Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Page 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRIL1985. 5 Flugslysið á Grænlandi: „Hírðust í flakinu í 30 stiga frosti” — sagði John Henson, lögreglumaður í Syðri Straumsf irði, en vélin brotlenti í3000 metra hæð og fannst eftir 9 klukkutíma leit „Kraftaverk er eina orðiö um þetta. Það skilur enginn hvemig þeir lifðu slysið af. Vélin splundraðist er hún skall á ísnum og síðan hírðust mennirnir í næstum 9 klukkustundir í flaki vélarinnar í 25 til 30 stiga frosti.” Það er John Henson, lögreglumaður í Syðri Straumfirði á Grænlandi, sem þannig mælir. DV hafði samband við hann í gærmorgun vegna brot- lendingar Fokker-flugvélarinnar frá Nicaragua á laugardagskvöld á vesturströnd Grænlands. Eins og fram kom í gær í DV voru fimm menn um borð í vélinni. Tveir þeirra fórust, Jórdani og Filipps- eyingur. Þrír lifðu af, Indverji, Bandaríkjamaður og Jórdani. Það var Indverjinn sem flaug vélinni, Bandaríkjamaðurinn var sigl- ingafræðingur. Það er hægt að taka undir orð John Henson lögreglumanns um að kraftaverk sé eina orðið. Flugvélin skall á isnum eftir um klukkustundarflug frá Syðri Straumsfirði þar sem hún hafði lent til að taka eldneyti. „Hún splundraðist gjörsamlega í nauðlendingunni,” sagði John. Og bættivið: „Húnbrotlentiíum3þúsund metra hæð. Mikill kuldi var þarna, um 25til30stigafrost.” Hann sagði síðan að mennimir hefðu hírst í flaki vélarinnar það sem eftir lifði laugardagskvöldsins og fram á morgun er þeir f undust. „Þeir fundust eftir mikla leit um klukkan 5 á súnnudagsmorgun.” I leitinni tóku þátt bandarískar herþyrlur og danska lögreglan. „Nei, það kviknaöi ekki í vélinni við brotlendinguna,” sagði John er við spurðum hann um hvort eldur hefði komið upp í vélinni er hún skall á ísnum. Líöan Indverjans og Bandaríkja- mannsins mun vera allgóð. Jórdananum líöur hins vegar verr. Hann er mikið slasaður. „Það er fyrirhugað að flytja hann á sjúkrahús í Danmörku, hann er það alvarlega meiddur. Og ég reikna meö að Indverjinn og Bandaríkjamaðurinn veröi nokkra daga enn á sjúkra- húsinu.” Fokker-vélin var af gerðinni 27, lxkt og Fokker-vélar Flugleiða. Hún var á leið frá Austurlöndum nær til Nicaragua. Hingað kom hún á laugardagskvold frá Skotlandi. Var á aðra klukkustund á Reykjavíkurflugflugvelli og hóf sig á loft skömmu eftir klukkan sautján. Mennimir höfðu átt í einhverjum vandræðum vegna aukaeldsneytis- tanka um borð. Klukkustundu eftir að vélin flaug frá Reykjavík sendi flug- maðurinn skeyti um að allt væri í íþróttamaður Akureyrar: VAR KUKUSKAP- UR VIÐ KJÖRIÐ? stakasta lagi, þeir væru ekki í Fokker-flugvél sömu gerðar og sú sem fórst. Sem kunnugt er nota Flug- vandræðum. -JGH leiflir þessa gerö flugvéla á innanlandsleiðum. ÓTRÚLEGT VERÐ Þetta fallega bíltæki, meö LW— MW—FM stereo og kassettu, á aðeins KR. 4.700, Passar í flestar geröir bifreiöa. 10 aðrar geröir af bíltækjum, kraft- magnarar og mikiö úrval af há- tölurum. ísetning á staönum. Armúla 38 (Selmúlamegin) 105 Reykjavík Símar: 31133 - 83177 - Pósthólf 8933 Frá Jóni Baldvini Halldórssyni — fréttamanni DV ó Akureyri: — Kóri Elíson kraftlyftingakappi skilaði verðlaunum sem hann fékk fyrir að verða í öðru sæti í kjöri íþróttamanns órsins á Akureyri 1984 sem fram fór fyrir stuttu. Þótti honum afrek sín lítils metin. Halldór Askelsson, knatt- spyrnumaður úr Þór, lenti í fyrsta sæti í kjörinu sem hefur valdið vanga- veltum og blaðaskrifum á Akureyri. I mánudagsblaði Dags er grein eftir Gylfa Kristjánsson, íþróttafrétta- manns blaðsins, þar sem hann hreinsar sig af grun um að hafa ástundaö klíkuskap við kjörið. Hann var í nefndinni, sem sá um kjörið, ásamt íþróttafréttamönnum Mbl. og Þjóðviljans og tveimur fulltrúum IBA. Gylfi segist hafa sannfrétt aö Knútur Ottesen, formaður IBA, hafi lýst yfir því að það hafi verið saman- tekin ráð hjá nefndarmönnum að kjósa Halldór. — „Undir því plotti vil ég ekki sitja,” sagði Gylfi í grein sinni. Knútur sagðist, í samtali við DV, aldrei hafa sagt þetta. Aöeins að sér heföi verið sagt að þrír nefndarmenn, sem aUir eru Þórsarar, hefðu gefið HaUdóri fullt hús. Hvort í því fælist kUkuskapur gæti hann ekki sagt um. Aðspurður sagði Knútur að úrsUtin hefðu komið sér á óvart. I gagnrýni um kjörið hefur ekki verið dregið úr ágæti HaUdórs. Þeir sem vildu Kára frekar hafa hins vegar bent á góöan órangur hans hér á landi og erlendis á kraftlyftingamótum. Kári hafi auk þess orðið sigurvegari í öðrum íþróttum en lyftingum. -JBH/-SOS VOLKSWAGEN GOLF ÞÝSKUR KOSTAGRIPUR BILL SEM HÆFIR ÖLL Hann heíui sannad kosti sína vid islenskai adstœdui sem; / kjörínn íjölskyldubíll / duglegui atvinnubíll / vinsœll bílaleigubíll / skemmtilegui sporíbíll Verð frá kr. 394.000.- 6 ára rydvarnarábyrgd 50 ára reynsla í bílainnflutningi og þjónustu [h|HEKLAHF Laugavegi 170 -172 Sími 21240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.