Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Qupperneq 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER1984. Stálhillurnar sérhönnuðu og bókavagninn sem Þjónustumiðstöð bókasafna flytur inn. O V-mynd: KAE Þjónustumiðstöð bókasafna: „Heildsala sem versl- ar við sjálfa sig” — segir formaður Félags fslenskra iðnrekenda Skattar hióna geta lækkað um 11 þúsund Utboð á innréttingum í nýja Borgar- bókasafnið við Gerðuberg í Breiðholti hefur sætt harðri gagnrýni að hálfu Fé- lags íslenskra iðnrekenda. Er því mót- mælt aö í útboðslýsingunni er að finna beinar tilvitnanir í framleiöslunúmer tiltekins erlends fyrirtækis. Svo vill til aö Þjónustumiðstöð bókasafna er um- boðsaöili fyrir sama fyrirtæki. Einnig hefur komið fram sú gagnrýni að eina íslenska fyrirtækinu sem framleiðir stálbókahillur var ekki gefinn kostur á að bjóða í innréttingarnar. „Við fundum það út þegar við fórum að skoða málið að það er Félag bóka- varða og Félag bókasafnsfræðinga sem eiga og reka Þjónustumiðstöð bókasafna,” sagöi Víglundur Þor- steinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, í samtali við DV. „Þessi þjónustumiöstöð er umboðsmaður þessa erlenda fyrirtækis og eru fram- Ieiöslunúmer þess tilgreind í útboðs- lýsingunni. Sem sagt, bókaverðir og bókasafnsfræðingar eru aö gerast heildsalar sem versla við sjálfa sig. Viö heimtum aö þetta veröi boöið út aftur og rétt staöið að málum,” sagði Víglundur. „Eg er ekki rétta manneskjan að svara fyrir Þjónustumiðstöðina. Eg hef aldrei komið þar nálægt,” sagði Elfa Björk Gunnarsdóttir borgarbóka- vörður í samtali við DV. „Hins vegar þekki ég til þarna, þetta eru mínir kollegar. Þjónustumiðstöðin er hug- sjón bóka varða til að reyna að vinna að samvinnu bókasafna um allt land. Þama er hreint mjöl í pokanum og þetta má allt skoða og ræða.” , ,Hvað varöar útboðið þá var því ein- mitt skipt í tvennt, skrifstofuhúsgögn og bókasafnshúsgögn, til þess að ís- lenskir framleiöendur gætu verið með. Eg held að það sé bara eitt fyrirtæki á islandi sem sérhannar húsgögn fyrir bókasöfn. Eftir því sem ég best veit þá voru því send útboðsgögn.” „Hvað varðar framleiðslunúmerin í útboðslýsingunni þá segja þeir mér hjá byggingadeild borgarverkfræöings að það séu alvanaleg vinnubrögð að til- greina katalógnúmer þegar um er aö ræða hluti sem erfitt og langt mál er aö lýsa,” sagði Elfa Björk. -EH Nýtt ákvæði í stjómarfrumvarpi um tekju- og eignaskatt, um millifærslu á skattskyldum tekjum milli hjóna, getur gert það aö verkum aö tekjuskattur hjóna lækki um allt að 11 þúsund krónur við álagningu næsta árs. Þetta hefur þó aðeins áhrif að annað hjóna vinni fyrir tekjum sem eru innan við 200 þúsund krónur á þessu ári. 1 skattafrumvarpinu er lagt til að skattstiganum verði breytt þannig að af tekjuskattsstofni sem er innan við 200 þúsund krónur (tekjur ársins 1984) verði greiddur 20% skattur, af tekjum á bilinu 200 til 400 þúsund krónur greiðist 31% skattur og af tekjum yfir 400 þúsund krónur greiöist 44% skattur. Ef skattbyrði ætti að vera óbreytt milli áranna 1984 og 1985 yrði skattstiginn hins vegar þannig, að af tekjum innan við 212 þúsund greiddist 23% skattur, af tekjum á bilinu 212 til 425 þúsund greiddist 32% skattur og af tekjum umfram 425 þúsund greiddist 45% skattur. Talsverður munur getur verið á skattlagningu hjóna eftir því hvernig tekjur skiptast á milli þeirra. Að óbreyttu skattkerfi getur þessi munur oröið aUt að 80.300 krónur við - álagningu á tekjur þessa árs. Með nýju ákvæði í skattafrumvarpinu er þessi munur minnkaður nokkuð en þó ekki afnuminn. I ákvæði þessu segir að sé tekju- skattsstofn annars hjóna lægri en 200 Samkvæmt upplysingum frá Þjónustumiðstöð bókasafna er inn- flutningur á bókasafnsbúnaði einungis einn liður í starfsemi henn- ar. Ráðgjöf og bókasafnsfræðileg at- riði eru megin verkefni Þjónustumið- stöðvarinnar. Einnig kemur fram að Þjónustu- þúsund krónur, þ.e. á fyrsta skatt- þrepi, þá skal hækka þetta tekjumark hjá hinum makanum um þá upphæð sem á skortir að tekju- skattsstofn þess fyrrgreinda nái 200 þúsundum, þó ekki um hærri upphæö en 100 þúsund krónur. I athugasemdum við frumvarpiö er gefiö eftirfarandi dæmi: Hjón hafa tekjuskattsstofna 150 og 650 þúsund krónur. Tekjulægri makinn á þá ónotaðar 50 þúsund krónur af fyrsta þrepi sem færast yfir til hins makans. Hjá honum nær þá fyrsta þrep yfir 250 þúsund krónur í stað 200 þúsund og greiðir hann 20% af þessum tekjum. A hinn bóginn er þessi millifærsla ekki látin hafa áhrif á skil annars og þriðja skattþrepsins þannig að tekjuhærri makinn greiðir 31% skatt af tekjum á bilinu 250 til 400 þúsund og 44% skatt af tekjum umfram 400 þúsund. I þessu dæmi hagnast þessi hjón því um það sem nemur mismuninum á skatt- prósentunni á fyrsta og öðru þrepi eða 11% af 50 þúsund krónum. Það eru 5.500 krónur. En ef tekjulægri makinn hefði aöeins verið meö 100 þúsund króna tekjur hefði lækkunin orðið 11 þúsund krónur. Kostnaður við þetta millifærsluákvæði er talinn nema um 200 milljónum króna og er það hluti þeirrar 600 milljón króna skatta- lækkunar sem gert er ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpi. miöstöð bókasafna var einn þeirra aöila sem Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar bauö að taka þátt í út- boði sérhannaðs bókasafnsbúnaðar fyrir Gerðuberg. Útboðið var unnið af borgaryfirvöldum og ákvörðun um hverjir fengju að taka þátt í út- boðinuíþeirrahöndum. -EH -OEF. Þjónustumiðstöð bókasaf na: „Gerum fleira en að flytja inn” 1 dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Karlmennska lögreglunnar Af einhverjum undarlegum ástæö- um eru lögreglumenn í höfuðstaðn- um farnir að imynda sér aö al- menningur líti ekki lengur á þá sem menn. Frægt var í verkfalli opin- berra starfsmanna þegar lögreglu- iiðið mætti í fullum skrúða fyrir utan stjómarráðið með kröfuspjöld sem á stóð: „Við erum líka menn.” Þetta er því undarlegra þar sem ekki nokkur maður hefur véfengt karlmennsku lögreglunnar og verður ekki betur séð en að þeir séu allir menn með mönnum þegar þeir spíg- spora um í búningum sinum. Þessar áhyggjur cru einnig óþarfar með öllu því skoðanakannanir hafa leitt í Ijós að íslendingar bera fullkomið traust - til lögreglunnar og það mun meira en til kirkjunnar, Morgunblaðsins og Alþingis. Kröfuspjöld og mannalæti af hálfu manna sem bera sigurorð af Jesú Kristi í skoðanakönnunum stafa af ástæðulausri minnimáttarkennd og er rétt að taka þetta skýrt fram áður en lögreglan bregður á það ör- væntingarfulla ráð að afklæðast fyrir framan stjórnarráðið og sanna með nekt sinni að „þeir séu líka menn”. En því er á þetta minnst að það er greinilegt að lögregluyfirvöld ætla ekki að láta staðar numið með kröfu- spjöldunum einum saman. Nú hafa þau gripið til þess ráðs að láta nýliöa í liöinu sanna karlmennsku sina með nokkuð ævintýralegum hætti. Þannig eru nýgræðingarnir teknir í æfingar sem fara fram sem hér seg- ir samkvæmt frásögn DV fyrir helgi: „Lögreglunemarnir voru látnir stökkva niður af fjögurra metra há- um palii, príla utan á ibúðarhúsi í allt að fimm metra hæð, halda jafnvægi á planka í sömu hæð og svo príla og sveifla sér í skreiöarhjöllum.” Frásögninni fylgir að 24 verðandi lögregluþjónar hafi stokkið ofan af pallinum, 5 stóðu ekki upp aftur, en 19sluppu ómeiddir. Fyrir venjulegt fólk væru æfingar af þessu tagi taldar til manndrápstil- rauna en lögreglan er hins vegar að- eins að sýna fram á að lögregluþjón- ar séu„líka menn”. Eins og lesendur geta séð fór svo að fimm nýliðanna stóðu ekki upp aftur eftir heljarstökkið ofan af pallinum. Kemur það ekki á óvart enda ekki á allra færi að sleppa lif- andi og óbrotinn úr fjögurra metra falii. Ekki munu nýliðarnir fimm, sem ekki stóðu upp aftur, hafa látist samstundis og meira að segja kemur fram í viðtali við fulltrúa lögreglu- stjóra að þrír þeirra hafi mætt til vinnu óhaltir daginn eftir. Þetta þyk- ir sýnilega góður árangur hjá mönnum sem þurfa að hætta lífi sínu til að sanna karlmennsku sína. Það hlýtur að vera eftirsóknarvert starf sem lokkar unga menn til þeirr- ar fífldirfsku að henda sér niður af fjögurra metra háum pöllum og sveifla sér í skreiðarhjöUum eins og Tarsan apabróðir. Þeir hljóta sömu- leiðis að útskrifast með láði og teljast menn með mönnum sem sleppa óhaltir úr slíkri þrekraun. Nú getur maður skUið að það þurfti hrausta karlmenn til að stökkva niður af pöllum og skríða utan á hús- um þegar mikið liggur við í bófahas- ar á islandi. Það þarf karlmanns- lund til slíkra verka. Hins vegar verður ekki séð hvernig skreiðar- hjaliarnir geta puntað upp á karl- mannsímyndina og er nú rétt að ein- hver góður maður bendi lögreglunni á að þeir séu „líka menn” þótt þeir drepi ekki nýliðana í hjöllunum að ástæðulausu. Nóg er að þeir mætí bæklaðir til vinnu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.