Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Side 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1985. ^ Kóngsins Nýjatorg Kristjanía Tívolí Eitur í Höfri/- ~~RtriKW Rjómais, 40 krónur. Presturínn í Kaupmannahöfn: Þakkar kuldun- um litla vitleysu „Það hefur veriö óvenjulega lítið um að ég hafi þurft aö vera að skipta mér af Islendingum vegna fíkniefna- vandræða að undanfömu,” sagði séra Ágúst Sigurðsson, prestur í Kaupmannahöfn, í samtali við DV. Að sögn Kaupmannahafnar- prestsins er alltaf eitthvaö um þaö að hann sé beðinn um að grennslast fyrir um Islendinga sem aðstand- endur heima á Islandi hafa áhyggjur af. „Þetta eru yfirleitt krakkar sem búa i Kristjaníu og hafa lent í ein- hverri vitleysu. Svo hitti ég slangur af vandræðamönnum þegar ég er beöinn um að túlka við réttarhöld yfir löndum okkar,” sagði séra Agúst. -EIR. Kristjanía fullaf íslendingum, HERÓÍNISTARNIR ERU GUFAÐIR UPP Islensku heróínistamir í Kaup- mannahöfn em gufaðir upp. Danska lögreglan hefur ekki hugmynd um hvað hefur orðiö af þeim. „Fyrir hálfu öðru ári þurftum við alloft aö hafa afskipti af 5 Islendingum hér á Vesturbrú sem sannanlega versluðu með og neyttu heróíns,” sagði Leif Aastrand hjá dönsku fíkniefnalögreglunni í samtali við DV. „Þetta fólk er horfið af götunum og viö höfum ekki hugmynd um hvert það fór. Ætli þaö sé ekki í Amsterdam.” Fjórir karlmenn og ein kona Hópur sá er hér um ræðir saman- stóð af fjórum karlmönnum og einni stúlku. Þá hefur DV vitneskju um enn eina íslenska stúlku sem er í viðjum heróínhelvítisins en hún mun vera búsett í Lundúnum þar sem hún bíður þess að sambýlismaður hennar; losni úr fangelsi. Sá er erlendur ríkisborgari og hlaut dóm vegna fíkniefnaviðskipta. Að sögn Leif Aastrand verður fíkniefnavandamálið í Kaupmanna- höfn æ umfangsmeira með hverlu árinu sem liður. Aldur þeirra er; neyta kannabisefna lækkar og heróínsjúklingum fjölgar. Dauði er daglegt brauð I þessari skugga- veröld. Hass, pulsur og hvítt duft Kaupmannahöfn er full af eiturlyfjum og aðgangur aö þeim auöveldur. Að kaupa hass er ekki meira átak en aö kaupa pulsu og í melluhverfinu í Istedgötu standa heróínsjúklingamir og bjóða gestum og gangandi hvítt duft fyrir ógnar- verð. Þeir skipta hundruðum og það er dapurlegt að horfast í augu viö þá. Augasteinamir eins og títuprjóna- hausar, húðin þvöl og bólótt og ekki leggja þeir mikið upp úr klæðaburöL I þessum félagsskap hafa fjölmargir! Islendingar verið þó enginn sé þar 1 þessa dagana — vonandi. Hasssala er lika vinna I nokkurra kílómetra fjarlægö, í Krístjaniu, búa aftur á móti 10 Is- lendingar. Ungt fólk og flestir hafa ofán af sér og vinna við hasssölu. „Það er lika vinna,” eins og einn Is- frá Kaupmannahöfn lendingurinn sagði í samtali við DV. Þeir búa mismunandi vel. Þeir sem hafa verið þarna hvað lengst hafa komið sér bærilega fyrir en vistar- verur annarra likjast einna helst sorphaug. Það er hægt að hafa bærilegar tekjur af hasssölu innan girðingar í Kristjaníu. Grammið kostar um 150 íslenskar krónur og Islendingarnir sem stunda smásöluna geta grætt 60 krónur á hverju grammi sem þeir koma út. Þá getur einnig verið ábatasamt að fara í söluferðir yfir Eyrarsund til Svíþjóðar. Hættulegt í Kristjaníu „Það er hættulegt fyrir okkur aö fara inn í Kristjaniu,” sagði Leif Aastrand hjá fíkniefnalögreglunnL „Þegar við heimsækjum staðinn gætum við þess vel aö vera fjöl- mennir og það má kallast gott ef við sleppum út aftur án þess að hafa fengið skrámu. I heróínhverfinu í og umhverfis Istedgötu er aftur á móti rólegra. Við höfum gætur á heróín- istunum og þekkjum þá alla,” sagði Leif Aastrand. I þeirri deild fíkniefnalögreglunn- ar sem hefur með eftirlit að gera eru 55 menn og eru þeir allir vopnaðir. A siöasta ári lögðu þeir hald á 122 kíló af hassi, 5 kíló af heróíni og 12 milljónir í peningum. Þetta er lítil- ræði miðað við allt þaö magn sem er í umferð í Kaupma nnahöf n. Heróín í endaþarmi Algengast er að heróínið komið til Kaupmannahafnar frá Amsterdam Leif Aastrand hjá ffkniefnalögreglunni I Kaupmannahöfn: — Gleðikonur nö I heróln. Þœr þurfa ekki að liggja undir karimðnnum é meðan. DV-mynd -EIR. þar sem verðið er snöggtum lægra. Heróinsjúklingarnir fara gjarnan sjálfir í innkaupaferð, fela efnið i endaþarmi og blanda það þrefalt er heim er komið. Að sögn Leif Aastrand færist það mjög i aukana aö gleðikonur í Kaupmannahöfn fari í slíkar innkaupaferöir.......þær þurfa þá ekki að liggja undir karl- mönnum til að fjármagna heróín- neyslu sína,” sagði Leif. „Amatör” drepur átta Er DV heimsótti aðalstöðvar dönsku fíkniefnalögreglunnar í síð- ustu viku var þar allt í hers höndum. Menn hlupu um ganga, ruku á milli síma og flokkar ' manna voru sendir niður í Istedgötu. Upp hafði komist að allt of sterkt heróín var í umferð og höfðu þegar 8 manns látist. „Þetta er einhver andskotans „amatör” sem hefur sett þetta í um- ferð. Það fer enginn heilvita maður aö selja óblandaö heróín. Þó ekki væri nema peninganna vegna,” sagði Leif Aastrand. -EIR. ÓDÝR EITURLYF Hér fer é eftir verð á eiturlyfjum i Kaupmannahöfn. Innan sviga er verð é íslandi: Hass 150 krónur (700), heróin 9.000 krónur (7), kókain 3.000 krónur (8.000), amfetamin 1.800 krónur (4.000). Þé má geta þess að amfetamín er helmingi ódýrara í Svíþjóð en Kaupmannahöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.