Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Side 25
DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. 25 Valsmenn enduðu frábæran loka- sprett sinn í 1. deildarkeppninni á viðeigandi hátt — að leggja KR-inga aö velli á heimavelli sínum, Hlíðar- enda, og tryggja sér þar með Islandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu 1985. Valsmenn léku þá þrettánda leik sinn í röö í deildinni án taps, en það er mjög góður árangur. Þegar þeir tóku við sér höföu þeir aðeins fengið sjö stig af fimmtán mögulegum eftir fyrstu fimm um- ferðirnar. Þegar sjö umferðir voru búnar voru þeir tíu stigum á eftir efsta liðinu, Fram. Þessum árangri náöu Valsmenn undir stjórn Ian Ross, hins geð- þekkja þjálfara. Eg man alltaf orð hans er ég spuröi hann fyrir Islands- mótiö hverjir yrðu erfiðustu mót- herjar Valsmanna. „Eg hef ekkert hugsað um það, ég hugsa aðeins um okkur, hef ekki áhyggjur af öðrum félögum.” Valsmenn náðu ekki forustu í deildinni fyrr en tvær um- ferðir voru eftir. Þá skutust þeir upp fyrir Framara — náðu eins stigs for- skoti. Eftir að vera komnir á toppinn sögöu Valsmenn: „Takk fyrir, nú skulum við klára dæmið.” Og það gerðu þeir. Valsmenn fengu 31 stig úr út síðustu þrettán leikjum sínum — unnu níu leiki og gerðu fjögur jafntefli. Valsliðið er með snjalla einstaklinga, geysilega sterka miðverði, þar sem þeir Sævar Jóns- son og Guðni Bergsson eru og þá fór Guðmundur Þorbjörnsson á kostum undir lokin. Koma Heimis Karls- sonar til Valsmanna virkaði sem vítaminsprauta á Valsliðið og við komu hans losnaöi mikið um Guömund Þorbjömsson, sem fékk að njóta sín. Guðmundur frábær Já, Guðmundur Þorbjömsson var hreint frábær á lokasprettinum, ast ekki upp þó að á móti blási — þau eru stór V alshjörtun. Hart barist um hina ýmsu skó Nú eru aöeins fjórir leikir eftir í 1. deildinni. Er ljóst að aldrei hefur verið barist eins hart um marka- kóngstitilinn. Guðmundur Þor- bjömsson og Omar Torfason, Fram, em markahæstir með 12 mörk. Hörður Jóhannesson frá Akranesi kemur næstur á blaði með 11 mörk og síðan þeir Guðmundur Steinsson, Fram, og Ragnar Margeirsson, Keflavík, með 10 mörk. Það getur vel farið svo að tveir til þrír leikmenn verði markahæstir, tveir leikmenn í öðru sæti og tveir í þriðja sæti. Það myndi kosta mikið skóflóö hjá ADIDAS. Margir gull-, silfur- og bronsskór yrðu á lofti. Fallslagur Það verður hart barist á Garðs- vellinum í dag, þegar Víðismenn fá Þróttara í heimsókn. Bæði liðin eru með þrettán stig. Þrótturum dugar jafntefli til að Víðismenn falli með Víkingum. Víðir þarf að vinna sigur því aö félagiö er með lakari markatölu en Þróttur. Fjörið verður í Garðinum í dag og má fastlega reikna með að Suðurnesjamenn fjöl- menni þangað til að styðja við bakiö á leikmönnum Víðis. UEFA-sætið eftirsótta Valsmenn eru nú þegar búnir að tryggja sér rétt til að leika í Evrópu- keppni meistaraliða næsta ár og Framarar leika í Evrópukeppni bikarhafa. Þriðja Evrópusætið, þátt- taka í UEFA-keppninni, er enn laust. Um það sæti berjast Skagamenn og Snjall lokasprett- ur Valsmanna tryggði þeim íslandsmeistaratitilinn skoraði átta mörk af þeim fjórtán sem Valsmenn skoruðu undir lokin. Hann skoraöi sigurmark, 1—0, gegn Víkingi, tvö mörk gegn Keflavík, 2— 1, sigurmarkið gegn KR, 1—0, tvö mörk gegn Þór, 3—0, og tvö mörk gegn Víði, 3—1. Það er ríkt félag sem hefur leikmann á borð við Guðmund í herbúðum sínum — hann býr yfir gífurlegri reynslu, er útsjónarsamur og þefar uppi marktækifærin. Þegar hann fær þau þarf ekki að spyrja um framhaldið. Það er ljóst að þegar upp verður staöiö í Broadway annaö kvöld, getur ekki öðruvísi farið en að hann verði útnefndur knattspyrnumaöur ársins 1985 af knattspyrnumönnum. Þeir eru nú þegar búnir að greiða at- kvæði — úrslit verða kunngjörð um miðnætti annað kvöld. Eg spái því að Halldór Áskelsson úr Þór verði út- nefndur efnilegasti leikmaður 1. deildar. Halldór hefur staðiö sig frá- bærlega með Þórsliðinu í sumar. Sárt fyrir Framara Valsmenn eru vel að Islands- meistaratitlinum komnir — þeir gáfust aldrei upp. Það er aftur á móti sárt fyrir Framara að horfa á eftir titlinum til Vals. Þeir geta sjálfum sér um kennt. Þeir fengu mörg tækifæri til að tryggja sér fleiri stig á lokasprettinum en þaö var sem töframátturinn væri horfinn úr skóm þeirra. Leikmenn Fram skoruðu ekki úr gullnum tækifærum.eins og þeir gerðu í fyrri umferðinni. Látlaus sókn þeirra að marki Þrótt- íþróttir í vikulokin SigmundurÓ. j Steinarsson ar bar ekki árangur og það varð til þess að Valsmenn skutust upp á toppinn. Þegar að er gáð voru Framarar á toppnum fjórtán um- ferðir, Skagamenn eina og Valsmenn þrjár — þrjár þær síðustu, og þaö dugöi. Það voru þrír möguleikar undir lokin: að Valur, Fram og Akranes yrðu Islandsmeistarar. — „Þetta var næstbesti kosturinn af þremur,” sögðu Framarar eftir að ljóst var að Valur yrði meistari. „Meistara- titillinn er aftur kominn til Reykja- víkur,” sögðu þeir. Sagan endurtók sig Já, vel á minnst. Fyrst viö vorum að rifja upp frábæran lokasprett Valsmanna er ekki hægt annað en rifja upp gang mála sl. keppnistíma- bil — 1984. Þegar sjö umferðir voru eftir voru Valsmenn sjö stigum á eftir Keflvíkingum. Valsmenn sýndu þá einnig snjallan endasprett — léku sjö síöustu leikina án taps, unnu fjóra og gerðu þrjú jafntefli. Þeir náðu að tryggja sér annaö sætið og þar með UEFA-sæti. Valsmenn gef- Þórsarar. Skagamenn verða að vinna Framara í dag til að ná sætinu. Jafntefli gæti dugað þeim en þá yrðu Þórsarar að gera jafntefli eða tapa fyrir FH. Ef Þórsarar vinna aftur á móti og Skagamenn tapa, eða gera jafntefli við Fram, þá fer Þór í UEFA-keppnina. KSÍ verður að taka harðar á málum Það er ekki hægt að ljúka þessum pistli án þess að minnast á lág- kúrulega framkomu Isfirðinga sem gáfu einn leik í 1. deildar keppni kvenna — leik gegn Breiðabliki. Þessi leikur var mjög þýðingarmikill fyrir Breiðabliksstúlkurnar, ekki í bar- áttunni um Islandsmeistaratitilinn, heldur í keppni stúlknanna um markakóngstitil. Stúlka á Akranesi, Ragnheiður Jónasdóttir, er nú markahæst með 24 mörk, en næstar á blaði koma Breiðabliksstúlkurnar Erla Rafnsdóttir (21 mark) og Ásta Gunnlaugsdóttir með 20 mörk. Þess- ar tvær stúlkur verða að gjalda þess að Isfirðingar gáfu leikinn. Það er ófært að félög geti gefið leiki þegar þeim hentar og það er óí- þróttaleg framkoma. Stjórn KSl á að taka hart á þannig málum og beita félög, sem gefa leiki, . þungri refsingu. I þessu máli á stjórn KSI að berja í borðið og óska eftir því að Is- firðingar mæti til leiks til að ljúka 1. deildar keppni kvenna. Breiðabliks- stúlkumar fóru til Isaf jarðar og því er lágmark að Isafjarðarstúlkurnar mæti til leiks í Kópavogi. -SOS. Söngfólk — Garðabæ Garðakór vantar söngfólk í allar raddir. Raddþjálfun og fjölbreytt dagskrá framundan í vetur. Æfingar verða 1 til 2 íviku. Upplýsingar í síma: 42121 hjá Halldóru Bjarnadóttur, 40115 hjá Hrönn Haraldsdóttur, 34680 hjá Þorvaldi Björnssyni organista. ÚtboÓ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Skeiða- og Hruna- mannaveg um Stóru-Laxá. (Lengd 2,0 km, fylling og burðarlag 30.000 m3.) Verki skal lokið 15. maí 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sel- fossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 16. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 23. september 1985. Vegamálastjóri. Lærið frönsku hjá Alliance Francaise — Kvöldnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. — Bókmenntaklúbbur. — Upplýsingar og innritun á skrifstofu Alliance Francaise alla virka daga frá 16. til 27. sept. kl. 15 til kl. 19. — Kennslan hefst 30. sept. — 15% afsláttur fyrir námsmenn. Alliance Francaise, Laufásvegi 12, sími 23870. MYNDLISTA- OG HANDÍÐASKÓLI ISLANDS Námskeið frá 30. september 1985 til 20. janúar 1986: 1. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 2. Bókband. Teiknun og málun fyrir fullorðna fellur niður í vetur vegna húsnæðisþrengsla. Innritun fer fram daglega á skrifstofu skólans, Skipholti 1. Námskeiðsgjöld greiðist við innritun. Skólastjóri Reykjavik, Skipholti 1, sími 19821. Til sölu BÍLASALAN SKEIFAN, Skeifunni 11 Reykjavík. Simar 84848 og 35035. Toyota Hi-Lux árg. 1981, ekinn 77.000 km. Falieg og vönduð yfirbygging frá Óskari Haildórs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.