Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. NOVEMBER1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Óprúttnir viðskiptahættir: Enginn tekur ábyrgð á verkinu „Eg var aö selja íbúö og ætlaöi aö láta hreingera hana eins og lög gera ráö fyrir. Því leitaði ég til „hreingern- ingastöövarinnar Hólmbræðra” sem starfað hefur um árabil. Að samkomu- lagi varö á milli okkar aö Olafur Hólm kæmi í húsiö aö morgni mánudags og ætlaöi ég að bíöa og hleypa honum inn. Olafur kom svo og meö honum kona þegar klukkan var rétt um 10. Eg hleypti þeim inn og fór svo til vinnu minnar,” sagði Vilhjálmur Þór Vil- hjálmsson rakari í samtali viö neyt- endasíöuDV. Hann vildi að eftirfarandi raunasaga hans af samskiptunum viö hreingern- ingafyrirtækiö kæmi fyrir almennings- sjónir. Ekki verður betur séð en hann hafi verið hlunnfarinn um hreingern- inguna sem honum var gert aö greiöa fyrir — í fyrstu m.a.s. nærri helmingi hærri upphæð en samið var um áöur en verkiðhófst. Ófrágengið loft „Áöur en af þessum viðskiptum varð spuröist ég auövitað fyrir um hvaö verkið kostaöi. Ibúöin er 100 fermetrar en af því aö loft hennar er ófrágengið var uppsett verð 30 kr. á fermetra eöa 3000 kr. fyrir 100 fermetrana. Eitt her- bergið var nýmálaö og ekki þurfti aö hreingera þaö. Þar sem íbúöin var í Mosfellssveit spurði ég hvort greiða þyrfti sérstakan bílakostnað. Kvað Ölafur svo ekki vera. Þetta myndi kosta kr. 3000 og yröi enginn annar kostnaöur. Síðari hluta dagsins, sem hreingern- ingin fór fram, kom konan á rakara- stofuna til mín í Ármúlanum og sýndi mér reikning sem hljóðaði upp á 5950 krónur. Mig rak auövitaö í rogastans yfir þessari upphæð og benti á aö fyrir- fram hefði mér verið sagt aö þetta kostaöi 3000 kr. Stúlkan sagöi þá að lofthæðin heföi verið meiri en sagt heföi verið og að auki væri flutnings- og efniskostnaður kr. 400. Ég vildi ekki una þessu og karpaöi viö stúlkuna og neitaöi alfariö aö greiöa þennan reikning. Hann var mjög ófagmannlegur, ekki með neinu númeri eöa merktur á neinn hátt, aö- eins úr reikningseyðublaðablokk. Þetta karp okkar endaöi með því aö stúlkan stakk reikningnum ofan í tösku sína og tók við ávísun frá mér upp á kr. 3000. Með þaö fór hún. Mín mistök voru þau aö greiða stúlk- unni áöur en ég var búinn að sjá verkið sem verið var aö greiða fyrir. Þaö hafði nefpilega aldrei veriö unnið, eða í þaö minnsta þá svo slælega aö engin mynd var á því,” sagði Villi rakari. Þegar nýi húseigandinn kom í íbúö- ina kvartaði hann umsvifalaust undan óhreingerðri íbúðinni. Kallað var til fólk sem vitni aö því hvernig umhorfs var og voru allir á einu máli um aö íbúðin væri ekki nýhreingerö. Reyndi ég þá aö hafa samband við Olaf Hólm á ný. Eg skal viöurkenna aö ég var nokkuð æstur þegar ég talaöi við hann, en hann var mjög ófor- skammaður og endaði með því að hann skellti á mig símanum í tvígang,” sagöi Villi. Við athugun á því hve lengi hrein- gerningarfólkiö haföi staöið við í íbúð- inni kom eftirfarandi í ljós. Samkvæmt upplýsingum Villa hleypti hann þeim inn kl. 10 á mánu- dagsmorgni. Nágrannakonur segjast hafa séö karlmann yfirgefa húsiö skömmu síðar. Um kl. 11.30 þennan sama morgun kom kona úr húsinu og fékk að hringja í leigubíl. Átta klukkustunda vinna Viö höföum samband viö Olaf Hólm og spuröum hann hvort þarna hefðu orðið einhver mistök í hreingerning- unni. Okkur datt einna helst í hug aö hann heföi farið íbúðavillt. Nú kom allt önnur saga en fyrri viö- mælandi okkar bar. Olafur Hólm byrjaöi á því að segja aö Villi rakari heföi ekki greitt reikn- inginn sinn. Nokkru síðar í samtalinu sagöi hann að honum hefði aldrei verið sýndur neinn reikningur. Loks viður- kenndi Olafur aö Villi rakari heföi greitt 3000 kr., en það væri alls ekki öll skuldin. Aðspurður hvers vegna hann heföi gefið upp 30 kr. á fermetra sem ekki stæðist, sagöi Olafur aö lofthæðin í hús- inu heföi verið svo mikil að þá kæmu 30% ofan á þessar 30 kr. Hann vildi ekki taka tillit til þess að ekki þurfti aö hreingera eitt herbergið vegna þess aö þaö var nýmálað. Þá sagði Olafur við DV aö alltaf væri krafist efnis- og flutn- ingskostnaöar upp á 400 kr. Hann hélt því fram aö Villi rakari heföi átt að greiða minnst 4200 kr. fyrir verkiö. Hann kannaðist ekki viö reikn- inginn, sem Villa var sýndur sama daginn og verkið var unniö, upp á tæp- ar6þús.kr. Um þaö hvernig verkið var unniö var Olafur ekki til viötals þótt honum brygði auðheyrilega í brún þegar hann heyrði að blm. heföi skoðað vegsum- merki meö eigin augum. Þegar við spuröum Olaf hve langan tíma hann teldi aö þaö tæki að hrein- gera íbúö upp á 100 fermetra nefndi hann átta klukkustundir. Við bentum honum á að ekki hefðu farið átta klst. í verkið. Eyddi hann því og sagöist sjálfur hafa komiö kl. „rúm- lega 9 eða kannski hálf tíu” og verið farinn aftur kl. 11.45. Stúlkan, sem með honum var (sem pantaði bíl í næsta húsi kl. 11.30), átti að hafa komið í bæ- inn um kl. 12.30 að sögn Olaf s. Þetta eru ekki átta klst. hvaöa reikn- ingsaðferð sem notuð er. Neytendur varnarlausir Það er hart fyrir neytendur að vera varnarlausir gagnvart vinnusvikum á borð við þau sem hér er lýst. Látum greiðsluna liggja milli hluta. Hrein- gerningin var ekki framkvæmd á þann hátt sem neytandinn fer fram á og á heimtinguá. Því miður er þessi saga ekkert eins- dæml Á mannamótum má heyra margar svipaðar sögur; sögur þar sem neytandinn hefur lotið í lægra haldi fyrir óprúttnu fólki, hreingerningar- fólki, alls kyns iðnaðarfólki, eins og smiðum, og fólki úr fl. iðngreinum sem ekki tekur neina ábyrgð á því verki sem verið er að vinna. Neytendur eru varnarlausir. Mála- rekstur getur tekið 5—6 ár. Neytenda- samtökin eru máttlaus. Fólk hreinlega gefst upp og þegir. Og þannig er þess- um óheilbrigðu viðskiptaháttum við- haldið. A.Bj. Hreingerningar eru vanþakklátt starf og oft illa borgaðar. Það á þó ekki vkJ í því tilfelli sem hór er frá greint. e Verð frá kr. m/spríngdýnu. „Rúm ”-bezta verzlun landsins IHCVAR Ot GYIFI GRENSASVEGI 3 1M REVKJAVIK, SIMI 811*4 OG 33530 Sérverzlun með rúm NÝTT m/náttborðum og springdÝnum. Verð frá kr. 34.800 m/náttborðum og springdýnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.