Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Qupperneq 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1985.
Lesendur Lesendur
15
YfirUt*mynd af Laugardalnum og mottunnl.
„Gervigrasvöllurinn” íLaugardal:
Köllum hann
mottuna
Gunnar V. Andrésson skrifar:
„Fram vann Víking á gervigras-
vellinum í Laugardal í gærkvöldi.”
Mikið finnst mér þetta leiðiniegt nafn
sem fest hefur við hið ónáttúrlega
grasteppi í Laugardalnum. Það þyrfti
að kalla völlinn einhverju stuttu,
hnyttnu nafni.
Min tillaga er að orðið mottan
verði fyrir valinu. „Gervigrasið” er
líka ekkert annað en stór, græn motta.
Þetta kæmi líka af staö skemmtilegum
orðaleikjum. Þannig hefði tilvitnunin
hér að ofan getað hljóðað: ,,lR-ingar
héldu sig á mottunni í gærkvöldi þegar
Framarar rúlluðu þeim upp”. Menn
brygðu sér ekki lengur á völlinn,
heldur væri viðkvæðið að líta á
mottuna.
Auglýsing Samhjálpar:
Kennslubókardæmi
í ofbeldi
Þarftu að selja bíl?
SMÁ-AUGLÝSING í DV
GETUR LEYST VANDANN.
SMÁAUGLÝSINGADEILD -
ÞVERHOLT111 - SÍMI27022.
Bílar til sölu
Höfum opnaö nýja röra- og fittingsdeild.
Armitage hreinlætistæki. Reyniö viöskiptin.
Byggingavöruverslun Reykjavíkur
-A-* JXJm. SÍÐUMÚLA 37 REYKJAVÍK SÍMAR: 83290 - 83360
VERKFÆRI í MIKLU ÚRVALI
ÍGMS3ÍHID
Jóhannes Þórðarson hringdi:
Mig langar að vekja athygli á sjón-
varpsauglýsingu frá Samhjálp sem
mér finnst vera kennslubókardæmi í
ofbeldi. Mér var hugsað til þessarar
auglýsingar þegar ég las um tvær
hnífaárásir' sem voru gerðar um
helgina. Ég tel þessa auglýsingu af-
skaplega óæskilega.
Öli Ágústsson, forstöðumaður Sam-
hjálpar:
Á blaðsiöu þrjú í Heilagri ritningu er
sagt frá bræðrunum Kain og Abel: ,,Og
er þeir voru á akrinum réðst Kain á
Abel bróður sinn og drap hann.”
Sjónvarpið
vakni af blundi
Húsvíkingur hringdi:
Eg hef lengi ætlað að kveðja mér
hljóðs og reyna að ýta við sveita-
mennskunni sem viðgengst hjá sjón-
varpinu. Mér er spurn; hvenær ætlar
þessi stofnun að vakna af þyrnirósar-
blundi sinum og veita landsmönnum
þjónustu sem er sambærileg við það
sem gerist erlendis? Þar sem um
einokun Ríkisútvarps á sjónvarpsút-
sendingum er að ræða hér á landi þá
ber því siðferðileg skylda til að vera
ekki eftirbátur annarra. Fyrir það
fyrsta finnst mér aö útsendingar ættu
að vera á fimmtudögum og að sjón-
varpið sýndi frá morgni til kvölds um
helgar. Svo ætti að sýna bamaefni á
morgnana. Ég veit ekki betri bamapíu
en sjónvarpið og það létti manni hús-
verkin ef börnin væru róleg fyrir
framanskjáinn.
Spjall um veðrið
Bárður Ásfjallsás skrifar:
Enn hefur þjóðin tórt langan vetur
og staðiö af sér óveður í efnahagslífi.
Framundan em bjartar sumarnætur
en mikið hræðist ég veöráttu þjóð-
málanna. Stjómin hyggur á nýtt
Framkvæmdastofnunarævintýri og
kýs að kalla það Þróunarfélag í þetta
skipti. Þar fjúka 300 milljónir út í
buskann. Mikið vona ég að haustið
verði eitthvað mildara.
Allar götur síðan hefir ofbeldi fylgt
mannkyninu. Hundmð manna, karla
og kvenna líða af sálarkreppu,
innilokun, öfund og hatri og kunna
enga leið út úr því myrkri.
Bókin, Reyndu aftur maður, er
skrifuð um slíka og fy rir slíka — hún er
um leið út úr sálarkreppunni.
Eg trúi ekki að sjónvarps-
auglýsingin sýni neinum Islendingi
neitt sem hann ekki áður haföi marg-
oft séð, og oft miklu verra.
KJÖTMIÐSTÖÐIN
| Laugalæk 2. Simi 686511.
Ætlar þú til
útlanda í sumar?
Ferðablað DV fylgir blaðinu á morgun.
í því er sagt frá helstu utanlandsferðum
sem í boði eru hjá ferðaskrifstofunum í
sumar.
Auk þess eru viðtöl við fólk sem hefur
ferðast mikið. Má þar nefna viðtal við
þrjár ungar stúlkur sem ferðuðust um
Asíu í átta mánuði á síðasta ári.
Blaðið er 32 síður að stærð og fylgir
verð með öllum ferðunum.