Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Qupperneq 44
FRETTASKOTIÐ 6Í)-(78)-(58 Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1985. Lögreglustjóra- embættið: William f slaginn William Möller, fulltrúi lögreglu- stjóra, hefur nú bæst í hóp þeirra sem vitaö er að ætla aö sækja um embætti lögreglustjórans í Reykja- vík. William staðfestir þetta í sam- tali við DV. Segist hann vera búinn að senda inn umsókn, það sé ekkert launungarmál. DV hefur áður greint frá þremur umsækjendum um starfið. Þeir eru Böðvar Bragason sýslumaður, Stefán Hirst, skrifstofustjóri hjá lög- reglustjóraembættinu, og Hjalti Zóphóníasson, deildarstjóri í dóms- málaráðuneytinu. Margar umsóknir hafa borist i dómsmálaráðuneytiö en umsóknar- fresturinn rennur út á miövikudag- inn. -EH. Jafntefli hjá Rússunum Anatoly Karpov og Garry Kasparov gerðu jafntefli í annarri einvígisskák sinni í Moskvu síðdegis ígær. Lengi framan af skákinni þótti Kasparov sigurstranglegur en undir lokin sneri Karpov vörn í sókn og náðijafntefli. Þriöja einvígisskákin veröur tefld á morgun og þá hefur Kasparov hvítt. Hann hefur nú 11/2 vinning á móti 1/2 vinningi heimsmeistarans, Karpovs. -EIR. Margirárekstrar Bétt fyrir kl. fjögur í gær varð g. aftanákeyrsla á homi Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar. Voru ökumaður og farþegi annarrar bif- reiðarinnar fluttir á slysadeild en fengu að fara heim að rannsókn lokinni. Skömmu síðar lentu þrir bílar á árekstri í Barmahlíð og draga varð tvo þeirra af slysstað meö kranabíl. -KÞ op*ne EINANGRUNAR GLER 666160 LOKI Og þá er það framhalds- sagan „Ólgandi blóð í Alþýðubandalaginu". Alþýðubandalagið: Leyniskýrsla veldur ólgu Skýrsla, samin af nefnd er skipuö var af framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins til að f jalla um hvernig á því stæði að flokkurinn ætti í erfiðleikum með að ná til ungs fólks, hefur skapað ólgu innan Alþýðu- bandalagsins. I skýrslunni kemur meðal annars fram aö Alþýðubanda- lagið sé staðnaöur kerfisflokkur, ólýðræðislegur og að auki leiðin- legur. Eg tek ekki mark á tískunni. Sá sem beygir sig fyrir tískunni afsalar um leið dómgreind sinni,” segir Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, meðal annars, aðspurður hvort flokkur hans sé kominn úr tísku. „Eg hef lengi verið þeirrar skoðunar aö margvíslegir erfiðleikar séu í starfi Alþýðubandalagsins,” segir Olafur Ragnar Grímsson í samtali við DV í dag. „Síðustu atburðir sýna að það álit mitt er rétt.” Kristín Olafsdóttir, einn af höfundum skýrslunnar, segir í DV í dag: „Eg held að flokkur, sem hefur kjark og þroska til að ræða eigin vandamál á þennan hátt, eigi sér lífs- von.” -EIR. — sjá bls. 2 í Bæjarútgerð Reykjavikur i fyrradag. Þar er gert ráð fyrir 120 starfsmönnum á borðum. Núna eru þar 60. DV-mynd VHV. BÚRsendirfisk út í gámum vegna manneklu: Vantar helming starfsfólksins „Við urðum aö senda út fisk í vik- unni. Við settum í níu gáma um eitt hundraö tonn af karfa. Og við búumst við að þurfa að gera þaö sama eftir helgina. Þetta er eingöngu vegna mannaflaskorts, það er óhætt að segja það,” sagði Magnús Magnússon, yfir- verkstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavík- ur, í samtali við DV í gær. „Fólki hefur fækkað ansi mikið hjá okkur. Við vorum með 190 konur þegar allt var í lagi. Núna eru ekki nema um 100 konur. Við getum haft 120 á borð- um. Núna erum við með um 60. Það vantar helminginn. Við höfum ekki verið með fulimann- að lengi, lengi; allt síðasta ár. Við höf- um verið með svona 140 konur. Þegar verst var fór það niður í 85. Það var núna á mánudag. Þær hafa verið að koma aftur úr sumarfríi og við eigum eftir aö fá dálít- ið ennþá af þeim. Skólafólkið er allt farið núna. Það fækkar ekki meira en þetta heldur bætist við. Það er að bæt- ast við ein og ein en það er frekar lítiö : • Skipalest í Hvalfirði i siðari heimsstyrjöldinni. Skipalest á vegum NATO verður i Hvalfirði á mánudag. Skipalest íHvalfjörð á mánudag Skipalestin, sem viökomu hefur á Islandi vegna heræfinga Atlantshafs- bandalagsins, NATO, veröur í Hval- firði á mánudag. Skipin koma frá Bandaríkjunum aðfaranótt mánu- dags og sigla áleiðis til Bretlands snemma á þriöjudagsmorgni. Þessi skipakoma er liður í umfangsmiklum flotaæfingum NATO. Æfingarnar miða að því aö verja kaupskipalestir. Að sögn Friðþórs Eydal, blaöaf ull- trúa Varnarliðsins, koma tíu skip til Islands, þar af átta flutningaskip og tvö olíubirgðaskip. Olíubirgðaskipin eru einu herskipin í flotanum sem heimsækirísland. Oliuskipin tvö leggjast að bryggju í Hvalfirði og taka þar olíu, hið fyrra aðfaranótt mánudags en hið seinna um tíuleytiö á mánudagsmorgni. Hin skipin munu liggja fyrir akkerum úti á Hvalfirði. Um 140 herskip og kafbátar og mörg hundruð flugvélar taka þátt í þessum heræfingum sem eru þær mestu sem NATO hefur nokkrum sinnum haft i því að verja skipa- lestir. -KMU. j Í 4 Þarf laga- breytingu framboð. Mér sýnist frekar líta út fyrir að það verði frekar fátt hjá okkur í vet- — Leiöir þessi mannekla til beins taps? „Já. Við verðum að setja í gáma. Maður veit að vísu ekki hvað kemur út úr því. Við höfum heldur ekki undan, eins og í þorski. Þetta eru engin afköst miðað við það sem var hérna áður fyrr,” sagði Magnús Magnússon yfir- verkstjóri. -KMU. „Þetta er leið til að koma á sveigjanleika í kvótakerfinu. Þetta yrði þó aðeins mögulegt ef við mörk- uðum okkur fiskveiðistefnu til nokk- urra ára því hér þyrfti að koma til lagabreyting,” segir Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra meðai annars í samtali við DV um þá hugmynd sína að færa hluta af aflakvóta næsta árs yfir á síöustu mánuði þessa árs. „Það mætti þó ekki vera mikið aflamagn sem menn færðu svona á milli. A móti kæmi þó sambærileg heimild sem leyfði mönnum að geyma kvóta milli ára,” sagði HaU- dór. „Mér sýnist þetta yrði til góös,” segir Guðmundur Hallvarðsson um máUð í samtali við DV. „Mér finnst þetta fráleitt,” segir hins vegar Agúst Einarsson, fuUtrúi formanns LIU. ' „Þetta má vel réttlæta,” segir Jakob Magnússon, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. „Og þessi ráðstöfun þyrfti alls ekki aö raska jafnvægi fiskistofnanna í sjónum.” -KÞ sjá viötölábls.2 i i i i i (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.