Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Síða 6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
STALHF
Noröménn veiða
áframhval
Norðmenn munu halda áfram að
veiða hval hvort sem Japanir láta
undan bandarískum þrýstingi og
hætta sínum hvalveiðum eða ekki,
sagði norski sjávarútvegsráðherr-
annThorListau.
Ráðherrann segir að afstaða
Norðmanna sé klár: á meðan lif-
fræðilega séð sé ekki hættulegt að
veiða hval — hvalastofninn sé ekki
í hættu — þá muni Norðmenn halda
áfram veiöunum.
Norðmenn vonast til að þessi
sjónarmið mæti skilningi innan
Alþjóða hvalveiðiráðsins, segir
ráðherrann. Ef Japanir hætta veiö-
unum verða það einungis Norö-
menn, Sovétmenn og Perúmenn
sem veiða hval.
Drepa leiðtogana
Stjómarherinn í Afganistan
hefur drepið mikilvægan leiðtoga
skæruliða í fjallahéraði nálægt
Kabúl, aö sögn stjórnmálaflokks
hans sem hefur aðsetur í Pakistan.
Maulvi Shafiullah dó fyrir viku
þegar aðsetur hans varð fyrir
mikilli eldfiaugaárás. Hann er
annar skæruliðaleiðtoginn sem
fellur fyrir nýjum aðferöum sem
Sovétmenn virðast hafe ákveðið að
beita: að leggja alla áherslu á aö
drepa leiðtoga skæruliðanna.
NATO-karpum
vopnakaup
Deilur eru innan Atlantshafs-
bandalagsins um vopnakaup hinna
ýmsu ríkja bandalagsins. Flestir
viðurkenna aö kaupin séu gerð á
sérlega óhagkvæman hátt. Til
dæmis nota NATO-lönd fjóra mis-
munandi skriðdreka og 12
mismunandi gagnskriðdrekavopn.
Bandaríkjamenn vilja leysa
máliö með því að krefjast þess að
NATO samþykki vopnakaup hinna
ýmsu ríkja. Þetta vilja stóru
Evrópuþjóðirnar — Bretland,
Frakkland, og Þýskaland — alis
ekki og segja það vera rétt hverrar
þjóðar að ákveða sjálf hvaða vopn
hún vill kaupa.
Þessar þjóðir vilja frekar að
samvinna sé um einstaka vopn
milli NATO-ríkjanna. Það finnst
Bandaríkjamönnum ekki nóg.
Umsjón:
Þórir Guðmundsson
og
Guðmundur Pétursson
að berjast áf ram
Swareddahab, hershöföingi í Súdan,
tilnefndi i gær 15 manna rikisstjóm
sem mun takast á við óteljandi vanda-
mál landsins. Forsætisráðherra í hinni
nýju stjóm er læknirinn Al-Gazouli
Dafaa-Allah. Varaforsætisráðherra er
yfirmaður stjórnmálasamtaka frá
Suöur-Súdan.
Helstu verkefni stjómarinnar verða
aö binda enda á uppreisn skæruliða i
suðurtiiuta Súdan, þar sem búa
kristnir menn og heiðnir sem ekki
sætta sig við múslímska trúarlöggjöf.
Líbýumenn styðja þessa skæruliða
sem enn haida áfram aö berjast undir
forystu John Garang. I fyrsta viðtali
sínu skoraði Dafaa-Allah forsætis-
ráðherra á Garang að koma að
samningaborðinu. En útvarpsstöð
sveita Garangs sagöi aö skæmliðarnir
myndu halda stríðinu áfram.
Sem tilslökun hefur Swareddahab
hershöfðingi sagst ætla að hætta við
áætlanir um aö skipta suðurhlutanum í
þrjár sýslur. Sunnanmenn voru mjög á
móti þeirri skiptingu. En
Swareddahab, sem likiega hefur enn
svo til öll völd, hefur ekki lofað að
afnema sharía-lögin, hin múslímsku
trúarlög sem giida sem .refsilög
iandsins, heldur aöeins að endurskoða
þau.
Var Neves skotinn?
Það segir Shirley Williams en sérfræðingar segja það f ráleitt
Margir Brasilíumenn telja að
Tancredo Neves, hinn kjömi forseti
landsins sem lést á sunnudag, hafi
verið skotinn stuttu áður en hann átti
að taka viö forsetaembættinu i síöasta
mánuði. Þetta segir breski stjórnmála-
maðurinn Shirley Williams, sem segir
einnig að vinur sinn, erlendur maður
með mikla reynslu sem sendimaöur í
Brasilíu, hafi skrifað sér og sagt að
sjónvarpsfréttamaður hafi séð skot-
árásina sem hafi verið tekin upp á
kvikmyndafilmu.
„Ekið var með Neves í hvelli upp á
sjúkrahús daginn áður en hann átti að
sverja embættiseiðinn en hann hafði
litið mjög vel út þrátt fyrir mjög
erfiða kosningabaráttu,” sagöi
Shirley Williams.
Williams sagði að fréttamaöurinn,
sem sá atburðinn, svört kona, sé nú
mjög veik á sjúkrahúsi og hópur
öry ggis varöa haf i brennt filmuna.
öðrum vottum hafi verið sagt að halda
sérsaman.
Williams lagði til að rannsókn yrði ■
gerö til aö hreinsa „hið góða nafn
Brasilíu”.
Bandarískur sérfræðingur, sem
kallað var á til aðstoðar við lækningu
Nevesar, sagði að yfirlýsingar
Shirley Williams væru „algjör vit-
leysa, stórskrítnar.”
Warren Myron Zapol, frá hinum
virta spítala í Boston, Massachussetts
General Hospital, sagði að Neves hefði
dáið úr ígerð. Læknamir sem önnuðust
hann hefðu gert allt sem í þeirra valdi
hefði staðiö.
Bandaríski læknirinn sagði að ekki
hefði verið hægt að bjarga Neves
jafnvel þó hann hefði verið sendur til
Bandaríkjanna.
Skæruliðar hóta
Fyrirliggjandi í birgðastöð
EIR-
PÍPUR
Israelar bruna burt—
Ubanir beriast áfram
Endalausar raðir ísraelskra
flutningabíla streymdu út úr Tyre-
héraöinu í Suður-Líbanon í gær að sögn
fólks sem býr á svæðinu.
„Það er verið að flytja gífurlegt
magn af útbúnaði burt,” sagði einn
íbúinn í síma. „Það lítur út fyrir að
þeir muni fara frá Tyre mjög fljót-
lega.”
Heimildir innan öryggislögreglu
segja að sprengja við einn veginn hafi
skemmt nokkur farartæki í flutninga-
lest Israela. Ekki var getið um
mannfall.
Heimildarmennimir segja aö á
laugardag hafi mikil sprengja sprungið
nálægt Qasmiyeh brúnni, þar sem
farið er yfir Litani ána til svæða sem
Israelsmenn halda.
Sjónvarpið í Beirút sagði að sjálfs-
morðsbílstjóri á bíl með heilt tonn af
sprengiefni hefði ráðist á stöð Israels-
manna við brúna. Sjónvarpsstöðin
sagði að 120 ísraelskir hermenn hefðu
faristíárásinni.
Israelsmenn hafa ekki viljað
staðfesta árásina.
Utvarpsstöð kristinna manna í
Líbanon sagði aö landsvæöi sem
kristnir menn héldu væru undir
stöðugum sprengjuárásum frá
svæðum múslima, i Sídon og frá
búöum Palestínumanna skammt frá
Utvarpið sagði aö kristnir menn hefðu
hætt aliri skothríð nákvæmlega á þeim
tíma sem leiðtogi þeirra, Samir
Geagea, hefði ákveðiö sem upphaf
vopnahlés.
Sveitir múslima virðast ekki hafa
samþykkt vopnarhléð og hafa ekki
minnstáþað.
Síðan bardagar blossuðu upp á ný í
Líbanon hafa 111 manns látið lífið og
500 særst. Um 60.000 múslimar og
Palestínumenn hafa orðið að yfirgefa
heimili sín.
einangraðar með plasthúð. Þær eru sérlega með-
færilegar og henta vel til notkunar við margs konar
aðstæður, t.d. á sjúkrahúsum. Pípurnar fást í rúll-
um. 10-22 mm sverar. Auk þess höfum við óein-
angraðar, afglóðaðar eirpípur, 8-10 mm í rúllum
og óeinangraðar eirpípur 10-54 mm í stöngum.
- Aukin hagkvæmni
- minni kostnaður
- auðveld vinnsla.
Borgartúni 31 sími 27222
Múslimskur skœruliði fluttur í sjúkraborum eftir að hann særðist í borgarastyrjöldinni i Líbanon sam
hefur magnast mjög undanfama daga.
Karami, sem enn heldur forsætis-
ráðherraembættinu þrátt fyrir afsögn
sína fyrir skömmu, hefur ekki mætt á
ráðherrafundi í heiia viku vegna
sundurþykkju innan stjórnarinnar.