Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Qupperneq 2
2 DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985. ■■Er leið til að gera kerfið sveigianlegra” — segir Halldór Ásgrímsson um yf irdráttarheimildina „Það er ekki hægt aö vera sí og æ að bæta við kvótann. Þess vegna hef ég lagt þessa hugmynd til en hún kemur ekki til greina nema sem breyting í tengslum við nýja fisk- veiðistefnu,” sagði Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra í samtali viðDV. Á fundi með útgerðarmönnum á Akureyri í fyrrakvöld viðraði Hall- dór þá hugmynd sína að færa hluta af aflakvóta ársins 1986 yfir á síðustu mánuði ársins 1985. „Ég ræddi það á þessum fundi að við þyrfum að fara að hugsa lengra en til haustsins. Vel kæmi til greina að móta fiskveiöistefnu til næstu 3ja ára. Með þeim hætti gætum við sagt fyrir um hvers menn mega vænta á næsta ári og því þarnæsta og jafnvel lengur. Þannig yrði meiri sveigjan- leiki í þessum málum. I tengslum viö þetta lagöi ég fyrrnefnda hugmynd fram. Einnig gætu menn, ef svo stæði á, geymt hluta af sínum kvóta frá ár- inu í ár til þess næsta en til þessa þyrfti lagabreytingu. I fyrra báöu Vestmannaeyingar til dæmis um slíkt en það var ekki hægt að verða við því vegna laganna. Ég er þeirrar skoöunar að við eigum að móta okkar stefnu í fisk- veiðimálum til lengri tima, ekki skemur en tii 3ja ára. Við erum að bíða eftir skýrslu Hafrannsókna- stofnunar sem er alveg að koma. Ef við verðum fljótir að ganga frá fiski- kvótanum kemur vel til greina aö koma þar inn heimild um þaö að menn geti tekið hluta af aflakvóta næsta árs og nýtt sér hann á þessu ári. Slíkt yröi þó að ráðast af mark- aðs- og atvinnusjónarmiðum sem yrði vegið og metið hver ju sinni. ” — Ertu búinn að gera upp við þig • „Eigum að móta stefnuna til þriggja ára," segir Halldór Ás- grímsson. hversu háa prósentu af aflakvótan- um menn gætu fært svona á milli? „Nei, það hefur ekki verið ákveð- ið.” — En er þetta raunhæfur mögu- leiki? „Ja, ég vil að menn ræði þetta og velti fyrir sér. Þetta kemur ekki til greina nema búið verði að marka fiskveiðistefnuna fram í timann, annars er þetta marklaust. Margir hafa þurft að stöðva skip sín því þeir hafa kláraö kvótann. Það er ekki hægt aö vera alltaf að auka viö hann eitthvað út í loftið. Ég sagði í apríl síöastliðnum að kvótinn yrði ekki aukinn. Það mun ég standa við. En þetta væri leið til að gera kerfið sveigjanlegra.” — Er ekki hætta á að slík ráðstöf- un myndi vinda upp á sig og að ári myndu þessir sömu menn fá aðra yfirdráttarheimild og svo framveg- is? „Auðvitað er viss hætta á því. Það magn, sem menn færöu svona á milli, mætti ekki vera mikið. Hins vegar myndu menn líka fá tækifæri til að geyma kvóta fram á næsta ár svo þetta myndi vega hvort annað upp. Annars er þetta nú svo, aö ég held, að það skiptir ekki máli hvort við veiðum á næsta ári nokkrum þús- undum tonnum meira eöa minna. En ég vil ítreka að til þess að þessi sveigjanleiki verði að raunveruleika þarf lagabreytingu.” — Jón Páll Halldórsson, út- geröarmaður á Isafirði, kallar þessa hugmynd þína um yfirdráttarheim- ild „hlægilegan skrípaleik”... „Hann getur haft þessa skoðun ef hann vill. Hins vegar verða menn að gera sér grein fyrir því að við verðum að fara að hugsa lengra en til haustsins. Það þýðir ekki á þessum vettvangi að láta hverjum degi nægja sína þjáningu,” sagði Halldór Ásgrímsson. -KÞ „Líklega af hinu góða” „Ég get ekki annað séð en þetta gæti verið af hinu góða. Slík ráðstöf- un gæfi mönnum miklu meiri sveigj- anleika,” sagði Guðmundur Hall- varðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, í samtali við DV um hugmynd sjávarútvegsráðherra að yfirdráttarheimildinni. „Kvótinn átti upphaflega að vera Ul að hagræða fiskveiöunum og -vinnslunnL Þetta hefur hins vegar allt farið úr böndunum í síöustu afla- hrotu. Það gæti því orðið til góðs ef menn gætu á þennan hátt tekið fyrir- fram af kvóta næsta árs. Síðan gætu menn notaö fyrstu vikur næsta árs til að dytta að skipum sínum.” — Er ekki ástæða til að óttast að þetta vintji upp á sig þannig að menn standi kannski uppi eftir tvö ár, bún- ir með kvóta næsta árs? „Það er auðvitað viss hætta á því. Þessi yfirdráttarheimild yrði að vera innan skynsamlegs ramma sem þarf að finna út. Einnig þarf í þessu sambandi að velta fyrir sér friöunar- málum. Gæti þetta raskaö fiskstofn- unum eitthvað, til dæmis ef menn færu að moka upp ungviði. Hins veg- ar tel ég að heimild á borð við þessa kæmi að miklu ieyti í veg fyrir að út- gerðarmenn selji umframkvóta sinn, en það þykir mér stór galli á kvóta- kerfinu. Mér finnst að sjávarútvegs- ráðuneytið eigi að ráðstafa umfram- kvótanum og dreifa til þeirra sem þurfa en ekki láta braska með hann eins og gert hefur verið,” sagði Guðmundur Hallvarðsson. -KÞ „FINNST ÞETTA FRALEITT” „Mér finnst þetta fráleitt. Það er alls ekki rétt að gera þetta á þessum tíma,” sagöi Agúst Einarsson, full- trúi formanns Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, í samtali við DV um yfirdráttarheimild sjávarút- vegsráðherra. „Ég styð þessa skoðun mína með því að 1984 var mjög mikið um það að bátarnir kláruðu ekki sinn kvóta. Þeir báðu um svipaða hluti og ráð- herra er að boða nú en fengu ekki. Það varð til þess að menn seldu tog- urunum kvótann svo þeir gátu veriö lenguraðveiðum. I ár hefur hins vegar verið iítill aflaflutningur vegna góðrar veiði og togaramir hafa lítiö sem ekkert get- að keypt. I ársbyrjun voru settar reglur sem miöuðu að því að skipin væru að veiðum 270 daga á árinu. Mennirnir hafa miöaö sitt við það en nú finnst mér komiö aftan að þessu fólki ef þessi hugmynd ráðherra nær fram að ganga. Menn eiga kröfu á því að vita strax í ársbyrjun hver fiskveiðistefnan verður út árið. Það \ er ekki hægt að gera svona breytingu þegar langt er Uðið á árið. Hún verð- ur að gerast í ársbyrjun, í upphafi kvótatímabils, samhliða fiskveiöi- stefnu til að minnsta kosti tveggja ára,” sagði Ágúst Einarsson. „VEL HÆGT AÐ RÉTTLÆTA” „Við erum ekki famir að velta þessu alvarlega fyrir okkur. Hins vegar er vel hægt að réttlæta slíkt,” sagði Jakob Magnússon, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, í samtaU við DV um hugmynd sjávar- útvegsráðherra. — En hvernig Utur þetta út í aug- um fiskifræðinga varðandi friðunar- mál? Er ekki hætta á að heimild á borð við þessa geti raskað eitthvað fiskstofnunum? „Það þarf ekki að vera. Það mætti vel hugsa sér að veiða minna á næsta ári þess í stað. Það fer allt eftir sam- setningu aflans. Annars erum við hreinlega ekki búnir að skoöa þetta mál út frá þessu sjónarmiði. Að hinu leytinu er þetta ekki einsdæmi. Maður hefur heyrt að svona hafi ver- ið gert annars staðar,” sagði Jakob Magnússon. -KÞ X ■ ■ ■ ISÍI in erí tís ku 99 — Alþýðubandalagið í vandræðum I dag er straumurinn til hægri og lúx- usinn er í tisku. Ungt fólk viU koma sér áfram, leggur hart að sér í námi og at- vinnulífinu, í harðri samkeppni hvert við annað um vel launaðar stööur sem gefa aðgang að lúxusnum . .. Ungt fólk hefur ekki trú á póUtískum fiokk- um. Flokkarnir eru, í þess augum, spiUtir, gamaldags, leiöinlegir og óiýð- ræðislegir ... Alþýðubar.dalagiö er þar engin undantekning, flokkurinn er leiðinlegur, ólýöræðislegur og staðnaö- ur kerfisflokkur sem fyrst og fremst eyöir kröftum sínum í að verja það sem er eða það sem var.” Svo segir meöal annars í leyni- skýrslu framkvæmdastjómar Alþýðu- bandalagsins sem nú er mikið tU um- ræðu innan flokksins. Skýrslan var samin af sérstakri nefnd sem hlotið hefur nafnið Mæðranefndin enda áttu í henni sæti Kristín Á. Olafsdóttir út- varpsþulur, Rannveig Traustadóttir, sem á sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar, og Guðrún Helgadóttir alþingis- maður. Verkefni nefndarinnar var að fjaila um Alþýöubandalagið og unga fólkið og reyna að svara spumingunni: Af hverju á Alþýðubandalagið svo litlu fylgi að fagna meðal ungs fólks og hvað getur flokkurinn gert tU að ná tU þesshóps? -KÞ Svavar Gestsson um „vandræðaástandið” innan Alþýðubandalagsins: „Beygi mig ekki fyrir tfskunni” „Ég lít ekki á þetta sem persónu- legar árásir. Stjómmál snúast um málefni, ekki persónur,” sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýöubandalags- ins, aðspuröur um „leyniskýrslu fram- kvæmdastjórnar Aiþýðubandaiags- ins”. — Er Alþýðubandalagið komið úr tísku? „Ég tek ekki mark á tískunni. Hún er búin tU af markaösöflunum á hverj- um tíma. Sá sem beygir sig fyrir tísk- unni afsalar um leið dómgreind sinni. ÓlafurRagnarGrímsson: „Álit mitt var rétt” Við í Alþýöubandalaginu ætlum að gera flokkinn að næststærsta stjóm- málaafiinu á Islandi eftir næstu kosn- ingar. Ég finn þegar meðbyr.” — Þú hugsar þér ekki tU hreyfings úr fonnannssætinu? „Ég ræð því ekki einn hvort ég er formaður Alþýðubandalagsins. Flokk- urinn tekur ákvöröun um það. En ég hef fullan hug á að halda áfram að gegna þeim trúnaöarstörfum sem mér veröa falin af flokksmönnum,” sagði Svavar Gestsson. -EIR. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, og lýsti því reyndar yfir fyrir ári, að margvislegir erfiöleikar væru í starfi Alþýðubandalagsins. Síð- ustu atburðir sýna að það álit mitt var rétt,” sagði Olafur Ragnar Grímsson, varaþingmaður Alþýðubandalagsins. Aðspurður um væntanlegt framhald á ókyrrðinni innan fiokksins sagði Ólafur Ragnar: „Ég var aö koma úr langri ferð erlendis og er að lesa um þetta í blöðunum. En landsfundur Al- þýðubandalagsins kemur saman 7. nóvember, hann fer meö æösta vald innan flokksins og kýs forystu. Þar hlýtur það aö endurspeglast hvort fólk- inu í flokknum þykja hlutimir í góðu lagi eins og þeir eru. ” -EIR- Kristfn Olafsdóttir: „Flokkurinn á sér lífsvon” „Ég held aö flokkur, sem hef ur kjark og þroska til aö ræða eigin vandamál á þennan hátt, eigi sér lífsvon,” sagði Kristín Olafsdóttir sem á sæti í fram- kvæmda- og miðstjóm Alþýöubanda- lagsins. Hún er ein þeirra kvenna er sömdu „leyniskýrsluna” um leiðir til úrbóta i starfi Alþýðubandalagsins. „Ég fagna því að umræðan er hafin og þegar orðin þetta útbreidd og henni er alls ekki lokið. Það verður fundur í framkvæmdastjórninni í næstu viku og þar veröa málin rædd, einnig á lands- fundi er haldinn verður 7. nóvember,” sagði Kristín Olafsdóttir. „Vandamál okkar er að ekki hefur tekist að virkja ýmsar hreyfingar sem í gangi eru úti í þjóðfélaginu, viss öfl, eins og til dæmis kvennahreyfinguna. Og svo er það hin hliðin á málinu, sjálf pólitíkin. Við erum fjölmörg í flokkn- um sem teljum að pólitík Alþýðu- bandalagsins hefði mátt vera mun hvassari undanfarin 2 ár. Þá er ég að tala um viöbrögðin við því hvernig far- iö hefur veriö með láglaunafólk og ráð- ist á ýmsa félagslega þjónustu.” — Megum við eiga von á nýjum for- manni eftir landsfundinn? „Ég vil ekki vera með neina spá- dóma um hvaö gerist á landsfundinum en auðvitað er þetta ástand alls ekki formanninum einum að kenna. Þetta snýst ekki um hver situr á toppnum. Hér er frekar um aö ræða hvernig berj- ast eigi gegn því slæma hugarfari sem frjálshyggjumtkinum hefur tekist að útbreiða og gengur út á að hver bjargi sér sjálfur. Kjör fólks eru svo slæm aö hætta er á að þeim sem ekki geta samið sérstaklega við vinnuveitanda sinn um launaskrið verði ýtt út í ystu myrkur,” sagði Kristín Olafsdóttir. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.