Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1985. Bresk dagblöð komust í feitt: Velta sér upp úr hneykslum vegna Miss World keppninnar EXPOSED: Iniide story of the shotvbiz dynasty that turned TV beauty contest into a farce m^OFMISS WORLD BOSSES • Spies dig the • Insiders rake • Morley boy dirt on girls to in a fortune on bends rules to warn judges betting coups woo beouties "My Mum likes the low prices. I want to win a bicyde'.' mmm® Mepbrts Your Ifo 1 chotce ■VíTrr'íí.13 Opnan i News of the World, þar sem fjallað er um eigendur Miss World keppninnar. og hvernig þeir láta njósna um stúlkurnar sem taka þátt. Ungfrú heimur verður kjörin í kvöld í London og svo viröist sem bresku æsifréttablöðin hafi ekki áður komist í jafnfeitt mál. Þau eru upp- full af slúðri, afhjúpunum og einka- málasögum um keppendur, eigendur Miss World og um fyrrverandi kepp- endur. Eins og fram hefur komið á ungfrú Island , Hólmfríður Karlsdóttir, mikla möguleika á sigri. Bretar veðja svo stíft á hana að hún er nú orðin efst á lista veðmangara og hef- ur þá ýtt ungfrú Bretlandi í annað sæti. Bresku blöðin kalla Hólmfríði bara Hofie eða Niceland. En hún má kall- ast heppin að hafa ekki lent verr í blöðunum. Margar stallsystur henn- ar frá öðrum löndum hafa mátt þola aðdróttanir af hinu rætnasta tagi í bresku uppsláttarblöðunum. Verstu útreiðina fá þó skipuleggjendur keppninnar, hjónin Eric og Julia Morley. Jafnvel hið virðulega blaö Sunday Times í London segir frá því að Júlía hafi verið orðuð við sendi- mann frá Guatemala og nefnir í leið- inni að hún hafi ýmist verið kölluð frú heimur, frú skírlífisbelti og nú síðast sniðuga Julia. News of the World, eitt svæsnasta æsifréttablað á Bretlandseyjum, og er þá mikið sagt, veltir sér upp úr viðtali sem það segist hafa átt við tvo fyrrverandi starfsmenn keppninnar, Eddie Crozier og Ray Millross. I viðtalinu segja þeir að Eric Morley geti í raun valið sér sigurveg- ara. „Eric getur auðveldlega haft áhrif á meirihlutann og fengið hann til aö taka sínum ráöum,” segir Ray. Ungfrú ísland Ýmsar sögusagnir ganga um son Morley hjónanna, Julian Morley. Hann á að hafa gerst fullnærgöngull við sumar stúlkurnar. News of the World hefur eftir Ray að öryggis- verðir keppninnar hafi orðið pirraöir þegar Julian reyndi að fá nafn- greinda ungfrú Island fyrir einhverj- um árum til við sig. „Þegar Eric komst að því að Julian hefði tekiö hana heim um nóttina varð hann mjög reiöur,” hefur News of the World eftir Ray. Ray segir síöan aö Julian hafi fall- ið fyrir Kimberly Santos, ungfrú Guam, sem varð ungfrú heimur árið 1980 eftir að önnur stúlka varð aö af- sala sér titlinum vegna mikils hneykslismáls. Með skírlífi á heilanum Það hneyksli, segja blöðin, átti eft- ir að hafa þau áhrif að Morley-hjónin fengu skírlífi stúlknanna í keppninni á heilann. News of the World segir að þau geri út njósnara sem hleri hvort nokkuð í fortíð stúlknanna geti orðið keppninni til hneisu. Stelpurnar mega ekki hafa gifst eða átt barn, helst ekki drekka eða neyta eitur- lyf ja og þær mega alls ekki hafa leik- ið í kynsvallsmyndum. Glæpur stúlkunnar, sem kjörin var ungfrú heimur árið 1980, Gabriellu Brum frá Þýskalandi, var að hafa látið taka mynd af sér nakinni, leikið í klámkvikmyndum og búið með klámkvikmyndaframleiöanda. Júlía Morley vissi um þessa fortíð stúlkunnar en ákvaö aö láta þá vitn- eskju liggja milli hluta. Þegar svo stúlkan vann titilinn liðu ekki nema nokkrir klukkutímar þangað til upp komst um kvikmyndaleik stúlkunn- ar. Hin nýkrýnda ungfrú heimur varð að láta krúnuna af hendi og við henni tók Kimberly Santos frá Guam. Veðmál I Bretlandi eru alltaf í gangi mikil veðmál í sambandi við keppnina og Ray og Eddie segja að starfsmenn keppninnar græði stundum grimmt á þeim. Þeir tveir hafi til dæmis unniö allt að 4.000 pund (240.000 kr.) þegar Wilnelia Merced frá Puerto Rico sigraöi árið 1975. Þeir hafi vitað fyrir- fram að hún hefði allt það til að bera sem þurfti til að sigra. „Hún var 18 ára gömul, hrein mey og var ekki lík- leg til að valda neinu hneyksli.” Þeir kumpánar segja að Julian títtnefndi hafi einnig veðjað á líklega sigurvegara og grætt vel. Morley „á" keppnina Eric og Julia Morley hafa „átt” keppnina um ungfrú heim síðan 1983. En þau hafa rekiö hana síðan Eric stóð fyrir fegurðarsamkeppni áriö 1951 í sambandi við hátíöina „Festi- val of Britain”. Árið eftir héldu Bandarikjamenn keppnina um „ung- frú alheim” og Morley stóðst ekki mátiö og hélt aðra keppni og síðan hefur þessi fegurðarsamkeppni orðið árlegur viðburður. Eric Morley hitti konu sína, Júlíu, fyrir 16 árum þegar hann var fertug- ur en hún 16 ára. Júlía hefur síðan haft umsjón með keppninni með manni sínum. Hún kvartar yfir að blöðin hafi bara áhuga á því neikvæða í kringum keppnina: „Skrifa blöðin nokkurn tíma um það góöa sem við gerum. I mitt hús hafa komið fleiri en 60 böm sem hafa verið að bíða eftir upp- skuröiíEnglandi.” Hún segir að yfirlýsingar í blööun- um komi henni illa en að þær séu bara tal öfundarmanna. Hún neitar að tala um sögusagn- irnar um samband sitt við suöur- ameríska sendimanninn en segir að sú saga sé bara ein af fjölmörgum: „Við hjónin höfum fengið kúgunar- hótanir í heilt ár núna og stundum hefur síminn hringt vegna þessa fimm sinnum á nóttu. Þeir sem hringja segjast munu skýra frá hinu og þessu um okkur. Þetta hefur verið einmartröð.” j dag mælir Pagfari______________I dag mælir Dagfari___________j dag mælir Dagfari Frumvörp til fjárlaga Fjárlagafrumvarpið kom til um- ræðu á þriðjudaginn. Þingmönnura var ekki ljóst hvaða fruravarp var á dagskrá. Uraræðan varö eftir því. Upphaflega lagði fyrrverandi fjár- raálaráðherra, Albert Guðmunds- son, fram frumvarp strax í október. Þingflokkur sjálfstæðismanna hafði í fyrstu samþykkt framlagningu þess en lýsti síðan yfir frati á það jafn- skjótt og Albert hafði sýnt það. Hinn stjórnarflokkurinn hafði einnig lagt blessun sína yfir frumvarpið og var því meðmæltur. En Framsókn var einnig raeðmælt því að frumvarpinu yröi breytt, þannig að Framsókn var bæði með og móti eins og hennar er vandi. Stjómarandstæðingar vom stráx á móti framvarpi Alberts en á sama tíma era þeir afar gramir yfir því að stjórain hyggist breyta frumvarpinu og hafa farið í fýlu af þeim sökum. Þeir segja framvarpið ómark, og þeir segja einnig að það sé ómark ef ríkisstjórnin ætlar að breyta því. Það var í þessu andrúmslofti sem nýi fjármálaráðherrann flutti fram- söguræðu sína á þriðjudaginn. Hann tók þann kostinn að ræða framvarpið eins og það mun líta út ef gerðar verða á því breytingar, og eins ræddi hann frumvarpið ef ekki verða gerðar á því breytingar. Allt var þetta nokkuð flókið og ekki fyrír alraenning að skQja. Samt sem áður bauð Ríkisútvarpiö hlust- endum sínum að fylgjast með þess- ari kúnstugu umræðu. Ráðherrann talaði sem sagt um framvarpið eins og það verður en ekki cins og það er. Stjómarandstæðingar vildu ekki tala um frumvarpið eins og það er og heldur ekki um það eins og það verður. Samt var umræðum haldið áfram fram eftir degi og þingmenn samþykktu með handaruppréttingu að útvarpið fengi að gera umræðun- um skil í beinni útsendingu. Óneitanlega er það nýlunda fyrir þjóðina að fá að hlýða á umræður um eitthvað sem þingmenn vita ekki hvað er. Og þjóðin ekki heldur. Yfir- leitt er þetta þannig að þingmenn halda uppi umræðum um eitthvað sem þeir halda að þeir viti hvaö er þótt þjóðin botni hvorki upp né niður í því hvað það er. Slíkura umræðum er á stundum útvarpað og kallaðar eldhúsdagsumræður. Nú var hins vegar útvarpað frá málfundi, þar sem hvorki þingmenn né þjóöin vissu hvað var. Sjálfsagt telst þetta til framfara í pólitíkinni vegna þess að það hefur oft ruglað menn í rírainu að standa í þeim misskilningi að þeir viti hvað þeir eru að fjalla um. Nú var því ekki tU að dreifa og er það mikiU kostur. Pólitikin er nefnUega komin á það stig að það er miklu betra þegar þingheimur viöurkennir það hrein- lega í upphafi að málið, sem verið er að fjalla um, sé alls ekki á dagskrá eða þá hitt að þar sem það sé mark- leysa sé útiiokað að ræða það. Og byrja svo að ræða það. í beinni út- sendingu. Ekki er að efa að virðing kjósenda fyrir þingmönnum sínum og ríkis- stjórn mun aukast að mun við þessa þróun mála. Þingmönnum er greiði gerður af útvarpinu þegar þeim gefst kostur á að tilkynna það f áheyrn al- þjóðar að frumvarpið, sem er á dag- skrá, sé ekki á dagskrá. Og þjóðinni er mikill greiði gerður með því að fá upplýsingar um að verið sé að út- varpa fjárlagaumræðu sem ekki er fjárlagaumræða. Stjórnarandstaðan vill ræða frumvarpið eins og það er en ekki eins og það á að vera. Og stjóraarUðið vill ræða framvarpið eins og það á að vera en ekki eins og það er. Þetta er sniðug aðferð til að koma því að sem ekki þarf að tala um og tala um það sem menn vilja tala um en ekki það sem þeir eiga að tala um. Eða þannig sko. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.