Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Side 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRIL1985.
Kjaradómur:
Þarf að rannsaka
launakjörin meira
„Eigi að færa laun ríkisstarfsmanna
fyrir dagvinnu til samræmis við
launakjör á almennum markaði þarf
frekari rannsókna við jafnframt þvi
sem hækkun dagvinnulauna hjá ríkis-
starfsmönnum, umfram hækkun hjá
öðrum, kallar á endurskoðun vinnutil-
högunar og greiðslna fyrir fasta yfir-
vinnu hjá þeim ríkisstarfsmönnum,
sem hennar hafa notið,” segir m.a. í
dómi Kjaradóms sem birtur var í gær.
Þar kemur fram að dómurinn telur að
rannsaka þurfi betur þann mismun
sem sagður er vera milli ríkisstarfs-
manna og annarra á frjálsum
markaði.
„Málflutningur hér fyrir dómi hefur
leitt í ljós að ekki er einfalt mál að
kveða upp úr um það, hver séu sam-
bærileg kjör. Svipuðu máli gegnir um
samanburð á því, hver séu hliðáæð
störf. Þá er heldur ekki gefið, að lög-
mál einkarekstrar og opinbers rekstr-
ar séu þau sömu,” segir einnig í dómi
Kjaradóms. 1 álitá meirihluta dómsin,
kemur fram að allt bendi til þess að
ríkisstarfsmenn hafi dregist aftur úr
öörum hvað laun snertir. Hins vegar
Launahækkunin:
Kennarar
hækkuðu um
17 prósent
Samkvæmt bráðabirgöaútreikn-
ingum launamáladeildar ríkisins er
meðaltalshækkun ríkisstarfsmanna
um 14 til 15 prósent.
Niðurstöður Kjaradóms voru ekki
birtar fyrr en eftir hádegi í gær. I
dómnum kemur ekki glöggt fram
hversu miklar prósentuhækkanir
hafa orðið. Til að reikna út þá stærð
verður aö taka tillit til margra þátta.
I gær var unnið að þessum útreikn-
ingum en ekki var endanlega búið að
ganga frá þeim.
Samkvæmt fyrirliggjandi útreikn-
ingum hækka kennarar í HlK, bæði í
grunnskólum og framhaldsskólum,
að meðaltali um 17—18 prósent.
Fjöldi kennara er um 46 prósent af
ölium aöildarfélögum innan BHMR.
Ef þessi hópur er tekinn út úr kemur
i ljós að meöaltalshækkun annarra
félaga innan BHMR er um 12
prósent.
Hjúkrunarfræðingar og dýra-
læknar hækkuðu um 20 prósent. Lög-
fræðingar, arkitektar, matvæla-
fræðingar og náttúrufræðingar
hækkuðu um 10 prósent.
Ef kennarar eru ekki taldir með er
hækkun umfram BSRB á bilinu 2—4
prósent. Reiknað er meö að 8 prósent
hækkun svari til þess sem BSRB
hefur fengið núna. Kennarar eru
með hærri umframhækkun en BSRB
en samt svipaða og kennarar innan
BSRBfenguásínumtíma. APH
treystir dómurinn sér ekki til aö dæma
út frá þeim gögnum sem liggja fyrir
vegna þess að þau séu túlkuð á marga
vegu.
I dómnum kemur þó fram að í fram-
haldi af þessum rannsóknum og fleiri
atriöum eigi sóknaraðilinn (BHMR)
rétt á nokkurri leiðréttingu launa um-
f ram það sem vamaraöili hefur boðið.
Fulltrúi ríkisins í dómnum skilar
sérálitl 1 því kemur fram að hann
leggst gegn þessari hækkun. Hann
Kjaradómur afl störfum. Frá vinstri á myndinni eru Pátur Ingólfsson, Jón
Rnnsson, Benedikt Blöndal, formaður dómsins, Marianna Jónsdóttir
ritari, Ólafur Nilsson og Jón G. Tómasson.
varar við því aö verulegar launa-
hækkanir umfram aðra launþega geti
haft alvarleg áhrif á þjóðarbúiö og
komið af staö veröbólgu. Þá skilar
einnig fulltrúi BHMR í dómnum sérat-
kvæöi og leiðir að því rök að kauphækk-
anirnar heföu átt að vera mun meiri.
I Kjaradómi áttu sæti Benedikt
Blöndal, sem var formaður dómsins,
Jón Finnsson, Olafur Nilsson, Jón G.
Tómasson og Pétur Ingólfsson.
APH
Þolinmæðin á þrotum
— segir Stefán Ólafsson, formaður launamálaráðs BHMR
.JCjaradómur hefur ekki þorað að
kveða upp dóm um jöfn dagvinnulaun
og hefur því frestaö stóru
leiðréttingunni. Viðbrögð okkar eru
mikil vonbrigöi. Viö erum búin að
leggja fram þreföld gögn um muninn á
dagvinnulaunum ríkisstarfsmanna og
annarra. Okkur þykir nóg vera rann-
sakað og þetta dæmi liggi ljóst fyrir.
Félagsmönnum finnst þeir vera
búnir aö bíða nógu lengi. Sannast að
segja held ég að þolinmæði manna sé
á þrotum og að með þessum dómi
stefni í upplausnarástand í ríkis-
kerfinu,” segir Stefán Olafsson, for-
maður launamálaráös BHMR, um
niðurstöður Kjaradóms.
„Við fáum ekki einu sinni það launa-
skrið sem varð hjá ASI í fyrra. Þaö er
meðal annars vegna þess að
Ásmundur Stefánsson og Vilhjálmur
Egilsson sáu ástæðu til þess að birta
greinargerð sem hafði þaö markmið
eitt að vinna skemmdarverk á okkar
málflutningi,” segir Stefán.
Stefán segir að með þessum dómi sé
öllu slegið á frest og háskólamenn sitji
nú uppi með þaö aö vera úr öllum
tengslum við alla sambærilega hópa og
að það verði ekki þolað.
Hann bendir á að með þessum dómi
fái háskólamenn ekki þær hækkanir
sem er verið að semja um núna við
viðmiðunarhópa þeirra, eins og hjá
Flugleiðum þar sem samið var um
kauphækkanir yfir 35 prósent.
„Eg sé ekki fram á annað en að í
framhaldi af þessu verði víötækar
uppsagnir hjá kennurum og fólki í
öðrum aðildarfélögum,” segir Stefán
Ölafsson.
APH
2 til 4 prósent
umfram aðra hópa
— segir Indriði H. Þorláksson, formaður
samninganefndar ríkisins
„Þessar hækkanir eru verulega
meiri en við höfðum vonaö og talið að
forsendur hefðu verið fyrir,” sagði
Indriöi H. Þorláksson, formaður
samninganefndar ríkisins, um niður-
stööurKjaradóms.
Indriði sagði að aðalatriðið væri að
aðildarfélögin innan BHMR hefðu
ekki fengið sambærilegar hækkanir
og aðrir fengu í haust, eins og t.d.
BSRB.
„Þetta eru að hluta til hækkanir
sem BHM hafði ekki fengið. Eg
reikna með því að þær hakkanir séu
um 8—10 prósent sem BSRB og áðrir
launþegar höfðu fengiö áður,” segir
Indriði. Hann bendir því á að ekki sé
svo mikill munur á þessum
hækkunum miöaö við aðra eins og
ætla mætti í upphafi.
Umframhækkunin er um 2—4
prósent hjá flestum aðildarfélögum
miðað við BSRB en hækkun kennara
meiri. Hins vegar mun hún vera
svipuð því sem kennarar innan
BSRB hafa fengið í gegnum sér-
kjarasamninga og almenna
samninga. APH
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Hlustað á útvarpsfréttir
Ríkisútvarpið efndi til skoðana-
könnunar á dögunum. Niðurstööur
hennar liggja nú fyrir eins og kirfi-
lega hefur vcriö tíundað i Ríkisút-
varpinu. I ljós kemur að rúmlega
tveir af bverjum þrem Islendingum
opna fyrir útvarpið á degl hverjum.
Flestir hlusta á fréttir. Þetta finnst
forráðamönnum og fréttastofu Ríkis-
útvarpsins meiriháttar tíðindi.
Fréttastofan hefur haft það sem
aðalfrétt hjá sér í marga daga að
upplýsa okkur, sem hlustum á frétt-
ir, að við hlustum á fréttir. Ennfrem-
ur er okkur sagt frá því af starfs-
mönnum Ríkisútvarpsins að fólki
hafi í þessari skoðanakönnun þótt
starfsmenn Rikisútvarpsins hæfir
starfsmenn. Þeir hafa einnig glaðst
yfir þessum óvæntu fréttum og hafa
sagt okkur f rá því i f réttum.
Nú er því þannig háttað hér á landi
að aðeins eln útvarpsstöð er leyfð.
Ríklsútvarpið hefur einkarétt og ein-
okun á öldum ljósvakans. Ef menn
vilja fylgjast með fréttum öðru vísi
en í gegnum blöð, sem bara koma út
einu sinni á dag, neyðast menn tii að
kveikja á útvarpinu til að fá fregnir
af þvi sem er að gerast hér heima og
eriendis. Það kemur þvi engum á
óvart nema þeim sem hjá Ríkisút-
varpinu starfa að landsmenn hlusti
stöku sinnum á útvarpsfréttir. Hlust-
endur hafa ekki í önnur hús að
venda.
Satt að segja kemur manni það
spánskt fyrir sjónir að i skoðana-
könnun sem þessari skuli ekkl koma
í ljós að hver einasti tslendingur,
sem kominn er til vits og ára, kveiki
á útvarpsfréttum á degi hverjum.
Mættu forráöamenn Ríkisútvarpsins
hafa áhyggjur af því að einn af
hverjum þrem tslendingum nennir
ekki að kveikja á fréttunum i stað
þess að taka andköf af sjálfsánægju
yfir þ vi að á þær sé hlustað.
Ef hér ríkti einokun á blaðamark-
aðnum væri litill vandi fyrir einokun-
arblaðiö að efna tii skoðanakönnunar
og finna út að blaölö væri leslð.
Eða ef hér fengist bara ein kaffi-
tegund sem skoðanakönnun upplýsti
að væri drukkin.
t Sovétríkjunum er aðeins einn
flokkur starfandi, einn frambjóðandi
i hverju kjördæmi og ein útvarps-
stöð. Ef þeir i Sovét efndu tii skoð-
anakönnunar þar sem spurt væri
hvort fólkið kysi flokkinn eða fram-
bjóðandann, eða hlustaðl á útvarp,
þá þarf ekki að efast um að niður-
staðan yrðl flokknum, frambjóðand-
anum og útvarpsstöðinni jákvæð.
Blessað fólkið hefur ekki um annað
að velja enda er ekkl spurt um ágæti
eða vinsældir, hvorkl hjá Sovétinu
eða Ríkisútvarpinu. Fólk hlustar á
útvarpsfréttir tll að hlusta á fréttir
en ekki Rikisútvarpið. Það vill bara
svo til að Ríkisútvarpið situr eitt um
hituna og þvi f er sem f er.
Þessi skoðanakönnun er sjálfsagt
framkvæmd og kynnt til að undir-
strika ágæti einokunarlnnar. Fer vel
á því að s jálfstæðismaðurinn Markús
öm taki á móti fagnaðarlátunum i
stofnunlnni þegar það spyrst meðal
starfsmannanna að almenningur
hlusti á fréttatima til að hlusta á
fréttir. Og að þelr séu taldir hæfir.
Markús öm og fleiri sjálfstæðis-
menn hafa nefnilega talaö um það
um árabil að einokun Ríkisútvarps-
ins væri af hinu illa meðan annarra
flokka menn stjórauðu einokuninni,
en nú er hún greinilega af hinu góða
þegar frelsispostulinn er tekinn við
stjóminni. Og til hvers á líka að vera
að heimta frelsi i útvarpsmálum
þegar skoðanakannanir benda til
þess að almennlngur hlusti á Ríkisút-
varpið? Elnokunin er i finu lagl elns
og skoðanakönnunin hefur sannað.
Dagfari