Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 18
18
IAGUR14. NOVEMBER1985.
íþróttir íþróttir íþróttj
B33
ttniui'«lingf
þjálfu"-
I
I
í grunnskólum tekin
Grunnþ jálfun hefur farið gífurlega aftur
- segir Guðni Kjartansson landslidsþ jálfari
I------------------------------------
| Helgi Þorvaldsson, formaöur
Iunglinganefndar KSl, setti ráöstefn-
una sem hann kvaö mjög tímabæra.
| Bað hann menn vera gagnorða og
Imálefnalega. Aö setningarræðu lok-
inni tók Alfreö Þorsteinsson viö fund-
Iarstjórn sem hann innti síöan af
hendi af miklum skörungsskap.
IEllert B. Schram, form. KSI, var
fyrstur á mælendaskrá og sagöi meö-
I alannars:
„KSI eru stærstu samtök á Islandi
| þeirra yngstu. Það hvílir því mikil
. ábyrgð á félögunum þar sem hlut-
| verk þeirra er aö ala upp hæfa ein-
Istaklinga.”
Hlutverk unglingalandsliðanna
vex sífellt. Og til gamans gat hann
þess aö einn drengjanna heföi leikiö
I 18 landsleiki á 3 árum sem væri
sennilega heimsmet.
[ Kvaöst Ellert vonast eftir jákvæð-
Ium umræöum.
Lárus Loftsson unglingalandsliös-
Iþjálfari kvaö skorta leikgleði í yngri
flokkana. Kappiö væri of mikið.
| Hann sagöi m.a. að drengjalandsliö-
Iiö heföi sigrað Dani sl. keppnistíma-
bil og brotið múrinn meö fyrsta sigri
| í knattspyrnulandsleik gegn Dönum.
ISagði Lárus þennan aldurshóp (3.
fl.) nokkuð þunnskipaöan í ár en
Ikvaðst þó nokkuö ánægöur meö
árangurinn.
I „Unglingalandsliöiö fór í úrslita-
* keppni Evrópukeppni landsliöa í
| Ungverjalandi og var sú ferö mjög
. lærdómsrík, þar kom í ljós aö okkur
I skorti ýmislegt. Sérstaklega þó
Ihraöa og snerpu. Síöan þá hefur
verið æft vel og eru strákarnir
Igreinilega betri núna en gegn Bret-
um í sumar og er þaö líka eins gott
I þar sem liðið er að leggja upp í
; keppnisferö til Irlands og Skotlands
| og gætti töluverðrar bjartsýni hjá
Iliðsmönnum. Kannski náum viö aö
koma á óvart og koma heim með
Istig. Annars er þetta „ungt” ungl-
ingaliö því viö erum aö byggja upp
| fyrir næsta sumar,” sagöi Lárus aö
Ilokum.
Jón Gíslason matvælafræðingur
| hélt mjög fróölegt erindi um matar-
Iæðiíþróttafólks.
„Ef meiningin er aö byggja upp
viöbragðsflýti leikmanna og krafta
þá þarf mataræði aö vera gott meðan
I á æfingum stendur”.
Eftir erindi Jóns Gíslasonar var
I mönnum tíörætt um alla þá sælgætis-
. sölu sem fer fram í félagsheimilun-
| um og í íþróttahúsum og væri svo
Isannarlega brýn þörf úrbóta.
Alfreð Þorsteinsson kvaöst ætla að
Iflytja tillögu varðandi þetta atriöi
innan ISI.
Næstur á mælendaskrá var Reynir
: Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins.
| Hann sagöi m.a. aö knattspyrnuiðk-
Iun væri mikið uppeldisatriöi og
hvíldi mikil ábyrgö á unglingaþjálf-
Iurum. Reynir sagöi frá athyglis-
verðri rannsókn sem gerö var í Nor-
L.
egi á börnum sem áttu í erfiðleikum
meö lestur en fengu bata viö aö iöka
knattspyrnu.
Hann hvatti aila þjálfara til aö
vera vakandi fyrir öllum nýjungum
er vöröuöu þjálfun þeirra yngri.
Næstur steig í pontu Ingvi Guö-
mundsson, formaöur mótanefndar
KSI, og sagöi meðal annars aö vinnu-
álag mótanefndar væri mikiö og létt
aö gera mistök. Dæmi eru til um 30
símtöl út af breytingu á tímasetn-
ingu á einum unglingaleik. I lok Is-
landsmótanna vantaði inn um 100
leikskýrslur sem engan veginn getur
talist nógu gott.
Baldur Marinósson, formaöur
mótanefndar KRR, sagöi m.a.: „Viö
hjá KRR höfum reynt aö setja okkur
inn í aðstæður. Æskilegast væri aö
Reykjavíkurmótin byrjuöu seinna en
slíkt myndi náttúrlega þýöa seinkun
á Islandsmótunum. 350 kappleikir
fara fram árlega á vegum KRR. —
Dómaravandamálið er mjög knýj-
andi og nauðsynlegt aö finna lausn á
því máli hiö bráðasta.
Umsjón: Halldór
Halldórsson
Garöar Oddgeirsson, formaöur
aganefndar KSI, sagöi m.a. aö 100
leikmenn heföu veriö settir í leik-
bann síöastiiöið keppnistímabil.
Grímur Sæmundsen læknir ræddi
um íþróttameiösli. Hann kvað aö-
stöðu m.a. skipta miklu máli í þessu
sambandi, — ekki síst skótauið.
Grímur sagöi aö upphitun fyrir
æfingar og leiki væri mikilvæg. Þeim
leikmönnum sem gjarnt er aö brjóta
af sér er hættara við meiðslum en
öörum. Það sýna sænskar athuganir.
Gunnar Sigurösson, stjórnarmaö-
ur í KSI (Akranesi), kvaö leiki yngri
flokka utan Reykjavíkur of fáa. Full
þörf væri t.d. á Vesturlandsmóti.
Þaö myndi bæta úr brýnum verk-
efnaskorti.
Gunnar vék aö þjálfun og undir-
.búningi unglingalandsliöanna. Hann
kvaö vænlegra til árangurs að dreng-
irnir kæmu saman og dveldu viku-
tíma, t.d. á Laugarvatni í staö þess
aö koma saman dag og dag um helg-
ar. Strákarnir myndu kynnast betur
ef þeir væru meira saman, samfellt.
Helgi Þorvaldsson, form.
unglingan. KSI, var með fyrirspurn
til Reynis Karlssonar, íþróttafuil-
trúa ríkisins. Helgi kvaö drengi ekki
eins liðuga og kröftuga og áöur. Fara
leikfimitímarnir í blak, eöa hvað?
Hvernig er meö hina hefðbundnu
leikfimi? spurði Helgi.
o
,»•
i'»,
«
Fjöldi þjálfara sótti ráöstefnuna um ungl-
ingaþjálfun sem haldin var laugardaginn 2.
nóv. sl. og tókst vel í alla staöi. Víöa var kom-
iö viö og varð fundarstjórinn, Alfreð Þor-
steinsson, form. unglingan. ÍSÍ, aö loka mæl-
endaskrá sökum tímaskorts, slíkur var áhugi
fundarmanna á málefninu. Athygli vakti aö
fulltrúi dómara mætti ekki til fundarins. Hér
verður aöeins stiklaö á stóru vegna plássleys-
is.
Myndin er tekin fyrir utan veitingahúsið Ártún af þátttakendum i ráðstefnu KSÍ um unglingaþjálfun. Á
myndina vantar m.a. stjórnarmenn KSÍ sem urðu að fara undir lok ráðstefnunnar vegna fundar með for-
ustumönnum 1. deildar liðanna. DV-mynd HH
Guðni Kjartansson landsliðsþjálf-
ari vék einnig að þessum málum og
sagöi m.a.: „Breytinga er þörf á
námsskrá grunnskóla því enginn
möguleiki er fyrir leikfimikennara
aö komast yfir allt þaö verkefni sem
þar er sett upp. Grunnþjálfun hefur
fariö gífurlega aftur. Gamla kerfið
var heppilegra,” sagöi Guðni.
Reynir Karlsson svaraöi því til aö
1978 hefði verið samin ný námsskrá
og með henni hófst kynning á hinum
ýmsu hópíþróttum í skólunum.
„Þessi námsskrá hefur hlotið gagn-
rýni. Menn vilja frekar hina hefð-
bundnu norrænu leikfimi. Það þarf
markvissari kennslu, þaö er klárt.
En auðvitað fer þetta líka mikiö eftir
kennurum,” sagöi Reynir aö lokum.
Eftirfarandi tillaga var borin fram
af unglinganefnd KSI og gengur út á
það aö komið veröi á bikarkeppni
KSI í 3. aldursflokki. Þessu hljóta
mennaðfagna.
Tillaga
Um breytingu á 25. gr. reglugerðar
KSI um knattspyrnumót:
Aftan við 1. mgr. komi: D) 3. flokk
Nýmálsgrein, 10. mgr. komiinn:
I bikarkeppni 3. flokks skal leikin
undankeppni þar sem liðum er skipt í
riðla eða svæði eftir þátttökufjölda
og verði fjögur lið í riðli. Þó verði
heimilt aö hafa minnst 3 Uö og mest 5
lið í einstökum riölum ef aðstæður
kalla á slíkt. Liöin leiki einfalda
stigakeppni. Skal undankeppnin
hefjast strax að lokinni riðlakeppni
Islandsmótsins og ljúka um sömu
helgi og úrslitakeppnin fer fram.
Þau Uö sem vinna sér rétt til aö leika
í úrslitakeppni Islandsmótsins öðlast
þátttökurétt beint í aðalkeppnina
ásamt þeim liðum sem sigra í riölum
og svæðum undankeppninnar. Keppt
skal með útsláttarfyrirkomulagi í
aðalkeppninni og ieikið til þrautar
sbr. 11. mgr.
9. og 11. mgr. breytast í samræmi við
þetta þannig aö í 9. mgr. veröi vísað tii
11. mgr. í staö þeirrar 10.111. mgr. bæt-
ist3.flokkur.
Unglinganefnd KSi.
Miklar og fjörugar umræður urðu
eftir á sem alltof langt mál yrði að
flytja. Greinilegt er að menn eru
opnir fyrir nýjungum. TU dæmis um
þaö er uppi skoöun um aö leggja nið-
ur Islandsmót yngri flokkanna í
þeirri mynd sem þau eru í dag og
taka upp svæðismót. Sú hugmynd á
sjálfsagt nokkuð í land. Enn aörir
vilja breyta keppnisfyrirkomulagi 5.
flokks. Leggja niður núverandi
keppnisfyrirkomulag í Islandsmóti
og taka upp sama fyrirkomulag og er
við lýði í 6. flokki, þversum og 7-
manna lið. Gerum við rétt með þann-
ig breytingu? Hvernig væri að prófa
sig áfram? Hafa Islandsmótið á hinn
hefðbundna hátt en bæta inn í Is-
landsmóti í mini-bolta og eins marg-
ar túmeringar í mini-bolta og sjá
hver þróunin yrði og taka mið af því.
-HH.
Leiðrétting
Á unglingasæöunni sl. mánudag urðu leið mistök. Myndirnar af þeim Þor-
steini Guðjónssyni og Rúnari Kristinssyni víxluðust. Þeir eru beðnir velvirð-
ingar og vonandi kemst þetta rétt til skila hér fyrir neðan:
Þorsteinn Guðjónsson, KR.
Sterkur
varnarmaöur!
Þorsteinn Guðjónsson, KR,
hafsent í unglingalandsliðinu, hefur
átt mjög góða leiki í sumar — en
hann er fyrirliði 3. fl. KR sem sigraði
í öllum mótum sumarsins. Þorsteinn
lék einnig með unglingalandsliöinu
gegn Bretum í sumar sem tapaðist
að vísu, 0—5. Þorsteinn segir ís-
lenska liðið mun betra núna og séu
leikmenn ákveðnir að koma heim
meðstig. (DV-myndHH).
Rúnar Kristinsson, hinn bráðefnilegi drengja-
landsliðsmaður úr KR, hefur náð þeim ein-
stœða árangri að leika 18 landsleiki með
drengjalandsliðinu sl. 3 ár. Það kom fram á
ráðstefnu unglingaþjálfara sl. laugardag að
sennilega vœri þetta heimsmet í leikjafjölda
drengjalandsliðsmanns.
-(DV-mynd HH).
JON ERLING OG
PÉTUR TIL STAF-
ANGURS-VÍKINGS
„Það stefnir allt í það að
við förum út til Noregs í
Jafntefli í
Tyrklandi
Tyrkland og Rúmenía gerðu jafntefli
á þriðjudag, 2—2, í Izmir í Tyrklandi í
Evrópukeppni landsliöa, leikmenn 21
árs. Ahorfendur 15 þúsund en loka-
staðan i riðlinum var þannig —
England í úrslitakeppnina.
England 6 3 2 1 9—3 8
Finnland 6 14 1 4—4 6
Rúmenía 6 14 1 5—7 6
Tyrkland 6 0 4 2 3—7 4
-hsim.
FjóriráNMÍ
badminton
Badmintonsamband Islands hefur
ákveðið að senda fjóra íslenska
keppendur á Norðurlandameistara-
mótið í badminton sem fram fer i
Svíþjóð um næstu helgi.
tslensku keppendurnir verða þeir
Arni Þór Hallgrímsson, Guðmundur
Adolfsson, Þórdís Edwald og Eiisabet
Þórðardóttir, öll úr TBR. Einn
íslendingur mun dæma á mótinu en
það er Haraldur Kornelíusson. -fros
næsta mánuði og göngum
til liðs við Viking frá Staf-
ahgri í norsku 1. deildinni.
Við litum á aðstæður hjá
félaginu fyrir hálfum
mánuði og okkur leist vel á
allt,” sagði Jón Erling
Ragnarsson, unglinga-
landsliðsmaður úr FH, en
hann er, ásamt Þróttaran-
um Pétri Arnþórssyni, á
leiðinni tilNoregs.
Þeir félagar voru báðir
meðal bestu leikmanna liða
sinna í 1. deildinni í knatt-
spyrnunni á síðasta
' keppnistímabili og það er
mikið áfall fyrir bæði liðin
ef þeir hverfa af landi brott
eins og flest bendir til nú.
Það var Helgi Ragnars-
son sem hafði samband við
þá félaga og hefur verið
þeim innan handar. Deilda-
keppnin í Noregi hefst ekki
fyrr en í apríl en þangað til
mun Viking taka þátt í
einhverjum æfingamótum.