Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Fréttirfrá Neytendasamtökunum: Félags- mönnum hefur fjölgað um 25 prósent áS mánuðum Aðalfundur Um næstu helgi verður haldinn aðal- fundur Neytendasamtakanna. Þingið munu sækja um 200 fulltrúar víðs veg- ar af landinu. Meðal þess sem verður til umræðu á fundinum er samkeppnis- hömlur, hringamyndun og neytenda- vernd. Frummælendur um þetta efni verða hagfræðingamir Vilhjálmur Egilsson og Eggert Ölafsson. Fjölgað um 25 prósent Síðan í apríl hefur félagsmönnum i samtökunum fjölgað um 25 prósent. Þá hafa einnig þrjú ný neytendafélög verið stofnuð: á Hellissandi, í Búðar- dal og Vestmannaeyjum. Þessar staðreyndir telur stjórn samtakanna vera merki um að brátt verði Neyt- endasamtökin öflug f jöldasamtök. Fargföld Neytendasamtökin hafa skorað á samgönguráðherra að láta kanna hvort fargjöld héðan með millilanda- flugi séu óeðlilega há miðað við far- gjöld islensku flugfélaganna að öðru leytimilli landa. Þá skora þau einnig á sama ráðherra aö hann láti stöðugt fylgjast með verðlagningu flugfélaganna á far- miðum með tilliti til þess að um þjónustu sé að ræða þar sem nokkur skortur sé á að samkeppni sé ríkjandi. -APH. HVAR RYDGAR BÍLUNN MNN? Fiat 127: Elstu gerðimar af þessum bílum geta verið nokkuð mikiö ryðgaðar. En í lok áttunda áratugarins, en Fiat kom fyrst 1971, urðu ryðvamir bílsins betri. Það verður að gæta að neðri hluta yfirvagnsins og öllum samskeytum. Ryð þrífst einnig vel í afturbrettum, frambrettum, sílsum og dyrum. Við kaup er nauð- synlegt að athuga vel eldri bíla af þessari tegund. FiatEitmo: Þetta er einn af þeim bilum sem eru minnst næmir fyrir ryði af sambærileg- um bílum. Ritmo ryðgar minna en meðaltal annarra bíla. Borið saman við Golf er Ritmo næstum ryðfrír. Yfirleitt eru það bara kantarnir á brettunum að aftan sem þarf að athuga. Ford Taunus: Þessi bíll var fjöldaframleiddur á áttunda áratugnum og var hinn dæmigerði meðalgæða bíll. Gamlir Taunusar ryðga á þeim stöðum þar sem fagmenn bú- ast við ryði. Þessir staðir eru samskeyti, kantar og afturbretti. Nýrri gerðir eru hins vegar mun betri þó svo bíllinn hafi verið sá hinn sami frá 1971 til 1982. Ford Granada: Fyrri gerðimar af Granada voru mun verr varðar gegn ryði en þær nýrri. Passið vel upp á frambrettin, afturbretti og einnig kanta á yfirvagni að aftan. Þá er hætta á ryði við festingar frambrettanna. Nýrri gerðir ryðga mun ' minna. Og í heildina ryðgar þessi bíil minna en meðaltalið. Fæðutegundir í þessum flokki i innihalda mikið af trefjaefnum. Einnig nokkurt magn af próteini, steinefnum og B-vítamínum. d) Mjólkurflokkur. Þessi fæðu- flokkur inniheldur mjólk og mjólkur- vörur. Gildi þessa fæðuflokks felst í því að hann er auðugur af próteinum, kalki og B-vítamíninu riboflavín. e) Kjötflokkur. Undir þennan fæðu- flokk heyrir allt kjöt, fiskur og egg. Fæðutegundir innihalda prótein, víta- mín og steinefni. f) Matarfita. Helst ætti að halda neyslu á þessum flokki í lágmarki. Forðast ætti mettuðu fituna (úr dýra- ríkinu), en borða feitmeti sem inni- ! heldur lífsnauðsynlegar fitusýrur (t.d. sólblóma- og sojaolíu) og fituleysanleg i vítamín, A- og D-vítamín, sem fæst úr lýsi.t.d. Hvernig á að nota fæðu- hringinn? Segja má að ef einstaklingur hreyfir sig hæfilega mikið og heldur sig ekki um of við einhæfar fæðutegundir, td. fitu og sykur, þá skipti ekki máli hvað hann borðar, svo lengi sem hann borðar lítið af hverju, úr sem flestum fæðuflokkum og á nokkuð föstum mat- málstimum. Morgunmatur Ef morgunmaturinn inniheldur fæðutegundir úr 4 fæðuflokkum, t.d. brauö- eöa komflokk, mjólkurflokk, ávaxtaflokk og fituflokk, telst hann góður. Ekki er nauðsynlegt að boröa úr öllum fæöuflokkum í morgunverðinum vegna þess að aörar máltíðir dagsins eiga að bæta upp þaö sem á vantar. Hádegis- og kvöldmatur Fæðutegundir ættu aö vera úr öllum fæðuflokkunum6. Almenna reglan segir okkur að þeir sem borða fjölbreytt fæði og forðastof mikla fitu- og sykumeyslu eiga aö fá nægilega mikið af vítaminum og stein- efnum. Aðeins þarf að muna að hóf er best i öUum hlutum, einnig fæðuneysl- unni. % \ 9 iKOtf' *'• w twgífoss •'* ; t»*»**£, • -S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.