Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Síða 8
DV. ÞRIÐJUDAGUR4. DESEMBER1984. Franskir bændur óttast sinn hlut eftir að Spánverjar og Portúgalar ganga í Evrópubandalagiö. Evrópubandalagið: Vínhafið að flæðayfir Vínhaf Evrópu er ofarlega á lista ráðherra Evrópubandalagsins er þeir funda í Dublin um þessar mundir. Þetta haf umframfram- leiðslu á víni er svo mikið að ef liver einasti íbúi bandalagsins drykki flösku á dag þá myndi þaö duga til jóla. Frakkar, sérstaklega, vilja leysa vínvandann áöur en gengið er frá inngöngu Spánar og Portúgals í bandalagið. Spánverjar framleiða 40 prósent þess vins sem drukkið er í Vestur-Evrópu. Frakkar eru hræddir um að ef Spán verjar ganga í bandalagiö áöur en eitthvað er að gert þá muni allir vamargarðar vín- hafsins bresta. Það yrðu franskir vínbændur sem færu verst út úr því, enda er offramleiösla á víni í Frakk- landi. En leiðin til að losna við haf ið er að breyta víninu í iönaöaniinanda. Ef löndin komast að einhverju sam- komulagi í vínmálinu þá er leiöin tahn greiö til aö semja um hin ágreiningsefnin sem þarf að greiöa úr áður en hægt er að hleypa lönd- unum tveimur inn í bandalagið. Þau mál varða fiskveiðar og ræktun á grænmeti og á vöxtum. Afþakkar blóðgjöf Sjúklingur í Kaliforníu hefur neit- að aö leyfa að sér verði gefið blóð nema tryggt veröi að það sé ekki sýkt AIDS, eða áunninni ónæmisbæklun. Hann vill annars blóö úr vandamönnum. Rauði krossinn hefur þvertekið fyrir að leyfa það. Talsmenn hans segja að leyfi þeir fólki að gefa blóð sérstaklega til vina og ættingja muni það minnka mjög almenna blóðgjöf. Nýlega dóu tveir menn í Kaliforníu vegna þess að AIDS var í blóði sem þeim var gefið. Alls hafa að minnsta kosti 69 manns fengið AIDS eftir blóð- gjöf í Bandaríkjunum. 500 látnir af gaseitrun frá verksmiðjunni Rannsókn á meintu gáleysi forráðamanna eiturefnaverksmiðju á Indlandi Nú er ljóst að 500 manns hafa látið lífiö eftir gasleka í verksmiðju Union Carbide á Indlandi. Enn falla fleiri á degi hverjum. Björgunarmenn finna sífellt fleir lík og fólk deyr unnvörpum á sjúkrahúsunum. Gasiö er methyl isocyanate frá verk- smiöju sem framleiöir skordýraeitur í Bhopal á Indlandi. Um 4.000 manns hafa orðiö fyrir alvarlegri gaseitrun. Fleiri en 10.000 hafa þurft að fara á sjúkrahús. Lögregla telur að um 200.000 manns alls hafi andaö aö sér eitruöugasinu. Allir tiltækir læknar og jafnvel læknanemar á síðasta ári voru kvaddir til starfa við að hlynna aö sjúkum. En sumir læknanna urðu sjálfir gasinu aö bráð þegar fyrstu sjúklingamir byrj- uöu að streyma inn. Líkhús spítalanna voru yfirfull af líkum í morgun. Á tún- um fyrir utan var erfitt að greina þá sjúku frá hinum dauöu. Foreldrar komu með börn sín á sjúkrahúsin án þess að gera sér grein fyrir því að þau Ný landstjórn í Færeyjum? Eö varð T. Jónsson í Færey jum: Færeyski Jafnaöarflokkurinn, sem var sigurvegari í lögþingskosning- unum í nóvember, hefur hafið viöræöur viö Sambandsflokkinn og Sjálfstýrisflokkinn um myndun nýrrar landsstjórnar. Talið er að ekki muni ganga saman með flokkunum fyrr en á næsta ári en þeir hafa samanlagt 18 Kúbumenn fá búsetuleyfi Þúsundir Kúbumanna, sem fluttust með smábátum til Banda- ríkjanna 1980, mega nú sækja um leyfi til búsetu í Bandaríkjunum, en flestir hafa verið í flóttamanna- búðum síðan eða aðeins fengið landvist til bráðabirgöa. Þaö er tal- ið aö um 125 þúsund Kúbumenn hafi komið til Flórída í þessum fólksflutningum. Enn eitt skip varð fyrir árás Iraka í gær eftir sex vikna hlé. Persaflói: Loftárás á olíuskip Slökkviskip í Arabaríkjum Persa- flóans eru við öllu búin í dag eftir loftárás Iraka á risaobuskip, frá Kýpur, í flóanum í gær. 400.000 lesta skipið Minotaur var á leið aö Kharg- eyju, sem er helsta olíusölustöð Irana á þessum slóöum. Olíuskipið er nú við akkeri 40 mílur frá Kharg-eyju. Eftir árásina kom strax upp eldur í vélarrúmi skipsins en VIRÐA DÓMSTÓLA AD VETTUGI skipverjum tókst að ráða við hann. Enginn mannskaði varö. Áður en ráöist var að Minotaur höfðu sex vikur liðið án loftárása á skip í Persaflóa. Þetta var 43. skipiö sem verður fyrir skoti í Persaflóa síðan stríð Irana og Iraka hófst. Nú óttast menn nýja öldu loftárása á olíuskip. Breskir námaverkamenn hafa ákveöið að viröa bresk lög aö vettugi og neita aö borga sektir sem dómstólar hafa sett á þá. Afrýjunardómstóll hef- ”r ákveðið að leggja megi hald á eignir .verkalýðsfélagsins. en þegar embættismaður ætlaði að taka fé félagsins út úr banka í Lúxemborg var honum ekki einu sinni hleypt inn um aöaldyr bankans. legasta aðförin að verkalýðsfélagi í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Þeir hafa skorað á allsherjarsamtök verka- lýðs í Bretlandi að koma sér til hjálpar. Það er nú orðin útbreidd skoðun aö breska námamannaverkfallið sá á síð- asta snúningi, enda árangur þess enginn eftir tæpt ár sem tveir þriðju námamanna hafa haldiö sig heima. líkti verkfallinu við frægasta og heimskulegasta hernaöarósigur Breta: áhlaup léttu riddarasveitar- innar í Krímstríöinu. „Með allri heimsku og áræðni yfir- manna léttu riddarasveitarinnar sendu leiðtogar námamanna verka- lýðsfélag sitt inn í dal dauðans í gær. Þeir stefna að vísu stórslysi,” sagöi Umsjón: ÞórirGuðmundsson og Guðmundur Pétursson væru dáin. Mörg þeirra voru send beint í líkhúsiö án nánari skoðunar eða krufningar. Lögreglan hefur handtekið sex starfsmenn verksmiðjunnar og ásakað þá fyrir að valda dauðsföllum af vangá. þingmenn af 34 á lögþinginu. Eitt stærsta málið sem fyrir liggur er möguleg yfirtaka á færeyska land- grunninu en Sambandsflokkurinn leggst gegn yfirtöku. Næsti lögmaður Færeyinga verður að öllum líkindum Atli Dam en hann hefur áður gegnt starfi lögmanns um tíu ára skeið. 40.000 gestir ogsjö tonn af kökum Táningapar frá Brooklyn í New York ætlar að láta gifta sig og frændi þeirra og afi er þegar búinn að bjóða gestum — 40.000 tals- ins. Brúðkaupið verður talið það stærsta í heimi. Frændinn og afinn er yfirrabbíi hassidískra gyðinga. Gestirnir sem hann hefur boöið koma alls staðar að úr heiminum. Brúökaupiö á að fara fram á gríöarstórum leikvangi í Banda- ríkjunum. Um 200.000 manns eru í þessum sértrúarflokki gyðinga. Því lætur nærri að fimmtungur hópsins muni koma í brúðkaup táningaparsins. Hin tilvonandi brúöhjón eru bæöi 18 ára. Gert er ráö fyrir aö brúð- guminn, Menachem Mendel Teitel- baum, muni taka viö af afa sínum þegar hann lætur af störfum. Brúökaupið mun kosta fleiri tugi milljóna króna. Ríkir hassidískir gyðingar munu aö öllum líkindum borga brúsann. Bakari er aö baka tæp sjö tonn af kökum fyrir gillið. Námamenn segja að þetta sé hættu- Jafnvel verkalýðsblaöið Daily Mirror blaöið. Drápara- fluganá leið til Mexíkó Mexíkó, stærsti hunangsútflytj- andi heims, hefur beðið þróunarbanka Ameríku um 75 milljón dollara aðstoð á næstu sex árum til þess aö heria á afríkönsku bíf luguna. Hún hefur stundum verið kölluð „dráparaflugan” vegna þess hve miklu herskárri hún er en ií evrópska. — Hunangsflugur Mexíkana eru af evrópska stofninum. Afríkanska bíflugan hefur breiöst norður eftir Suður-Ameríku til Mið- Ameríku og er búist við henni til Mexíkó á næsta ári. Líklegt þykir að hún geti stórspillt hunangsræktun Mexíkana. — Hún er þegar komin til Guatemala. Utlönd Utlönd Utlönd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.