlega símahappdrættis, en eins og al- kunna er gilda símanúmerin jafnframt sem númer happdrættismiöanna. 1 þessu sérstæöa happdrætti er þvi ekki um þaö aö ræöa aö gefa út ótakmarkaöan miöafjölda, heldur miöast fjöldi útgefinna miöa algerlega viö skráö símanúmer. Vinningar í símahappdrættinu aö þessu sinni eru mjög glæsilegir: 5 mismunandi tegundir vinsælia bifreiöa frá TOYOTA aö verömæti rösklega 2 milljónir króna. Veröi happdrættismiöanna er stillt í hóf og kosta þeirkr. 150,00. AÖ sögn Siguröar Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Styrktarfélagsins, er sima- happdrættinu alltaf tekið með vinsemd af símnotendum í öllum þeim aragrúa happ- drætta og fjáraflana sem jafnan eru í gangi. Þannig ættu símnotendur góöan þátt í upp- byggingu og eflingu félagsins. Jafnframt er ástæöa aö leggja á þaö áherslu aö drætti er aldrei frestað. Ávallt dregiö á Þorláksmessu og vinningsnúmer birt opinberlega daginn eftir og einnig er hægt strax á aöfangadag að hringja í símsvara sem tilgreindur er á miöunum og fá þannig upplýsingar um vinningsnúmer. Gestaleikhús á vegum Stúdentaleikhússins Þriðjudaginn 27. nóvember og miðvikudagmn 28. nóvember verður franskt gestaleikhús á vegum Stúdentaleikhússins í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Theatre Grottesko kallar hópurinn sig og hefur aðalbækistöð í París. Hingað til lands koma tveir leikarar, Elizabeth Wiseman og John Flux en þau eru bæði bandarísk. Munu þau sýna leikverkið The Insomniacs (hin svefnlausu) sem fjallar um hjón sem ekki geta sofnaö, í fyrstu er allt með felldu en þegar rollurnar sem þau telja til að sofna fara aö stökkva fram á gólfið fer ýmislegt að gerast. Þetta verk þykir meiri- hátta gamansamt svo áhorfendur hlæja sig næstum í hel en um leið er það hrollvekjandi á köflum. Hér er blandaö saman mörgum stíl- brögðum svo úr verður blanda af trúöleik, ádeilu og svartri „kómedíu”. I þessari sýn- ingu er eiginlegt talmál ekki notað en þess í stað hefur verið búið til nýtt og mjög auðskiliö mál svo íslenskir áhorfendur ættu ekki að lenda í nokkrum vandræöum að skilja það sem fram fer. Eins og áöur sagði verða sýningar 27. og 28. nóvember og hefjast kl. 21.00 í Félagsstofnun stúdenta. Hægt veröur að panta miða í sima 17017 hvenær sólarhringsins sem er. Jólamarkaður Jólamarkaður félags einstæðra foreldra verður í Traðarkotssundi 6 laugardaginn 1. desember nk. Fólk er beðið að koma munum á skrifstofuna fyrir 30. nóvember í síðasta lagi. Enn ein stórgjöf til Gigtar- félags ísl. frá fimm konum Gigtarfélagi Islands hefur borist stórgjöf að upphæð kr. 150.000,- frá fimm konum sem ekki viija láta nafns síns getið. Þetta er í fjórða skiptið sem þessar ágætu konur gefa félaginu stórgjöf. Fjárins afla þessar konur í tómstundum, með gerð listrænna jólaskreytinga sem eru víða orðnar þekktar. Þessi gjöf kemur sér ákaflega vel því opnun Gigtlækningastöðvarinnar var kostnaðarsöm framkvæmd og skuldir hvíla þungt á félaginu. Hlýhugur þessara kvenna til Gigtlækninga- stöðvarinnar verður best þakkaður með þvi að viö öll hin stöndum vörð um starfeemi stöðvarinnar. Verðlaunagetraun Vörumark- aðarins Á sýningunni Heimilið og fjölskyldan '84 efndi Vörumarkaðurinn hf. til verðlaunagetraunar í sýningardeild sinni þar sem sýnt var hið fjöl- breytta gjafavöruúrval sem Vöru- markaðurinnhf. býðuruppá. Getraunin var í því fólgin að sýningargestir giskuöu á heildarverðmæti gjafavaranna sem sýndar voru en flestir hlutirnir voru verö- merktir á sýningunni. Þann 16. september sl. var svo farið yfir innsendar úrlausnir og í ljós kom aö Guðlaug Björgvinsdóttir, 14 ára, giskaði 14 kr. frá rétta heildarverðinu og hlaut hún þar af leiðandi verðlaunin, sem voru gjafavöruút- tektaðverðmæti 10.000 kr. Vegna frábærrar þátttöku sýningargesta var ákveðið að veita 10 þeim sem næst giskuðu aukaverðlaun sem voru gjafavöruút- tekt að verðmæti 1.000,- kr. hver og voru þeir sem næst giskuðu: Júlíana Hansdóttir, Daníel Þór Harðarson, Ama K. Hilmarsdóttir, Sigrún Björgvinsdóttir, Þórhildur Olafsdóttir, öm Arason, Fróði Steingrímsson, Rósa Bene- diktsdóttir, Selma Rut Gunnarsdóttir og Jón Erlendsson. Þessar myndir voru teknar 22. september sl. þegar verðlaunin vom afhent í gjafavöru- deild Vörumarkaðarins hf. á 2. hæð og óskum við verðlaunahöfunum hjartanlega til ham- ingju með árangurinn og öllum hinum fjöl- mörgu sem þátt tóku i þessum getraunaleik þökkum við kærlega fyrir. Jólabasar Vinahjálpar Jólabasar Vinahjálpar verður haldinn aö Hótel Sögu (Súlnasal), sunnudaginn 25. nóv. ’84, kl. 2 e.h. Glæsilegt hapjxirætti. Kaupið jólagjafirnar hjá okkur um leið og þið styrkið gott málefni. Heilsugæsla Heilsugæslustöðin á Seltjarnamesí hefur frá 1. október sl. tekið upp kvöld- og helgarvaktir fyrir þjónustusvæði sitt, sem er Seltjarnames og vestasti hiuti Reykjavikur. Kvöldvakt er aila virka daga frá kl. 19.30— 22.00. Á laugardögum, sunnudögum og al- mennum frídögum er bakvakt frá 09.00—12.00 og frá 17.00—22.00 síðdegis. Sími bakvaktar er 19600 (Landakot). Heilsugæslustöðin Seltjamaraesi. Sérfræðingur í kennslu al- varlega fatlaðra barna staddur hér á landi Andreas Fröhlich, yfirkennari skólans fyrir fatlaða í Landstuhl í V-Þýskalandi, dvelur hér á landi dagana 22.-28. nóvember í boði For- eldra- og kennarafélags Safamýrarskóla og Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis. A. Fröhlich mun halda námskeið fyrir starfslið þjálfunarskóla ríkisins á Kópavogs- hæli og Safamýrarskóla en auk þess mun hann flytja erindi fyrir almenning í Borgar- túni 6 mánudaginn 26. nóvember kl. 20.30. í erindi sínu mun hann segja frá niðurstöðum þróunarstarfs sem fram fór í skólanum í Landstuhl á árunum 1976—1982 til þess aö finna og þróa þjálfunar- og kennsluaðferðir til að beita við ofurfótluð böm. Erindið veröur túlkaö á íslensku. þórhildur JL blad islcndinga í kaupmannahöfn 4. tölublad 2. árgangur október 1984 Þórhildur, blað íslendinga í Kaupmannahöfn Islendingafélagið og Félag námsmanna í Kaupmannahöfn hafa nú gefiö út tvo árganga af blaöi sínu, Þórhildi, sem flytur ýmiss konar efni til fróðleiks og skemmtunar fyrir þá Is- lendinga sem þar búa. Lesendahópurinn er stór eða liðlega tólf hundruð manns auk þess sem gera má ráð fyrir nokkrum hópi sem sér blaðiö en telst ekki til áskrifenda. Einnig er taisvert af áskrif endum á Islandi. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudaginn 25. nóvember: Kl. 13, varðaða leiðin á Hellisheiði—Hellis- skarð—Kolviðarhóll (gamla gönguleiðin). Þetta er.iétt og skemmtileg gönguleið. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Verð kr. 350,- Skák Skákþing UMSK Skákþing UMSK verður haldið 24. og 25. nóvember nk. í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalamesi. Hefst tafiið kl. 13.00 báða dagana. Tefldar verða 6 umferðir eftir Monradkerfi í tveimur flokkum, 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Umhugsunarfrestur er 45 mín. á mann. Vegleg verðlaun eru í hvoram flokki sem gefin eru af sveitarfélögunum á Kjalamesi og í Kjós. Rétt til þátttöku hafa allir þeir sem era féiagsbundnir í einhverju af aöildarfélögum UMSK eða eiga lögheimili á sambands- svæðinu, sem er: Bessastaðahreppur, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mos- feUssveit, Kjalames og Kjósarhreppur. Þátttökugjald er kr. 50 fyrir yngri flokk og kr. 100 fyrir eldri flokk. Frestur til að skrá inn keppendur á mótið rennur út þann 22. nóv. nk. Hægt er aö tilkynna þátttöku og afia nánari upplýsinga á skrifstofu sambandsins að Mjölnisholti 14 í síma 16016 og hjá Kristni G. Jónssyni Brautarholti í síma 666044. Tónleikar Hljómsveitin Rikshaw með opnunartónleika í Safarí Fimmtudagskvöldið 22. nóvember heldur hljómsveitin Rikshaw fyrstu tónleika sína í veitingahúsinu Safari við Skúlagötu. Tónlist þeirra flokkast undir nýbylgju og er ÖU frum- samin. Hljómsveitina skipa: Sigurður Hannesson trommur, Dagur Hilmarsson bassi, Richard Scobie söngur og hljómborð, Sigurður Gröndal gítar og Ingólfur Guðjónsson hljómborð. Húsið verður opnað kl.22: Das Kapital: Útgáfutónleik- aráBorginni I kvöld, fimintudagskvöld, heldur hljómsveitin Das Kapital útgáfutón- leika á Hótel Borg í tilefni af útkomu fyrstu plötu sinnar, „LilliMarlene”. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Á næstunni er svo væntanlegt blað frá hljómsveitinni en í því eru tekin fyrir málefni sem áhrif hafa á lagasmíðar þeirra. Ekki fasteignasali I frétt DV síðastliöinn mánudag var f jallaö um mann er ákærður hefur ver- iö fyrir fasteignaviðskipti. I fréttinni var maöurinn ranglega nefndur starfs- heitinu fasteignasali. Þann titil ber maðurinn ekki og hafa þeir einir rétt til að kalla sig fasteignasala sem uppfylla lagaskilyrði þar um. Mig langar til þess aö líta á eitthvað smart sem er svona mitt á milli þess aö þaö klæði mig og ég hafi ráð á að kaupa það. Heimsmeistaraeinvígið í skák: Jafntefli enn Tuttugasta og sjötta skák í heims- meistaraeinvígi þeirra Anatoli Karpovs og Garrí Kasparovs var tefld í Moskvuborg í gær. Lyktaði henni með jafntefli eins og síðustu sextán skákum en nú eftir nokkrar sviptingar. Áskorandinn, Kasparov, haföi hvítt og leiddi skákina inn í sama far- veg og síðast er hann hafði hvítt. Karpov breytti út af þeirri skák í 11. leik en virtist ekki að öllu leyti ná fram tafljöfnun. Þurfti heims- meistarinn aö gefa eitt peð til aö blíðka goðin en við þaö náði hann öflugu mótspili á hvítu reitunum og Kasparov sætti sig þá við jafnteflis- boðhans. 26. einvígisskákin: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatolí Karpov Enski leikurinn. I. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 e6 6. g3 Db6 7. Rb3 d5 8. cxd5 Rxd5 9. Bg2 Rxc3 10. bxc3 Be7 II. 0-0 e5! ? Fram til þessa leiks hafa meistar- arnir fylgt eftir leikjum 24. skákar- innar. Nú breytir heimsmeistarinn út af þeirri skák, sem reyndar var afburða daufleg og endaði með jafn- tefli eftir aöeins 17 leiki. I þeirri skák lék Karpov hér 11. — 0-0 en nú hefur hann e.t.v. óttast framhaldið: 11. 0-0 12. Be3 Dc7 13. Rd4 Hd8 14. Da4 Bd7 15. Rxc6 Bxc6 16. Bxc6 bxc6 17. Habl! (en ekki 17. c4 eins og í 24. skákinni) og svartur á í vissum erfiðleikum með a peö sitt, en þannig tefldist einmitt skák Svet- ovich og Giigoric í Lugano á síöasta ári. Karpov notaöi 20 mínútur á textaleikinn. 12. Be3 Dc713. Rc5 0-014. Da4 Bxc5 Heimsmeistarinn neyðist nú til að gefa biskup sinn fyrir riddara áskorandans, sem viö það fær biskupaparið og rýmra tafl. 15. Bxc5 Hd8 16. Hfdl Be6 17. h3 Hxdl+ Á ný brúkaöi Karpov 20 mínútur á leik. Hann hefur notað þann tíma til að reikna út litla peðsfóm og hvort hún myndi ekki nægja til tafljöfn- unar 18. Hxdl Hd8! 19. Hxd8 — Dxd8. Hvítur vinnur nú peð en verður til þess að gefa biskupaparið til baka og missir tökin á hvítu reitunum. 20. Bxa7 Vel kemur hér til greina aö bíða með peðstökuna og leika 20. Db5, svartur þarf þá vel að gæta sín ef ekki á illa aö fara. T.d. 20. — Dd7 21. a4! og h3 peðið er tabú vegna: 21. — Bxh3 22. Bxh3 Dxh3 23. Dxb7 með vinningsstöðu. Svartur leikur hér best 21. — a6! og heldur í horfinu eftir t.d. 22. Dc5 f6 23. Kh2 20. —Da8! Þar lá hundurinn grafinn. Hvítur neyöist nú til uppskipta á hvítreita biskup sínum, sem gefur svörtum góð mótfæri eftir þeim reitum. 21. Bxc6 bxc6 22. Kh2 h5 23. Da5 f6 JAFNTEFLI samið. Þessi lokastaða er nokkuð athyglisverð. Við fyrstu sýn virðist hvítur vera sælu peði yfir og þaö frí- peði á a-línunni. Hinsvegar er ekki auðvelt aö koma auga á leið fyrir hvítan til að koma því upp í borðið og svartur hefur mjög gott grip á hvítu reitunum. Hugsanlegt framhald er: 24. a3 Dc8 25. h4 Bd5 26. f3 e4! og nú má hvítur fara að vara sig. Kasparov þáði því jafnteflisboð heimsmeistarans og gekk brosandi frá borðinu. Sennilega hefur jafntefli ekki verið honum á móti skapi í þessari stöðu. 27. skák einvígisins verður tefld á morgun og hefur Karpov þá hvítt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.