Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Page 10
10
Útlönd
Útlönd
Útlönd
DV. ÞRIÐJUDAGUR4. DESEMBER1984.
Útlönd
Nýr f ormaður Þjóðarf lokksins á Nýja-S jálandi:
Með hraða Ijóssins
upp valdastigann
— Muldoon sparkað
Fyrir helgina var Robert Muldoon
sparkaö úr leiötogasæti hins íhalds-
sama Þjóöarflokks á Nýja-Sjálandi.
Viö tók 39 ára gamall fyrrverandi
ráöherra sem hefur fariö meö hraöa
ljóssins upp valdastiga flokksins
síöan hann komst inn á þing frá
sterku vígi Verkamannaflokksins
fyrir níu árum.
Muldoon þótti maður hvassyrtur
og kvikur og baráttumaöur mikill.
Eitt sinn þegar Mugabe, forsætis-
ráöherra Zimbabve, álasaöi honum
fyrir aö leyfa för rúgbý liðs Nýja-
Sjálands til Suöur-Afríku sagöi hann
viö blaðamenn: „Eg býst viö að
þegar maöur hefur verið í frumskóg-
unum í nokkur ár skjótandi fólk þá
geti maöur ekki skiliö svona hiuti.”
Það reyndi snemma á hörkuna í
honum eftir að hann varð leiðtogi
flokksins 1974. Einu sinni var honum
ráðlagt aö fara bakdyramegin út úr
húsi vegna f jölda kröfugeröarmanna
sem biöu fyrir utan. Hann haföi þau
ráö að engu, heldur ruddist út aö
framan og elti kröfugerðarmenn
uppi og lamdi einn þeirra niður. Hann
fékk síðar tiltal frá lögreglu fyrir aö
viöhafa óviðeigandi orðbragö.
„Hægri öfgamaður"
Muldoon er afkomandi írskra,
enskra og velskra innflytjenda til
Nýja-Sjálands. Hann lærði endur-
skoöun í hernum og fór til Bretlands
til að fullnuma sig í þeim fræðum.
Þar vann hann til heiöursverðlauna
hjá endurskoðendaskóla í London.
Hann var fyrsti útlendingurinn sem
þau fékk.
Hann komst á þing fyrir Aukland
áriö 1960. Eftir þrjú ár var hann orö-
inn aöstoöarf jármálaráöherra. Ovin-
ir hans kölluðu Muldoon ósvikinn
afturhaldssinnaöan hægri öfga-
mann. En á erlendum vettvangi
barðist hann af miklum móö fyrir
róttækum breytingum á Alþjóðaf jár-
festingasjóönum til aö gera lánakerfi
heimsins hagstæöara fyrir þróunar-
löndin. Heima fyrir stjórnaöi hann
efnahagnum meö því aö hafa ríkis-
puttana í launa,- verö- og
vaxtaákvörðunum.
Muldoon varð forsætisráðherra
Nýja-Sjálands áriö 1975, eftir stór-
sigur flokks síns. Hann var felldur
sem flokksformaöur nú fyrir helgi,
tæpu hálfu ári eftir stórtap flokksins
í þingkosningum sem komu Verka-
mannaflokknum til valda.
Leiðtogaefni
Sá sem felldi hann er ungur maöur
á uppleið. Jim McClay heitir sá og
þykir mikiö leiðtogaefni. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem hann hefur
reynt aö skáka Muldoon. Fyrir fimm
árum reyndi hann aö bola flokksleið-
toganum frá völdum í eins konar
hallarbyltingu. Hún mistókst.
McClay var kosinn varaforsætisráö-
herra og varaflokksformaöur í mars.
Muldoon sagöist alltaf vera reiöubú-
inn aö fyrirgefa mönnum eina
skyssu!
I kosningunum í júlí var þaö
Muldoon sem var kosningamálið, og
hálfgerð einvaldsstjórn hans.
McClay slapp því óskaddaöur frá því
mikla tapi sem flokkurinn varð fyrir.
Fólk hélt að Muldoon myndi víkja
fyrir McClay eftir kosningarnar, en
hann ákvað aö reyna aö halda í stól-
inn. Hann sagöist ekki halda aö hinn
tilvonandi eftirmaöur sinn væri
reiöubúinn til aö vera flokksformað-
ur.
Yngsti ráðherra
McClay er læröur lögfræðingur.
Hann vakti fyrst athygli í Aukland
háskólanum. Þar þótti hann glæöa
íhaldsmenn í skólanum miklu lífi.
Þrítugur fór hann í framboð í
Aukland gegn einum ráöherra
Verkamannaflokksins, Norman
King. Sá haföi haldið þingsætinu í 21
ár. McClay vann kosningarnar.
Þrem árum síöar varö hann yngsti
ráöherra í sögu Nýja-Sjálands þegar
hann var geröur aö dómsmálaráð-
herra. Nú er hann líklegur veröandi
f orsætisrá öherra.
írland:
FitzGerald reynir sáttaleiðina
„Sameinað Irland er engin lausn.
Þaö er ljóst. Sambandsríki ekki
heldur. Það er ljóst. Og ekki sam-
eiginleg stjórn. Það er ljóst. ”
Dæmigeröar yfirlýsingar frá járn-
frúnni Margréti Thatcher. Enginn
hefði gert sér neina sérstaka rellu út
af þeim nema vegna þess aö þær
komu beint í kjölfarið á fundi hennar
meö forsætisráðherra Irlands,
Garret FitzGerald.
Allir héldu aö fundurinn um vanda-
mál Noröur-Irlands hefði gengiö vel
og þar með talinn var FitzGerald.
Enda var hann fljótur aö segja opin-
berlega að hann teldi ummæli henn-
ar mjög móðgandi. Þau voru meira
en það. Þau voru ákveðiðmerki þess
að tveggja daga fundur hans meö
henni heföi veriö til einskis.
Boðberi sátta
FitzGerald hefur veriö boðberi
sátta, samlyndis og raunsæis í leit aö
lausn vandans á Norður-Irlandi.
Fyrir nokkrum árum, þegar undir-
ritaður var í London, vakti hann
FitzGerald og Thatcher voru nógu
hýr á svipinn á fundinum. Síðan
rústaði hún allt með gífuryrðum.
mikla athygli meö ræöu sem hann
hélt í sjónvarpi. I ræöunni boðaði
hann samningaleið og sagöi aö allir
aöilar þyrftu aö leggja sig fram til að
ná sáttum. Bretar þyrftu aö vera
reiðubúnir til aö ræða um aö láta
Norður-Irland af hendi. Mótmælend-
ur á Norður-Irlandi þyrftu að láta af
ofríki gegn kaþólikkum á svæöinu.
Irar sjálfir þyrftu aö breyta
stjórnarskrá sinni þannig aö hún
gæti veriö mótmælendum aögengi-
leg.
Þetta var boðskapurinn sem
FitzGerald færöi Thatcher. Meö orö-
um sínum kastaði hún í raun sjóö-
andi olíu á friðardúfu forsætisráö-
herrans. Mörgum finnst furðulegt að
hún skuli þannig hafa gefiö and-
stæðingum sátta og eftirslakana á
írlandi vopn í hendur.
„Niðurlæging"
Charles Haughey, fyrrverandi for-
sætisráöherra, var líka fljótur aö
nota tækifærið.
„Þú hefur leitt þetta land í mestu
niöurlægingu í sögu þess,” þrusaði
hann viö FitzGerald í þinginu.
En þrátt fyrir tímabundiö áfall
virðist ljóst aö Irar eru flestir
fylgjandi sáttaleiöinni. Samkvæmt
skoöanakönnunum eru 57 prósent Ira
þeirrar skoöunar aö hægt sé aö
leysa vandamál Noröur-Irlands á
annan þátt en að sameina eyjuna
undir einni stjórn. Hryðjuverk eru
mesta hættan sem steðjar aö
suörinu, sögðu 70 prósent.
Margir eru jafnvel ekkert vissir
um aö þeir vilji sameiningu.
Helmingur aöspuröra sagöi aö þaö
myndi veröa fjárhagslegur baggi á
landinu ef norörið sameinaöist
suðrinu.
Og Irland má svo sem varla við
auknum f járhagsáhyggjum. Hvergi í
Evrópu hefur fólk meiri áhyggjur af
atvinnuleysi, glæpum, hryöjuverk-
um og eiturlyfjum. Atvinnuleysi er
16 prósent.
Inni á milli eru þó svæði
auösældar. Þjóöartekjur á Irlandi
eru ekki nema helmingur tekna
Islendinga, en á Ennis-svæðinu eru
tekjurnar næstum jafnháar og hér.
Þar er að finna þau fyrirtæki í raf-
tækjaiðnaði, tölvuiönaöi og efnaiðn-
aöi sem Irar vona aö séu dæmi um
framtíðarframgang írsks efnahags-
lífs.
Til þess aö svo megi veröa þarf að
leggja í verulegar framkvæmdir.
Fitzgerald ætlar sé aö skapa atvinnu
í ríkisstofnunum eða fyrirtækjum
fyrir 10.000 manns á næstu fjórum
árum. Hann vonar aö ennþá fleiri
störf losni hjá einkafyrirtækjum.
A meöan ástandiö er slíkt í efna-
hagsmálum er talið ólíklegt aö Irar
gerist róttækir í sameiningarmálum.
En FitzGerald verður þó aö sanna aö
sáttaleiðin gefi af sér arð og leiði
raunverulega til sátta.
Umsjón: Þórir Guðmundsson
RÍKULEG ÁVQXTUN
KYNNIÐ YKKUR VEL KJÖR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS |
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS l‘