Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Síða 29
DV. FIMMTUDAGUR11. JOLl 1985. 29' Peningamarkaður Innlán með sórkjörum AlþýAubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára getá losað innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri meö 3ja mánaða fyrirvara. Reikning- arnir eru verðtryggðir og meö 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reíkníngar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lifeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Vextir eru 29% og ársvöxtum 29%. Sérbók fær strax 27% nafnvexti, 2% bætast siðan við eftir hverja þrjá mánuði sem inn- stæða er óhreyfö, upp í 33% eftir níu mánuði. Arsávöxtun getur orðið 33.5%. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum eróbundin með31% nafnvöxtumog31% ársá- vöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bomir saman við vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist ávöxtun þar betri er mismuninum bætt við. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri á- vöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju inn- leggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. Iðnaðarbanklnn: A tvo reikninga i bank- anum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber þannig 31% nafn- vexti og getur náð 33,4% ársávöxtun. Og verð- tryggðan 6 mánaða reikning sem ber 3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir saman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem reynist betri. Vextir eru færðir misserislega 30. júní og 31. desember. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin meö 31% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára- mót. Eftir hvern ársfjórðung eru þeir hins vegar bornir saman við ávöxtun á 3ja mánaða verðtryggöum reikningum. Reynist hún betri gildir hún umræddan ársfjórðung. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur: Samvmnubankinn: Innlegg á Hávaxta- reikning ber stighækkandi vexti. 22,0% fyrstu 2 mánuðina, 3. mánuðinn 23,5%, 4. mánuðinn 25%, 5. mánuöinn 26,5%, 6. mánuðinn 28%. Eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 30,5%. Sé tekið út standa vextir þess tlmabils það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er32,8%. Vextir eru bornir saman við vexti á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé ávöxtun þar betri er munurinn færður á Hávaxtareikninginn. Vextir færast misseris- lega. Ctvegsbankinn: Vextir á reikningi með Abót er annaðhvort 3% og full verðtrygging, eins og á 3ja mánaða verðtryggðum spari- reikningi eða ná 33% ársávöxtun, án verð- tryggingar. Samanburður er gerður mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22% þann almanaksmánuð. Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatimabil á ári, janúar-mars, apríl-júní, júli- september, október-desember. I Iok hvers þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta- uppbót sem miöast við mánaöarlegan út- reikning á vaxtakjörum bankans og hag- stæðasta ávöxtun látin gilda. Hún er nú ýmist á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með 29.5% nafnvöxtum og 32.9% ársávöxtun eða á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% vöxtum. Sé lagt inn á miöju tímabili og innstæða látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast uppbót allan spamaðartímann. Við úttekt fellur vaxtauppbót niður það tímabil og vextir reiknast þá 22% án verðtryggingar. Ibúðalánareikningur er óbundinn og með kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku. ' Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200% , miðað við sparnað með vöxtum og verðbót- um. Endurgreiðslutími 3—10 ár. Utlán eru með hæstu vöxtum bankans á hverjum tíma. Spamaöur er ekki bundinn viö fastar upp- hæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarks- lán eftir hvert sparnaðartímabil. Sú ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári. Sparisjóðir: Trompreikningurinn er óbund- inn, verðtryggöur reikningur, sem einnig ber 3.0% gmnnvexti. Verðbætur leggjast við höfuðstól mánaðarlega en grunnvextir tvisv- ar á ári. A þriggja mánaða fresti er gerður samanburður við sérstaka Trompvexti. Nýtur reikningurinn þeirra kjara sem betri eru. Trompvextimir em nú 30% og gefa 32.25% ársávöxtun. Rikissjóður: Spariskirtelni, 1. flokkur A 1985, em bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau eru verðtryggð og með 7% vöxtum, óbreytan- legum. Upphæðir em 5.000, 10.000 og 100.000 krónur. Spariskirteini með vaxtamiðum, 1. flokkur B 1985, em bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990. Þau em verðtryggð og með 6,71% vöxtum. Vextir greiöast misserislega á timabilinu, fyrst 10. júlí næstkomandi. Upphæðir em 5,10 og 100 þúsund krónur. Sparlskírteini með hreyfanlegum vöxtum og vaxtaauka, 1. flokkur C1985, eru bundin til 10. júli 1986, í 18 mánuði. Vextir eru hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða verðtryggðum reikningum banka með 50% á- lagi, vaxtaauka. Samtals 4,8% nú. Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Gengistryggð spariskirteini, 1. flokkur SDR 1985, em bundin tii 10. janúar eða 9. april 1990. Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt. Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir em 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabank- anum, hjá viðskiptabönkum, sparisjóðum og verðbréfasölum. Útlán lífeyrissjóöa Um 90 lifeyrissjóðir em í landinu. Hver sjóöur ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán em á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggö og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtími eftir lánum er mjög misjafn, breyti- legur milli sjóða og hjá hverjum sjóði eftir aðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi skiptir um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir em vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvexömir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok þess tíma 1.220 krónur og 22% ársávöxtun í því tilviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22% vöxtum reiknast fyrst 11% vextir efUr sex mánuði. Þáer innstæðan komin í 1.110 krónur og á þá upphæö reiknast 11% vextir seinni sex mánuðina. Lokatalan verður þannig 1.232,10 og ársávöxtun 23.2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3.5% á mánuði eða 42% á ári. DagvexUr reiknast samkvæmt því 0.1166%. Vísitölur Lánskjaravísitalan í júli er 1178 stig en var 1144 stig í júní. Miðað er við 100 í júní 1979. Bygglngarvísitalan 1. júlí 1985 var 216 stig miðað við 100 í janúar 1983, en 3205 miðað við eldri grunn. 1. janúar var vísitalan 185 sUg á' móU 2745 á eldri grunni. Og 1. april var hún 200 stig á móti 2963 á eldri granni. VEXTIR BflNKfl DG SPflRISJÚÐA (%)_______________________~ 1 INNLÁN MEÐ SERKJÖRUM SJA sérlista lí íf. II li 11 ií 11 ll ?| •5 2 li ií INNLAN ÓVEflÐTRYGGO SPARISJðOSBÆKUR Úbundn InnstnAa 22,0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mánaöa uppsögn 25.0 26.6 25.0 23,0 23,0 23.0 23.0 23.0 25.0 23.5 6 mánaAa uppsögn 29.5 31.7 28.0 26.5 29.0 29.0 29.0 29.5 27.0 12 mánaða uppsögn 30.7 33.0 30.0 26.5 30.7 18 mánaóa uppsögn 35.0 38,1 35,0 SPARNAÐUR lANSRÉTTUR Sparað 3-5 mánuði 25.0 23.0 23.0 23.0 25.0 23.5 Sparað 6 mán. og meva 29.0 23.0 23.0 29.0 27,0 INNLANSSKlRHINI Ti 6 mánaða 29.5 31.7 28.0 26.0 29.5 29.0 28.0 tEkkareikningar Avisanareðdángar 17.0 17.0 10.0 8.0 10.0 10.0 10.0 10.0 10.0 Hiaupareáirangar 10.0 10.0 10.0 8.0 10.0 8.0 10.0 10.0 10.0 innlán verðtryggo SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 U) 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mánaða uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0 innlAn gengistryggo GJALDEYRISREIKNINGAR BandariVjsdolarar 8.5 8.5 7.5 8.0 7.5 7.5 7.5 8.0 8.0 SterVngspund 12.0 9.5 12,0 11.0 11.5 11.5 11.5 12.0 11.5 Vestur þýsV mörk 5.0 4.0 5.0 5.0 4.5 4.5 4.5 5.0 5.0 Danskar krónur 10.0 9.5 8,75 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 OtlAn óverðtryggð ALMENNIR VlXLAR (lorvextvl 29.5 29.0 28.0 28.0 28.0 29,5 28.0 29.0 29.0 VHJSKIPT AVlXLAH (lorvextv! 31,0 31.0 30.5 30.5 30.5 30,5 ALMENN SKULDABRÉf 32.0 31.5 30.5 .30,5 30.5 32.0 31.0 31.5 32.0 VœSKIPTASKULOABNÍF 34.0 33.0 33,0 33.0 33.5 HLAUPAREIKNINGAR Yfvdrátlur 31.5 30.0 29.0 29.0 29.0 30.0 31.0 31.5 30.0 útlAn verðtryggo SKULDABRÉF Að 2 1(2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 lengn en 2 1(2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 utlAn til framleiðslu VEGNA INNANLANDSSOlU 26.25 26,25 26.25 26.25 26.25 26,25 26.25 26.25 26,2 VEGNA UTfLUTNINGS SDR rerknimynt 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 Sandkorn Sandkorn ■ X 4-—— ■ — Radarstöðvar ains 09 þœr verða f ullbyggðar. Létt klæddar í berjamó Radarstöðvar hafa gjarn- an verið á milli tanna manna viða um land síðasta ár. Eins og kunnugt er mun vera ætlunin að reisa nokkr- ar slíkar út um landsbyggð- ina. Ein á m.a. að risa á Langanesinu. Á Þórshöfn hafa kari- menn rifjað upp að á árun- um 1950 til ’60 starfræktu Ameríkanar radarstöð á Heiöarfjallinu sem liggur skammt frá Þórshöfn. Segja sögur að í þá daga haf i ungar konur úr þorpinu sótt mikið i berjamó I Heiðarfjall og þá gjaman léttklæddar og léttstígar. Bæjarbúar fóru fyrst að veita þessum áhuga stúlkn- anna á berjunum í Heiðar- f jalli athygli þegar þær fóru að sækja í þau á hinum und- i arlegustu timum. Kom fyrir að farið væri seint um nætur, snemma að vori og jafnveláveturna. Með þetta i huga tóku menn, sem mundu þessa tíma, gjarna afstööu til málsins, segja sögur. Hins vegar er því ekki að neita að nokkur bót þykir að nú verða aðeins Islendingar við störf í nýju stööinni svo að saklausar ferðir í berja- mó ættu ekki að vera svo hættulegar. Á tímum árekstra I sjónvarpsfréttum nýlega voru árekstrar dagsins taldir upp aö 26 í Reykjavík. Lögreglan skildi ekkert í neinu því aö skilyrði höfðu verið eins og best hafði verið á kosið. Sandkorn rakst hins vegar á þennan brandara í einu landshomablaðanna. — Þér sáuð áreksturinn? Vitniö: „Já.” — Hve langt stóðuð þér frá slysstaðnum? „Fjóra metra og 57 cm.” — Hvemig vitið þér þetta svona nákvæmlega? „Eg fékk lánað málband hjá lögregluþjóni og mældi fjarlægðina því að mér datt í hug að fyrr eða síðar kynni einhver auli að spyrja mig umþetta.” Truflað bensín? Það virðist nú vera orðinn árlegur viðburður aö upp koma sögusagnir um gang- truflanir í bílum. Þegar svo er ástatt beinist athyglin að rússneska bensíninu sem við fáum svo mikið af. I fyrra varð þessi orðrómur þrálátur og töldu menn að gangtruflanimar væru bensíninu að kenna. I kjöl- farið greip eitt olíufélag- anna til þess ráðs að setja bætiefni i bensinið sem átti að gera allan gang betri. Það liðu reyndar ekki margir dagar þar til hin olíufélögin voru búin að bæta bensínið sitt líka. Nú fyrir skömmu kom svo þessi þrálátí orðrómur upp aftur og engin skildi neitt i neinu. Nú velta menn því fyrir sér hvemig á þessu standi. Ein sagan segir að félögin bæti út i bensinið steinolíu til að drýgja þaö. Lægri tollar séu á steinolíu og þetta því gott ráö til að rétta hallann á olíufélögunum. Hins vegar er það svo að þegar stein- olíu er bætt i bensín sóta bílar. Fram að þessu hefur bætiefnið hreinsaö þessa eiginleika út. Nú hafi hins vegar verið sullað of miklu af steinolíu út í bensínið og bætiefniö dugir ekki til. Tekið skal fram að þessi kenning er ekki seld dýrari enhún varkeypt. Skuggaleg móttöku- nefnd Það nýjasta nýtt á Akra- nesi er að 10 skuggalegir menn, í brúnum stökkum, með hjálma á höfði, taka á móti ferðamönnum sem , koma með Akraborginni ; þangað. Frá þessu er greint í síðasta tölublaði Bæjar- blaðsins á Akranesi. Ferðalangur einn lýsir þessari móttökunefnd og segir í frétt blaðsins: „Laust þeirri hugmynd niður í koll mannsins að þetta væru byltingarsinnar á vegum Jóns Baldvins og hóf hann því í snarheitum að rifja upp þá litlu dönsku- kunnáttu er honum hafði á- skotnast á meöan enn voru kennararílandinu." Viö nánari eftirgrennslan hefur komiö i ljós að þessir skuggasveinar koma frá Sementsverksmiðjunni sem er í nágrenninu. Eiga þeir þaö til aö labba niður að höfn til aö lita á komumenn. En ekki virðast allir vera jafnánægöir með þá. Umsjón: Amar Páll Hauksson. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir LAUGARÁSBÍÓ—THE RIVER ★ ★ Baráttan um brauðið Laikstjórn: Mark Rydell. Handrit: Robart Dillon og Julian Barry. , Kvikmyndastjórn: Vilmos Zsigmond. Aðalleikarar: Mal Gibson, Sissy Spacek, Scott Glenn. Hjónakornin Tom (Mel Gibson) og Mae Garvey (Sissy Spacek) reka býli í dal í Tennesee þar sem mikil hætta er á flóðum. A rennur eftir dalnum og þegar hún flæðir yfir bakka sína, sem skeöur árlega, þá er voðinn vís, hætta er á að vatnið eyði- leggi býli og uppskeru og kippi þannig stoöum undan atvinnu fólks- ins. Því er oftast rokið til við að hlaöa flóögaröa til aö halda straumnum í skef jum. Þrátt fyrir mjög erfiða lífs- baráttu og miklar skuldir vill Tom ekki yfirgefa dalinn þar sem forfeður hans ræktuðu maísinn fyrir hans daga. Gamall vinur konu hans, Tom Wade (Scott Glenn), reynir þó af öllum mætti að hrekja bændur úr dalnum svo að áin geti fengið að flæða yfir bakka sína og fyrirtæki Wade geti virkjað vatn árinnar. Þrjóska Toms reynist þó meiri en svo að hann láti bæjarstrák eins og Wade komast upp meö ætlunarverk sitt og ásamt fleiri bændum tekst honum aö koma í veg fyrir áform hans. Þó aðeins í bili, því að einhvem timann kemur að því að dalabændumir geta ekki hindraö þaö að vatnsflaumurinn sigrist á flóð- görðunum. Myndin er mjög vel gerð, allir leik- arar standa sig mjög vel og túlka á sannfærandi hátt það vonleysi sem einkennir baráttu fólksins fyrir lífinu. Mel Gibson og Sissy Spacek túlka mjög vel persónur sínar og samúð áhorf andans liggur með þeim fráfyrstumínútu. Gibson virðist í hlutverki sínu eiga í erfiðleikum með að horfa til fram- tíöarinnar, aöeins nútiminn kemst' að, baráttan við að halda lífi í fjöl- skyldu sinni. Spacek veit hvemig dæmið snýr en hún vill þó ekki yfir- gefa Gibson þrátt fyrir að hún geti fengið gamla kærastan, Tom Wade, og hætt þar með að hafa áhyggjur af brauöstritinu. Þá er kvikmyndatakan oft á tíðum mjög næm og virðist til að mynda ná aö skapa sérstætt andrúmsloft í mörgum atriðanna. Helsti galli myndarinnar liggur án alls efa í handritinu sem hefði þolaö meiri klippingu. öil röð þeirra miklu óhappa sem fjölskylda Toms varð fyrir minnti á sjónvarpsauglýsingu sem leikin hafur verið of oft. Kannski var það eina ráðið til aö halda mynd sem þessari í böndunum en ég held þó ekki, 122 mínútur voru of langur 1 tími til að sitja kyrr í ekki þægilegri sætum en eru í stóra sal Laugarás- bíósins. Frosti Eiösson. ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg O Afleit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.