Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Side 12
12
DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985.
MANNLEG SAMSKIPTI
ÁÆTLANIR - BREYTINGAR
Þetta er meðal námsefnis á námskeiðum Verkstjórnar-
fræðslunnar. Ný námskrá var að koma út.
Hringiðtil
Verkstjórnarfræðslunnar,
Iðntæknistofnun Islands, símar 687000 og 687009, og
fáið sendar upplýsingar.
SELJUM NÝJA €3 OG NOTAÐA W bíla
w
Tegund
BMW 520 i automatik 1982
BMW518 1981
BMW316 1982
BMW315 1982
BMW 320 automatik 1982
Renault 9 GTL 1982
Renault 9 TC 1982
Renault 11 GTL 1984
Renault 4 Van F6 1979
Renault 4 Van F6 1978
Mazda 929 station 1978
Vantar lítið ekinn BMW 315 eða 3161982.
SELJUM NOTAÐA BÍLA
LIRVAL ANNARRA BÍLA Á SÖLUSKRÁ.
ÝMISS K0NAR SKIPTI HUGSANLEG.
Opið laugardag 1—5.
KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN
KRISTINN GUÐNASON HF. <srí> SUÐURLAND?BRAUT 20. SÍMI 686633.^^
ST. JÓSEFSSPÍTALI,
LANDAKOTI
LAUSAR STÖÐUR
BARNAHEIMILI
Fóstra óskast til afleysinga í vetur á dagheimili fyrir börn á
aldrinum3ja—6ára.
Einnig vantar starfsmann á dagheimilið.
Upplýsingar í síma 19600 — 250 milli kl. 09.00 og 16.00.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Hjúkrunarfræðingar óskast á lyflækningadeildir I—A og
II—A, handlækningadeildir I —B og II —B og barnadeild.
Fastar næturvaktir koma til greina.
Hjúkrunarfræðingar óskast einnig á gjörgæslu.
Boðið er upp á aðlögunarkennslu fyrstu vikurnar.
DEILDARRITARI
Deildarritari óskast á gjörgæslu. Vinnutími frá kl. 08.00—
13.00 virka daga.
SJÚKRALIÐAR
Sjúkraliðar óskast til starfa á allar vaktir við eftirtaldar
deildir:
lyflækningadeild II—A
handlækningadeildir II —B og III —B.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf,
sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í
síma 19600—300 kl. 11—12og 13—14alla virka daga.
AÐSTOÐARMAÐUR SJÚKRAÞJÁLFARA
Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara óskast í fullt starf, staðan
er laus nú þegar. Uppl. gefur sjúkraþjálfari í síma 19600
-266.
STARFSFÓLK
Starfsfólk óskast á spítalann við ræstingar. Upplýsingar
veitir ræstingarstjóri í síma 19600—259.
Reykjavík 5/91985.
Kjallarinn á Akureyri
Eitt stykki
krá ígámi
Kjallarinn er tilraun Sjallans á
Akureyri til að koma fólki í kráar-
stemmningu. Keypt hefur verið frá
Bretlandi heilt stykki af krá, þar á
meðal langur bar með steindu gleri
og svo og svo margir metrar af ekta
panil, ýmist alveg upp í loft eða upp
á miðja veggi. Innifalið í pakkanum
er töluvert af skiltum og auglýsing-
um, hinar fjöldaframleiddu forn-
minjar, sem lengi hafa verið vinsæl-
ar víða um heim. Svona krá koma
brezkir fagmenn með í gámi og setja
upp á svipstundu. Ég gæti trúað að
pílukastið hafi fylgt með.
Inngangurinn í Kjallarann er rétt
vinstra megin við aðalinngang
Sjallans og Mánasalar. Þar er geng-
ið til hægri niður í kjallarann, þar
sem barborðið blasir við. í skotinu
við stigann vinstra megin er lítill
salatbar. Þeim megin í salnum eru
þrír básar fyrir tólf matargesti.
Hægra megin er hins vegar aðalsal-
urinn með litlum og þéttskipuðum
borðum í sófaborðshæð. Þar enn
lengra inn af er litill gangur fyrir
pílukastið, en samt oft notaður
undir aukið matarpláss.
í heild er yfirbragð staðarins álit-
legt, fremur en hitt. Þeir, sem fram-
leiða svona, kunna sitt fag. Ekki
veit ég, hvort kráarstemmning
myndast þarna oft við afgreiðslu
bjórlíkis. Ég hef bara litið inn á
tímum, þegar ekki mátti vænta
mikils mannfjölda. Og það var í
þeim allt öðru erindagjörðum að
komast að, hvort hægt væri að fá
eitthvað gott að borða á þessum
stað.
Þjónusta var fyrsta flokks í öll
þrjú skiptin. Sem dæmi um hana
má nefna, að ekki þurfti að spyrja
gesti við borðið, hver hefði pantað
hvað. Þar var ekki hið útbreidda
orðalag: „Ert þú steiktur karfi eða
soðið heilagfiski?” Segja má, að
þessi þjónusta sé mjög í sama stíl
og uppi í Mánasal, líklega sameigin-
lega sú hin bezta á Akureyri, sem
er þó bær, er státar yfirleitt af góðri
þjónustu í veitingahúsum.
Akureyrskt
milliverð
Kjallarinn hefur tvenns konar
verðlag á veitingum sínum. Fyrst
og fremst var þar stuttur seðill tólf
rétta, þar af fjögurra aðalrétta.
Þessi seðill var eins konar útdráttur
úr tvöfalt lengri fastaseðli Mána-
salar. Hann var á svipuðu verðlagi
og í Laut, ódýrari en í Smiðjunni,
Mánasal, Kea og Laxdalshúsi, en
mun dýrari en hjá Bautanum.
Síðan reynir Kjallarinn til við-
bótar að keppa við Bautann á
þrennan hátt. I fyrsta lagi með sér-
stöku tveggja rétta tilboði dagsins,
sem að miðjuverði var eigi að síður
hærra en hið mun fjölbreyttara átta
rétta tilboð Bautans. í öðru lagi með
sérstökum barnamatseðli. Og í
þriðja lagi með salatborði, sem
ásamt með súpu var ódýrara en hið
sama í Bautanum.
I tölum er samanburðurinn, að
miðjuverð tilboðsins í Bautanum
var 712 krónur og 852 krónur í
Kjallaranum, hvort tveggja sam-
kvæmt reikningsaðferð, sem ég hef
áður útskýrt. Samkvæmt henni
kostaði 1095 krónur að borða af
fastaseðli í Kjallaranum. Súpa og
salatbar kostaði hins vegar 200
krónur í Kjallaranum á móti 250
krónum í Bautanum. En þá eru
engin hliðaratriði meðtalin, svo sem
kaffi eða freisting bjórkollunnar.
Salatbarinn er minni og óþægi-
legri aðgöngu en barinn í Bautan-
um. Verst var, hversu dimmt var
þarna í skotinu og erfitt að sjá, hvað
var á boðstólum. Ennfremur var
hann örlítið minna freistandi. Til
Jónas Kristjánsson
skrifar um
veitingahús
Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og
blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en
krónupeningarnir tákna verðlagið.
nafninu silungasúpa, alveg eins og
hún gerði í Mánasal.
Meðlæti réttanna var í gamal-
kunnum, en ekki þó sérlega ofsoðn-
um skorðum, svo sem gulrótum,
blómkáli og kartöflum. Ennfremur
því, sem mun vera kallað „gamitúr”
í faginu. Hollandaise-sósan með
heilagfiskinu var ágæt eins og áður-
nefnd myntusósa, en minna þótti
okkur varið í nautakjötssósuna.
Rétt er að minna á, að salatborðið
er eins og í Bautanum innifalið í
verði allra aðalrétta staðarins.
Snyrtileg borð af því tagi gera gest-
um kleift að velja sér annað og við-
kunnanlegra meðlæti en það, sem
kemur úr eldhúsinu. Súpa er hins
vegar ekki innifalin hér eins og í
Bautanum.
Vínlistinn í Kjallaranum er jafn-
nauðaómerkilegur og uppi í Mána-
sal, hefur til dæmis ekkert fram-
dæmis voru sveppir ekki nema í eitt
skiptið og sósurnar voru vondar.
Hins vegar var yfirleitt ekkert upp
á ferskleikann að klaga. Þrenns
konar gott brauð var í boði.
Engin húrrahróp
Matreiðslan var svo sem ekki til
að hrópa húrra fyrir. Sérstaklega
var yfirleitt lítið varið í tilboð dags-
ins og hið eina, sem við prófuðum
af barnaseðlinum. Það síðarnefnda
var afar seigur og óframbærilegur
kjúklingur.
Soðið heilagfiski var afar þurrt.
Kryddsoðin nautasteik var of mikið
pipruð. Og steiktar lambasneiðar
voru frekar þurrar og saltar, enda
afgreiddar í viðkvæmum, þunnum
sneiðum.
Við vorum heppnari með djúp-
steikta fiskinn, sem var í mun vægari
hveitihjúp en oft sést hér á landi.
Einnig koníakssteiktar lambalund-
ir með ágætri myntusósu. Þær voru
raunar af fastaseðlinum, sem og
ágætis humarsúpa, er gekk undir
bærilegt hvítvín. Enda er sjálfsagt
sanngjamt að taka fram, að þetta
er bjórkrá. Kaffi var gott, borið fram
með konfektmolum.
Ef ég væri á ferð um Akureyri og
þyrfti að seðja mig fyrir tiltölulega
lítinn pening, færi ég heldur í Baut-
ann, þar sem verðið er lægra, úrval-
ið meira og gæðin ekki lakari.
Auðvitað er líka hægt að fá mötu-
neytismat í Súlnabergi. Og ég færi
ekki út að borða í Kjallaranum til
að njóta eftirtektarverðrar matar-
gerðarlistar. En hana skortir raun-
ar víðar á Akureyri.
Að vísu má ekki gleyma, að í
bjórkrá er matargerð venjulega
hliðargrein. Kjallarinn er svo hepp-
inn að fá allan sinn mat úr Mánasal.
Þar virðist mér matreiðsla vera eins
og gerist og gengur hér á landi,
svona upp og ofan. Minni kröfur eru
oft gerðar til bjórkráa í þessu efni.
Þannig er ýmislegt gott um Kjallar-
ann, fyrir utan útlit hans og þjón-
ustu, sem áður er getið.
Jónas Kristjánsson.
Eitt tilboÖ dagsins: 2/0 Síldartríó meögrófu brauÖi
iSo Steikturkarfimeuniere w Grafinn lax meö dillsósu
})o MímítubuffsteikalaSja/linn )I0 HvitlauksristaÖir sniglar
Annað slíkt:
2J0 SoöiÓ heilagfiski meÓ Hollandaise-sósu m Gril/steiktur silungur meÖ rjómasósu
)20 KryddsoÓin nautasteik meó kart'óflumús 17° Pönnusteikt rauðspretta meö rósapipar
I þriðja skiptið: 2io DjúpsteikturfiskurOrly J4° Koníakssteiktar lambalundir meÖ tómótum og myntusósu
))0 Steiktar lambasneióar meó kryddsósu 6)0 Mínútusteik meÖ ristuöum sveppum og krjddsmjöri
Fastaseðillinn: 1)0 Vanilluís meö súkkulaðisósu
i)j GratineruÓ lauksúpa 1J2 Djúpsteiktur camembert
ijo Silungasúpameösaffran 9# Skjrmeórjómab/andi