Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Síða 37
DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985.
37
„Eitt ættu allir veiöimenn að forð-
ast: aö ætlast til þess, aö íþrótt
þeirra færi þeim fé. Hamingjan fylg-
ir ekki auðhyggjunni.” Þessi orð
Björns J. Blöndal ættu allir veiði-
menn að hugleiöa og fara eftir, en
engan veit ég fremri Birni í skrifum,
ritandi fagurt mál og alþýðlegt. En
hann segir svo um sinn fyrsta silung:
„Eg gæti trúaö að ég hafi verið fimm
eða sex ára, þegar ég fór fyrst aö
veiöa. Það var í litlum læk sem er á
milli tveggja síkja í Stafholtsey; þar
veiddi ég einn lítinn urriða og mér
fannst þetta vera einhver fallegasti
fiskur sem ég hafði séð. Þegar ég var
krakki veiddi ég aðallega í lækjum,
allSi gtaðar var sjóbirtingur.” Já,
margir muna eftir sínum fyrsta fiski
og það gerir Björn J. Blöndal.
Veiði á að vera fyrir alla á öllum
aldri. Enda eru sumir ekki háir í loft-
inu þegar fyrst er farið til veiða og fá
kannski fyrsta fiskinn og þá kviknar
áhuginn endanlega. Þannig á það
líka aö vera, allir eiga að geta stund-
að veiðimennsku, hvort sem eru ung-
ir eða aldnir, fatlaðir eða fátækir,
veiði á að vera fyrir alla. Eða, eins
og veiöimaðurinn Stefán Jónsson
segir í bók sinni, Roðskinnu: „Mann-
inum er eiginlegt að fiska. Þaö er
honum árátta. Þess vegna á ekki að
banna ungum börnum aö fara ofan á
bryggju eða niður að á og reyna að
veiöa. Þau eru til þess knúin að gera
þaö. Flenging stoðar ekki, en þaö er
hægt aö kenna þeim aö synda. Þess-
ari fyrstu málsgrein er sem sagt
beint til ungra mæðra. Það er æski-
legt, aö þær geri sér fljótt grein fyrir
því, helzt strax viö upphaf með-
göngutímans, að afkvæmum þeirra
er það áskapað að vilja hafa hendur
á hreistruðum og hálum fuglum
undirdjúpanna.”
Eg heyrði eina góða sögu utan af
landi nýlega. Ungur veiðimaður,
sem er áhugasamur og eyðir öllum
stundum viö veiðar niðri á bryggju í
plássi sínu, var að veiöa og veiðin
var þokkaleg. Hann veiddi kola og
ufsa, já einn vænan ufsa og var hann
2 pund hið minnsta. Vinurinn gerði
sér lítið fyrir og tók þann væna og
kom honum í verð í frystihúsi staðar-
ins. Fyrir ufsann sinn fékk hann 100
kr. og þótti það ágætt. „Maður fær þó
fyrir nammi,” sagöi veiðimaðurinn,
er hann var spurður um þetta.
G. Bender.
Hann Birgir Jónasson á Eskifiröi sagði fiskinn tregan en reyndi samt áfram
DV-mynd G. Bonder
* Hjónin Guöný Jóhannsdóttir og Kristján Sigurmundsson á afmælis-
daginn. DV-mynd G. Bender
DV á stóraf mæli Krist jáns Sigurmundssonar:
Þar voru margar
veiðisögur sagðar
Kristján Sigurmundsson í Crystal
varð áttræður 3. september og var
haldin mikil veisla. Kristján hefur
dregið marga laxa um ævina, ein-
hver sagði 7000, og er því í hópi afla-
hæstu stangaveiðimanna landsins.
Fjöldi veiðigarpa var saman kominn
í veislunni og veiðisögur sumarsins
flugu í hópnum. Við mættum á
staðinn og tókum nokkrar myndir,
en sjón er sögu ríkari.
VEIÐIVON
GunnarBender
• Stefán Guöjohnsen og Þórarinn Sigþórsson segja Sverri Kristinssyni
frá þeim stóra i Miðfiröinum.
DV-mynd G. Bender
í sérf lokki
Toyota Land Cruiser 1966,
V 8 350 Chevy, 4 gíra kassi
með Hurst skipti, góð dekk og
blæja, hörkujeppi á sann-
gjörnu verði.
Dodge Dart Sport 1975,
6 cyl., sjálfskiptur í gólfi,
vökvastýri, topplúga, út-
varp/segulband o.fl.
Dodge Ramcharger Royal
SE 1979,
ekinn aðeins 53.000 km, sjálf-
skiptur, vökvastýri, út-
varp/segulband, nýyfirfarinn
og með 6 mánaða ábyrgð,
skipti möguleg á ódýrari bíl.
Fiat 1271980,
ágætis eintak,
mjög góð kjör.
Ci
chrysier|
SK® DA e*r
Opið í dag 1—5
Skoda 120 - GLS1982,
í góðu lagi, toppbíll, ekinn aðeins 27.000
km, rauður og gullfallegur.
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600