Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. NOVEMBER1985. Framkvæmdir vegna ratsjárstöðvar á Langanesi hafnar: Vegur lagður að Gunnólfs- víkurfjalli Frá Aðalbimi Amgrímssyni, fréttarit- ara DV á Þórshöfn: Nýlega var á stjórnarfundi Kaupfé- lags Langnesinga ákveðið að gerast hluthafi í hinu nýstofnaða hlutafélagi, Gunnólfi. Vinnur það félag nú af full- um krafti við vegagerð upp að Gunn- ólfsvíkurfjalli en þar á ratsjárstöö At- lantshafsbandalagsins að rísa. Að jafnaði vinna 12—15 manns og 5— 8 vörubílar auk þungavinnutækja að þessum ellefu kílómetra langa vegi og mun nú þegar lokið allt að einum kíló- metra. Verkstjóri við þessar fram- kvæmdir er Jón Gunnþórsson. Sú nýbreytni hefur verið viðhöfð að leggja mottur undir mölina á mýrar- jarðveg og þykir gefast vel. Enn er hér snjólétt og allir vegir fær- ir, bæði í austur og vestur. -KMU. v v „Þafl var litið i þetta skiptifl," sagfli Sigfús og landaði ufsanum. Þeir Grímseyingar kvarta yfir litlum kvóta. „Stœrsti báturinn okkar í Grímsey er 30 tonn og kvóti hans losar rótt um 200 tonn. Þafl sjó það allir að þetta er ekki neitt." DV-mynd JGH „Það klikkaði ekki ein einasta vika” — Sigff ús Jóhannesson aflakló var búinn með kvótann um miðjan mars „Ekkertgertsíðan” „Það var lítið í þetta skiptið, eitt- hvað um 300 kíló. Það var bölvuð bræla og ekkert hægt að eiga við þetta. Gær- dagurinn var öllu skárri, þá fékk ég tvö tonn,” sagði Sigfús Jóhannesson, skip- stjóri í Grímsey. Sigfús var nýkominn úr róðri þegar við heilsuðum upp á hann við bryggj- una í Grímsey. Hann var að landa og ætlaði að gera klárt fyrir næsta túr. Hann var einn á að þessu sinni, þó að báturinn hans, Magnús EA 25, sé um tólf tonn. Þeir voru þrír á í vetur. „Jú, þetta var gott í vetur. Það var mokfiskirí hjá Grímseyjarbátum. Ég man ekki eftir öðru eins. Það klikkaði ekki ein einasta vika. Eg komst í 25 róðraífebrúar.” Sigfús sagðist hafa veriö með 170 tonna kvóta þetta árið, þar af 150 tonn af þorski. „Ég kláraði kvótann snemma, var svotil búinn með hann 22. mars. Skildi um sautján tonn eftir til haustsins.” — Hvað gera skipperar sem klára kvótann sinn svo snemma? „Satt að segja hef ég ekki gert neitt. Eg hreyfði bátinn vart fyrr en ég byrj- aði um daginn að sækja síðustu tonnin af kvótamun. Annars var ég í um einn og hálfan mánuö á Siglufirði í sumar og skipti lun vél í bátnum.” — Eruð þið hressir með kvótann ykk- ar? „Nei, þetta er allt of lítill kvóti sem við Grímseyingar höfum. Menn verða að átta sig á því að við höfum ekkert annað en þorsk. Við getum ekki farið á rækju- eða skelfiskveiðar eins og gert er víöa annars staðar. Stærsti báturinn okkar í Grímsey er 30 tonn og kvóti hans losar rétt um 200 tonn. Það sjá þaö allir að þetta er ekki neitt.” Að sögn Sigfúsar hefur það einnig komið sér illa fyrir þá eyjarskeggja að árin þrjú, sem miðað var við þegar kvótinn var ákveðinn, voru mjög léleg. En finnst honum fiskifræðingar vera of svartsýnir? „Ég held að þetta sé ekki eins lélegt og þeir segja. Sjórinn hefur hitnað Sjávarhitinn í fyrra var frá hálfri til einnar gráðu. En í vetur var hitinn um fjórar og hálf til sex gráður. Þetta hef- ur haft áhrif á lífríkið í sjónum til hins betra.” -JGH ,, Pegar veturinn gengur í garð langar mig aftur til Mayrhofen44 segir Jóhann Vilbergsson skíðagarpur Hollur sjúkdómur_____________ það væri óskandi að allir kæmust í skíðaferð í Alpana. Hollara ráð gegn skammdegisdrunga þekki ég ekki. Ef þú ert eki': með skíða- bakteríuna fyrir er eng i að kvíða. Það smitast allir á viku i Mayrhofen. Þeir sem ekki kunna á skíðum innrita sig bara í skíðaskóla. Eftir nokkra daga bruna þeir niður brekkurnar - án þess að detta! Svona eiga skíðabæir I að vera_________'g l:- ■ Mayrhofen, áfangastaður Flug- leiða í skíðalöndum Austurríkis er Paradís skíðamannsins. Þar snýst allt um vetraríþróttir. Bærinn er innar- lega í Zillertal, stutt er á Penken og Ahorn. Ef maður kaupir svokallaðan „Super Ski-Pass“ er frjáls aðgangur að öllum skíðasvæðunum í dalnum. Þar nýtur maður lífsins ■ Mayrhofen er ekki bara skíða- bær. Þegar brekkunum sleppir er úr mörgu að velja. Ég svamla gjarnan í sundlaug eða hvíli lúin bein í heitum potti. Hótelin í Mayrhofen eru hræðilega þægileg - erfiðast er að fara úr húsi! Svo er bærinn fullur af ölstofum, veitingahúsum og diskótekum. Það finna allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi. Við sjáumst í Mayrhofen! * Flugleiðir fljúga beint til Salzburg - borgar Mozarts - þaðan er aðeins klukkutíma akstur til Mayrhofen. Þú getur valið um S hótel í mismun- andi verðflokkurr.. Sum eru falleg fjallahótel, önnur bjóða hreinasta munað. En eitt er víst, ferðin léttir pyngjuna minna en við mætti búast. Kynntu þér verðið til að sannfærast! Brottfarir: ■ Vikuferðir: 15/2, 22/2, 1/3, 8/3, 15/3. 22/3 og 29/3. ■ Tvær vikur: 21/12, 4/1, 18/1, 1/2, 15/2,22/2,1/3,8/3,15/3,22/3 og 29/3 Tvær vikur frá kr. 21.758; Fararstjóri Flugleiða í Mayrhofen er hinn góðkunni Rudi Knapp. FLUGLEIÐIR Verð miðað við janúar og mars, tveir í herbergi á Hótel Rauchenwald. Flug, ferðir og morgunmatur innifalið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.