Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Side 21
DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985.
21
Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru
Moskvubúar nú að eignast fyrstu
styttuna af Lenín — þ.e. verulega
stóra styttu, sem þeir telja sæmandi
minningu foringja byltingarinnar.
Stytta þessi á að tróna ofan á 20
jnetra háu minnismerki, gerð af
listamanni sem fæddist 1917,
byltingarárið.
Reyndar þjást Moskvubúar eöa
Sovétborgarar annars staðar í Sovét
ekki af skorti á minnismerkjum um
Lenín. Um allar trissur eru ýmiss
konar minnismerki um Lenín og
byltinguna. Götur og byggingar og
borgir bera nafn leiðtogans — en í
Moskvu hefur ekki fyrr en nú verið
reist stór stytta af honum á stalli.
Myndhöggvarinn Lev Kerbel —
sem ku hafa teiknað fyrstu mynd
sína af Lenín þegar hann var aðeins
sex ára, hefur unniö sl. 20 ár að stytt-
unni. Og er það haft fyrir satt að
stytta Kerbels sé eins og punkturinn
yfir i-ið hvað snertir tjáningu í anda
þeirrar þjóðfélags-raunsæisstefnu
sem er hin opinbera stefna sovéskra
yfirvalda í listum. Sú stefna grund-
vallast á þeim pólitísku skilaboöum
sem yfirvöld telja aö listin eigi að
færa áhorfendanum. Lenín sjálfur
kallaði þessa stefnu reyndar
„minnisvarða áróður” — en það er
önnur saga.
„Sprungusvæði" Stalíns
Lenín-minnisvarðinn verður 8
metra hár með bronsstyttu efst,
standandi á fyrirferðamiklum
granítkletti. Styttunni verður komiö
fyrir í garði einum innan um nýja
stórhýsaþyrpingu en Kreml er þó í
augsýn. Þar sem styttan verður
hafði Stalin ætlað sér að láta reisa
gríðarmikinn píramída til að hýsa
stjórnarskrifstofur Kremlarherra.
Og lét rífa, eöa öllu heldur sprengja í
loft upp, dómkirkju sem þarna stóð.
Þegar menn svo fóru að skoða þessa
nýju byggingarlóð kom í Ijós að
jarðvegurinn var of gljúpur og
sprunginn og ekki var hættandi á að
reisa þarna stórhýsi. Síðan hefur lóð-
in staðið auð og garöur verið gerður
þar sem kirkjan var áður.
• Sovétmenn virðast seint telja sig hafa fullþakkað Lenín andlega leið-
sögn.
Nýja Lenín-styttan verður afhjúp-
uð á afmæli byltingarinnar sem
kennd er við október en er þó ekki
fyrr en þann 7. nóvember.
Kerbel, hetja Sovétríkjanna
Granítkletturinn undir styttunni er
engin steinvala. Það þurfti eina
fimm skriðdreka til að ná honum
lausum úr námu einni í Ukraínu. En
listamaöurinn, Kerbel, sem hafði
frjálsar hendur varðandi hönnun
listaverksins og næsta umhverfis
styttunnar, er ánægður með út-
kornuna.
„Eg viðurkenni enga list aðra en
þá sem gerir manninn göfugan, list
sem lyftir bestu tilfinningum hans á
stall. Abstrakt-list er aðeins skreyti-
list,” og benti svo á módel gert eftir
Lenín-styttuimi. 1 klettinn hefur
hann höggvið myndir af 14 manneskj-
um, almennum borgurum sem bera
sjálfan Lenin uppi: Þar gefur aö líta
bónda, sjómann, hirðingja, blaða-
sala — konu.
Lev Kerbel hefur fengið fáeinar
hetjumedalíur og minnist stoltur
fyrstu ára byltingarinnar. „Eg man
eftir fyrstu fimm ára áætluninni,
fyrstu samvinnuverksmiðjunni —
allt þetta spratt upp úr rústum keis-
aratímans.”
Fyrsta afrek Kerbels, sem eftir
var tekið í höggmyndalistinni, var
stytta af skáldinu Vladimir Maya-
kovsky. Hann hefur ferðast víða,
einkum til ríkja þriðja heimsins og
annarra kommúnistaríkja. Nýlega
lauk hann við gerð minnismerkis um
Marx í Karl-Marx-Stadt í Austur-
Þýskalandi.
„Sú ógn sem okkur stendur af
kjarnorkustríði hefur haft áhrif á
alla,” sagði Kerbel í viðtali við
fréttamann Reuters. „Sú ógn hefur
valdið því að fólk verður veikt fyrir
eiturlyfjaneyslu, áfengisdrykkju —
hinir veiklyndu reyna að fela sig and-
spænis þessari ógn.
En við listamenn getum ekki falið
okkur. Falli ein sprengja, þá verða
engar Feneyjar lengur í heiminum,
engin Róm, engin New York, engin
stórkostleg söfn eða bókasöfn.”
Gyðingur
Lev Kerbel er gyðingur. En hann
starfar innan and-síonistahreyfingar
í Sovétrikjunum. Það er hreyfing
sem sovéskir Gyðingar komu á fót
1983. Á Vesturlöndum hefur þessi
hreyfing verið gagnrýnd fyrir að
vera málpípa, eða málsvari, stefnu
Sovétríkjanna gegn Israel.
Kerbel segir að styttan af Lenín á
Októbertorginu sé þýðingarmesta af-
rek sitt á listasviðinu. Ekkert hefur
heldur verið sparað í hönnun og gerð
verksins. Engum tíma eytt til
einskis. Þegar flytja átti 400 tonna
þungan granítklettinn frá Ukraínu til
Moskvu óttuðust verkfræðingar að
vegirnir myndu ekki þola þyngslin.
En allt fór þó vel, kletturinn komst á
sinn stað og stendur nú hulinn segl-
um, bíður afhjúpunar í nóvember.
Þann dag verður skrautleg viðhöfn,
sendimenn erlendra ríkja ásamt
leiötogum Sovétríkjanna munu hylla
Vladimir Ilyich Lenín.
(Reuter).
SAMA VERÐ UM LAND ALLT!
w 'l; m *>
V- u^lclU-
W ÁSkiptaVÍ°rSakl A9
t
Loftsíurí:
Galant
Lanc«r ■
Sívsi84-
Ran9eR
smursíur .
Galant ■"...•■
Lancer •
Colt .....
Go|f
jettat100
Bre-nsuK'08Sar':
Golt ■""..••
Jetta
passa* •
Colt .... .. ■ ■
Lancer •■•
Galant
P8Í®r»Rover«r.
RangeR0 aft.
RangepoV
Höggdeyíaf'-
Gol<fr- • "...••
Jetta,r’ "......
Paier°,r’ ..
I_.300 <r- ■
col,<r.'fr’ ■ ■"'
Galan* <r-
G8'aIe Rover " "
Range H
Vatnsd*lurí,84 .
G°l,11°g00’77">
Mlnl • ■ "
eens^'300
La°ndR°ver
Gol< •
jetta ■
passa*
Colt •■
Lancer
Gaian*
K«ui:
44 Kr.
44-
44-
44-
44-
44-
299
299
299
299
•" 160
Verð kr.-
195
195
•' " 195
•" 195
195
Verð kr-
350
350
•■" 360
■ ■ " 360
350
■ ’ " 355
"" 550
"" 610
•"' 490
Verð kr-
580
■ " 580
"" 690
295
■' " 195
•' " 195
Verð4k^j
' ’ " 330
• • " 880
Verð kr-
1.390
■ ’ " 1.390
■"' 1.250
1.550
1.550
■"' 1.550
' 990
.....1.220
Verð kr-
890
" 1.250
"' 1.250
' ’' 2.690
•". 380
Verð kr-
750
■ • " 750
• ■ " 890
KveiKlu'oK.
P'*,,"UKr 150 Kr-
80Kr’ 150-
80' 150—
80- 150-
80' 150-
80' 150-
vrsA
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Sími 21240