Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 21. JUNI1985.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
„Enga frelsunartilraun”
— segja gíslarnir á blaðamannaf undi
Bandarísk blöö segja í morgun aö
samtök harðlínushíta, svonefnd Hezx-
bollah samtök, haldi að minnsta kosti
fimm bandarískum gíslum úr flugrán-
inu fyrir viku. Sagt er að hér sé um
bandaríska hermenn að ræða en ekki
farþega með gyðinganöfnum, saman-
ber fyrri fréttir. Sagt er að hermenn-
irnir séu i haldi á öðrum stað í Beirut
en aöalhópur gislanna.
Blaðamenn fengu að hitta hóp gísl-
anna í gær. Virtust gíslarnir undir
miklu álagi, fengu auðsjáanlega ekki
að segja hvað sem var. A fundinum
lögöu gíslamir mikla áherslu á það að
Bandaríkjamenn gerðu enga tilraun til
að frelsa þá. Slík aðgerð myndi kosta
þálifið.
Landgöngullðinn, sem flugræningjam-
ir drápu á föstudag fyrir viku, var
jarðsettur á miðvikudag.
Treholt áfrýjaði
Frá Jónl Einari Guðjónssyni, fréttarit-
araDVíOsió:
Réttarhöldunum yfir Arne Treholt
lauk í gærkveldi um klukkan 20
mínútur fyrir 11. Þá hafði dómari
spurt Treholt hvort hann vildi fá tíma
til að ákveða hvort dómnum yrði
áfrýjaö.
Rödd Ame Treholt skalf af reiði
þegar hann sagöist ekki þurfa neinn
umhugsunarfrest. Hann áfrýjaði.
Hann sagði að dómurinn segði meira
um dómarana en um sakarefni sín.
Faðir Arnes, Káre Treholt, sagði
eftir dóminn að hann sýndi hversu
alvarlegt málið væri. Það væri nauð-
synlegt að hafa sterka leynilögreglu.
Yfirmaður norska hersins sagði að
tjónið, sem Treholt hefði valdið, væri
óbætanlegt. Það myndi kosta milljónir
að bæta skaöann. Verst væri að skjöl
Treholts heföu gefið Sovétmönnum
innsýn í hugsunarhátt innan norska
hersins.
Þegar Arne Treholt gekk út úr
réttarsalnum í Osló hafði hann fangið
fullt af blómum. Mikill mannfjöldi tók
á móti honum við fangelsið í Dramm-
en. Blaðamenn sáu utan frá inn í klefa
hans í fangeisinu. Hann sat þar við
skrifborð sitt og hamraöi á ritvéhna
langtframánótt.
Tage Erlander látinn
Tage Erlander, fyrrum forsætisráð-
herra Svíþjóðar, er látinn, 84 ára að
aldri. Tage Erlander var forsætisráð-
herra á árunum 1946—1969 og leiötogi
sósíal-demókrata í áratugi. Einn
stærsta kosningasigur sinn vann flokk-
ur Erlanders áriö 1968 er hann hlaut
meira en helming greiddra atkvæða.
Tage Erlander sagði skilið við
skarkala stjórnmálanna árið 1969 eftir
að hafa undirbúið jarðveginn fyrir
eftirmann sinn sem formann sósíal-
demókrata, Olof Palme, núverandi for-
sætisráðherra Svíþjóðar.
HjörturPálsson:
Fémarlamb
valdabaráttu
— segir Information
Danska blaðið Information segir að
Hjörtur Pálsson, fyrrverandi forstjóri
Norðurlandahússins í Færeyjum, hafi
verið fómarlamb stríðandi afia innan
hins volgvinstrisinnaða Þjóðveldis-
flokks í Færeyjum. Blaðið segir að
hinn „háttvirti öldungur” færeyskra
stjórnmála, Erlendur Patursson, hafi
ásamt listafólki stutt dyggilega við
bakið á Hirti, en krónprins flokksins,
Finnbogi Isaksen, hafi barist gegn hon-
um.
Finnbogi þessi Isaksen er kvæntur
Ásu Jústiníussen, aöstoöarforstjóra
Norðurlandahússins, sem er sökuð um
að hafa ásamt Steen Cold, fyrrverandi
f orstjóra, staðið að aðförinni að Hirti.
Erlendur Patursson segir það hina
mestu vitleysu að um nokkurt innan-
flokksstríð sé að ræða í Þjóðveldis-
flokknum.
Hjörtur fór fyrr í þessum mánuöi til
Islands þar sem hann hugðist gerast
lausamaður við útvarpið. Aður en hann
fór var honum þó haldin veisia sem
blað Þjóðveldisflokksins segir að 100
manns hafi sótt. Blaðið segir aö glatt
hafi verið á hjalla þrátt fyrir undan-
gengna erfiðleika.
Bólga upp
Sænsku jafnaðarmannastjórninni
hefur þegar mistekist að minnka
verðbólguna niður í þrjú prósent.
Samkvæmt tölum sem birtar voru í
gær um verðbólguna fyrstu fimm
mánuði ársins hækkaöi vöruverð um
3,9 prósent.
Stjómin gafst formlega upp á
þriggja prósenta áætluninni eftir að
hún varö að hækka bankavexti upp í
11,5 prósent til að stemma stigu við
miklu útstreymi peninga.
Gert er ráð fyrir að stjórnarand-
stöðuflokkamir muni einblína á verð-
bólgu í kosningabaráttunni. Kosið er í
Svíþjóð 15. september.
Danmörk:
Stjómin stendur og
þingmenn fara í f rí
— kosningum af stýrt með samningi við st jómarandstöðu
Frá Kristjáni Ara Arasyni,
fréttaritara DV í Kaupmannahöfn:
Minnihlutastjórn Pouls Schliiter
náði seint á þriðjudagskvöldið sam-
komulagi við tvo stærstu stjórnmála-
flokkana sem standa utan rikisstjórn-
arinnar, það er sósíaldemókrata og
radikala, um róttækar breytingar á
skattalögunum.
Mikil óvissa hefur ríkt undanfamar
tvær vikur um hvort ríkisstjórninni
takist að koma hugmyndum sínum um
breytingar á skattalögunum í gegnum
danska þingið. Radikalar, sem aö öllu
jöfnu styðja stjórnina, höfðu hótað að
láta af stuöningi við ríkisstjórnina ef
ekki yrðu gerðar verulegar breytingar
á frumvarpinu. Stærsti stjórnarand-
stöðuflokkurinn, sósialdemókrata-
flokkurinn, lýsti einnig yfir andstöðu
gegn frumvarpinu í upprunalegri
myndþess.
Ríkisstjórn Pouls Schluter stóð þá
frammi fyrir þeim vanda að ná sam-
komulagi við flokka radikala og sósíal-
demókrata, en segja ella af sér. I
kjölfar þessa hófust miklar samninga-
viðræöur milli ríkisstjórnarinnar og
flokkanna tveggja. Fyrst á þriðjudags-
kvöldið náðist samkomulag.
Þau skilyröi sem stjórnarandstöðu-
flokkarnir settu fyrir stuðningi sínum
var að stórátak yrði gert við að rétta
viö bágborinn efnahag barnafjölskyld-
unnar. Inn á þetta gekkst ríkisstjómin
og samkvæmt því lagafrumvarpi sem
nú liggur fyrir í þinginu er gert ráð
fyrir að veita bamafjölskyldum 5.000
danskar krónur (18.000 íslenskar) í
styrk á ári fyrir hvert barn.
Að öðru leyti er frumvarp þetta
fyrst og fremst tilraun til að einfalda
skattalögin, þannig að stjórnendum
fyrirtækja og almenningi veitist
auðveldara að telja fram og stjóminni
auðveldara að ná þeim sem svíkja
undan skatti. Lögin eiga aö taka gildi á
árinu 1987.
Deilur þær sem staðið hafa um þetta
frumvarp hafa valdið því aö dregist
hefur á langinn að þingmenn fari í
sumarleyfi. Með samkomulaginu á
þriöjudagskvöldið virðist nú sem
flestar hindranir séu úr vegi fyrir því
að þingstörfum ljúki bráðlega. Þaö má
því segja að jafnframt því sem Poul
Schliiter og samráðherrar hans geta
fagnaö áframhaldandi stjórnarsetu þá
geta aðrir þingmenn byrjað að hlakka
til sumarleyfisins.
ÞórirGuðmundsson
og
Hannes Heimisson
Breskt
hundaat
Breskur dómstóll tók í gær fyrir mál
tíu Breta sem ákærðir eru fyrir aö hafa
brotiö lög um dýravernd og staðið fyrir
hundaati í norðurhluta Ixmdon. Hér
mun vera um fyrsta mál þessarar
tegundar á öldinni í Bretlandi en
hundaat var formlega bannað áriö
1835. A árunum áður var hundaat
algeng iðja og vinsæl meðal al-
mennings sem veðjaði grimmt og lagði
oft töluveröar fjárhæðir undir sig.
Talsmaöur lögreglunnar vildi ekki tjá
sig um málið. Rétturinn kemur aftur
saman 29. júlí næstkomandi og er þá
niðurstöðu að vænta í málinu.
Bíræfnir
fiskimenn
Irski fiskibáturinn Marita Ann hefur
sannarlega verið í sviðsljósi heims-
pressunnar að undanfömu.
! september síðastliðnum f ann írska
strandgæslan mikiö magn allskonar
vopna og skotfæra um borð i skipinu
undan ströndum Irlands sem koma átti
til liðsmanna hins ólöglega írska
lýðveldishers, IRA.
I gær gómaði strandgæslan Maritu
Ann aftur og I þetta sinn fyrir meintar
ólöglegar veiðar. Áhafnarmenn vildu
ekki sætta sig við að vera færðir til
hafnar af strandgæslunni og vörðust
sjóliöum er gengu til upptöku, með
bareflum. Enginn mó þó við yfir-
valdinu, bátur og óhöfn færð til yfir-
heyrslu ó næstu lögreglustöð.
Drepiðogeyðilagt
Iranir sögðust í gær berjast ó öllum
vígstöðvum við Iraka í Persaflóa-
stríöinu. Iranir sögðu aö í einni órós
þeirra undanfarinn sólarhring hefðu
250 Irakar faltið.
Yfirlýsing Iranska herráðsins sagði
að Iransher hefði eyðilagt fjóra
skríðdreka, 10 önnur farartæki, tvær
brýr og tvær vopnageymslustöövar i
árás ó vesturvígstöðvunum.
Irakar lýstu yfir 15 daga hléi í
órásum sínum á íranskar borgir
síöasta laugardag. Yfirlýsingar Irana
hafna þessu hléi algerlega.
Bomba fra Beirút?
Erlend fréttastofa í Berút fékk til-
kynningu frá óþekktum hópi, Bylting-
arsamtökum araba, um aö samtökin
bæru óbyrgð á sprengjunni sem
sprakk í Frankfurt í fyrradag og
Guðmundur Olafsson verkfræðingur
varövitniað.
En lögregla hefur fengið fleiri slíkar
tilkynningar fró hinum ýmsu aðilum,
og tekur fæstar þeirra trúanlegar.
Lögreglan segir að besta sporið sé
vitni sem sá mann hlaupa út í bláan
Benz eftir sprenginguna.
Tvö þýsk böm dóu í
sprengjuórósinni og portúgalskur
maöur. Móðir barnanna var ein
fjögurra sem særðust alvarlega.
Hafnaðináðun
Samstöðuleiðtoginn pólski, Tadeusz
Jedynak, hafnaði náðun gegn því að
hann segði opinberlega skilið viö
skoðanir sínar á verkalýðsmólum.
Eiginkona hans sagðl að ákvöröun
manns sins að hafna boðinu þýddi að
hann yrði ákærður um föðurlandssvik,
sem þýðir minnst 10 ár í fangelsi, mest
dauöa.
Mælirinnfullur
Reagan Bandaríkjaforseti sagði i
gær að nú væri mælírinn fullur. Banda-
rikjamenn væru búnir að fá sig
fullsadda af hryðjuverkamönnum og
só timi færi að nálgast að Bandaríkin
svöruðu I þeirri mynt sem ekki væri
misskilin.
„Eg trúi því að aðgerðir okkar verði
að vera hæfandi og samsvarandi
glæpaverkum þeirra sem hafa ráðist
gegn borgurum okkar,” sagði hann.