Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Síða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR11. JULI1985. Sá stutti hafði ástæðu til að vera kátur í gær... Vaganjan, grannur og spengileg- ur, kominn í efsta sætið. Sax er hryggur. Það gengur líka allt á afturfótunum hjá honum. DV-myndir JLÁ/Biel. MiHisvæðamótið: SLYSALEGT TAP MARGEIRS Frá Jóni L. Árnasyni, fréttaritara DV i Biol: Sovéski stórmeistarinn Sókolov haföi heppnina meö sér í skák sinni við landa sinn, Pólúgaévskí, í 7. um- ferð millisvæðamótsins í Biel sem tefld var í gær. Sókolov rataði í mikl- ar ógöngur eftir fáa leiki, þó svo að hann hefði hvítt í skákinni, og varð að skipta upp í endatafl með peði. Það leit sannarlega ekki gæfulega út en hann náði að halda jafntefli og hefur þá enn forystu á mótinu með 5,5 vinninga. Vaganjan komst upp að hlið hans með sigri gegn Spánverjan- um Martin en síðan kemur Banda- ríkjamaðurinn Seirawan með 5 vinninga. ÍJrsÍit í 7. limferð: Margeir—Short 0—1 Rodriguez—Quinteros biðskák, Sókolov—Pólúgaévskí jafnt Van der Wiel—Torre biðskák Vaganjan—Martin 1—0 Jansa—Ljuboievié, jafnt Partos—Seirawan 0—1 Andersson—Lí jafnt Gutman—Sax 1—0 Margeir gerði afleit mistök í u.þ.b. jafnri stöðu gegn enska stór- meistaranum Nigel Short; lék ridd- ara frá g3 til f5 en eftir svarleik Eng- lendingsins varð hann að hörfa til baka og síðan til e2 þar sem hann var upphaflega. Með þessu kastaði Mar- geir fjórum leikjum á glæ og Short náði tökum á stöðunni. Er skákin fór í bið eftir 40 leiki var hann búinn að tvöfalda hrókana á 2. línu og Margeir var í krappri vörn. I framhaldinu tapaði hann peði og eftir það varð ekki rönd við reist. Margeir varö að gefast upp eftir 50 leiki. Skák Jansa við Ljuboievié vakti at- hygli. Jansa fómaði peði og lét öllum illum látum og svo virtist sem frels- ingi hans á 7. línu yrði Ljuboievié þungur í skauti. En Ljubo var ekki af baki dottinn og tókst að töfra af hon- um peðið með því að gefa báða hróka sína fyrir drottningu Jansa. Vinningsmöguleikamir voru þó enn Jansa megin en í tímahraki sást hon- um yfir aðra brellu Júgóslavans og þar með var jafnteflið í höfn. Jansa hefur komið á óvart með óvenju f jör- legri taflmennsku en Ljubo verður að fara að herða sig ef hann ætlar á- fram. Sama má segja um Andersson sem fjarlægist markið meö hverri skák. Til þess að komast í áskorenda- keppnina þarf að vinna a.m.k. nokkr- ar skákir en Andersson er allur í jafnteflunum. Annars var skák hans viö Lí sviptivindasöm. I Iokin fóraaði Lí skiptamun og náði kínversku þrá- tefli. Sax er heillum horfinn og tapaði örugglega eftir að hafa lent í miklu tímahraki. Skák Vaganjans og Mart- ins var ævintýraleg. Erfitt að átta sig á því hvor átti betra tafl. I tíma- hraki Spánverjans tókst Vaganjan svo að króa drottningu hans af úti á jaðri og fanga hana. Rodriguez frá Kúbu er sennilega með unniö á móti Quinteros og Torre kveðst sömuleiðis vera með unnið tafl. Hann hefur drottningu á móti hrók og riddara Hollendingsins. En lítum á skák Sovétmannanna og sjáum hvemig Sókolov tókst að bjarga sér út úr erfiðleikunum. Hvítt: AndreiSókolov. Svart: Lev Pólúgaévskí. Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 S. Rc3 a6 6. f4 Dc7 7. Rf3 s6. Efftir 7. — e5 væri komin upp hefð- bundin staða úr f4-afbrigðinu svo- nefnda. Pólúgaévskí stýrir taflinu yf- ir í annan farveg. 8. Bd3 Rc6 9. 0—0 bS 10. f5?! Vafasöm framrás því að nú verður e5 reiturinn ævinlega á valdi svarts. Það er ekki hægt að máta Pólú- gaévskí með höndunum. 10. - Be7 11. a4 b4 12. Re2 0-0 13. Rg3 exf5 14. exfS Bb7 15. Bg5 H616. Bxf6 Bxf617. Dc1 re5 18. Rxe5 Dc5 + Þar með fær hvítur ekki vott af mótspili. Ef hins vegar 18. — Bxe5 nær hvítur að grugga taflið með 19. f6 o.s.frv. 19. Khl Dxe520. Rh5 Hvítur er kominn með erfiða stöðu og hyggst freista gæfunnar í enda- tafli. 20. - Dxb2 21. Hbl Dxcl 22. Rxf6+ gxf6 23. Hfxcl a5 24. Kgl Hfc8 25. c3 Bd5 26. Kf2 Hxc3 27. Hxc3 bxc3 28. Hb6 Hc8 29. Bc2 Bc6 Hótar 29. — Bxa4. Svo viröist sem hvítum séu allar bjargir bannaöar en hann sér vonarglætu í hróksenda- tafli. 30. Ha6l Bxa4 31. Bxa4 c2 32. Bxc2 Hxc2+ 33. Kf3 Hc5 34. g4 Hc3+ 35. Kf4 Hc4+ 38. Kg3 a4 37. Hxd6 a3 38. Hd8+ Kg7 39. Ha8 Hc3 40. Kg2 h5 41. gxh5 Kh6 42. h4l Biðleikurinn. Svarti kóngurinn komst ekki nær og staöan er jafn- tefli. „öll hróksendatöfl eru jafn- tefli,” segir máltækið. 42. - Kxh5 43. Ha4 — og hér sömdu þeir um jafntefli. Staðaneftir7 umferðirerþessi: I. —2. Vaganjan, Sókolov 5,5 3. Seirawan 5 4. VanderWiel4,5ogbiðskák 5. Jansa 4,5 6. -9. Gutman, Short, Ljuboievié, Pólúgaévskí 4. 10. Torre3,5ogbiðskák II. Andersson3,5 12,—13. Margeir Pétursson. Lí 3 14. Rodriguez 2 og biðskák 15. Partos 2 16. Sax 1,5 17. Martin 1 18. Quinteros 0,5 og biðskák. Á morgun hefur Margeir svart gegn Seirawan. JLÁ/-IJ. | Nnfn/þjöíland Stw a z T 4 H 2 9 10 1L n 13 ii E 16 ]8 Htrtía.Syání AM 243 0' Vt O o o h o - 0 Z V/Kína AM EESS3 0 h 'Jx 77 3 Terre,Tíl.ey'nim SM 2535 i V J 0 4 4- Sbkelav, 5M 2555 J / T / 'k 5 'V.á.WíelfHpUandí SM 2520 J b / 1 'k ? Andtrýon, $víþjóS SM 2590 !l 'Il % 2 'k h 'k 7 MtOatiian.ScvH SM 2625 j 7 1 2 h 1 h $ Tekk/vakíu 5M 2W 7 h 'k o l 1 ' 91 Rndficcias, Kúba SM Z5o5 0 •k h o 10 autman/MmH Am 2485 1 h 0 vT o J 7 if Vartcö, övíss AM 2425 0 'U 2 h % o o K Mareteír'PéUrsson am 2550 0 % 4. j o 7 )5 5hcrt, ZvaUwdí SM 2575 'k 0 2 / íi, 2 l Seimwan, tíandar. sh 2570 [k ‘k 'h i 'h j / u Sax, Vnoverýalandíín 2535 o o ■ Jr o J o 16 QuinUrvs, /hv,tím 5* 2525 o 0 o ■h o 0 17 Hubcievic, dúa- SM 2615 h T •h T ‘k h U !? 'PóUíVaevitcí, Sovét SH 2600 7 h % 'Jl o T T □ □ Þróunarfélagið í fæðingu: Hefur rekstur með haustinu Nú er unnið að stofnun svokallaðs Þróunarfélags. Tveir menn, þeir Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Framkvæmdastofnunar, og Baldur Guðlaugsson lögfræðingur, vinna nú að því að gera drög að samþykktum félagsins. „Við erum að gera drög að sam- þykktum félagsins sem síðan verða kynnt fyrir almenningi og væntan- legum hluthöfum,” segir Gunnlaugur. Eins og lesendur rekur kannski minni til samþykkti Alþingi undir lok þinghaldsins að stofna Þróunarfélag. Tilgangur þess félags er í stuttu máli sá að reyna að örva nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi og efla arðsama at- vinnustarfsemi. Félagið verður hluta- félag. I samþykkt Alþingis er m.a. rætt um að bankar og tryggingarfélög geti gerst hluthafar í Þróunarfélaginu. — Geta ekki allir gerst hluthafar? „Við miöum okkar vinnu viö það aö þetta sé opið öllum sem vilja leggja fé í þetta fyrirtæki,” segir Gunnlaugur. Þegar lokið verður við að semja þessi drög að samþykktum félagsins verður farið í það verk að smala saman hluthöfum. Aö því loknu, sem stendur til að lokið verði í lok septem- ber, verður haldinn aðalfundur. Þar veröur stjóm félagsins kosin og í kjöl- far þess ráðnir starfsmenn. Hvenær félagið hefur rekstur er ekki enn vitað en það ætti að geta orðið í október eða nóvember. Margir kynnu að spyrja hvort hér sé á ferðinni nýtt „Milljónafélag”? „Eg á ekki von á því að Þróunar- félagið verði það í þeim skilningi sem ég held að átt sé við. Hins vegar vona ég að þeir sem hafa peninga afgangs í þessu þjóðfélagi séu tilbúnir aö taka þá áhættu sem vissulega felst i því að fara út í nýsköpun. Menn eru að tala um að fara út í eitthvað nýtt sem ekki hefur verið reynt áður. Þetta getur ekki gerst með tómu lánsfé. Þetta verður að byggjast á því að menn séu tilbúnir að setja eigiö fé í ný fyrirtæki. Á það á eftir að reyna,” segir Gunn- laugur Sigmundsson. APH Mikill samdrátturí sígarettureykingum íár: Fimm milljónum færri sígarettur Tóbakssalan frá ÁTVR fyrstu sex mánuði ársins var 3,6% minni en á sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn síðan 1977 sem tóbakssala hefur dregist saman ef miöað er við fyrri helming ársins. Þessi samdráttur er rakinn til margvíslegra aðgerða'gegn reykingum, mikillar umfjöllunar í fjöl- miölum, nýrra laga og takmörkunar reykinga. Sala á sigarettum fyrstu sex mánuði ársins var nær fimm milljónum minni en á sama tíma í fyrra, eða sem nemur 2,2%. Þetta hefur gerst þótt sígarettur séu nú hlutfallslega ódýrari en oft áöur en það út af fyrir sig stuðlar að aukinni sölu. Nú hafa selst 270 þúsund færri vindlar en á sama tima í fyrra. Það þýðir 3,6% minni sölu. Sala á píputóbaki hefur minnkað um 16,8%, neftóbakssalan um 12% og hefur aldrei verið minni á öldinni. Gjald það sem ríkissjóður leggur á píputóbak og neftóbak hefur hækkað mun meira en gjald af öðrum tegundum tóbaks og gæti það skýrt þessa miklu minnkun í sölunni. -pá Fjalakötturinn í byggingarnef nd „Það verður að gera einhverjar ráð- stafanir vegna ástands Fjalakattar- ins,” sagði Hilmar Guðlaugsson, for- maður byggingarnefndar Reykja- vikur, í samtali við DV. Á byggingar- nefndarfundi í dag verður m.a. rætt um Fjalaköttinn. Vakið var máls á ástandi hússins í DV í síðasta mánuði. Síðan hefur lög- reglan lýst því yfir að húsið sé púöur- tunna og hætta stafi af útigangs- mönnum sem þar dveljast. Fjala- kötturinn líefur nú um alllangt skeið verið eitt helsta aðsetur útigangs- manna í borginni. Eigandi hússins var byrjaður aö rífa það en reif aðeins hluta. Leigj- endur eru að jarðhæð hússins. „Hér er um tvo kosti að ræða. Annaðhvort að ganga þannig frá húsinu að það sé mannhelt eða að fjar- lægja það,” sagði Hilmar. .eh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.