Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR12. NOVEMBER1985. Landsfundur Kvennalistans: Fjamám ríkisins og kennsla Á landsfundi Kvennalistans var ályktað um brýna nauðsyn þess að koma á fjarnámi ríkisins, sem bæti námsaðstöðu hvar sem menn búi. Einnig stóraukna og bætta kennslu í út- varpi og sjónvarpi. Varað var við því að hugmyndir um einkaskólakerfi, samhliða eða ofar ríkisreknum skólum, fái byr. Lögð var áhersla á heilbrigðisfræðslu og heilsu- vernd til þess aö draga úr dýrri viðgerðarþjónustu. Varaö var viö hugmyndum um útboð á heilsugæslu- stöðvum. i utvarpi I ítarlegri ályktun um atvinnumál var meðal annars lögö áhersla á að Islendingar væru fyrst og fremst mat- vælaframleiöendur með ýmsa ónotaða möguleika. Þá var skorað á aðila vinnumarkaðarins að leiörétta sér- staklega kjör kvenna og beita krónutöluhækkunum í stað prósentu- hækkana. Landsfundurinn lýsti andúö og hryggð vegna nýrra hugmynda um aö tslendingar selji hugvit sitt í þágu víg- búnaðar. HERB Súgfirðingar sátu í kulda og myrkri í 22 klukkustundir Súgfirðingar máttu þola rafmagns- leysi í 22 klukkustundir fyrir helgina. Lamaðist allt athafnalíf í byggðarlag- inu á meðan. „Við skulfum úr kuida heima hjá okkur. Við höfðum enga kyndingu. Þetta er rafmagnskynding. Það var ekkert rafmagn og allt í svarta- myrkri,” sagði Arnfríður Gunnars- dóttir, skrifstofumaður í Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri. Að sögn Gests Kristinssonar, umsjónarmanns Orkubús Vestfjarða á Suðureyri, fór rafmagnið af um eitt- leytið aðfaranótt fimmtudags vegna bilunar í jarðstreng á Klofningsheiði. Svo óheppilega vildi til að Orkubúið var að færa varaaflsstöðvar í nýtt hús- næði og var því ekki hægt aö grípa til þeirra. Vegna erfiðra aðstæðna tókst ekki að tengja rafmagnslínu á Klofningsheiði, sem endurbyggð var haustið 1984, fyrr en skömmu fyrir klukkan 23. Hinir 450 íbúar Súganda- f jarðar fengu rafmágnið þá að nýju. -KMU. „Ránið” var sett á svið Búið er að upplýsa ránið sem átti sér stað á Bókhlöðustígnum á föstudaginn. Fljótlega eftir að ránið var tilkynnt til RLR vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. Við yfir- heyrslur yfir sendisveininum kom í ljós að „ránið” var sett á svið. Hann og tveir félagar hans skipulögðu ránið. Eins og sagt var frá í DV á laugar- daginn var sendisveinninn með yfir 100 þús. krónur í ávísunum þegar hann var „rændur”. -SOS Komu 170 bjór- kössum í bifreið Skipverjar á mjölflutningaskipinu Svani frá Grundarfiröi hafa viöur- kennt að eiga 170 bjórkassa sem toll- gæslan á Akureyri lagði hald á sl. föstudagsmorgun. Skipverjarnir voru búnir að koma kössunum fyrir í bifreið þegar tollverðir komu að. Svanurinn var að koma frá Frakklandi en skipið var tollskoðað á Eskifiröi. Þar fundust bjórkassarnir ekki. Skipverjarnir viðurkenndu einnig aö þeir hefðu smyglað bjór inn í landið í september og október, eða allt í allt rúmlega 300 kössum af bjór. -SOS Hvemig á að ef la byggð fyrir norðan? því verður svarað á Fjórðungsþingi æskunnar á Akureyri 16. nóvember „Við erúm að þessu til að vekja upp umræður í skólunum um hvernig eigi að efla byggö á Norðurlandi,” sagði Björn Sigurbjörnsson, skóla- stjóri á Sauðárkróki, um nýstárlegt verkefni Fjórðungssambands Norðlendinga. Verkefnið ber yfirskriftina Norðurlandsbyggð framtíðarinnar. Þátt í því taka nemendur á aldrinum 16 til 25 ára í framhaldsskólum á Norðurlandi. Verkefnið tengist ári æskunnar. Allir skólarnir á Norðurlandi verða með nama Héraðsskólinn á Reykjum í Hrútafirði. Og þessa dag- ana.eru nemendurnir á kafi við að vinna erindi sem flutt verða á svokölluðu Fjórðungsþingi æskunnar sem haldið verður í Dynheimum á Akurejri laugardaginn 16. nóvem- ber. En hvaö þarf til að efla byggð fyrir norðan? Erindin eiga aö svara því. Þau koma örugglega til með að snúast um húsnæðismál, vegagerð, sjávarútveg, landbúnað, skóla, sjúkrahús, stóriðju, þessa háttar. smáiðnað og -JGH Sumir segja að „teppi" norður sé brýnast til að efla byggð á Norðurlandi. Slíkur vegur er sagður auka við- skipti og örva allt atvinnulíf. En hverju svara framhaldsskólanemar á Norðurlandi i Dynheimum laugar- daginn 16. nóvember? Nemendur á Nordurlandi taka afskarið: I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Framsóknarmenn í útlöndum Steingrímur Hermannsson er farinn að snupra Pál Pétursson fyrir utanferðir. Steingrímur er formaður Framsóknarflokksins en Páll er for- maöur þingflokks Framsóknar. Þar að auki er Steingrimur forsætisráö- herra og honum þykir vænna um rikisstjórnina heidur en flokkinn, eft- ir því sem haft er eftir honum í blaðaviðtali. Ungir framsóknar- menn eru farnir að kalla Steingrím sólkóng sem Steingrímur teiur vera fyndið. En honum finnast utanferðir Páls Péturssonar ekki fyndnar, og af því hann er bæði formaður og forsæt- isráðherra og sólkóngur, telur hann sig hafa efni á því að skamma Pál. Ekki er að efa að Páll á eftir að svara fyrir sig þegar hann má vera að. Eins og stendur er hann i útlönd- um og veit þvi ekki af þessum snupr- um. En hann er áreiðanlega væntan- legur heim, enda verða þeir sem stunda tíðar utanferðir að koma jafn- oft heim, öðruvísi geta þeir ekki farið utan á ný. Næst þegar hann bregður niður fæti hér heima og áður en hann fer utan aftur eigum við eftir að heyra frá Páli. Páll er forseti Norðurlanda- ráðs, og Páll er einnig bóndi á Höllu- stöðum i Húnaþingi. Á síðasta Norð- urlandaráðsþingi gekk hann undir nafninu Poul Pedersen fra Halle- steder og vakti á sér athygli fyrir góða málakunnáttu. Slikur maður á erindi til útlanda og satt að segja ætti Steingrímur að fagna þvi þegar jafn ágætur framsóknarmaður og Poul Pedersen eykur hróður Framsóknar á erlendri grund og boðar fagnaðar- erindið annars staðar en i Húna- vatnssýslunni. Það gegnir eiginlega furðu að hvergi á byggðu bóli utan íslands skuli enginn annar Fram- sóknarflokkur fyrirfinnast. Sam- kvæmt þeirra eigin kenningum er þetta langbesti stjórnmálaflokkur landsins og langbesta stjórnmála- stefna landsins, og þaö er vitaskuld mikil synd að jarðarbúar fái ekki notið slíkra pólitískra þungavigtar- manna, nema þeir einir sem búa á is- landi. Og engir njóta Poul Pedersen nema Húnvetningar. Þess vegna á Steingrímur ekki að vera að skammast út í þingflokksfor- mann sinn þótt honum finnist að fleiri en tslendingum komi við hvern- ig framsóknarmenn líta út. Sérstak- lega þegar þeir tala jafngóða skandi- navisku og raun ber vitni. Poul fra Hallcsteder er ekki verri fram- sóknarmaður en Steingrímur sól- kóngur, auk þess sem honum þykir vænna um fiokkinn en ríkisstjórnina. Og vænst um Norðurlandaráð. Poul Pedersen mun eflaust minna á að sólkóngurinn hefur sjálfur lagst í fcrðalög. Hver man ekki kúreka- hattinn, sem Steingrímur bar á höfði sér, þegar hann hvatti landann í Los Angeles í fyrra? Og hver man ekki frægðarferð Steingríms til israei og arabalanda, þegar hann tók sér fyrir hendur að kenna þeim í Miðaustur- löndum ökonomiu? Og var ekki Steingrímur í New York á dögunum og skrifaði undir mótmælaskjal gegn offjölgun mann- kyns? Og flutti hann ekki ræðu á alis- herjarþinginu og tók eiginkonuna með sér til að sitja aðra ráðstefnu fyrir hönd þjóðarinnar? Nei, Steingrímur hefur lagt land undir fót og honum ferst ekki að vera að snupra Poul Pedersen, sem lætur sér nægja að skreppa til Köben og Osló og tekur ekki konuna með. Enda þótt Steingrimur sé sólkóngur þeirra f ramsóknarmanna hér uppi á tslandi þarf hann ekki að halda að konungs- ríki hans nái um víða verröld og banna öðrum málamönnum i flokkn- um að ferðast eins og hann. Alit þetta getur Poul Pedersen bent á sér til málsbóta, strax og hann kemur heim og áður en hann fer út aftur. Siðast en ekki síst er vert að benda á að enginn gerir neitt illt af sér meðan hann er víðs fjarri. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.