Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Blaðsíða 29
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. NÖVEMBER1985.
Nýjasta fylgikona furstans — Ira
prinsessa af Furstenberg mætti í
skærfjólubláum samkvæmiskjól.
Karólína prinsessa var hvitklædd
og viðraði eiginmanninn, Stefano
Casirhagi.
Húsvörðurinn Þórður ásamt bróður Ladda — Haraldi.
KR-ingurinn úr kassanum.
Albert prins var hvítklæddur lika og
vinkonan, Corine Larsen, var i Ijós-
bleiku.
Eirikur Fjalar er góðvinur fólks úr öllum stéttum og af ýmsum aldursflokkum.
Fjölgun
á ferðinni
Skapstærstu hjónakomin í
Hollívúdd eiga nú von á erfingja
og bíöa menn spenntir eftir aö sjá
og heyra í barnunganum á næstu
árum. Hvað barnið erfir af eigin-
leikum foreldranna er ekki gott
aö segja en varla veröur þaö
jafnlyndið holdi klætt. Faðir móö-
urinnar, veröandi afinn, Ryan
O’Neal, er ekki þekktur fyrir
dauflega skapgerö og dóttirin
hefur lengi þótt vargur hinn
mesti. Eiginmaður hennar, John
McEnroe, hefur svo átt í erfiö-
leikum með að stunda íþrótt sína
aö gagni fyrir skapofsanum og öll
þrjú hafa þau komist á síður
blaöanna fyrir hegðun sem
venjulegu fólki þykir ekki með
öllu eölileg. Nú kemur kannski
vel á vondan því varla veröa þau
forviða þó litli engillinn láti eitt-
hvaö í sér heyra svona endrum
og eins.
Skapstærsta parið á von á
erfingja — hvaða eiginleika
skyldi barnið annars erfa frá
foreldrunum?
Dansleikur
góðseminnar
Dansleikur ársins í Mónakó er hald-
inn til styrktar Rauöa krossinum og
þar er venjan að fína liðiö safnist sam-
an í hreinu góögeröarskyni. Auövitaö
er svo aðalmáliö hver mætir í hverju
og með hverjum — nokkuð sem fjöl-
miölar um allan heim fylgjast grannt
með og láta síðan lesendur vita í smá-
atriðum.
Þetta áriö kom furstinn Rainier meö
Iru af Fiirstenberg sér viö hliö — slúö-
urdálkahöfundar um allan heim æptu
af kæti. Prinsessan var klædd fjólu-
bláu sem sagði mönnum aö hún væri
aðalnúmerið á staðnum því aörar
kvenverur úr fjölskyldunni mættu í
daufum litum til þess aö skyggja ekki á
stjörnuna, nema Stefanía — hún kom í
skærbleikum þröngum kjól og átti at-
hygli allra um kvöldiö.
Nú velta menn fyrir sér hvort Ira
verði síöari eiginkona furstans því þaö
þykir hæfilega langt um liöiö frá and-
láti Grace Kelly og mál til komið að
karlinn komi sér í hnapphelduna aftur.
Þaö getur víst veriö erfitt að vera ein-
stæður faöir með stálpaða barnunga og
því betra aö fá aðstoö til aö standa í
stykkinu. En þau skötuhjúin svara
engum spurningum — láta sér nægja
aö brosa kurteislega og snúa talinu aö
öðru. En hver veit. . .
jðr i
wWm.
%
Rainier fursti i Mónakó var i kjól og
hvitu — hvað annað?
Stefania prinsessa valdi skær-
bleikan kvöldkjól og átti kvöldið.
Hann er ennþá til þessil Hjartaknúsarinn Paul Anka söng af innlifum
um kvöldið.
m
|