Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Síða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR4. DESEMBER1984.
17
Lesendur
Lesendur
Lesendur
„FYRIRBYGGIANDI
SJÁLFSRITSKOÐUN”
Ratsjárstöð í Alaska. Fyrirhugað er að setja upp ratsjárstöðvar hér, á Langanesi
og á Vestf jörðum.
Birna Þórðardóttirskrifar:
Undarleg er hræðsla hljóövarps- og
sjónvarpsmanna við að birta hug-
myndir er benda á hættuna sem fylgir
herstöðvunum hér á landi og veru
landsins í Nató.
Nýjasta dæmið er viðtöl sem birtust
bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi viö
breska afvopnunarsérfræðinginn
Malcolm Spaven. Spaven hefur aö
undanförnu kannað hlutverk ratsjár-
stöðvanna fyrirhuguðu á Vestfjörðum
og Langanesi og í því sambandi aukið
hlutverk Islands í vígbúnaðarneti
Bandaríkjanna. A þetta benti hann í
umræddum viðtölum og eins á hvern
hátt nýja stjórnstööin í Keflavík og
olíubirgðastöðin í Helguvík eru Iiður í
því að gera Island aö hlekk í stjórnlist
Bandaríkjahers sem gengur nú út frá
því aö háð verði „takmarkað
kjarnorkustríð” á N-Atlantshafinu.
Greinilegt var aö fréttastofum hljóð-
varps og sjónvarps þótti ekki óhætt að
birta þessi ummæli án þess að fá strax
andsvar við þeim og var leitað til
öryggismálanefndarformanns, að því
er virtist til að reyna að draga úr áhrif-
unum af orðum Spavens. Að auki var
fenginn verkfræðiprófessor í næsta
fréttatíma sjónvarps til að þvo kuskið
af hvítflibba hersins.
Væru þetta venjuleg vönduð vinnu-
brögð fréttamanna ríkisfjölmiðlanna
— að leita ætíð andstæðra sjónarmiða
— væri gott eitt um það að segja. En
ekki hef ég orðið vör við það. Eg hef
t.d. aldrei heyrt fréttamenn ræða við
formann herstöðvaandstæðinga eða
einhvern annan valinkunnan her-
stöðvaandstæðing til að svara stríðs-
æsingaráróðri Nató-generála eöa
hamslausri hernaöarhyggju utanríkis-
ráöherra. Við megum e.t.v. vænta
þess! Samt grunar mig að hér valdi
það sem kalla má „fyrirbyggjandi
sjálfsritskoðun” og er allútbreidd hér-
lendis. Hún felst í því aö viðhafa engin
ummæli eöa hafa í frammi athafnir
sem orðið gætu til þess að viðkoriiandi
fréttamaður lenti í ónáð á Morgun-
blaðsbæniun.
Varahlutaverslun okk-
ar verður lokuð vegna
vörutalningar 07.12.
og 10.12.
VM f >HÖT
■■■■■ SUÐURLANDSBRAUT 16 SÍMI 3S200
Merkjasöluhappdrætti
Blindravinafélags Islands.
Dregið hefur veriö í happdrætti okkar.
Vinningsnúmer eru þessi:
25486 — 3725 —13625 — 25848 — 21634 —12397 —
11420 — 2802 — 4734 —10715.
Upplýsingar á skrifstofu
Blindravinafélags Islands,
Ingólfsstræti 16, Rvík , sími 12165.
:::::
:::::
iiíii
!■ ■ •••■• •■■•■ ***** j jj jj jj jjj *■■■■ ■•■*• ■•••• ■■■•
ISS SSSSS SSSSS SSSSS SSSSS SSSSS SSSSS SSSSS SSSSS SSS!
I*« ■•■«■ ■•■■■ ■■•■■ ■■■•■ ■■■■■ ■■■•■
• ■ •••••••■I. *•■■■■■■••
>•■ ■■••■ ••■■■ ■•••• ••••• ■■■•• .....
• •■•■•••••' •••■••■■•
!•■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■•■ ■■•■■ ■■■■•
TIL SÖLU
Globetrol
Varla er hægt að hugsa sér
hentugri jólagjöf til drenqja en
módelin Jrá REVELL.
Úwalið er ótrúlegt: Flugvélar,
bílar, skip, bátar, geimjör, lestir
og hús í öllum mögulegum gerð-
um og stærðum.
Módeljrá REVELL er þroskandi
QjöJ.
TOmSTUnDAHUSIÐ HP
taugauegilM-ReijkiBut »21901
Mazda 929 hardtop m/öllu, ekinn 29.000 km, útvarp
+ kassettutæki, sjálfskiptur.
Upplýsingar hjá Bílaborg i sima 81299.
Heimasímar 75811 og 76827.
Á
H
TUBOÐ