Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Jólin nálgast: Gangið vel f rá bögglunum og fyllið fylgibréf in út heima Jólin nálgast. Það þarf að fara að huga að jólapóstinum sem fara á til út- ianda, ef hann á aö komast í tæka tíð. Nú þegar er orðið of seint að senda hann með skipapósti til fjarlægra staða eins og Ástralíu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Skipapóst til Norður- Ameríku og Suður-Evrópu þarf að póstleggja í síðasta lagi 25. nóvember og til Norður-Evrópu og Norðurlanda ekki síðar en 2. desember. Flugbögglapóst til Astraliu, Asíu, Afríku og Suöur-Ameríku þarf að póst- leggja ekki síðar en um næstu mánaöa- mót. Flugböggla til Norður-Ameríku og Suöur-Evrópu þarf að póstleggja ekki síðar en 5. desember og til Norður- Evrópu 10. desember. Eyðublöðin fyllt út heima Þegar bögglar eru sendir til útlanda er mjög áríöandi að fylgibréfin séu út- fyllt skýrt og greinilega. Að ekki sé tal- að um hve áríöandi er aö búa vel um böggulinn og merkja hann greinilega, bæði með nafni viðtakanda og heimilis- fangi. Gleymið ekki nafni sendanda. Það er langsamlega hentugast að ná sér í eyðublöðin sem þarf að fylla út og gera það heima hjá sér, áður en lagt er af stað í pósthúsið. Það er ekki skemmtileg reynsla að vera á síðustu stundu aö fylla út svona eyðublöð í yfirfullri póstafgreiðslu. Heimilisföngin eru oft löng og mjög flókin — það getur verið hreinasta martröð! Best er að senda bögglana sína í góð- um og sterkum pappakössum. Póstaf- greiðslur selja alveg sérstaklega góða kassa á vægu verði. Sjá mynd. Einn galli er þó á gjöf Njarðar: Það kemst ekki hljómplata i stærsta kass- ann, en við höfum vilyrði fyrir því að ný stærð verði tekin í notkun og mun hún þá sniðin eftir stærð hljómplötu. Mismunandi verð Það er ágætt að vita svona nokkurn veginn hvað kostar undir böggulinn þegar komið er í pósthúsið. Gjaldskráin fyrir bögglapóst er miö- uð við 1/2 kg og hleypur síðan á hálfu kg. Við tókum saman svolitla verðskrá upp í 5 kg fyrir böggla til tólf landa. Það kom í ljós að það kostar mis- munandi mikið að senda pakkana til allra þessara landa. Það kostar t.d. ekki sama að senda böggul til Norður- landanna nema um sé að ræða það sem á póstmáli er kallaður smáböggull, eða „petit pack”. Þá er sama gjaldskrá innanlands og til Norðurlanda, eins og um bréf væri að ræða. Það er einnig ódýrara aö senda eins kg smápakka til allra þeirra landa sem við athuguöum heldur en í bögglapósti. En smápakk- inn má ekki vera þyngri en eitt kg og ekki mikið stærri um sig en litil bók! Það er mjög athyglisvert að það er langdýrast af Noröurlöndunum að senda böggul til Noregs. Hálfs kg gjald er kr. 225 til Noregs en ekki nema 194 kr. til Finnlands sem er þó mun fjar- lægari staður! Viö bendum fólki á að klippa þessa töflu út úr blaöinu og geyma þangaö til farið veröur aö ganga frá jólapóstin- um. A.Bj. Stærsti kassinn kostar 29 kr., sá í miðið er á 23 kr. og iitli kassinn kostar 18 kr. Það kemst ótrúlega mikið i svona kassa. En athugið: það er bannað að senda lokuð bróf inni i svona pakka. Þetta eru eyðublöðin sem þarf að fylla út fyrir Bandaríkjaböggla. Það er í lagi að fylla tollskýrslur út á eigin tungumáli og mikilvægt að gera þ-"*ð greinilega. Ferkantaði miðinn er iimdur á pakkann. Það er nóg að bleyta bakhliðina og skella henni á pakkann. Svona skjöl þarf að fylla út fyrir önnur lönd en Bandaríkin. t.d. Norður- löndin. Það má hafa kalkipappir á milli til þess að spara sár skriffinnsku, en langbest er að gera þetta i ró og næði heima fyrir. DV-myndir PK. Flugpóstur: Danm. Nor. Svíþj. Finni. Færeyjar USA Kanada Lúxemb. Bretl. N. Írl. Frakkl. A.-Þýskal. V. -Þýskal. Verð 0,5 kg 157 225 173 194 145 205 168 157 237 332 234 183 Verð 1,0 kg 176 241 192 222 152 272 211 178 255 360 257 210 Verð1,5 kg 221 294 238 286 185 454 341 236 323 445 316 269 Verð 2,0 kg 241 310 258 313 192 521 385 257 341 473 339 296 Verð 2,5 kg 260 326 277 340 199 588 429 278 358 501 362 323 Verð 3,0 kg 279 341 296 r 387 206 ccc 033 472 299 376 529 384 349 Verð 3,5 kg 333 385 339 428 248 834 CAQ 358 445 620 440 418 Verð 4,0 kg 352 401 358 455 255 901 643 379 463 648 463 445 Verð 4,5 kg 371 417 378 483 263 968 686 400 481 676 486 472 Verð 5,0 kg 391 432 397 510 270 1035 730 421 498 704 509 499 Skipapóstur: Varð 1,0 kg 147 218 162 176 146 148 151 144 228 225 225 166 Verð 3,0 kg 187 270 204 227 182 279 286 195 293 275 284 211 Verð 5,0 kg 239 317 246 278 230 413 425 250 362 344 346 272 Smápakkar: Innanl. og til Norðurl. önnur Evrópulönd Utan Evrópulanda Pakkar innanlands: 0,1 kg 10 13 22 3 kg 47 kr. 0,250 kg 18 22 41 5kg 72 kr. 0,500 kg 50 10 kg 113 kr. 15 kg 163 kr. 1,000 kg 53 89 174 20 kg 182 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.