Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Side 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 21. JUNl 1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Yfirlýsingar og ummæli ráöa- manna í Washington eru farin aö gefa til kynna að Bandaríkjastjórn hugleiöi i alvöru aö gera innrás í Nicaragua, fái hún ekki bolaö, sandinistastjórninni frá völdum meö öðrum ráöum. Því eru menn nú mjög farnir aö deila um herfræöilega möguleika innrásar. Nicaraguamenn segja aö slík innrás yrði Bandaríkjamönnum mjög dýr. Þeir segja að mörg þúsund bandarískir hermenn myndu farast. „Ef Bandaríkin ráöast á okkur, mun blóð norður-ameríska fólksins renna,” sagði Daniel Ortega, forseti Nicaragua, í ræðu daginn eftir að bandaríska þingiö samþykkti nýja aðstoö við skæruliöana sem berjast gegn Nicaraguastjórn. „Þetta yröi nýtt Víetnam. Þeir myndu ekki geta þrammað yfir okk- ur,”sagði Ortega. Ekki Víetnam En fréttamenn, sem hafa rætt við bandaríska hernaöarráðgjafa í Miö- Ameríku, segja aö þessir ráögjafarl séu ekki á sama máli. Þeir telji aö ekki sé hægt að bera Nicaragua saman viö Víetnam. Nicaragua sé hægt aö sigra tiltölulega auöveldlega og án mikils mannfalls. Stríðinu myndi ljúka á nokkrum mánuöum. George Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, sagöi ekki alls fýrir löngu að veitti þingið ekki f jármagni til aöstoðar skæruliðunum í Nicaragua þá væri þaö aö flýta fyrir þeim degi þegar hættan mun aukast og við þurfum að horfast í augu viö þá angistarfullu ákvöröun hvort við sendum bandaríska hermenn í bar- daga.” Árás „gringóa” „Við vitum aö þetta hugsa margir háttsettir aöilar í Washington,” sagöi háttsettur maöur í utanríkis- ráðuneyti Nicaragua. „Þetta er rangt. Þetta er hættuleg hugmynd. Fólk kvartar og kveinar allan tímann, en þaö þýðir ekki að þaö vilji fá okkur úr stjóm. Arás „gringó- anna” aö norðan myndi sameina þjóð okkar betur en nokkuö annaö.” Ráögjafar stjómarinnar segja aö Bandarúcin hafi hvaö eftir annaö CONCERI ratm MCMMUM ^EEKOM FIGHTERS &RL WE AffE IS GIVE PEACE A CHANCE-& By Mitchell lor Rothco Innrás í Nicaragua? — ekkert mál, segja bandarískir herf ræðingar — blóðbað, segja herforingjar í Nicaragua misreiknaö og vanmetiö dýpt þjóö- emistilfinninga gegn eriendri inn- rás, sérstaklega í þróunarrikjum, og alveg sérstaklega í Rómönsku Ameríku. Þúsundir deyja Sandinistaleiötogar vitna i banda- rískar herfræöikannanir til að styöja þær niöurstööur sínar aö mörg þús- und Bandaríkjamenn myndu deyja í innrás. Tímaritiö Soberanía, Sjálfstæði, birti nýlega könnun sem ritið sagði að Georgetownháskóli í Washing- tonborg hefði gert. Sú könnun geröi ráö fyrir fimm ára ihlutun. Hún spáöi því aö fleiri en 2.000 Banda- ríkjamenn myndu falla og 10.000 særast á fyrstu 32 dögunum. Þúsundir í viöbót myndu láta lífið á næstu mánuöum og árum. „Bjartsýnistölur” Hugo Torres, yfirmaður stjórn- máladeildar Nicaraguahers og náinn samstarfsmaður vamarmálaráð- Umsjón: Þórír Guömundssonog Hannes Heimisson herrans Humberto Ortega, segir jafnvel þetta vera „miklar bjart- sýnistölur.” ,,Á fyrstu augnablikunum myndi mannfallið vera miklu meira,” sagði Torres nýlega. „Viö myndum berj- ast með öllu sem viö hefðum. ’ ’ En New York Times hafði nýlega eftir njósna- og herforing jum að f lug- her Bandaríkjanna gæti eyöilegt flugher Nicaragua, ratsjár, skrið- dreka, fallbyssur, birgðastöðvar og stjómstöövar i nokkrum hnitmið- uöum árásum viö upphaf innrásar með „minnstu áhættu.” Herforingjar í Managua viður- kenna að her þeirra, sem í em 64.000 manns, myndi gagnast lítið í hefð- bundnum hernaði gegn vel útbúnum Bandaríkjaher. Þeir segja að þeir myndu leggjast i skæruhemað í stað- inn. Stórsigrar sandinista Síöan skæruliðar hófu fyrstu stór- sókn sína snemma á árinu 1983 hafa þeir ekki náð neinum af yfirlýstum markmiöum sínum. Fyrst ætluöu þeir að valda almennri uppreisn gegn sandinistum. Nú ætla þeir bara að ná nægilega miklu landsvæöi á sitt vald til að geta lýst yfir bráða- birgöastjóm. Þetta hefur þeim ekki einu sinni tekist. Undanfama þrjá mánuöi hafa sandinistar lýst yfir hverjum sigrin- um á fætur öðrum. Þeir hafa unnið á gegn skæruliöum Lýðræðishers Nicaragua í noröri meöfram landa- mærunum við Hondúras og gegn Lýðræðisbyltingarbandalaginu í frumskógunum í suðri nálægt Costa Rica. „Stjórnin er greinilega sterkari á báðum vígstöðvum,” segir evrópskur stjórnarerindreki. „Skæruliðamir eiga erfitt um vik þar.” Og þaö eykur líkumar á bandarískri innrás. Bandaríkin: Sjúkrahúsin slást um sjúklingana Öskar Magnússon, DV, Washington: Spítalar og sjúkrastofnanir hér í Bandarikjunum beita nú sömu aðferðum og framleiöendur sláttu- véla, sængurvera og gasdrykkja til að ná til sín viðskiptavinum. Á undanförnum árum hefur sjúkling- um fækkaö gífurlega. A milli áranna 1983 og 1984 fækkaöi til dæmis sjúkl- ingum á spitulum um fimm prósent. Læknum hefur fjölgað mjög. Áriö 1950 vora 149 læknar á hverja hundraö þúsund Bandaríkjamenn. 1982 voru læknarnir orðnir 191. Gert er ráö fyrir því aö árið 2000 veröi 271 læknir á hverja hundrað þúsund íbúa. Af þessu leiðir aö heilbrigöisstofri- anir beita nú í auknum mæli aðferð- um markaðarins til að ná til sín við- skiptavinum. Litiö er á sjúklinginn sem hvem annan neytanda og viö- eigandi aöferðum beitt til aö ná sjúklingunum. Svítur og sælkeramáltíðir Sjúkrahúsin bjóöa nú upp á lúxus- herbergi eöa íbúöir til að tæla sjúkl- ingana til sín. Auglýsingar birtast reglulega í tímaritum, sem sérstak- lega eru ætluö efnafólki, þar sem þjónustan er auglýst. Læknum er boðiö ur) á ódýra skrifstofuaöstöðu á þessum spítulum og framkvæmda- stjórar stórfyrirtækja fá ókeypis heilsurækt í þeirri von að þeir sendi starfsfólk sitt á viðkomandi spítala. Eitt sjúkrahúsanna í Washington geröi í fyrra könnun á óskum hugsanlegra sjúklinga. I ljós kom aö flestir lögðu áherslu á einbýlisstofur, næði og frið. Þetta fólk var tilbúiö aö borga allt að 4000 krónum meira á sólarhring fyrir slíka aöstöðu um- fram það sem venjulegt herbergi kostar. Þetta á ekki síst viö þegar um viðkvæmar aögeröir eins og and- litslyftingar er aö ræða eöa þegar framkvæmdastjórar stórfyrirtækja þurfa aö gangast undir alvarlegar aögeröir. Þeir vilja þá ógjaman aö keppi- nautamir viti af slíku. Útvarp og sjónvarp Spítalamir hafa tekiö útvarp og sjónvarp í þjónustu sína eins og aðrir sem þurfa að markaðssetja vöra eöa þjónustu. Af og til birtast auglýsing- ar frá spítulum í þessum fjölmiðlum þar sem kostir stofnana era tíund- aöir. Talsmaður eins sjúkrahússins hefur bent á að hér sé að miklu leyti um aö ræða svar sjúkrahúsanna við likamsræktarbylgjunni sem gengið hefur yfir Bandaríkin aö undan- förnu, sjúklingar spyrja nú meira og vilja vita meira um heilsu sína en áöur þekktist. Þessu veröa spítalam- ir aö mæta með hæfara starfsfólki Einkasjónvarp er nú það minnsta sem hægt er að gera til að laða að sjúklingana. og aukinni þjónustu. Auk þess eru spítalamir nú opnari en fyrr. Böm fá nú iðulega aö vera viöstödd fæðingar (þ.e. önnur börn en þau sem eru aö fæðast, þau hafa alltaf f engið aö vera viöstödd), sjúklingar hafa síöan leyfi til að fá sér einn Martini fyrir kvöld- verö hvernig sem svo þaö samræm- ist líkamsræktarhugmyndinni. Lagst á framkvæmdastjórana Algengt er aö fyrirtæki í Banda- ríkjunum bjóöi heilbrigöisþjónustu sem hluta af launakjörum. Spuming- in er síðan hvar þessi heilbrigðis- þjónusta eigi að fara f ram. Sjúkrahúsin hafa þvi beint sjónum sinum að framkvæmdastjórum fyrirtækjanna og boðið þeim gull og græna skóga fyrir samninga við sjúkrahúsið. Ennfremur hefur komið í ljós aö stjórnendur fyrirtækja líta nú gagnrýnum augum á reikninga sjúkrahúsa. Þaö hefur leitt til þess aö mikil aukning hefur orðið á lækn- isaðgeröum án þess aö sjúklingar leggist inn á sjúkrahús. Ofan á allt þetta brölt í sjúkrahúsunum bætast svo tilburöir lækna til að ná til sin sjúklingum. Fegrunarlæknir einn hefur að undanförnu auglýst í sjón- varpinu, hann býður fegrunarað- gerðir sem skafa alla vankanta af fóIkL Tannlæknar taka þátt í þessum' leik og senda pésa i hús og hring ja. Fyrir stuttu var t.d. hringt í blaöa- mann DV og honum boðið aö koma með f jölskylduna í tannskoðun. Blaðamaður afþakkaði pent og sagði eins og satt er aö hann færi allt- af til tannlæknis í Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.