Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Qupperneq 14
14 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteign v/Kaldárselsveg Hafnarfirði, tal. eign Sigurðar E. Ævars- sonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri föstu- daginn 7. desember 1984 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteign v/Kaldárselsveg Hafnarfirði, tal. eign Sverris Jónssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjáifri föstudaginn 7. desember 1984 kl. 16.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteign v/Herjólfsgötu Hafnarfirði, tal. eign Olafs 0. Oskarssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjáifri föstudaginn 7. desember 1984 kl. 15.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Krosseyrarvegi 4, efri hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Ragn- hildar Harðardóttur og Sigurðar Þorlákssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrimssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 7. desember 1984 kl. 15.15. Bæjarfógetinn i Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Unnarstíg 2, kjallara, Hafnarfirði, þingl. eign Þórstinu Sig- urðardóttur og Júlíusar Hjálmarssonar, fer fiam eftir kröfu inn- heimtu ríkissjóðs á eigninni sjáifri föstudaginn 7. desember 1984 kl. 14.45. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER1984. Menning Menning Menr „Heimildarskáldsaga” úr krata pólitík — með ástarívaf i Stefán Júlíusson: PÓLITÍSKUR FARSI Bókaútgáfan Björk, 1984. Pólitískar minningar, uppgjör og krufning, viröast sækja á Stefán Júlíusson meö vaxandi þunga á síðustu árum. Það er auðvitað ekki nema eðlilegt og góðra gjalda vert. Og hann tekur slík skuldaskil ofur- lítið öörum tökum en flestir aörir íslenskir höfundar, sem eru undir sama álagi þegar degi hallar. Stefán leggur ekki skáldsöguna alfarið á hilluna þó að hann hverfi aö minningastíl, heldur notar hana sem farkost á þessari siglingu og vefur saman einkalíf og pólitík með nánari hætti en höfundum er títt. Þetta er líklega í senn kostur og galli. Samt veröa þetta aðskildar leiöir í verki Stefáns, þó að hann láti þær liggja samhliða með nokkrum gagn vegum. í „skáldsögunni” Pólitískur farsi virðist Stefán hverfa nánar aö hrein- um minningum og þjóöskrárfólki en oftast áður, að minnsta kosti í stjóm- málaþætti sögunnar. Lesanda er gefinn sá leiðarvísir með sögunni, að hún sé „einkum og aðallega saga stjórnmálamanns sem farinn er aö fella af, og hefur komist í meiri eða minni andstöðu viö fyrri samherja”. tJr þessu er þó fremur dregiö meö því að bæta við, að þetta séu raunar aðeins „örstuttar stiklur úr stjórn- málasögu síöustu áratuga” sem ofiö sé í söguna „til aö finna lífshlaupi aðalpersónunnar stund og staö”. Þaö dylst þó ekki lesendum, sem lifaö hafa og fylgst ofurlítiö með póli- tík þessa-síðustu áratugi, aö pólitíski þátturinn er miklu gildari en svo, aö hann veröi kallaður stiklur einar. Hann er aöalþáttur og homsteinar sögunnar, erindi hennar og uppi- staða. Hitt er að mestu ívaf eitt, haft meö til hliöar í því skyni aö draga upp heillega og mannlega h'fsmynd, og vafalitið einnig til þess aö draga fjöður yfir þörf höfundar til skil- greiningar á sínum hlut og annarra í pólitískum samskiptum eftir áliðinn daginn. Allfjörlegar ástarlífslýs- Bókmenntir Andrés Kristjánsson ingar, sem stinga sér niöur hér og hvar í sögunni, oft án takmarks og sýnilegs tilgangs, eru eins og krydd til þess aö kitla bragölauka lesenda. Hins vegar skýra önnur mannleg vináttu- og samskiptatengsl oft póli - tíska framvindu. Raunveruleg aðalpersóna sögunn- ar er þjóðkunnur stjómmálamaöur, sem var þeirrar gerðar að hann hélt áfram að vera þjóðkunnur, þótt hann hyrfi fyrir meinleg atvik af opin- berum stjómmálavettvangi og geröi lítið annaö en halda í gamla þræði eftir þaö, þó með áhrifaríkari hætti en sást á yfirborði. Þessi maður var sambæingur höfundar, og þeir hafa vafalaust átt svipuö samskipti og sálufélag og sagan greinir. Erindi höfundar er ekki síst það, að skýra frá sjónarmiöum þessa manns innan frá, viöhorfum hans og hulinni hlut- deild í þeirri ytri ásýnd sem þjóðin þekkti. Þetta gerir höfundur auð- vitað í krafti náinna, persónulegra kynna, og aö því er mikill fengur fyrir þá sem er hugleikiö dæmið um pólitískt lífshlaup og áhrif þessa manns. En þarna koma fleiri pólitískir fyrirmenn við sögu, — flestir úr Alþýöuflokki — þar á meöal höf- undur sjálfur. Það er ekki teljandi kúnst aö færa þessa menn til réttra nafna, enda ekki reynt aö villa nema smálega um fyrir lesanda, helst með ofurlitlum skekkjum í ættfærslu og innskotum tilbúinna smámuna en ekki veruleika. En tímasetning og frásögn meginviöburða er öll meö réttum heimildum. Foringjar Alþýöuflokksins ganga þama fram hver af öðrum nærri því ljóslifandi, og fer þar fátt milli mála. Þegar á allt er litið er þessi póli- tíska „skáldsaga” bæði forvitnileg og gott framlag til skilnings og skil- greiningar á innlífi Alþýðuflokksins síðustu hálfa öldina og aðdraganda þess sem komiö er í ljós. En auk þess er hún töluvert litrík lífssaga og býsna vel skrifuð. Þótt hún sé sögð í fyrstu persónu, sem rekur minn- ingar sínar og sinna nánustu, er höfundur ekki allur í þeirri persónu, og þar er vafalaust ýmsu í aukið. Og líklega er miklu meira af honum í annarri og töluvert kostameiri persónu bókarinnar. Stefán Júlíusson hefur ætíö verið töluvert heimspekilegur höfundur og drýgir þaö meö árum, mest í þessari sögu. Þar er líka hætt að brima og yfir öllu blær mildrar yfirvegunar og yfirsýnar svo sem vel hæfir ráðsett- um höfundi og kemur notalega við lesanda. Bókin er fallega rituö og „yfir hið liöna bregður blæ/blikandi fjarlægðar”. En hið tvíþætta samspil sögunnar — ástin og pólitíkin — er varla nægi- lega samhljóma til þess að verða ein sinfónía, og kannski er slíkt ofætlun hverjum höfundi. En það breytir ekki því, að Stefán hefur sent frá sér hugtækt verk, spennandi minninga- sögu, þótt vafasamt sé að gefa henni skáldsögunafn. -Andrés Kristjánsson. Stefán Júlíusson. KJARABARÁTTA - VERKFÖLL Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Unaðsdal, gróðurbúsi, Hafnarfirði, þingl. eign Magnúsar Jónassonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og Árna Grétars Finnssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 7. desember 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn íHafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Ottarsstöðum I (1/6 hluti) Hafnarfirði, þingl. eign Sigurðar Markússonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri föstudaginn 7. desember 1984 kl. 13.15. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni v/Straumsvík Hafnarfirði, tal. eign Pólarlax hf., fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri föstudaginn 7. desember 1984 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nú aö undanförnu hafa töluveröar umræður farið fram manna á meðal, í fjölmiðlum og blööum, vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Þá fyrst, kröfugerð þeirra, — hvernig aö verkfallinu var staðiö og um viðbrögð stjórnvalda. Margir undruðust hve harkan varð mikil strax í upphafi verkfalls, — til þess lágu orsakir sem flestum munu kunnar. Allt þetta heyrir nú sögunni til, — sögu sem komandi kynslóðum verður undrunarefni og lítt skiljanlegt. Þá helst því fólki sem telst til láglaunastétta sem á úr vöndu að ráða með að framfleyta sér og sínum, — er tæpast bjargálna og það í þjóöríki sem telst til tekjuhæstu þjóða hins vestræna heims. I nýgerðum kjarasamningum BSRB og ríkisins lentu þessar stéttir enn einu sinni utan garðs. En nú var fáni láglaunafólksins ekki dreginn aö húni heldur skyldi 30% kauphækkun gilda frá þeim lægsta til hins hæsta, upp allan launastigann, þörfin allra jöfn. Hér var leikinn sami óþurftar- leikurinn gagnvart láglaunafólkinu Kjallarinn GARÐAR VÍBORG FULLTRÚI HJÁ VERDLAGSSTOFNUN og leikinn hefur verið um langt ára- bil, — láglaunafólkið spennt fyrir kröfuvagninn. Þessa sögu þekkja allir en þó þykjast allir undrast hvemig fariö er með þetta fólk og skilja lítt hvernig þessu fólki tekst að framfleyta sér og sínum. Ríkisstjórnir breyta litlu Láglaunafólk, hvar sem það stendur í þjóðmálabaráttu, verður aö standa saman í kjarabaráttunni. Kjörin verða ekki sótt með styrk stjórnmálaflokkanna, — þeir standa meö fólkinu í sókn til valdastóla en bregöast þegar völdum er náð, eins og sagan sannar. Sannast mála er að þaö hefur grátlega litlu breytt fyrir launafólk félagslega, tekjulega eða skattalega, hvort hafa verið við völd hægri eöa vinstri ríkisstjórnir. Frá árinu 1980 hafa svo til aö jöfnu setiö vinstri og hægri ríkisstjórnir. Vinstri stjórninni tókst ekki að bæta kjörin hjá verka- og launafólki heldur hið gagnstæða. Meðan hún sat féll niður öll kjarabarátta, forysta launafólksins reyndist of tengd stjórnvöldum. Vinstri stjórnin beitti sömu stjórnunargerðum í efqahags- aðgeröum og hægri stjórnir beita. Hún gekk á gildandi kjarasamninga,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.